Fréttablaðið - 20.07.2011, Blaðsíða 4
20. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR4
ÍSRAEL, AP Ísraelski herinn stöðv-
aði í gær för franskrar skútu sem
stefndi í áttina að Gasaströnd.
Ísraelsher segir skipverja ekki
hafa sýnt neina mótstöðu.
Skipinu var ætlað að vekja
athygli á einangrun Gasasvæðis-
ins með því að rjúfa þessa ein-
angrun. Á síðasta ári stöðvaði
Ísraelsher för heils skipaflota
sem hafði þetta sama markmið,
og létust þá níu manns í átökum
við herinn. Ísraelsher var víða
gagnrýndur eftir þau átök.
- gb
Skútu siglt til Gasa:
Ísraelar stöðv-
uðu för skútu
Töldu seli á Vatnsnesi
Um 30 manns tóku þátt í árlegri
selatalningu Selaseturs Íslands á
Hvammstanga. Alls taldi fólkið 1.033
seli á Vatnsnesi og Heggstaðanesi. Í
fyrra voru taldir 1.057 selir. Svæðið
sem talið var á er 100 kílómetra langt.
Því er skipt upp í 27 svæði og fer
talningin fram á sama tíma á öllum
svæðum. Fóru talningarmenn um
gangandi, ríðandi og á bát.
HÚNAÞING VESTRA
ORKUMÁL Landsvirkjun Power,
dótturfélag Landsvirkjunar, og
verkfræðistofan Verkís hafa
gert samning við orkufyrirtæki í
Georgíu um hönnun nýrrar vatns-
aflsvirkjunar í Georgíu.
Virkjunin verður í ánni Tergi í
Kákasusfjöllum, nærri rússnesku
landamærunum. Hönnuð verður
rennslisvirkjun með stíflu, 1,6
kílómetra löngum veituskurði og
sex kílómetra aðrennslisgöng-
um, að því er fram kemur á vef
Landsvirkjunar. Verkinu á að
ljúka árið 2014. - bj
Landsvirkjun Power í útrás:
Hanna virkjun í
Tergi í Georgíu
VIÐSKIPTI Velta í dagvöruverslun
jókst um 3,3 prósent á föstu verð-
lagi í júní borið saman við sama
mánuð í fyrra. Á sama tímabili
dróst fataverslun saman um 6,5
prósent á föstu verðlagi. Verð á
dagvöru hefur hækkað um 3,3
prósent á síðustu tólf mánuðum.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í Smásöluvísitölu Rann-
sóknarseturs verslunarinnar. Þar
kemur einnig fram að velta skó-
verslunar jókst um 4,7 prósent
í júní og velta húsgagnaversl-
unar um 6,2 prósent. Þá jókst
sala á raftækjum um 8,5 prósent
og sala áfengis um 1,2 prósent í
sama mánuði. - mþl
Smásöluvísitalan:
Samdráttur í
fataverslun
VERSLUN Samdráttur varð í fataverslun í
júní miðað við árið í fyrra.
FÉLAGSMÁL Fjórir unglings drengir
réðust á starfsmann á meðferð-
arheimilinu Háholti í Skagafirði
á sunnudag. Því næst læstu þeir
starfsmanninn inni, stálu pen-
ingum og struku á stolnum bíl.
Meiðsl starfsmannsins voru
minniháttar, að því er fram
kemur á fréttavef Ríkisútvarps-
ins.
„Við lítum alltaf alvarlegum
augum atvik af þessu tagi. Það
er alveg ljóst að þegar um er að
ræða líkamsárás og ég tala nú
ekki um þegar ofan á þetta bæt-
ist að þeir komust yfir bifreið,
sem er nátt-
úrulega dráp-
stæki í sjálfu
sér í höndum
unglinga, er
það háalvar-
legur hlutur,“
sagði Bragi
Guðbrands-
son, forstjóri
Barnaverndar-
stofu um málið
í samtali við
Vísi.
Unglingarnir eru fæddir árin
1993 og 1995. Að sögn varðstjóra
lögreglunnar á Akureyri voru
þeir handteknir á gistiheimili
á Akureyri á mánudag. Þangað
voru þeir sóttir af lögreglunni á
Sauðárkróki en tveir þeirra voru
svo fluttir á Stuðla í Reykjavík.
Meðferðar- og skólaheimilið
Háholt er einkarekið á grund-
velli þjónustusamnings við
Barnaverndarstofu. Þar dvelja
15 til 18 ára unglingar sem eiga
við alvarlegan hegðunarvanda að
stríða.
Að sögn Braga verður farið
yfir öryggismál í Háholti í kjöl-
far málsins. - mmg
Unglingar vistaðir á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði struku:
Réðust á starfsmann og læstu inni
BRAGI GUÐ-
BRANDSSON
GENGIÐ 19.07.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
222,3404
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
116,97 117,53
188,43 189,35
165,69 166,61
22,218 22,348
21,091 21,215
17,974 18,080
1,4814 1,4900
186,06 187,16
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
STJÓRNSÝSLA ESA, eftirlitsstofn-
un EFTA, hefur sent íslenskum
stjórnvöldum tillögur um hvernig
Íbúðalánasjóði verði breytt til að
laga hann að reglum EES-samn-
ingsins um ríkisaðstoð. Stofnun-
in hafði áður veitt stjórnvöldum
frest til andsvara, en hann virðist
nú hafa verið styttur.
Guðbjartur Hannesson vel-
ferðarráðherra segist ekki skilja
hvers vegna þessar tillögur komi
nú. Stjórnvöld
hafi haft frest
fram til nóvem-
ber til að leggja
fram áætlun um
hvernig Íbúða-
lánasjóði yrði
breytt. Hann
seg i r þet t a
koma sér mjög á
óvart. „Við þurf-
um að sjá hvað
liggur að baki
þessu, hvað hefur breyst.“
Athugasemdir stofnunarinnar
byggja á dómi EFTA-dómstólsins
frá 2006. Þar segir að íslenskum
stjórnvöldum beri að skilgreina
betur hlutverk Íbúðalánasjóðs í
almannaþjónustu. Tryggja þurfi
betur að ríkisaðstoð sú sem sjóð-
urinn nýtur sé aðeins nýtt til
almannaþjónustu, ekki starf-
semi af viðskiptalegum toga. Með
öðrum orðum, að skilja þurfi betur
á milli samkeppnislegra og félags-
legra þátta.
„Við þurfum að skoða betur
hvernig ríkisábyrgðirnar eru og
hvernig sjóðurinn fellur undir
eftirlitskerfið í samanburði við
banka og annað. Við höfum ýtt
þessu á undan okkur á meðan við
sjáum hvernig samfélagið endur-
reisir sig eftir bankahrunið,“ segir
Guðbjartur.
Eftirlitsstofnunin leggur til að
þak verði sett á verð og stærð þess
húsnæðis sem Íbúðalánasjóður
lánar til. Með þessu á að koma
í veg fyrir að ívilnanir tengdar
félagslegri þjónustu komi við-
skiptahluta starfseminnar til
góða.
Guðbjartur segir að málið verði
skoðað og á því fundin lausn.
Mikil vægt sé að viðhalda félags-
legu húsnæðiskerfi. „Mikilvægi
sjóðsins hefur aukist ef eitthvað
er að undanförnu.“
Málinu er lokið af hálfu ESA
samþykki íslensk stjórnvöld tillög-
urnar innan sex vikna. Að öðrum
kosti kann að fara svo að stofnunin
hefji formlega rannsókn á grund-
velli aðfinnsla sinna.
Guðbjartur segir að krafa um
sex vikna frest núna komi sér á
óvart. kolbeinn@frettabladid.is
Samþykki breyting-
ar innan sex vikna
Stjórnvöld verða að samþykkja innan sex vikna að setja þak á stærð og verð
íbúða sem Íbúðalánasjóður fjármagnar. Tímafresturinn kemur mér á óvart,
segir velferðarráðherra. Stjórnvöld höfðu frest til tillagna til fyrsta nóvember.
GUÐBJARTUR
HANNESSON
ÍBÚÐIR Skilja verður á milli samfélagslegra og viðskiptalegra þátta Íbúðalánasjóðs
samkvæmt kröfu ESA. Stofnunin hefur stytt þann frest sem stjórnvöld höfðu til
tillagna um breytingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVISS, AP Sjálfbær þróun sem
dregur úr fátækt en varðveitir
umhverfið verður meginviðfangs-
efni næstu fimm ára í starfi Ban
Ki-moon hjá Sameinuðu þjóð-
unum.
Þetta sagði framkvæmdastjór-
inn á fundi Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar í gær. Hann mun
hefja annað fimm ára kjörtímabil
í starfi framkvæmdastjóra í byrj-
un næsta árs. Hann sagði sjálf-
bæra þróun tengja saman mörg
önnur markmið, eins og lofts-
lagsmál, heilbrigðismál, málefni
kvenna og skort á mat, vatni og
orku. - þeb
Nýtt kjörtímabil hjá SÞ:
Sjálfbær þróun
næstu árin
FRAMKVÆMDASTJÓRINN Ban Ki-moon
hefur sitt annað kjörtímabil þann fyrsta
janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
28°
20°
22°
24°
24°
15°
22°
21°
25°
21°
27°
31°
33°
20°
21°
23°
22°Á MORGUN
hæg V-læg eða breytileg
átt
FÖSTUDAGUR
Fremur hægur vindur,
hvessir SV-til
10
13
14
12
14
11
9
6
11
9
9
3
2
3
2
3
2
4
2
4
1
3
13
12
14
14
15
1415
15
16
13
VINDUR AÐ
SNÚAST Í dag
verður svalt NA-til
en snýst í V-átt á
morgun og hlýnar
og birtir til. Fallegt
veður um allt
land á morgun. Á
föstudag snýst í S-
átt, hvessir og fer
að rigna SV-lands.
En hægara um og
nokkuð bjart NA-til
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður