Fréttablaðið - 20.07.2011, Side 6

Fréttablaðið - 20.07.2011, Side 6
20. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR6 HEILBRIGÐISMÁL Meira en tólf þús- und manns greindust með mislinga í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins, fleiri en allt árið í fyrra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- in hefur varað við því að tilfellum fari fjölgandi, sérstaklega þar sem meira sé um mannfagnaði á sumrin. Stofnunin hvetur fólk því til að láta bólusetja sig fyrir sjúk- dómnum. Bólusetning gefur fullkomna vörn gegn sjúkdómnum, að því er fram kemur á vef Landlæknis- embættisins. - þeb Evrópubúar láti bólusetja sig: Varað við misl- ingafaraldri SKIPULAGSMÁL Þrátt fyrir ítrek- aðar yfirlýsingar bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um að leggja dag- sektir á eiganda lóðar í Hellu- hrauni 2 hefur ekkert orðið af því. Fram kemur í fundargerð byggingarfulltrúa að margar kvartanir hafi borist vegna lóð- arinnar. „Eigendum húsnæðis- ins hefur margoft verið bent á að fjarlægja gáma á lóðinni sem ekki er leyfi fyrir,“ segir um málið sem teygir sig meira en þrjú ár aftur í tímann. Í tvígang í fyrra var gefinn fjögurra vikna frestur til úrbóta og því hótað að ella yrði dagsektum beitt. „Verði ekki brugðist við erindinu innan fjögurra vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsekt- ir á lóðarhafa,“ ítrekar bygging- arfulltrúinn nú enn tilmælin. - gar Máttlitlar hótanir í Hafnarfirði: Lóðareigandi hunsar tilmæli DANMÖRK Lene Espersen, utan- ríkisráðherra Danmerkur, kveðst ekki bera ábyrgð á því að Mar- grét Þórhildur Danadrottning veitti Khalifa, konungi Barein, næstæðstu orðu Dan- merkur. Orðan var veitt nokkr- um vikum áður en skotið var á mótmælend- ur í Barein sem kröfðust lýðræðisum- bóta. Í kjölfar gagnrýni á tímasetningu orðu- veitingarinnar hefur það hins vegar orðið að samkomulagi milli hirðarinnar og utanríkis- ráðuneytisins að orðuveitingar í tengslum við opinberar heim- sóknir í framtíðinni verði ræddar vandlega til þess að koma í veg fyrir misskilning. - ibs Orðuveitingar drottningar: Breyting í kjöl- far gagnrýni MARGRÉT ÞÓRHILDUR DANADROTTNING SKIPULAGSMÁL Fyrirtækið Global Fuel ehf., sem sérhæfir sig í sölu eldsneytis og þjónustu við flug- vélar og er með aðstöðu í suðvest- urhluta Reykjavíkurflugvallar, vill að Reykjavíkurborg selji sér lóð við Skerjafjörð. Í erindi til borgarinnar segir að Global Fuel sé í örum vexti og þurfi meira húsrými. Lóðin sem fyrirtækið hefur augastað á er suður af flugvallargirðingunni og nær að göngustígnum í Skerja- firði. Ætlunin er að byggja yfir skrifstofur og geymslur og vera enn fremur með veitingarekstur. Skammt frá, við sama göngustíg, er veitingahúsið Nauthóll. Lóðar- umsókn Global Fuel hefur ekki verið afgreidd. - gar Eldsneytissali vill flugvallarlóð: Meiri veitingar við Skerjafjörð? Finnst þér að sekta eigi fólk fyrir að ganga illa um í höfuð- borginni? JÁ: 93,1% NEI: 6,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú lagt fé í söfnun hjálparsamtaka vegna hungurs- neyðarinnar í Austur-Afríku? Segðu þína skoðun á visir.is UTANRÍKISMÁL Ákveðið var á fundi ríkisstjórn- arinnar í gær að íslensk stjórnvöld muni verja 18,5 milljónum króna til neyðaraðstoð- ar í austanverðri Afríku, að tillögu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Með þessu vilja stjórnvöld bregðast við því neyðarástandi sem skapast hefur í Sómalíu, Keníu, Úganda og Eþíópíu þar sem uppskeru- brestur hefur orðið vegna þurrka og ófriðar í Sómalíu. Alls verða 12,5 milljónir veittar til íslenskra hjálparsamtaka, en 6 milljónir fara til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna hjálparstarfs í Sómalíu, en stofnunin óskaði eftir framlagi frá Íslandi og öðrum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. - bj Íslensk stjórnvöld veita 18,5 milljónir til neyðaraðstoðar vegna hungursneyðar í austanverðri Afríku: Bregðast við neyðarástandi vegna þurrka Þrjú íslensk hjálparsamtök hafa sett af stað safnanir til að bregðast við neyðarástandi í austurhluta Afríku. UNICEF hefur þegar safnað um 11 milljónum króna. Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, segir söfnunina fara vel af stað. Safnað verði áfram meðan ástandið í austanverðri Afríku batnar ekki. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um söfnun Rauða kross Íslands. Um tvær milljónir hafa safnast í gegnum síma en óvíst er hversu mikið hefur komið inn á bankareikninginn, segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóðasviðs RKÍ. Upplýsingar um hversu mikið hefur safnast í söfnun samtakanna Barnaheilla liggja ekki fyrir. Yfir 13 milljónir króna safnast EVRÓPUMÁL „Eftir eitt ár getum við vonandi verið komin með sam- komulag um nýja sjávarútvegs- stefnu,“ sagði Maria Damanaki, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins eftir að hafa hlýtt á viðbrögð sjávarútvegsráðherra aðildarríkjanna við tillögum fram- kvæmdastjórnarinnar. Tillögunum var almennt vel tekið en ráðherrarnir gerðu þó ýmsar athugasemdir, meðal ann- ars um það hvort raunhæft sé að tillögurnar verði farnar að skila árangri strax árið 2015 eða hvort raunhæft væri að aðlaga mismun- andi reglur aðildarríkjanna að þessum breytingum. Þegar Damanaki lagði tillögurn- ar fram í framkvæmdastjórn ESB í síðustu viku sagðist hún gera sér grein fyrir að nú fari í hönd erfiðasti tíminn, þegar sannfæra þurfi ráðamenn í aðildarríkjunum um ágæti þeirra. „Það verður mikil vinna að fara í gegnum þetta, en með góðri sam- vinnu ætti það að takast,“ sagði hún í gær. - gb Framkvæmdastjórn ESB kynnti ráðherrum tillögur að nýrri sjávarútvegsstefnu: Upphafið að löngum viðræðum BRETLAND Í yfirheyrslum breskr- ar þingnefndar yfir eigendum og fyrrverandi framkvæmdastjóra vikublaðsins News of the World héldu þau öll því fram að þau hefðu ekkert vitað um ólöglegt athæfi á vegum blaðanna. Hinn áttræði fjölmiðlakóng- ur Rupert Murdoch sagði fram- kvæmdastjóra og ritstjóra blað- anna hafa séð um rekstur þeirra, en að hann hafi sjálfur ekki verið inni í daglegum störfum. Sonur hans, James Murdoch, sagðist sömuleiðis ekki hafa vitað um ólöglegar símhleranir eða mútugreiðslur til lögreglu og Rebekah Brooks, fyrrverandi framkvæmdastjóri blaðsins, vissi heldur ekkert um hleranir eða mútugreiðslur. Öll sögðust þau hins vegar afar leið vegna málsins og sögðust sérlega hneyksluð á því að far- sími þrettán ára týndrar stúlku, sem síðar fannst látin, hafi verið hleraður. Murdoch eldri sagði sökina liggja hjá fólki sem hann hafi treyst, „en þeir ásaka kannski fólk sem þeir treystu“. Málið hefur haft mikil áhrif á fjölmiðlaveldi Murdochs. Fyrir- tæki hans hafa lækkað í verði á fjármálamörkuðum og rekstri News of the World var hætt eftir 168 ára samfellda útgáfu. Fram- kvæmdastjóri og fyrrverandi ritstjórar blaðsins hafa verið handteknir, yfirmenn bresku lögreglunnar hafa sagt af sér og vaxandi þrýstingur er á David Cameron forsætisráðherra. Murdoch eldri sagði reyndar að andstæðingar hans hefðu komið af stað mikilli móðursýki vegna málsins, sem hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að hætta við að bjóða í rekstur sjónvarpsstöðvar- innar BSkyB. Sean Hoare, blaðamaðurinn sem upphaflega ljóstraði því upp að hleranir hafi verið stundaðar á News of the World, fannst látinn á heimili sínu í gærmorgun. Þrátt fyrir háan aldur lét Rupert Murdoch það lítil áhrif hafa á sig þótt maður hafi truflað yfirheyrsluna með því að sletta á hann raksápu. Wendy Deng, hin kínverska eiginkona Murdochs eldri, brá hins vegar snöggt við, stökk upp og sló til árásarmanns- ins. Yfirheyrslunni var haldið áfram stundarfjórðungi síðar, þegar maðurinn hafði verið hand- tekinn og Murdoch þurrkað af sér sápufroðuna. gudsteinn@frettabladid.is Feðgarnir segjast ekkert hafa vitað um hleranirnar Hvorki Rupert né James Murdoch sögðust hafa vitað um símhleranir á vegum blaða sinna, hvað þá mútu- greiðslur til lögreglu. Feðgarnir sátu fyrir svörum hjá breskri þingnefnd í gær en gera þurfti stutt hlé á yfir- heyrslunum eftir að maður úr áheyrendahópnum sletti raksápu á Rupert Murdoch. RÁÐIST AÐ RUPERT Í miðjum yfirheyrslunum í gær réðst ókunnur maður að Rupert Murdoch og sletti raksápu á hann. Wendi Deng, eiginkona Ruperts, stökk þá upp úr stól aftan við eiginmanninn og reyndi að koma honum til varnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÖLMIÐLAFÁR Fjölmiðlar hafa fylgt Murdoch-feðgum eftir eins og skugginn síðan símhlerunarhneykslið komst í hámæli. Murdoch-egðar komu fram fyrir þingnefnd í Whitehall í miðborg Lundúna í gær en sýnt var beint frá yfirheyrslunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í HÖFUÐSTÖÐVUM ESB Richard Benyon, sjávarútvegsráðherra Bretlands, í sam- ræðum við Mariu Damanaki. NORDICPHOTOS/AFP HUNGURSNEYÐ Læknir skoðar tveggja mánaða sómalískt barn sem þjáist af alvarlegri vannær- ingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.