Fréttablaðið - 20.07.2011, Side 8

Fréttablaðið - 20.07.2011, Side 8
20. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR8 1 Hvaða leikari og söngvari mun fara með aðalhlutverk í Gulleyjunni í haust? 2 Hvað heitir ný þáttaröð Ragnars Bragasonar? 3 Hversu margir gengu um göngugötuna á Laugavegi 12. júlí síðastliðinn? SVÖR 1. Björn Jörundur Friðbjörnsson 2. Heimsendir 3. 14 þúsund manns LANDBÚNAÐUR Nú er svo komið að bændur eru farnir að huga að búnaði til að vökva akra og tún, segir Ægir Jóhannesson, bóndi að Jörfa í Víðidal. Víða um land er spretta með minnsta móti og að sögn Ægis gæti svo farið að það yrði eng- inn seinni sláttur vegna þurrka. „Kannski verður ekki nema einn sláttur hjá mörgum sauðfjár- bændum í ár,“ segir hann. „Þeir slá kannski seinnipartinn í þess- um mánuði og nota það sem eft i r kemur sem beit á túnin í haust. Menn þurfa að sjá til og vera svolítið útsjónarsamir í þessu ástandi.“ Ægir er kúa- bóndi en er einnig með 30 hektara korn- akur sem finnur ekki síður fyrir þurrkum. „Þetta ætti að vera farið að skríða en það bólar ekk- ert á því enn þá,“ segir hann. Hann segir einnig marga bændur vera farna að ræða þennan mögu- leika. Hann útilokar ekki að vera kominn með búnað og tæki til að vökva næsta sumar. „Ætli þetta sé ekki þriðja sumarið sem er svona verulega þurrt og maður verður bara að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Ég hef verið að kynna mér þennan búnað og ætla að taka mér haustið til þess að gera það upp við mig.“ Á Vestfjörðum voru bænd- ur einnig víða í vanda vegna þurrka. Þó var Jónatan Magnús- son, bóndi á Hóli í Önundarfirði, ánægður með fyrri sláttinn. „Við fengum náttúrulega svo mikinn raka seinnipartinn í maí þegar það snjóaði, en síðan þá höfum við varla fengið dropa úr lofti og nú er farið að brenna á túnum þannig að ef það fer ekki að rigna þá er útlitið ekki gott fyrir seinni slátt,“ segir hann. En kýrnar á Hóli þekkja einnig annars konar skort en á rigningu. Jónatan er vanur að gefa þeim kalkþörung frá Kalkþörungaverk- smiðjunni á Bíldudal. „Það klárað- ist há mér um daginn og þá leið heil vika sem þær fengu ekkert og þá byrjuðu þær strax að fá doða og urðu bara veikar og slappar,“ segir hann. jse@frettabladid.is Tún og akra þarf að vökva Bóndinn á Jörfa farinn að huga að búnaði til að vökva tún og akra. Víða um land er spretta með minnsta móti og er þetta þriðja þurrkasumarið í röð. Bóndi í Önundarfirði kveðst þakklátur fyrir vorhretið. JÓNATAN MAGNÚSSON VÍSINDI Ómönnuð geimflaug Geimferðastofnunar Bandaríkj- anna (NASA) komst nýverið á braut um loftstein í loftsteinabelt- inu á milli Mars og Júpíters. Gögn frá flauginni munu nýt- ast til að ná því markmiði Bar- acks Obama Bandaríkjaforseta að mannað geimfar lendi á loft- steini fyrir árið 2025. Loftsteinninn heitir Vesta, og mun geimflaugin Dögun vera á braut um hann þar til hún heldur áfram ferð sinni um geiminn í júlí á næsta ári. - bj Ómönnuð flaug við loftstein: Vilja mann á loftstein 2025 HEYSKAPUR Vegna þurrka hefur spretta verið með minnsta móti víða um land í sumar. Ástandið var betra fyrir fáeinum árum þegar þessi mynd var tekin á Snæfellsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐSKIPTI Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu Pizza-Pizza til hóps fjárfesta undir forystu Birg- is Þórs Bieltvedt. Pizza-Pizza er umboðsaðili Domino‘s á Íslandi og rekur fjórtán sölustaði. Hópur Birgis átti hagstæðasta tilboðið í opnu söluferli en alls bárust tuttugu óskuldbindandi tilboð. Söluverð hlutafjárins er 210 milljónir króna en að auki nema vaxtaberandi skuldir 350 millj- ónum króna. Birgir stofnaði félagið Pizza- Pizza árið 1993 og kom að rekstri þess til ársins 2005. Hann kveðst vera spenntur fyrir því að takast að nýju á við þetta verkefni. - mþl Birgir Þór Bieltvedt kaupandi: Gengið frá sölu á Domino‘s DOMINO’S Landsbankinn hefur gengið frá sölu á Domino‘s veitingastaðakeðj- unni í kjölfar fjárhagslegrar endurskipu- lagningar félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MANNLÍF Frystihúsið í Flatey á Breiðafirði gengur nú í endurnýjun lífdaga en Lísa Kristjánsdóttir segir ýmsar hugmyndir uppi um nýtt hlut- verk þess. Félagið Þrísker, sem Lísa fer fyrir, stendur fyrir framkvæmd- unum. „Það eru uppi hugmyndir um að hafa þarna biðsal, veitingasölu eða safn, nú eða allt þetta,“ segir Lísa. Búið er að teikna íbúðir á efri hæð hússins sem leigðar verða út. Nú þegar hefur Bryggjubúð verið opnuð í húsinu en þar er seldur ýmis varn- ingur er tengist eynni á einn eða annan hátt, segir hún. „Eins seljum við malt og appelsín svona til að ýta undir nostalgíuna,“ bætir hún við. „Þetta hús er minnisvarði um þá stefnu stjórnvalda að reyna að bjarga hverju byggðarlagi með því að koma þar niður frystihúsi,“ segir Lísa „Ekki ósvipað því sem stjórn- völd hafa verið að reyna á undan- förnum árum með álverum. Sem betur fer eru þó frystihúsin mun fallegri hús og starfsemi þeirra öllu umhverfisvænni.“ Frystihúsið var reist árið 1950, en þá bjuggu um 150 manns í eynni. Síðast var fiskvinnsla þar árið 1996 en þá voru söltuð þar hrogn. - jse Frystihúsið í Flatey gert upp en vinnslu var hætt þar fyrir fimmtán árum: Úr hrognasöltun í ferðamennsku FRYSTIHÚSIÐ Í FLATEY Eins og sjá má er komð nýtt þak á hluta hússins. Inni er hvorki að finna flattan fisk né hrogn í tunnum heldur varning fyrir ferðamenn. MYND/LÍSA KRISTJÁNSDÓTTIR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.