Fréttablaðið - 20.07.2011, Blaðsíða 10
20. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR10
ALLIR SAMAN NÚ
TIL GÓÐS
HLAUPUM
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
1
1
-0
7
3
3
... og svo tek ég við
og tek næstu tíu...
Ég tek fyrstu tíu
í boðhlaupinu ...
... gaman að ná heilu
maraþoni með félögunum ...
SKIPULAGSMÁL Fyrirtækið Kjarna-
búð íhugar nú að stefna Bolung-
víkurkaupstað eftir að lóð, þar
sem fyrirtæki áformaði að reisa
tuttugu hús fyrir ferðamenn, var
úthlutað fyrir-
tækinu Ice -
landic Sea Ang-
ling í byrjun
þessa mánaðar.
Haukur
Vagns son, for-
svarsmaður
Kjarnabúða,
segir að gert
h a f i v e r i ð
deiluskipulag
á svæðinu þar
sem Kjarnabúð
hafi óskað eftir
lóðum þar fyrir
húsin í apríl
2008. Enn frem-
ur segir hann
að seinagangur
bæjaryfirvalda
við að vinna
deiluskipulagið
hafi orðið til
þess að 300 milljóna fjármögnun
sem búið var að tryggja til verk-
efnisins hafi farið forgörðum. Það
var þýska fyrirtækið Kingfisher
Reisen, sem er einn af stærstu
ferðaþjónustuaðilum í Evrópu í
sölu stangveiðiferða, sem var í
samstarfi við Kjarnabúðir í þessu
verkefni.
Elías Jónatansson, bæjarstjóri
Bolungarvíkurkaupstaðar, segir
að ekki hafi verið hægt að úthluta
Kjarnabúð lóðinni þar sem fyrir-
tækið hafi ekki lagt inn form-
lega umsókn. Auk þess sé lóð
sem Haukur hafi upphaflega haft
mestan áhuga á árið 2008 enn á
lausu. „Haukur hefur í þrígang
verið hvattur til þess að senda inn
með formlegum hætti umsókn um
þær lóðir sem hann eða Kjarna-
búð hyggst byggja á,“ segir Elías.
„Fyrst munnlega á fundi 31. mars
2010, næst með formlegu bréfi 8.
apríl 2010 og nú síðast með tölvu-
bréfi þann 31. maí síðastliðinn.“
Haukur segir hins vegar að fyr-
irtækið hafi sótt um árið 2008 og
síðan staðfest við bæjaryfirvöld
skriflega að sú umsókn stæði og
fyrirtækið hygðist enn nýta lóð-
ina. Í framhaldi af því benti Elías
Hauki á að hafa samband við
Gísla Gunnlaugsson, byggingar-
fulltrúa Bolungarvíkurkaupstað-
ar, um það hvernig ferlinu skyldi
háttað. Haukur segist hafa gert
það og hafi verið að tryggja að
fjármögnunin væri fyrir hendi
áður en hann legði inn þessa
umsókn.
Haukur segir að hann sé ásamt
lögfræðingi sínum að undirbúa
málshöfðun. Bæði hafi tafirnar á
deiliskipulaginu valdið þeim tjóni
og nú verði hann fyrir skakkaföll-
um þar sem mjög margir ferða-
menn sem komi til frístundaveiða
vilji búa í einbýlishúsum en ekki
á hótelherbergjum og íbúðum svo
fyrirtækið verði af miklum fjölda
hafi það ekki yfir einbýlishúsum
að ráða.
Elías segist ekki kvíða því ef
Kjarnabúð stefni bænum. „Við
höfum gert allt sem í okkar valdi
stóð en við getum ekki gengið svo
langt að sækja um fyrir hann ef
hann vill það ekki sjálfur,“ segir
hann. jse@frettabladid.is
Hyggst stefna bænum
Fyrirtæki í Bolungarvík hyggst stefna bænum fyrir að úthluta lóð sem það sótti
um árið 2008. Bæjarstjórinn segir að fyrirtækið hafi ekki sótt um þessa lóð.
ELÍAS
JÓNATANSSON
HAUKUR
VAGNSSON
FRÁ HÖFNINNI Í BOLUNGARVÍK Haukur Vagnsson segir að nokkur sveitarfélög hafi
boðið fyrirtæki hans að koma og nú sé hann farinn að íhuga að róa úr annarri höfn
eftir skipulagsdeiluna við Bolungarvíkurkaupstað. MYND/VILMUNDUR HANSEN
DANMÖRK Hvenær er barn orðið
svo þungt að heilsa þess skað-
ast? Og hvenær er skaðinn svo
mikill að taka þarf barnið frá
foreldrunum? Danski þjóðar-
flokkurinn segir að um þetta
verði sveitarfélögin að vera
sammála til þess að hægt sé
að taka afstöðu til hvort alltof
þung börn séu vanrækt.
Heilbrigðisstarfsfólk í
Danmörku hefur svo miklar
áhyggjur af mikilli ofþyngd
skólabarna að það hefur greint
sveitarfélögunum frá þeim.
Starfsmenn á deild fyrir of
þung börn á Holbæk-sjúkrahús-
inu hafa á undanförnum tveim-
ur árum greint sveitarfélögum
frá 85 tilfellum. Í fimm tilfell-
um fengu fjölskyldurnar aðstoð
frá sveitarfélagi sínu.
- ibs
Danski þjóðarflokkurinn:
Samræma þarf
fitumörk barna
BANDARÍKIN Bandaríska bóka-
verslanakeðjan Borders er gjald-
þrota og verður lögð niður. Alls
verður 399 verslunum lokað og
yfir 10 þúsund starfsmenn missa
vinnuna.
Borders er stærsta bókaversl-
anakeðjan í Bandaríkjunum á
eftir Barnes & Noble. Hún var
stofnuð 1971 og þegar rekstur-
inn gekk sem best voru verslan-
irnar 1.250 í Bandaríkjunum auk
útibúa í Ástralíu, Nýja-Sjálandi,
Singapore og Bretlandi.
Reksturinn fór að ganga verr
vegna kreppunnar og samkeppni
við lestölvur. Gripið var til þess
ráðs að selja verslanir en það
dugði ekki til. - ibs
Lestölvurnar höfðu áhrif:
Borders bóka-
risinn gjaldþrota
LÖGREGLA Lögreglan á Vestfjörð-
um er þessa dagana að skoða
skróplista þann sem gefinn er út
af Skráningarstofu um skoð-
un ökutækja. Fyrst í stað verða
skráningarnúmer fjarlægð af
ótryggðum ökutækjum. Þá geta
ökumenn sem ekki hafa fært
ökutæki sín til hefðbundinnar
skoðunar átt á hættu að skráning-
arnúmer ökutækja þeirra verði
fjarlægð án frekari aðvörunar.
Lögreglan fylgist einnig með
lagningu ökutækja og hafa nokkr-
ir ökumenn fengið sekt fyrir slík
brot. Notkun farsíma og öryggis-
belta er líka til skoðunar og mega
þeir sem verða staðnir að slíkum
brotum eiga von á sekt. - jss
Hert eftirlit á Vestfjörðum:
Lögregla skoðar
skróplistann
ÞAKINN BÝFLUGUM Undir þessum
býflugnahjúp leynist kínverskur
býflugnabóndi, sem er þarna keppa
við annan býflugnabónda. Þessi sigraði
með 26 kíló af býflugum utan á sér.
NORDICPHOTOS/AFP