Fréttablaðið - 20.07.2011, Page 12
20. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR12
Höfum opnað
OUTLET í hluta
verslunar okkar
BYKO Kauptúni
Kauptúni
Opnunartímar í Kauptúni:
Mán.-Fös.: 08:00 - 18:00
Laugardaga: 10:00 - 17:00
Sunnudaga: 11:00 - 17:00
50-80%
afsláttur
G A R Ð A B Æ
SVÍÞJÓÐ Carl B. Hamilton, þing-
maður Þjóðarflokksins í Sví-
þjóð, leggur til að viðskiptavinir
System bolaget, sænsku áfengis-
verslunarinnar, geti fengið vör-
urnar sendar heim. Bindindissam-
tökin IOGT-NTO telja tillöguna
ganga óþarflega langt og segja
að þetta geti orðið nagli í líkkistu
fernufyllibyttnanna.
Viðskiptavinir Systembolaget
geta nú pantað vörur af sérstök-
um lista á netinu og sótt þær síðan
í einhverja af áfengisverslununum.
Hamilton bendir á að núverandi
fyrirkomulag á rekstri System-
bolaget sé háð samþykki almenn-
ings. Þess vegna ætti markmiðið
að vera fullkomin þjónusta fyrir
allsgáða, fullorðna viðskiptavini.
Eðlilegur afhendingartími ætti
að vera tveir til fjórir dagar. Við
afhendingu á móttakandi að sýna
skilríki og að hann sé orðinn 20
ára. Móttakandinn á jafnframt að
vera allsgáður. Bílstjórinn þarf
einnig að vera orðinn 20 ára sam-
kvæmt tillögu Hamiltons sem situr
í stjórn Systembolaget.
Hann bendir á að í Noregi sé nú
þegar hægt að fá áfengi sent heim.
- ibs
Sænskur þingmaður vill heimsendingu áfengis en bindindissamtök eru ósátt:
Gæti orðið nagli í líkkistu fernufyllibyttna
ÁFENGISVERSLUN Systembolaget, eða áfengisverslun sænska ríkisins, hefur einkarétt
á að selja vín.
EFNAHAGSMÁL Ótti hefur grip-
ið um sig beggja vegna Atlants-
ála um að ný fjármálakreppa sé í
aðsigi. Í Evrópu er skuldafarg að
sliga nokkur ríki evrusvæðisins
og björgunaraðgerðir hinna ESB-
ríkjanna virðast ekki hafa skilað
tilætluðum árangri. Í Bandaríkj-
unum er vandinn af öðrum toga en
þar er komið upp pólitískt þrátefli
sem gæti, ef allt fer á versta veg,
valdið greiðslufalli bandaríska rík-
isins.
Nick Clegg, varaforsætisráð-
herra Bretlandi, hafði um helgina
orð á hættunni sem virðist vera til
staðar. Í viðtali við breska ríkis-
útvarpið sagðist hann gífurlega
áhyggjufullur vegna óvissunnar í
Bandaríkjunum og skuldakrepp-
unnar í Evrópu og bætti svo við að
heimurinn gæti verið á barmi ann-
arrar fjármálakreppu.
Skuldakreppan í Evrópu hefur
verið áberandi í fréttum síðustu
misseri. Fyrst komu upp áhyggjur
af getu Grikkja til að standa undir
opinberum skuldum sínum, síðan
Íra, þar á eftir Portúgala, svo aftur
Grikkja og loks Ítala. Í hvert sinn
hefur ESB brugðist við af of litlum
krafti.
Það að skuldakreppan hafi smit-
ast til Ítalíu veldur mörkuðum
þungum áhyggjum. Ítalía er þriðja
stærsta hagkerfi evrusvæðisins en
opinberar skuldir í ríkinu eru þre-
falt meiri en skuldir Grikkja, Íra
og Portúgala til samans.
Ávöxtunarkrafa á ítölsk ríkis-
skuldabréf hefur hækkað með
miklum hraða síðustu daga og er
nú rétt tæplega 6 prósent. Hækki
ávöxtunarkrafan mikið meira gæti
skuldabyrði Ítala reynst of mikil
og þá myndi greiðslufall blasa við.
Það gæti haft skelfilegar afleiðing-
ar fyrir heimshagkerfið og jafnvel
valdið því að evrusamstarfið liðað-
ist í sundur. Það er þó varla líklegt
enn sem komið er.
Ljóst er að erfiðar ákvarðan-
ir bíða leiðtoga ESB-ríkjanna en
þeim hefur reynst erfitt að velja
hverjir skuli bera kostnað krísunn-
ar; kröfuhafar í gegnum afskrift-
ir skulda, skuldarar í gegnum
umfangsmikinn niðurskurð ríkis-
útgjalda eða þá hinar ríkari þjóðir
ESB í gegnum tilfærslur til vand-
ræðaþjóðanna. Ætli lausnin liggi
ekki í einhvers konar blöndu af
öllu þrennu.
Vandinn í Bandaríkjunum virð-
ist vera auðveldari viðureignar því
hann er í raun búinn til af stjórn-
málamönnum því skuldir banda-
ríska ríkisins, þrátt fyrir að vera
í hærra lagi, eru ekki svo háar að
bráður vandi blasi við. Vandinn
er sá að þingmenn repúblikana,
sem hafa meirihluta í fulltrúa-
deild þingsins, neita að hækka
skuldaþak bandaríska ríkisins
án þess að ríkisútgjöld verði
skorin harkalega niður.
Barack Obama forseti og
þingmenn demókrata hafa lýst
yfir vilja til að koma til móts við
kröfur repúblikana en það hefur
strandað á bjargfastri kröfu repú-
blikana um að engar breytingar
megi gera á skattkerfinu, aðrar en
þær að lækka skatta.
Náist ekki samkomulag munu
skuldir bandaríska ríkisins rekast
á skuldaþakið 2. ágúst næstkom-
andi sem gæti haft afar alvarlegar
afleiðingar í för með sér. Því verð-
ur þó eiginlega vart trúað að ekki
náist samkomulag en skuldaþakið
hefur alls 102 sinnum verið hækk-
að frá því að lög voru sett um slíkt
þak árið 1917. magnusl@frettabladid.is
Óvissa í efnahagsmálum
beggja vegna Atlantshafs
Óvissa um framtíð evrusvæðisins og pólitískt þrátefli í Bandaríkjunum hefur skotið mörkuðum víða um
heim skelk í bringu. Fari allt á versta veg gæti ný fjármálakreppa verið í aðsigi.
ÁHYGGJUR AF ÍTALÍU Skuldakreppan í Evrópu hefur dreifst til Ítalíu sem er langstærsta hagkerfið sem áhyggjur hafa vaknað af. Leiðtogar ESB-ríkjanna hittast síðar í vikunni til
að reyna að leysa vandann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Rætt var við Má Guðmundsson seðlabanka-
stjóra í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær.
Þar sagði Már óvissuna í Evrópu og Bandaríkj-
unum vera mikla þótt svo virtist sem markaðir
byggjust heldur við því að Bandaríkin næðu að
vinna úr sínum málum. Áhrifin hér af hrær-
ingum erlendis yrðu minni en haustið 2008 og
gjaldeyrishöftin gætu komið til góða. Már benti á
að íslenska ríkið væri vel fjármagnað og nýbúið
að taka lán á erlendum mörkuðum. Þá væri
athyglisvert að sjá að skuldatryggingaálag
íslenska ríkisins hefði haldist tiltölulega
lágt þrátt fyrir þessa þróun. Verði þó
samdráttur í Bandaríkjunum, Evrópu
og eða víðar í heiminum myndi það
þó alltaf hafa einhver áhrif á okkur þar
sem aðgangur að lánsfé yrði erfiðari og
aðstæður allar verri.
Áhrifin hér á landi yrðu minni en 2008