Fréttablaðið - 20.07.2011, Side 14
14 20. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
N
eyðin vegna þurrkanna í Austur-Afríku, þeirra mestu
í áratugi, er gríðarleg. Milljónir manna, og stór hluti
þeirra börn sem eru vannærð fyrir, líða þar hungur
sem mun leiða til dauða ef ekkert verður að gert.
Ástandið í Sómalíu hefur farið hríðversnandi
undanfarnar vikur og talið er að tvöfalt fleiri börn séu þar van-
nærð nú en var í mars síðastliðnum. Ekki er búist við rigningu
á svæðinu fyrr en í september eða október og fyrr mun ástandið
ekki breytast.
Það kemur því til kasta
alþjóðlegra hjálparsamtaka og
þjóða heimsins að koma því
fólki til bjargar sem þarna býr.
Frétt gærdagsins um að
Össur Skarphéðinsson utan-
ríkisráðherra hefði lofað fram-
lagi íslenska ríkisins upp á að
minnsta kosti 18,5 milljónir
gegnum íslensk hjálparsamtök og Matvælahjálp Sameinuðu þjóð-
anna var góð. Það er mikilvægt að Ísland liggi ekki á liði sínu við
að draga úr neyð þeirra sem svelta í Sómalíu og nágrannaríkjum.
Almenningi gefst einnig kostur á að leggja sitt af mörkum með
því að styðja landssafnanir sem fara nú fram á vegum þriggja
samtaka: Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, Unicef og
Rauða krossins. Með því að hringja í tiltekin símanúmer er upp-
hæð sem dregin er frá næsta símareikningi lögð til söfnunar-
innar.
Almenningur virðist sem betur fer hafa tekið nokkuð vel við
sér og talsvert fé hefur safnast þrátt fyrir að svo virðist sem
náttúruhamfarir eins og flóð og jarðskjálftar veki iðulega meiri
athygli og viðbrögð fjölmiðla og almennings en neyð sem kemur
hægt og bítandi eins og Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
Barnaheilla, benti á í frétt blaðsins í gær.
Íslendingar hafa aldrei orðið fyrir hörmungum sem hægt er
að líkja við þær sem nú dynja á fátæku fólki í Sómalíu, Keníu
og Eþíópíu. Það er því ágætt að hafa í huga að þrátt fyrir það
höfum við á stundum verið andlag fjársafnana meðal almenn-
ings í öðrum löndum, safnana sem hafa skipt sköpum fyrir þá
sem í hlut áttu. Á síðustu áratugum má minnast safnana vegna
snjóflóða á Vestfjörðum og Vestmannaeyjagoss.
Áhersla hjálparstofnana beinist að því að meðhöndla vannærð
börn en sú upphæð sem þarf til að gerbreyta horfum barns sem er
vannært er ekki há á okkar mælikvarða. Jafnframt þarf að bólu-
setja börnin við sjúkdómum sem farnir eru að láta á sér kræla á
þurrkasvæðunum og ógna lífi þeirra og sjá fólki fyrir hreinu og
drykkjarhæfu vatni.
Það er rík ástæða til að hvetja hvern þann sem aflögufær er til
að skoða hvort hann eigi þess ekki kost að leggja fram upphæð
sem stuðlar að því að draga úr þeirri miklu neyð sem nú ríkir í
Afríku. Lág upphæð í íslensku samhengi getur bjargað lífi barns.
Því fé er vel varið.
HALLDÓR
SKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
Af einhverjum einkennilegum ástæð-um dúkkar upp, nú um mitt sumar,
umræðan um hvort Reykjavíkurflug-
völlur eigi að fara eða vera. Umræða
sem er engan veginn tímabær þar sem
sýnt er að ákvarðanir sem að þessu lúta
þarf ekki að taka fyrr en á næstu 15-20
árum þar sem ekki hvarflar að neinum
að skipuleggja byggð eða hefja fram-
kvæmdir á flugvallarsvæðinu eins og
mál standa nú. Mætti halda að umræðu-
efni þjóðarinnar væru næg samt og
ekki þyrfti að bæta við ótímabærri
umræðu um eitthvað sem ekki þarf að
taka afstöðu til fyrr en einhvern tíma í
fjarlægri framtíð.
Færsla þjóðvegarins frá Blönduósi.
Það er mjög áhugaverð tillaga að efna
til þjóðaratkvæðagreiðslu um skipu-
lagsmál sveitarfélaga. En þá skyldu
menn líka vera sjálfum sér samkvæm-
ir og átta sig á til hvers það getur leitt.
Þannig hlýtur það að fara í þjóðarat-
kvæði næst þegar þess verður freistað
að flytja þjóðveginn frá Blönduósi. Ég
er sannfærður um að fjöldi landsmanna
hefur skoðun á því máli og Blönduós-
ingar eiga vafalaust víða stuðnings-
menn fyrir því að halda vegarstæðinu
óbreyttu frá því sem nú er.
Einnig þegar kemur næst að því að
reisa virkjun, hvort heldur er þegar
kemur að því að bora eftir gufu á við-
kvæmu landsvæði eða reisa stíflu fyrir
nýtt virkjunarlón. Í þeim efnum er
þá sjálfgefið að efnt verði til þjóðar-
atkvæðis svo skera megi úr um rétt-
mæti þeirra framkvæmda.
Við þær aðstæður sem eru í samfé-
lagi okkar eigum við Íslendingar ekki
að efna til óvinafagnaðar og kynda
undir umræðu af þessu tagi sem alltaf
er hætt við að fari út í öfgar. Yfirvegaða
umræðu um skipulagsmál er tímabært
að taka þegar forsendur liggja fyrir;
upplýsingar um landnýtingu, umferðar-
magn og aðra valkosti sem skipta máli
þegar slíkar ákvarðanir eru teknar.
Þær upplýsingar eiga að vera þær nýj-
ustu sem völ er á og það verður þá hvort
eð er ekki fyrr en þörfin fyrir að taka
ákvörðunina er orðin brýn. Ákvörðunin
um framtíð Reykjavíkurflugvallar þarf
ekki að eiga sér stað fyrr en að löngum
tíma liðnum.
Þjóðaratkvæði um skipulagsmál
Skipu-
lagsmál
Bolli
Héðinsson
hagfræðingur
Ný fjölmiðlakönnun Capacent Gallup
staðfestir vinsældir Fréttablaðsins.
Rúmlega 72% íbúa höfuðborgarsvæðisins
á aldrinum 18-49 lesa að meðaltali hvert
tölublað Fréttablaðsins - nær þrefalt fleiri
en lesa næsta dagblað þar á eftir.
Fólkið í
landinu les
Fréttablaðið
Allt sem þú þarft...
Prentmiðlakönnun Capacent Gallup.
Apríl til júní 2011, meðallestur á tölublað.
Skrítin launþegavernd
Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður
Framsýnar, fór mikinn í fjölmiðlum
vegna gagnrýni á tillögur um fjórð-
ungshækkun viðmiðunarverðs til
sauðfjárbænda. Hann skammaði
Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, fyrir
að hvetja neytendur til að láta
verðið ráða kaupum sínum.
Fjöldi félagsmanna ASÍ vinni í
geiranum sem líða muni fyrir
slíkan gjörning, segir Aðalsteinn.
Það er rétt, en þess má
geta að fjöldi félags-
manna ASÍ vinnur
líka í öðrum geirum
kjötframleiðslunnar.
Ef sala á lambakjöti
dregst saman, eykst
þá ekki einfaldlega sala á nautakjöti
eða öðru kjöti? Og aðrir félagsmenn
ASÍ græða á því.
Og hvað með aðrar hækk-
anir?
Röksemdafærslu Aðalsteins hlýtur að
mega heimfæra upp á aðrar hækk-
anir. Hækki verð úr öllu valdi og
neytendur sniðganga vöruna,
þá hljóta einhverjir starfsmenn
viðkomandi fyrirtækis að missa
vinnuna. Neytendasjónarmið
hljóta því eftir
þessum rökum
að stangast
á við laun-
þegavernd
Aðalsteins.
Neytendavernd lögbrjóta
Flestir eru á því (alls ekki allir) að
einhvers konar lög verði að vera í
landinu. Til dæmis umferðarlög. Það
má til dæmis ekki leggja bílum hvar
sem er, jafnvel þótt þeir séu stórir
og geti keyrt yfir steypta kanta. Þetta
virðast flestir virða, þó að bílar á
gangstéttum séu allt of algeng sjón.
Þess vegna er sérkennileg sú krafa
íþróttakappleikjahaldara og þeirra
sem leikina sækja að geta einfaldlega
skilið bílinn sinn eftir hvar sem er, rétt
á meðan liðið þeirra spilar
og njóta sérréttinda
umfram aðra með
því. Lítill ungmenna-
félagsandi þar á ferð.
kolbeinn@frettabladid.is
Neyðarástand vegna þurrka í Afríku.
Hægt að bjarga
lífi barns