Fréttablaðið - 20.07.2011, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 2011 15
Í umræðunni, ekki síst þeirri sem
fram fer á Facebook, vill bregða
við blindri foringjatrú á dómstóla
landsins. Öllu, smáu sem stóru,
skal vísað til dómstóla, þeirra
sömu sem í aðra röndina eru sak-
aðir um hlutdrægni, vanhæfi og
klíkuskap. Það er rétt eins og
aðrar stofnanir þjóðfélagsins, þar
á meðal fjórða valdið, fjölmiðlarn-
ir, beri enga ábyrgð og hafi engu
hlutverki að gegna. Að vísu getur
verið þægilegt að einblína á þess
konar æðri máttarvöld og komast
þannig hjá því að líta í eigin barm.
Síðasta umræðuefnið sprettur
upp í kjölfar andláts ógæfumanns
sem var á jaðri samfélagsins alla
sína tíð. Nú virðist eiga að vekja
hann til nýs og betra lífs með hjálp
dómstólanna. Atvinnuhugsuðir og
opinberar persónur rifja upp kynni
sín af manninum og það sem virð-
ist koma þeim á óvart er að hann
hafi verið manneskja. Og hafin er
undirskriftasöfnun á Facebook um
að taka allt málið upp á nýtt.
Stöldrum aðeins við. Sumir
muna, aðrir ekki, hvílíkt norna-
fár ríkti á Íslandi þegar þetta mál
reið yfir fyrir 35 árum. Á meðan
gjörsamlega óhæft réttarkerfi
hélt fjölda manns í gæsluvarðhaldi
mánuðum saman góluðu blaðasölu-
drengirnir í Austurstræti fyrir-
sagnir um sannleika dagsins þar
sem einangraðir og varnarlaus-
ir einstaklingar voru úthrópaðir
morðingjar. Gífuryrðin flugu um
sali Alþingis þar sem sumir þótt-
ust sjá tengsl milli meintra glæpa
og ákveðinna stjórnmálaflokka.
Og þjóðin, almenningur, drakk allt
þetta í sig og komst í stuð.
Kjaftasögurnar spruttu og döfn-
uðu – ímyndunaraflið og illkvittnin
áttu sér engin takmörk. Á vordög-
um var fluttur inn vestur-þýskur
lögreglumaður sem átti að leysa
hina miklu flækju sem lögreglu-
mönnum hafði tekist að skapa á
tæpu hálfu ári, allt frá því að Erla
og Sævar voru handtekin fyrir
póstsvindl rétt fyrir jól.
Sök dómskerfisins þarf varla
að ræða, hún liggur í augum uppi.
Hún blasti við okkur sumum þá og
tilraunir hafa verið gerðar til að
lýsa henni í heimildarþáttum og
bókum. Sumir fengu óverðtryggð-
ar skaðabætur en ekki þá frekar en
nú bæta peningar þann sársauka
og skaða sem verður á lífi fórnar-
lamba kerfisins það sem eftir er.
Á þessum tíma setti enginn
spurningarmerki við hæfi eða
aðferðir lögreglunnar. Síðdegis-
blöðin Dagblaðið og Vísir voru í
brjálaðri samkeppni og beittu fyrir
sig æsifyrirsögnum, Alþýðublaðið
reyndi að feta í fótspor þeirra en
hvergi örlaði á vandaðri og gagn-
rýnni blaðamennsku. Í besta falli
íþróttafréttamennsku sem átti þó
engan veginn við.
Allt þetta lapti almenningur í sig
og var ekki seinn á sér að dæma
menn á víxl. Með ýmsum formerkj-
um. Ég man varla eftir nokkrum
sem staldraði við og velti fyrir sér
hvað þessi gauragangur gengi út á.
Að vísu skrifaði Stefán Unnsteins-
son bók þar sem hann gerði tilraun
til að sýna lítilmagnanum skilning
og krafsa í þá glansmynd sem þjóð-
in, afkomendur víkinganna í bein-
an karllegg, hafði af sjálfri sér. Þar
sem aðeins hinir sterku lifa af.
Lítið hefur þó breyst hvernig hin
íslenska þjóð lítur á þá sem minna
mega sín. Skuggaplönturnar sem
alast ekki upp við svokallaðar eðli-
legar aðstæður með foreldra á lífi
og í fullri vinnu, sem búa ekki í
mannsæmandi húsnæði eða fá þá
alúð og uppörvun sem ættu að vera
grundvallarréttindi allra barna. Í
því sambandi nægir að minna á
börn bandarískra hermanna sem
ólust upp við skömm, fyrirlitningu
og oftar en ekki fátækt.
Það er áleitin spurning hvort
upptaka málsins er besta aðferðin
til að sýna Sævari virðingu. Hvort
ekki væri þörf á að líta í eigin
barm og leggja sitt af mörkum til
að rjúfa vítahringinn. Leitast við
að skapa samfélag manna þar sem
allir fá að njóta sín hvernig sem
þeir eru feðraðir.
Slíkt uppgjör fjallar ekki ein-
göngu um meinta sekt eða brot á
refsilögum. Lög og réttur í hverju
samfélagi eru mikilvæg en það
þarf líka að eiga sér annað upp-
gjör sem er ekki síður mikilvægt.
Þá vilja gleymast allir hinir ein-
staklingarnir sem áttu um sárt að
binda vegna þessa viðurstyggilega
sakamáls. Bæði þeir sem misstu
heilsu eftir langa einangrun í klef-
unum í Síðumúla en einnig aðstand-
endur þeirra. Sem lágu ekki aðeins
andvaka vegna ástvina sem voru
geymdir bak við lás og slá heldur
þurftu líka að mæta kjaftasögum
og ónærgætnum athugasemdum
á degi hverjum. Dómharkan var
óheft. Þjóðin veigraði sér ekki við
að taka þá af lífi ungu mennina,
en skömmu áður höfðu aðrir menn
hangið í sama gálga fyrir sömu
sakir.
Orðið áfallahjálp var ekki komið
inn í íslenska tungu á þessum tíma.
Þetta mál mun aldrei hverfa og því
er mikilvægt að draga lærdóm af
lífsreynslunni. Lexían er meðal
annars sú að trúa ekki blint á kerfi
og vald sem mennirnir hafa skap-
að í nafni réttvísinnar. Einnig að
orðum fylgir ábyrgð.
Sú umræða sem blossar upp nú
minnir óþyrmilega á þann æsing
sem átti sér stað fyrir 35 árum.
Stóryrði og yfirlýsingagleði. Og
eitthvað ósmekklegt við að nýlát-
inn maður sé gerður að kjölturakka
sjálfskipaðra alþýðudómara. Er
hún tilraun til friðþægingar eða
vel yfirveguð ósk um betra samfé-
lag? Í hverju ætti endurtaka máls-
ins að felast? Margir málsaðilar
eru horfnir af sjónarsviðinu og
gögn málsins hugsanlega mein-
gölluð. Ætti slík endurtaka að leysa
gátuna miklu eða beina sjónum að
meintu harðræði lögreglunnar? Því
er brýnt að spyrja sig að því hvaða
ávinningur væri af slíkri endur-
upptöku.
Mennirnir sem sátu inni og fjöl-
margir aðstandendur þeirra hafa
reynt að möndla eins vel úr lífi sínu
og kostur er. Endurupptaka máls-
ins myndi óneitanlega hræra uppi
í sárri lífsreynslu þeirra. Því er
mikilvægt að hugsa sig vel um og
hafa hugfast að nærgætni skal höfð
í nærveru sálar.
Orð hafa ábyrgð
Samfélagsmál
Erla
Sigurðardóttir
blaðamaður og þýðandi
Efling lýðræðisins
Í lýðræðisríkjum er almenn-ingur handhafi valdsins.
Þrátt fyrir það hefur valdið
þjappast saman á hendur fárra
á sviði stjórnmálanna og efna-
hagslífsins. Við berum ábyrgð
á því og þurfum að taka til
hendinni, efla og dýpka lýð-
ræðið. Okkur ber í raun skylda
til þess.
Ýmislegt hefur verið reynt
erlendis í þessum efnum með
góðum árangri. Eftirfarandi
eru þrjú dæmi sem eru fallin
til þess að dýpka lýðræðið og
Lýðræðisfélagið Alda hefur
lagt fyrir Stjórnlagaráð.
1. Að tryggja beina aðkomu
allra þjóðfélagshópa að ákvarð-
anatöku. Rannsóknir sýna að
vald þjappast saman á hend-
ur fárra innan stjórnmála-
flokka. Þær sýna einnig að
t.d. fólk með lágar tekjur og
litla menntun kemst síður inn
á þing eða í aðrar valdastöð-
ur. Aldan leggur til að hluti
þingmanna verði valinn með
slembivali úr þjóðskrá. Þannig
megi tryggja að sjónarmið
almennings og allra þjóðfélags-
hópa komist að, beint og milli-
liðalaust. Slembivalsfulltrúar
eru líklegri til þess að endur-
spegla viðhorf heildarinnar en
t.d. flokkakjörnir sem fylgja
hugmyndafræði og baklandi.
Slembivalsfulltrúar eru lík-
legri til þess að leita umboðs
og samstöðu um lausn fyrir
heildarhag. Slembivalið tryggir
aðkomu þeirra sem hingað til
hafa ekki átt upp á pallborð-
ið. Við upphaf lýðræðisins í
Grikklandi hinu forna voru
fulltrúar valdir með slembivali
og nýleg dæmi t.d. frá Bresku-
Kólumbíu hafa gefið góða raun.
2. Að tryggja lágmarksdreif-
ingu valds: að ríkisvaldið sé
þrískipt. Þingmenn og ráð-
herra þarf að kjósa sérstaklega
af almenningi og dómara þurfa
aðrir að skipa en þingmenn og
ráðherrar eða fulltrúar þeirra.
Þingmenn eru nú þegar
kjörnir af almenningi en lög-
gjafarvaldið er mjög háð fram-
kvæmdarvaldinu hérlendis.
Víðs vegar er framkvæmd-
arvaldið kjörið sérstaklega.
Aldan telur rétt að allir ráð-
herrar séu kosnir beint af
almenningi og að hver sem er
geti boðið sig fram til ráð-
herraembættis. Til þess að ein-
falda kosninguna um hvert ráð-
herraembætti fyrir sig er lagt
til að fram fari forval á fram-
boðum til ráðherraembættis
með þeim hætti að slembivals-
nefnd almennings velji í opnu
ferli fjóra frambjóðendur, tvo
karla og tvær konur. Á kjör-
seðli myndi fólk velja á milli
fjögurra fyrir hvert ráðuneyti
fyrir sig. Þannig eru ráðherr-
arnir aðskildir frá löggjafar-
valdinu.
3. Að ákvarðanir séu teknar
í opnum og lýðræðislegum
ferlum með aðkomu almenn-
ings. Í flokka-fulltrúalýð-
ræði eru ákvarðanir teknar
í krafti valds þar sem hug-
myndafræðilega ólíkir hópar
takast á. Stjórnmálin snúast
um baráttu um völd. Við sjáum
dæmi þessa í þinginu þar sem
ekki fara fram samræður um
leiðir að markmiðum heldur
er reynt að koma höggi á and-
stæðinginn. Við þurfum að
dreifa valdinu og koma á sam-
ræðum. Aldan hefur lagt til að
í stjórnarskrá verði heimild til
þess að ákvarðanavald sé fært
í borgaraþing og lýðræðisleg
ákvarðanatökuferli. Í slíkum
ferlum eru opnir fundir og full-
trúar taka saman hugmyndir
og tillögur á mörgum stigum. Í
Porto Alegre í Brasilíu er fjár-
hagsáætlun borgarinnar unnin
í þátttökuferli þar sem allir
geta tekið þátt sem vilja og
yfir 100.000 koma að vinnunni
á hverju ári. Árlega er yfir 20
milljörðum króna varið í upp-
byggingu borgarinnar. Þar
hafa fjármunir færst frá rík-
ari svæðum til fátækari. Til
þess að efla og dýpka lýðræðið
þurfum við að færa valdið út til
fólksins sem tekur ákvarðanir
í sameiningu.
Lýðræði
Kristinn Már
Ársælsson
stjórnarmaður í
Lýðræðisfélaginu
Öldu
Gífuryrðin flugu
um sali Alþingis
þar sem sumir þóttust
sjá tengsl milli meintra
glæpa og ákveðinna
stjórnmálaflokka.
Opnunartími:
Mán-Fös. kl: 10-18
Laug-Sun. kl: 12-16
Fossháls 5-7 l 110 Reykjavík
Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is
Eximo hjólhýsi á einstöku verði!
með kaupauka að verðmæti 250.000kr
K
au
p
au
ki
f
yl
g
ir
E
xi
m
o
52
0L
o
g
46
0
hj
ó
lh
ýs
um
Létt og meðfærileg hús, •
auðveld í drætti.
Mjög gott verð.•
Sterklega smíðuð hús.•
Falleg hönnun.•
91 Lítra ísskápur.•
Gasmiðstöð m/ Ultra heat •
(rafm. hitun)
Litaðar rúður•
12 og 220 Volta rafkerfi.•
Selerni•
Heitt og kalt vatn•
E
xi
m
o
3
70
Verð: 2.998.000kr
Verð: 2.398.000kr
Verð: 2.998.000kr
E
xi
m
o
5
20
L
E
xi
m
o
5
20
B
Verð: 2.798.000kr
E
xi
m
o
4
60
Upp
selt
Kaupauki:
Fortjald og
sólarraflaða
Kaupauki:
Fortjald og
sólarraflaða