Fréttablaðið - 20.07.2011, Side 18
20. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR2
ÍSLENSKT
KISUNAMMI
Fæst í Bónus, Samkaup,
10-11, Fjarðarkaup og Inspired
Keflavíkurflugvelli
Harðfisktöflur sem
kisur elska
VINSÆLVARA
ÚTSALA
HAFIN!
Sumartilboð
Lín Design L augavegi 1 76 Sími 533 2220 www.lindesign.is
40% af öllumhandklæðum
Svartfuglinn, sem er árleg
gönguvika í Vesturbyggð, byrjar
nú 22. júlí og stendur til 28. júlí.
Gönguhátíð er að hefjast á sunnan-
verðum Vestfjörðum. Dagsferðir
með leiðsögn verða alla daga henn-
ar en þátttakendur sjá sjálfir um
ferðir að upphafsstað og frá enda-
stað.
Gengið verður um brúnir Látra-
bjargs að Bjargtöngum. Einnig
að Sjöundá og Skor, um Siglunes
og Skorarhlíðar, Selárdalsheiði
og Lækjarheiði. Þá verða surtar-
brandsnámurnar undir Stálfjalli
skoðaðar.
Ferðirnar eru miserfiðar en allir
ættu að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi. Afsláttur er fyrir hópa
og þá sem taka þátt í fleiri en einni
gönguferð. Bókanir og nánari upp-
lýsingar eru á www.umfar.is
Gengið að Sjöundá og Skor
Horft af Látrabjargi til Rauðasands. MYNDIR/JÓHANN SVAVARSSON
Lækjarhús á Hofi í Öræfum hefur opnað svefnpokagistingu
í 18 fermetra heilsárshúsum með eldunaraðstöðu og þráðlausu
interneti. Sjá www.lækjarhús.is
„Þarna gæti verið tækifæri í fram-
tíðinni fyrir þann hóp lækna sem
eru erlendis og hafa ekki mögu-
leika á að koma heim. Eins og er
liggja þó ekki fyrir áætlanir sem
geta byggt upp þær væntingar,“
segir Ingimar Einarsson, sem var
formaður nefndar um lækningar
yfir landamæri. Nefndin sem skip-
uð var í byrjun síðasta árs, skil-
aði af sér skýrslu á dögunum þar
sem metin voru tækifæri á sviði
lækningatengdrar ferðaþjónustu
á Íslandi í alþjóðlegu samhengi.
Í skýrslunni kemur fram að
sjálfstæð fyrirtæki á sviði augn-
lækninga og tæknifrjóvgunar veiti
útlendingum heilbrigðisþjónustu í
einhverjum mæli, en vegna tak-
markaðs fjölda sérþjálfaðra starfs-
manna geti þau ekki aukið starf-
semi sína að ráði. „Við setjum
spurningarmerki við nýju spítal-
ana sem stendur til að starfrækja í
Mosfellssveit og á Keflavíkurflug-
velli því þar á að fá verktakalækna
frá öðrum löndum til að byrja með.
Ég veit ekki hversu gott það er
fjárhagslega því það þarf að borga
þeim samkeppnishæft kaup,“ segir
Ingimar og heldur áfram: „Frekar
á að byggja á þeirri kunnáttu sem
til er í landinu og bjóða íslensk-
um læknum möguleika á að koma
heim og taka þátt í uppbyggingu
alþjóðlegrar heilbrigðisþjónustu á
spítölum sem fyrir eru í landinu,“
útskýrir Ingimar sem segir að við
uppbyggingu lækninga tengdrar
ferðaþjónustu verði að hugsa í ára-
tugum.
Ingimar segir að nú vanti tals-
vert upp á að útfærðar áætlanir
um hvernig fjármagna eigi verk-
efni í lækningatengdri ferða-
þjónustu liggi fyrir, sem og að fá
starfsfólk og sjúklinga til lands-
ins. „Það þarf að svipta hulunni af
þeim markaðskönnunum sem hafa
verið gerðar og gera fleiri og ítar-
legri kannanir. Við bendum líka
á að gott sé að hafa samstarf um
þetta. Þá gætu Landspítalinn, sér-
fræðingar og áhugamenn um verk-
efnin talað sig saman um það.“
Ingimar tekur fram að mark-
aðssetning lækningatengdrar
ferðaþjónustu á Íslandi sé lang-
tímaverkefni. „Landspítalinn
hefur verið markaðssettur í Fær-
eyjum og Grænlandi en fáir sjúk-
lingar hafa þó komið hingað til
lands, í heildina innan við hundrað
sjúklingar á ári,“ segir Ingimar en
nefndin benti á að efla þyrfti kynn-
ingar- og markaðsstarf í tengslum
við lækningatengda ferðaþjónustu.
„Það tekur langan tíma að byggja
upp svona þjónustu og nefndin
var á því að það þyrfti að byggja á
þeirri starfsemi þar sem við stönd-
um hvað best, eins og í hjartalækn-
ingum og bæklunarlækningum.“
martaf@frettabladid.is
Útfærðar áætlanir vantar
Takmarkaður fjöldi sérþjálfaðra starfsmanna á sviði augnlækninga og tæknifrjóvgunar heftir þróun
lækningatengdrar ferðaþjónustu hér á landi. Tækifæri felast þó í greininni samkvæmt nýrri skýrslu.
Á árinu 2010 gekkst 21 erlent par undir meðferð hjá ART Medica. Meðferðir á árinu 2010 voru í heildina 539. Biðlisti styttist
2004-2009 en lengdist aftur 2010-2011. NORDICPHOTOS/GETTY
Ingimar Einarsson segir að byggja eigi
á þeirri kunnáttu sem til sé í landinu
við uppbyggingu lækningatengdrar
ferðaþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON