Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.07.2011, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 20.07.2011, Qupperneq 30
20. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR22 22 menning@frettabladid.is Bækur ★★ Undir tjaldhimni veruleikans Bjarni Bernharður Á dansgólfi hverfulleikans Bjarni Bernharður er ötult skáld, frá honum streyma ljóðabækur og er fjöldi þeirra nú kominn á annan tug- inn. Sú fyrsta, Upp og ofan, kom út 1975 og sú nýjasta, Undir tjaldhimni veruleikans, nú á vordögum. Bókin Undir tjaldhimni veruleikans er ekki stór í sniðum en höfundi liggur mikið á hjarta og er fátt óviðkomandi. Hér er ort af ástríðu um lífið, dauðann, manninn, vonina, gleðina, hamingjuna, sköpunina, þjóðrembuna og svo mætti áfram telja. Formið er yfirleitt knappt og hnitmiðað og grunntónninn sá sami: Heimurinn er á hraðferð til helvítis en sköpun, skáldskapur, fegurð og kærleikur eru öflug mótefni og lífið ekki það versta sem maður hefur, þrátt fyrir allt. Bjarni Bernharður hefur verið kallaður utankassaskáld og sagður yrkja á ein- stæðan hátt, án áhrifa frá öðrum höfundum. Í Undir tjaldhimni veruleikans gætir þó töluverðra áhrifa frá heimsósómaskáldum frá síðustu áratugum síðustu aldar eins og glöggt má sjá í fyrsta ljóðinu sem nefnist Korn. Þar er meðal annars að finna þessa líkingu: Við erum kornin í brauði auðvaldsins sem hinir lystugu gæða sér á. Önnur ljóð eru ljóðrænni og dreymnari eins og Leit, Nýr veruleiki og Sálarstyr, svo nefnd séu nokkur dæmi. Þar er brugðið upp fallegum myndum og ljóð- málið er fágað, orðin fá og sýnin sérstök og persónuleg. Þau ljóð sem byggja á beinni gagnrýni á samfélagið eru mun síðri. Þjóðfélagsádeilan verður nokkuð klisjukennd og kunnugleg þegar böndin berast að hruninu og orsakavöldum þess og ljóst að höfundinum fatast í ljóðrænunni vegna reiði. Aðalsmerki allra ljóðanna eru þó einlægnin og óttaleysi höfundarins við að takast á við dekkri hliðar jafnt sjálfs sín sem samfélagsins. Bjartsýnin er bölsýninni sterkari og síðasta ljóðið í bókinni, sem nefnist Í bakspegli, súmmerar vel upp niðurstöðu bókarinnar í heild. Því lýkur á þessum orðum: Nú eru klungrin og hinar hálu brautir að baki í húsi skáldsins er andinn ferskur. Í dag er fylling tímans! Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Einlæg ljóð frá óttalausum höfundi, sem fatast þó flugið þegar hann snýr sér að þjóðfélagsgagnrýni. Myndlistarmaðurinn Birgir Andrés son er settur í hóp helstu póstmódernísku konseptlista- manna Norðurlanda á síðari hluta 20. aldar í sýningarskrá sýningar á verkum hans og Danans Pouls Gernes sem nú stendur yfir í Sean Kelly galleríinu í New York, einu helsta galleríi borgarinnar. Sýn- ingin er nefnd eftir einu verka Birgis, Bolt Out of the Blue, en alls eru verk hans á sýningunni 35 talsins. Gagnrýnandi The New York Times, Karen Rosenberg, fer fögrum orðum um sýninguna og segir hina látnu listamenn, Birgi og Gernes, eiga skilið að vera mun þekktari vestanhafs en raunin sé. Mikill áhugi er á verkum Birgis og síðastliðið haust kom út hjá Crymogeu rómuð bók Þrastar Helgasonar um Birgi og verk hans, en útgefend- ur ætla ekki að láta þar staðar numið. „Í fram- haldi af bók Þrastar um Birgi erum við að vinna að heildarskrá verka hans sem verður einnig á ensku og hugsuð fyrir alþjóðlegan markað,“ segir Kristján B. Jónas- son, útgefandi í Crymogeu. „Hugs- unin er sú að setja það í samhengi að Birgir sé einn af þessum stóru norður-evrópsku samtímalista- mönnum og sýningin í New York undirstrikar það rækilega.“ Bókin verður gefin út á ensku og mun hinn virti listfræðing- ur Robert Hobbs skrifa inngang þar sem hann setur verk Birgis í stærra alþjóðlegt samhengi. „Bók Þrastar verður ofin inn í þessa bók, en verkaskráin verður ítar- legri og við erum að biðla til fólks sem á verk eftir Birgi að hafa sam- band við okkur svo hægt sé að skrá þau og mynda og öðlast þannig heildarsýn yfir feril hans,“ segir Kristján. „Það hefur komið í ljós í þessari vinnu að það er til mikið af verkum eftir hann sem við setjum ekki endilega í samband við hans feril. Eins og með flesta íslenska samtímalista- menn hefur aldrei verið unnin nein grundvallarrannsókn á hans ferli. Í bók Þrastar er haldið utan um sýningar og þess háttar, en við höfum komist að því að það segir ekki nema hálfa söguna. Birgir teiknaði mjög mikið af myndum eftir pöntun og var með sýningar á verkum sem við tengjum ekki mikið við hann núna. Þannig að við erum að vinna að því að fá heildar- sýn yfir öll verkin.“ Skipuleg ljósmyndun verka Birgis hefst nú í sumar og Auður Jörundsdóttir, sem heldur utan um skrásetningu verkanna, er langt komin með að teikna upp heildarmynd, en Krist- ján vill beina þeim tilmæl- um til allra sem eiga verk eftir Birgi að hafa sam- band við útgáfuna svo heildarsýnin verði sem nákvæmust. fridrikab@frettabladid.is Einn merkasti konsept- listamaður Norðurlanda Samsýning á verkum Birgis Andréssonar og Poul Gernes í Sean Kelly Gallery í New York hefur vakið athygli vestanhafs. Unnið er að bók fyrir alþjóðlegan markað um feril Birgis og þýðingu í alþjóðlegu samhengi. FRÁ SÝNINGUNNI Í SEAN KELLY GALLERY Birgir á skilið að vera mun þekktari að mati gagnrýnanda New York Times. Birt með leyfi Sean Kelly Gallery, New York og i8 gallerí, Reykjavík. KRISTJÁN B. JÓNASSON BIRGIR ANDRÉSSON Sunnudaginn 24. júlí klukkan 14 býðst fjölskyldum, börnum og fullorðnum, að taka þátt í fjölskyldu- smiðju í Listasafni Íslands sem ber heitið Mamma könguló. Í smiðjunni er unnið út frá dularfullum myndheimi Louise Bourgeois en smiðjan er haldin í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík. Við förum í sparifötin og þetta verður ekta Hollywood-stemning,“ segir Andrea Gylfa- dóttir sem í kvöld flytur ýmsar af perl- um kvikmyndatónlist- arinnar á Café Rosen- berg. „Það eru þarna Bond-lög og Chapl- in-lag, og líka lag úr Bagdad Café og meira að segja lög úr tveim- ur íslenskum kvik- myndum, ásamt mörgum öðrum. Við höldum okkur við lög sem eru sérsamin fyrir kvikmyndir og end- urspegla andann úr þeim.“ Hljómsveitin er skipuð þeim Eðvarð Lárussyni, Tómasi Tómassyni, Magnúsi R. Einarssyni og Jóni Indriðasyni. „Band- ið er sett saman sér- staklega fyrir þetta „prodjekt“,“ segir Andrea. „Við héld- um tónleika á Obladi oblada um daginn sem mæltust svo vel fyrir að við höfum ákveðið „vegna fjölda áskorana“ að endurtaka leikinn í kvöld.“ Tónleikarnir hefjast kl. 21. - fsb Hollywood að hætti Andreu ANDREA GYLFADÓTTIR Flytur lög úr þekktum kvikmyndum á Café Rosenberg í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum. 4 400 400

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.