Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 4
2. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 FRÉTTASKÝRING Hvernig hefur verið tekið á tilkynn- ingum um kynferðisbrot innan íþróttafélaga? Íþróttabandalag Hafnarfjarð- ar (ÍBH) hefur sett nefnd á lagg- irnar til að móta starfsreglur sem miða að viðbrögðum við ásökunum um einelti og kynferðisbrot. Alls hafa komið inn þrjú mál á borð ÍBH á síðustu þremur árum og í öllum tilvikum var þeim þjálfur- um sem komu að málunum sagt upp störfum. Ekki hafa þó allir sömu sögu að segja. Aðilar hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar (SH) og Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar segja að þöggun hafi átt sér stað innan félaganna og hjá foreldrum nemenda þegar ásakanir á hendur þjálfara tóku að berast. Róbert McKee, sem var í for- eldrafélagi SH, segir að einungis nokkrum mánuðum eftir að nýr yfirþjálfari tók við árið 2004 hafi kvartanir tekið að berast frá nem- endum vegna kynferðislegs áreit- is af hálfu þjálfarans. Kvenkyns nemendur sökuðu manninn um að strjúka þeim og koma með óviðeig- andi ummæli undir því yfirskini að hann væri að nudda þær. „Margir krakkar hættu,“ segir Róbert. „Og menn tóku ekki á því. Stjórnin vildi vinna málið innan frá.“ Róbert segir að þrátt fyrir ásakanirnar hafi viðbrögðin verið á þá leið að aðferðir mannsins hlytu bara að vera viðtekin venja í hans landi og fólk þyrfti bara að taka því. „En það eru jú lög á Íslandi sem ber að fylgja og ef við verðum vís að einhverju svona ber okkur að tilkynna það, sem ég og gerði. Það var okkar skylda að gæta hags- muna barnanna.“ Róbert tilkynnti málið til barnaverndaryfirvalda og annarra stofnana bæjarins. Hann segist sjálfur nánast hafa verið lagður í einelti eftir að hafa fylgt málinu eftir, menn hafi viljað þagga það niður frá upphafi. Þjálfarinn var að lokum til- kynntur til lögreglu eftir að upp komst um samband hans við sautj- án ára nemanda sinn. Hann var þá kallaður á fund stjórnar SH, þar sem honum var vikið úr starfi. Hann hafði þá unnið sem yfirþjálf- ari hjá félaginu í fjögur ár. Margt er líkt með máli sund- þjálfarans og því sem upp kom hjá Hnefaleikafélagi Hafnarfjarð- ar árið 2008. Hnefaleikaþjálfari, erlendur maður á fertugsaldri, var ráðinn til félagsins árið 2005 og segir Ágústa Hera Birgisdóttir, formaður félagsins, kvartanir af hálfu nemenda hafa tekið að ber- ast fljótt. Tvær fjórtán ára stúlkur hjá félaginu kærðu manninn fyrir kynferðislega áreitni skömmu eftir að hann hóf störf. Manninum var þá vikið tímabundið úr starfi á meðan lögreglan rannsakaði málið, sem að lokum var látið niður falla. Ágústa segir að krafa foreldra innan félagsins um að fá manninn aftur til starfa hafi verið slík að farið hafi verið af stað með undir- skriftalista til stuðnings honum. „Hann fór aftur að þjálfa hjá okkur. Svo fór að berast orðrómur um fleiri konur sem hann áreitti,“ segir Ágústa. „Ég fór að spyrjast fyrir og endaði á því að fá nöfn um fimmtán kvenna.“ Ágústa tilkynnti málið til for- svarsmanna félagsins og var mað- urinn þá látinn fara í annað sinn. „Viðbrögðin frá foreldrum og eldri iðkendum voru ótrúleg,“ segir Ágústa. „Við þurftum að verja ákvörðun okkar um að láta hann fara. Fólki nægði ekki að heyra að hann var að áreita konur.“ Ágústa hefur svipaða sögu að segja og Róbert, en fólk byrjaði að snúast gegn henni í kjölfar máls- ins og reyndi að réttlæta gjörð- ir mannsins með því að bera við menningarlegum mun. Hún segir eggjum hafa verið kastað í hús sitt og nafnlausar símhringingar hafa borist henni á nóttunni. Hrafnkell Marinósson, for- maður ÍBH, staðfestir að bæði málin hafi komið inn á borð til þeirra. „En það má segja að mál SH hafi hrundið af stað þeirri vinnu sem við höfum unnið í tvö ár,“ segir Hrafnkell. „Fólk áttar sig nú á því að hér er teymi sem er tilbúið að taka á svona málum. Svona hegð- un á maður ekki að sætta sig við,“ segir Hrafnkell. sunna@frettabladid.is ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 VIÐSKIPTI Breska bankasam- steypan HSBC mun segja upp 25 þúsund starfsmönnum í tutt- ugu löndum fram til ársins 2013 í hagræðingarskyni. Samsteypan tilkynnti þetta í gær þrátt fyrir að hún hefði skilað 11,5 milljarða hagnaði fyrir skatta á fyrstu sex mán- uðum ársins. Bankasamsteypan hafði þegar tilkynnt að fimm þúsund manns myndu missa vinnuna. Samtals munu því um tíu pró- sent starfsmanna HSBC missa vinnuna. Yfirmenn HSBC segja þó að þeir muni endurráða í einhver störf, þó ekki nema brotabrot af þeim þrjátíu þúsund sem missa vinnuna. - kh Uppsagnir hjá HSBC: Um 30 þúsund missa vinnuna LEIT Björgunarsveitir af Vest- fjörðum voru kallaður út klukk- an tvö aðfaranótt sunnudags vegna tveggja kajakræðara sem óttast var um. Kajakræðararnir höfðu skilið eftir ferðaplan og ætluðu að sigla frá Flateyri í Önundarfirði í Staðardal í Súgandafirði og gista þar yfir nóttina. Sá sem leigði þeim kajakana hafði siglt leiðina og ekki fundið þá. Hann kallaði því eftir aðstoð björgunarsveita og lögreglu. Eftir um klukkutíma leit fundust ræðararnir við Galtar- vita, sem er norðanmegin við Súgandafjörð. Þeir höfðu þá breytt ferða- áætlun sinni og farið í land við vitann og ætluðu að gista þar. Ekkert amaði að þeim. - kh Leituðu tveggja manna: Ræðarar fóru af áætlaðri leið Við þurftum að verja ákvörðun okkar um að láta hann fara. Fólki nægði ekki að heyra að hann var að áreita konur. ÁGÚSTA HERA BIRGISDÓTTIR FORMAÐUR HNEFALEIKASAMBANDS HAFNARFJARÐAR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 29° 25° 25° 27° 28° 23° 23° 25° 26° 29° 32° 33° 24° 28° 22° 20° Á MORGUN 5-10 m/s. FIMMTUDAGUR 3-8 m/s, en 8-15 við SA-ströndina. 8 10 10 11 13 12 14 15 13 10 14 12 4 7 8 8 6 13 5 7 6 7 17 16 14 14 16 10 1614 16 14 VÍÐA RIGNING Flestir lands- hlutar fá einhvern skammt af vætu í vikunni. Blautast verður á norðan til á landinu í dag en þar léttir til á morgun og má þá búast við skúrum sunnan- og vestan- lands. Lítur út fyrir rigningu austan- lands á fi mmtudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Segja þöggun hafa átt sér stað innan íþróttafélaga Formaður Hnefaleikasambands Hafnarfjarðar segir þöggun hafa átt sér stað innan félagsins þegar fjöldi kvenna sakaði þjálfara um kynferðislega áreitni. Fyrrverandi félagsmaður SH hefur svipaða sögu að segja. HAFNARFJARÐARBÆR Að minnsta kosti þrjú kynferðisbrotamál innan hafnfirskra íþróttafélaga hafa komið inn á borð ÍBH á síðustu þremur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SÝRLAND Stjórnarherinn í Sýrlandi hélt áfram árásum á borgina Hama í gær. Að minnsta kosti sjötíu manns týndu lífinu. Mannréttindasamtök segja að meira en 130 hafi verið skotnir til bana í landinu. Sjónarvottar segja að hermenn hafi framið fjöldamorð á almennum borg- urum. Hama hefur verið á valdi mótmælenda síðustu vikur. Stjórnarhermenn hafa vart hætt sér inn í borgina. Síð- ustu daga hafa skriðdrekasveitir hins vegar gert árás á borgina og er búið að loka öllum leiðum út úr henni. Talið er að allt að tvö þúsund almennir borgarar hafi verið skotnir til bana á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því mótmælin hófust. Mannréttindasamtök hafa hvatt vesturveldin til að taka höndum saman og stöðva blóðbaðið í Sýrlandi. Neyðarfundur var boðaður í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi vegna ástandsins. Stjórnarherinn í Sýrlandi hélt áfram árásum á borgina Hama í gær: Talið að um 130 hafi látið lífið SLYS Kona og karl á þrítugsaldri slösuðust í bílveltu á Laugarvatns- vegi á sjötta tímanum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fólkið á slysadeild Landspít- alans í Fossvogi. Fólkið var með meðvitund en ekki er vitað um meiðsl þess. Umferð til höfuðborgarinnar var töluverð í gær og þyngdist eftir því sem leið á daginn. Sam- kvæmt upplýsingum sem feng- ust hjá lögreglunni á Selfossi og í Borgarnesi dreifðist umferðin vel og engin óhöpp urðu. Þung umferð til borgarinnar: Flutt á slysadeild eftir bílveltu ÁRÁSIR Í HAMA Sýrlenski stjórnarherinn hélt áfram árásum á borgina Hama í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ 29.07.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,7715 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,73 116,29 188,35 189,27 164,70 165,62 22,106 22,236 21,283 21,409 18,150 18,256 1,4894 1,4982 184,91 186,01 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.