Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 8
2. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR8 HEITAR LAUGAR Á ÍSLANDI KOMIN AFTUR Í BÚÐIRNAR Þriðja prentun. Ein vinsælasta útivistarbókin á síðustu árum. SKRUDDA Eyjarslóð 9 – 101 Reykjavík - skrudda@skrudda.is - www.skrudda.is FJALLASKÁLAR Á ÍSLANDI – Nauðsynlegur ferðafélagi í óbyggðum Íslands. SKIPULAGSMÁL Hestamannafélagið Gustur vill að staðið verði við sam- komulag um að Kópavogsbær reisi reiðhöll sem sé 80x36 metrar. Kópa- vogsbær hefur samþykkt að kanna kost n að v ið byggingu slíkr- ar reið hallar, en einnig við höll sem verði 64 x 34 metrar. Guð- ríður Arnardótt- ir segir að í raun hafi yfirvöld hafnað stærra húsinu. L í k t o g Fréttablaðið greindi frá í hefur bæjarfélagið keypt hesthús af eig- endum í Glaðheimum og hafa hest- húsin verið flutt að Kjóavöllum. Samningur var gerður við Hesta- mannafélagið Gust um að bærinn tæki yfir eignir félagsins, en reisti í staðinn nýja aðstöðu að Kjóa- völlum. Það hefur ekki verið gert. Guðríður segir að það skýrist af efnahagshruninu, bærinn geti einfaldlega ekki tekið lán fyrir framkvæmdum en þurfi að nýta rekstrar fé til þeirra. „Dráttur á því að framkvæmdir hafi hafist á Kjóavöllum er meðal annars tilkominn vegna þess að ekki hefur náðst samkomulag um stærð reiðhallarinnar, en í fjár- hagsáætlun ársins 2011 var gert ráð fyrir að bygging hennar mundi hefjast á árinu.“ Hermann Vilmundarson, for- maður Gusts, segir hugmyndir um annað hús stangast á við samning- inn. „Þetta snýst fyrst og fremst um að bærinn er að brjóta samn- inga sem hafa verið gerðir.“ Hann segir að vel geti málið endað í minni reiðhöll, en félagið vilji fyrst og fremst koma að hönnun. „Ég á nú eftir að sjá þá reisa þessa reiðhöll.“ Guðríður segir að þegar fjár- munir séu af skornum skammti verði bæjaryfirvöld að fara vel með þá, enda sé það skylda þeirra að gæta hagsmuna allra bæjarbúa. „Það er okkar mat að miðað við aðstæður og efnahag séum við að koma verulega til móts við Hesta- mannafélagið Gust, enda ljóst að þær áætlanir sem menn höfðu árið 2007 geta engan veginn staðist í dag í breyttu umhverfi.“ Samningaviðræður eru í gangi á milli bæjarins og hestamanna- félagsins, en Guðríður segir tölu- vert bera á milli hugmynda um stærð hússins. Samkvæmt samningum átti einnig að reisa skeiðvöll við húsið, en Guðríður bendir á að fyrir á svæðinu séu skeiðvellir í eigu hestamannafélagsins Andvara, sem er úr Garðabæ. Frá árinu 2006 hafi staðið til að hestamanna- félögin á Kjóavöllum sameinist. kolbeinn@frettabladid.is Krafa um enn stærri reiðhöll Gusts seinkar framkvæmdum Krafa Hestamannafélagsins Gusts um stærri reiðhöll veldur töfum á framkvæmdum. Bæjaryfirvöld segja að taka verði mið af efnahagsástandinu. Formaður Gusts segir félagið vilja fá að koma að hönnun. KJÓAVELLIR Styr stendur um stærð fyrirhugaðrar reiðhallar Gustsmanna að Kjóa- völlum. Sætti þeir sig við minna hús geta framkvæmdir hafist í haust. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR NÁTTÚRAN Rennsli Skaftár heldur áfram að sveiflast til. Frá því að hlaupið hófst í síðustu viku hafa verið talsverðar dægursveiflur og því er ekki hægt að segja til um hvort hlaupið hafi endanlega náð hámarki sínu eða hvort því ljúki fljótlega. Á miðnætti var rennslið tæp- lega 350 rúmmetrar á sekúndu en var í gærdag um 330 rúm- metrar. Í hlaupinu í Skaftá í fyrra var rennslið þegar það var mest um 600 rúmmetrar á sekúndu. Dægursveiflur í rennsli Skaftár: Rennslið allt að 350 rúmmetrar ÍTALÍA Ítalska strandgæslan fann lík 25 manna um borð í bát sem flutti flóttamenn frá Líbíu til ítölsku eyjarinnar Lampedusa. Alls komst 271 flóttamaður lífs af með bátnum, sem er ekki nema fimmtán metrar á lengd. Lík mannanna 25 fundust í vélarrými bátsins, en talið er að þeir hafi kafnað. Þúsundir flóttamanna frá Norður-Afríku hafa komið á eyj- una á síðustu vikum. Ítalskir fjölmiðlar segja að fólkið hafi reynt að komast út úr vélarrúminu en án árangurs. - kh Stöðvaði flóttamenn frá Afríku: 25 flóttamenn létust um borð SAMGÖNGUR Evrópusambandið hefur gefið út hvítbók í samgöngu- málum og vinna EFTA-ríkin nú sameiginlega að umsögn um hana. Í hvítbókinni er að finna tíu leið- ir sem unnið verður að til að ná markmiðinu um samkeppnishæft samgöngukerfi, sem nýtir endur- nýjanlega orkugjafa. Markmiðið er að ná takmarkinu um sextíu prósenta samdrátt útblásturs. Meðal þeirra leiða má nefna þróun og nýtingu nýs og sjálfbærs eldsneytis og knúningskerfa. Í því skyni á að fækka ökutækjum sem nýta sér hefðbundna orkugjafa um helming til ársins 2030 og útrýma þeim úr borgarsamfélögum fyrir árið 2050. Farmflutningabílum sem gefa frá sér koltvísýring á hins vegar að útrýma úr borgar- samfélögum fyrir árið 2030. Endurnýjanlegt flugvélaelds- neyti á að nema fjörutíu prósent- um fyrir árið 2050 og minnka á útblástur koltvísýrings frá skip- um um allt að fjörutíu prósent á sama tíma. Samkvæmt hvítbókinni á einn- ig að auka nýtingu samtengdra og orkusparandi flutningakerfa, svo sem járnbrauta og skipa. Ætlunin er að koma á nýju flug- leiðsögukerfi (SESAR) innan Evr- ópu fyrir árið 2020 og einnig á sameiginlegu evrópsku flugsvæði. Þeir sem það vilja geta sent inn athugasemdir við umsögn EFTA- ríkjanna til innanríkisráðuneytis- ins. - kóp ESB gefur út hvítbók í samgöngumálum: Bensínbílar fari úr borgum árið 2050 OLÍUFLUTNINGAR Farmflutningabílum sem gefa frá sér koltvísýring skal útrýmt úr evrópskum borgarsamfélögum fyrir árið 2030. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÁTURINN Sjálfboðaliðar og læknar hlúðu að flóttamönnunum eftir að báturinn lagðist að bryggju við eyjuna Lampedusa. NORDICPHOTOS/AFP MEXÍKÓ Leiðtogi glæpasamtaka í Mexíkó hefur viðurkennt að hafa átt aðild að 1.500 morðum. Stjórnvöld í Mexíkó höfðu heitið 140 milljónum til höfuðs honum. Jose Antonio Acosta Hernan- dez, sem yfirleitt er kallaður El Diego, var handtekinn á föstudag og við yfirheyrslur viðurkenndi hann að hafa myrt eða fyrir- skipað morð á um 1.500 einstak- lingum á undanförnum árum. Hernandez fer fyrir glæpasam- tökunum La Linea í norðurhluta Mexíkó. Hann er fyrrverandi lög- reglumaður. Hernandez er meðal annars sagður hafa fyrirskipað morð á bandarískum ræðismanni, Les- ley Enriquez, og eiginmanni hennar sökum þess að hún hafi veitt andstæðingum hans vega- bréf í landamæraborginni Ciu- dad Juarez. Enriquez var gengin fjóra mán- uði með barn þeirra hjóna, en þau voru bæði skotin til bana í bif- reið sinni á leið heim úr afmælis- veislu. Sjö mánaða gömul dóttir þeirra fannst grátandi í aftur- sætinu í kjölfarið. - kh El Diego, leiðtogi mexíkóskra glæpasamtaka, handtekinn á föstudag: Játar aðild að 1.500 morðum EL DIEGO Leiðtogi glæpasamtakanna La Linea hefur viðurkennt að hafa átt þátt í 1.500 morðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1. Hvar fór ungmennalandsmót UMFÍ fram um helgina? 2. Hvar fannst taflmaður fyrir skömmu sem talinn er að hafi verið skorinn út á 12. eða 13. öld? 3. Hvaða söngkona ýtti Bubba Morthens út í sálartónlistina? SVÖR: 1. Egilsstöðum. 2. Siglunesi við Siglufjörð. 3. Amy Winehouse VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.