Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 2. ágúst 2011 11 ÍS LE NS KA SI A. IS A RI 55 77 5 07 /1 1 arionbanki.is – 444 7000 Hvað skiptir þig máli? Það skiptir máli að nýta fjármuni sína á sem hagkvæmastan hátt. Þú getur: Greitt niður yfirdráttinn Greitt inn á lán Lagt fyrir í varasjóð Komdu til okkar í næsta útibú og fáðu góð ráð um hvernig er best að ráðstafa peningunum frá skattinum. Við tökum vel á móti þér. Fékkstu endurgreiðslu frá skattinum? SLYS Fjórir unglingar hafa slasast í fisk- vinnslufyrirtækjum á undanförnum vikum, þar af slasaðist einn alvarlega á hendi. Í kjölfar þessara slysa og ábendinga vegna meintra brota á ákvæðum reglugerðar um vinnu barna og unglinga hefur Vinnueftir- litið tilkynnt fiskvinnslufyrirtækjum að þau geti átt von á að störf og starfsskilyrði ung- menna verði könnuð á næstunni. Jafnframt að búast megi við kæru komi í ljós að um brot á reglugerðinni sé að ræða. „Við höfum lagt áherslu á að vekja athygli á reglugerðinni og kynnt hana á vinnustöðum og í skólum auk þess sem við höfum reynt að ná til foreldra. Samkvæmt reglugerðinni mega krakkar ekki vinna við vélar sem eru með hraðgengum hlutum,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftir- litinu. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að börn og unglingar séu ráðin í störf sem hæfa þeirra líkamlega og andlega þroska,“ bætir hún við. Um þar síðustu helgi lenti 14 ára unglingur með höndina í tromlu í marningsvél í fisk- verkun Godthaab í Nöf í Vestmannaeyjum. Neyðarstoppið virkaði ekki rétt en nærstadd- ur starfsmaður gat stöðvað vélina, að sögn Tryggva Kr. Ólafssonar, rannsóknarfulltrúa hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Húðin af handarbakinu flettist af og líklega eru tveir fingur skaddaðir,“ segir Tryggvi. - ibs Vinnueftirlitið skoðar möguleg brot fiskvinnslufyrirtækja eftir nokkur slys: Unglingar slasast við vélar í fiskvinnslu VIÐ FISKVINNSLU Fjórir unglingar hafa slasast í vinnu í fiskvinnslufyrirtækjum upp á síðkastið. DANSAR Engu er líkara en þessi pelíkani stígi dansspor í dýragarðinum í Prag, en líklegra verður að telja að hann sé að teygja sig. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, hefur verið beðinn um að víkja úr stjórn Iceland Foods. Breska blaðið Sunday Telegraph segir að skilanefnd Landsbankans, sem á um 67 prósenta hlut í Iceland, muni skipa Lárentsínus Krist- jánsson í stjórnina í stað Gunn- ars. Lárentsínus er formaður skilanefndar Landsbankans. Eins og kunnugt er stendur til að selja hlut skilanefndar Lands- bankans í Iceland fljótlega. Sunday Telegraph segir að mögu- legir kaupendur muni fá söluyfir- lit innan sex vikna. Skilanefnd Landsbankans eign- aðist hlutinn í Iceland við gjald- þrot Baugs. Talið er að hluturinn sé 1,2 milljarða sterlingspunda virði. - jhh Breytingar í stjórn Iceland: Gunnar víkur úr stjórninni Stálu 40 lítrum af bensíni Brotist var inn í bátaskýli við Ósbraut í Garðinum á föstudag og þaðan stolið tveimur tuttugu lítra brúsum af bensíni. Samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum er málið í rannsókn. Víkurfréttir greindu frá. LÖGREGLUMÁL VIÐSKIPTI Apple-fyrirtækið á meira handbært fé en ríkissjóður Bandaríkjanna. Nýjustu tölur frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna sýna að fyrirtækið á 73 milljarða Bandaríkjadala í handbæru fé. Apple á hins vegar 76,4 milljarða. Handbært fé Apple samsvarar um 8.700 milljörðum íslenskra króna. Tekjur Apple hafa verið að aukast. Uppgjör fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi sýnir að tekjur fyrirtækisins jukust um 125 prósent miðað við sama tíma- bil í fyrra. - jhh Tekjur Apple-risans aukast: Meira lausafé en bandaríska ríkið FÓLK Kvikmyndin Harry Potter og dauðadjásnin: hluti tvö, hefur halað inn einn milljarð Banda- ríkjadala í miðasölu, samkvæmt framleiðandanum Warner Bros. Þetta er í fyrsta sinn sem mynd um galdrastrákinn vinsæla nær milljarðsmarkinu. Harry Potter og viskusteinninn var sú mynd sem hafði haft mest upp úr miða- sölu fram til þessa, 947 milljónir Bandaríkjadala árið 2001. Ævintýramyndin Avatar, frá árinu 2009, á ennþá metið yfir mestar tekjur í miðasölu en hún halaði inn 2,8 milljarða Banda- ríkjadala. Talið er að Harry Potter og dauðadjásnin muni sigla fram úr nýjustu myndinni um Sjóræn- ingjana á Karíbahafi en sú mynd hefur náð mestum tekjum úr miðasölu það sem af er þessu ári, um 1,03 milljörðum dala. Vinsæll galdrastrákur: Harry Potter malar gull

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.