Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. ágúst 2011 Á þeim árum sem Samband íslenskra samvinnufélaga var öflugt bakland Framsóknar- flokksins bar eitt sinn við að maður á landsbyggðinni, sem var virkur í þeim flokki, fór þess á leit við yfirlýstan sjálfstæðis- mann að hann tæki að sér tiltekið ábyrgðarstarf í byggðarlaginu. Þetta vakti ekki litla athygli og undrun, bæði hjá þeim sem í hlut átti og öðrum. Framsóknarmenn voru taldir passa öðrum fremur upp á sína menn í þessum efnum. Þegar maðurinn var spurður hvers vegna í ósköpunum hann sneri sér til sjálfstæðismanns með þetta erindi sagði hann bros- andi og í léttum tón: Það er sama hvaðan gott kemur!“ Ef til vill hugsaði framsóknar- maðurinn í raun: Allt er hey í harðindum, þótt hann svaraði með þessum hætti. Og kannski var viðkomandi maður líklegur til að sinna þessu verkefni öðrum betur, og því sjálfsagt að nýta sér það, þótt hann væri í öðrum stjórnmálaflokki. En svo getur líka hugsast að hann hafi raun- verulega meint það sem hann sagði: Það er sama hvaðan gott kemur! Spilling hér og þar Fylgismenn þeirra stjórnmála- flokka sem nú stjórna landinu hafa farið mikinn í spillingarstað- hæfingum og flokksgæðingatali á síðustu árum. Því er sérstaklega beint að öðrum stjórnmálaflokki þeirrar stjórnar sem áður var við völd. Hinn flokkurinn er enn í ríkisstjórn, og lætur eins og hann sé skírður til annarrar trúar. Endur borinn. Komi upp einhver efi eða gagnrýni á ríkisstjórnina eru helstu viðbrögðin þau að benda á vonda flokkinn. En það virkar ekki lengur. Hafi forystumenn í Sjálfstæðis- flokknum kosið að leiða til áhrifa eigin samflokksmenn á sínum tíma, þar sem þeir væru líklegri til að vinna í anda þeirrar stefnu sem sá flokkur fylgir, þá er dag- ljóst að flokkarnir sem standa að sitjandi ríkisstjórn gefa þeim ekkert eftir í því efni. Eru raunar komnir langt fram úr þeim. Umbrotatímar Það er mikið talað um fag- mennsku í umræðu dagsins og fagleg vinnubrögð yfirleitt. Ekki síst faglegri nálgun að álitamálum. Þrátt fyrir fjármála- vanda er verið að leita leiða til að nálgast mál á nýjan hátt. Rann- sóknarskýrsla og drög að nýrri stjórnarskrá eru í skoðun. Það breytir ekki ágreiningi um aðild að Evrópusambandinu, hvers kyns höftum og eftirliti, atgervisflótta, læknaskorti, atvinnuleysi og öðrum hremm- ingum, en ef til vill leynist þarna vísir að nýrri umræðuhefð. Hver veit? Er mögulegt að brjótast undan rifrildis-og ávirðinga- hneigðinni sem er í svo miklu uppáhaldi hér? Það kemur í ljós. En er ekki líka kominn tími til að brjóta niður múra milli stjórn- málaflokka hér á landi? Hugsa þetta eins og fyrirtæki, þar sem allir hafa sömu hagsmuni. Hugsa líka eins og framsóknar- maðurinn gerði um árið í sam- skiptum og samstarfi við fólk í öðrum stjórnmálaflokkum, utan og innan ríkisstjórnar: Það er sama hvaðan gott kemur! Jónína Michaelsdóttir Blaðamaður Í DAG Fyrir liggur í borgarráði að taka fyrir tillögu mannréttinda- ráðs Reykjavíkurborgar um hert- ar reglur um aðkomu trúar og lífsskoðunar félaga að skólum Reykjavíkur borgar. Nokkur umræða hefur átt sér stað um þessi mál og á að afgreiða endan- lega núna í byrjun ágúst. Sem foreldri fjögurra skólabarna er mér nokkuð brugðið að ekki hafi verið leitað álits skólasamfélags- ins sjálfs. Sem virkt foreldri innan þess vil ég benda á að skv. lögum skal sérhver skóli á landinu hafa skólaráð. Innan skólaráðs sitja full- trúar allra í skólasamfélaginu: for- eldar, kennarar og nemendur ásamt fulltrúa grenndarsamfélags. Þetta ráð á að geta haft áhrif á þá skóla- stefnu sem hver og einn skóli telur að eigi að gilda innan skólans. Á þessum tímum sem við lifum þar sem umræða um almennt og borgaralegt lýðræði er hávær þykir mér einkennileg þróun hjá Reykjavíkurborg að ætla að taka slíkar ákvarðanir í trássi við skoð- un skólasamfélagsins. Við viljum lifa í lýðræðslegu samfélagi þar sem lýðræðið virkar að sönnu. Eða ætlum við að láta yfirvöld ákveða allt fyrir okkur og börn okkar? Að setja slíkar hömlur á skólastarf sem Reykjavíkurborg stingur upp á tel ég beinlínis hættulegt og minna á fyrri tíma einræðisstefn- ur sem ætluðu sér leynt og ljóst að útrýma öllum skoðunum nema sinni eigin. Þar á meðal má nefna Hitler, sem fjarlægði fermingar- fræðslu úr skólanum vegna þess að hún stangaðist á við hans eigin hugmyndafræði. Ég vænti þess að íslenskt sam- félag sé ekki svo illa statt að það meini skólasamfélaginu sjálfu að ráða fram úr þeim málum sem upp koma. Það ætti að vera til umræðu í skólunum en ekki hjá yfirvaldinu hvort ekki megi hengja upp aug- lýsingar um trúarlegar uppákom- ur eða dreifa Nýja Testamentinu innan skólans. Að hampa einni heimsmynd á sama tíma og önnur er tortryggð og litin hornauga er mjög á skjön við þá fjölmenningu sem er á Íslandi. Þessari tillögu vil ég því mót- mæla harðlega. Ég legg til að við látum þetta mál algerlega falla niður og væntum þess í stað fjöru- grar umræðu innan skólans, í skól- arráðum landsins og búumst við meiri fjölbreytni innan skólasam- félagsins þar sem foreldrar, kenn- arar og börnin taka virkari þátt í þróun skólans en ekki yfirvöld. Alræði lýðræðisins? Trúmál Hildur Jónsdóttir heimavinnandi húsmóðir „Ég fíla græna bíla“ Suð u r l a n d s b r a u t 1 4 s ím i 4 40 4400 www . e r g o . i s e r g o@e r g o . i s E r g o f j á rmögnun a r þ j ó n u s t a Í s l a n d s b a n k a Ef þú velur umhverfishæfari bíl nýturðu betri kjara Græn lán Ergo bera engin lántökugjöld Með Grænum lánum vill Ergo koma til móts við þá sem kjósa sparneytnari bíla sem nýta nýjustu tækni við að draga úr úrblæstri koltvísýrings. Þannig stuðla Græn lán að bættu umhverfi. Græn lán standa til boða, út árið 2011, við kaup á nýjum bílum í A–C flokki (120 g/km af CO2 eða minna). Hægt er að velja á milli bílalána og bílasamninga. Dæmi Þú tekur 3 milljóna króna Grænt bílalán til 7 ára => þú sparar 105.000 krónur. Reiknaðu með okkur H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 0 -1 0 8 7Sama hvaðan gott kemur Fylgismenn þeirra stjórnmálaflokka sem nú stjórna landinu hafa farið mikinn í spillingarstaðhæfingum og flokks- gæðingatali á síðustu árum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.