Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 10
2. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR10 Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Fyrir börn frá 6 mánaða - 5 ára Hægt að leggja saman og taka með Verð frá 16.900 Barnasæti VARÐANDI IRISH LIFE AND PERMANENT GROUP HOLDINGS PLC („ILPGH“) og IRISH LIFE AND PERMANENT PLC („ILP“) og ÍRSKU LÖGIN UM LÁNASTOFNANIR (CREDIT INSTITUTIONS (STABILISATION) ACT 2010) („lögin“) Yfirréttur Írlands á sviði einkamálaréttar (The High Court of Ireland) kvað upp eftirfarandi úrskurð með fyrirmælum hinn 26. júlí 2011 í samræmi við 9. gr. laganna: Félaginu ILPGH er gert inter alia að gera vissar ráðstafanir til að gera fjárfestingu írska fjármálaráðuneytisins („ráðuneytisins“) að fjárhæð allt að €3.800.000.000 evra í ILPGH mögulega, þ.m.t., án þess að takmarkast við, að heimila aukningu á almennu hlutafé ILPGH og breyta útgefnu hlutafé og heimilu en óútgefnu hlutafé, taka upp nýjar samþykktir og breyta stofnsamningi félagsins, gefa út og afhenda ráðuneytinu almenn hlutabréf í ILPGH og ganga til tiltekinna samninga við ILP og aðra aðila til að greiða fyrir fjárfestingunni. Félaginu ILP (sem er lánastofnun með starfsleyfi á Írlandi) er gert inter alia að gera vissar ráðstafanir í tengslum við ofangreinda fjárfestingu ráðuneytisins, þ.m.t. að gefa út skilyrt skuldabréf (e. contingent capital notes) til handa ráðuneytinu og ganga til tiltekinna samninga við ILPGH og aðra aðila til að greiða fyrir fjárfestingunni. Dómstóllinn lýsti því inter alia yfir að úrskurðurinn og hver hluti hans að því leyti sem hann snýr að og er kveðinn upp í tengslum við ILP er endurskipulagningarráðstöfun í skilningi tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2001/24/EB frá 4. apríl 2001. Samkvæmt 11. gr. laganna er heimilt að leggja fram beiðni um að víkja til hliðar úrskurðarfyrirmælunum, með þeim skilmálum sem lögin kveða á um, til yfirréttar Írlands á sviði einkamálaréttar (the High Court of Ireland, at the Four Courts, Inns Quay, Dublin 7, Írlandi) ekki síðar en 5 virkum dögum eftir uppkvaðningu úrskurðarins. Samkvæmt 2. tl. 64. gr. laganna er ekki unnt að áfrýja úrskurðarfyrirmælunum til hæstaréttar Írlands nema með heimild yfirréttarins. Eintök af úrskurðinum í heild eru fáanleg frá skrifstofu yfirréttarins með því að senda tölvupóst á listroomhighcourt@courts.ie ÞÝSKALAND Horst Mahler, þýskur lögfræðingur sem sat í fangelsi vegna tengsla við Rauðu herdeild- irnar í V-Þýskalandi, er nú grun- aður um að hafa verið njósnari fyrir Stasi. Mahler situr nú í fang- elsi fyrir að afneita því að Helförin hafi átt sér stað. Mahler er einn stofnandi her- deildanna, sem eru einnig þekkt- ar sem Baader-Meinhof. Hann sat inni vegna tengsla við hryðju- verkasamtökin, sem voru flokkuð til vinstri á litrófi stjórnmálanna. Í fangelsi varð hann maóisti, en á síðari árum hefur hann orðið kunnur máls- vari hægrisinn- aðra þjóðernis- sinna. Samkvæmt frétt í Guardi- an benda gögn um morðið á Benno Ohne- sorg árið 1967, bendir nú allt til að Mahler hafi verið á mála hjá austur-þýsku leynilögregl- unni Stasi. Fyrr hefur komið fram að lögreglumaðurinn sem skaut Ohnesorg, Karl-Heinz Kurras, var á mála hjá Stasi. Mahler var lögmaður ekkju Ohnesorg í máli hennar gegn ríkinu. Morðið á Ohnesorg vakti bylgju mótmæla í V-Þýskalandi og víðar. Hann tók þátt í mótmælum gegn komu Íranskeisara. Um fyrstu pólitísku mótmæli Ohnesorg var að ræða. Eftir átök útsendara keisar- ans og mótmælenda sauð upp úr og Kurras, sem þá var í borgaralegum klæðum, skaut Ohnesorg til bana. Morðið varð kveikja vinstri- bylgju víða um heim og vitnuðu hryðjuverkamenn oftar en ekki til þess. - kóp Fyrrverandi félagi í Baader-Meinhof situr í fangelsi fyrir að afneita Helförinni: Grunaður um vinnu fyrir Stasi HORST MAHLER ÍÞRÓTTIR Annie Mist Þóris dóttir gerði sér lítið fyrir og vann Heimsleikana í Crossfit um helgina í Home Depot Center í Carson í Kaliforníu. Sigur Annie var einkar glæsilegur en hún fékk 842 stig en heimsmeistari síðasta árs, Kristan Clever, varð önnur með 799 stig. Annie og Clever voru hlið við hlið í brautinni í þremur síðustu greinunum og því mikil keppni þeirra á milli en stutt hvíld var á milli hverrar greinar í lokin. „Ég vissi að ég var með ellefu stiga forskot þegar við fórum inn í síð- ustu keppnina. Ég hugsaði ekki um annað en að vinna hana í öllum greinunum í lokin og mér tókst það,“ sagði Annie í samtali við Fréttablaðið frá Bandaríkjunum skömmu eftir að hún vaknaði en þá var sigurinn enn að síast inn. „Mér líður ótrúlega vel. Það er erfitt að lýsa því. Maður er himin- lifandi, það er ótrúleg tilfinn- ing að ná þessum áfanga,“ sagði Annie, sem fór með það markmið til Bandaríkjanna að vinna mótið þó hún segist ekki hafa búist bein- línis við því að sigra. „Maður er búinn að leggja gífur lega mikið á sig, síðasta árið sérstaklega. Ég náði öðru sæti í fyrra og þá fór maður að hugsa að maður ætti séns og þá leggur maður allt í þetta. Ég er með tvo erlenda þjálfara og fylgi æfinga- áætlun frá þeim. Ég æfi á morgn- ana og seinni partinn og síðan er ég líka að kenna crossfit þannig að lífið hefur verið crossfit síðasta árið.“ „Aðstæður til æfinga í Boot Camp eru alveg nógu góðar fyrir þetta ef maður tekur nóg á,“ sagði Annie hlæjandi og bætti við: „Ég er í miklu sambandi við þjálfar- ana mína erlendis og hef farið út til að hitta þjálfara sem mig hefur vantað að hitta, þjálfara í ólymp- ískum lyftingum og fleiru,“ sagði Annie, sem er með samning við Reebok sem fjármagnaði þátttöku hennar í Heimsleikunum. „Áður en ég náði samningi við Reebok fór ég víða að reyna að safna styrkjum þar sem ÍSÍ hjálp- aði ekkert og það er erfitt að fá styrki frá fyrirtækjum þegar íþróttin er ekki innan ÍSÍ. Þess vegna hef ég skoðað leiðir til að komast inn í ÍSÍ, bæði í gegnum frjálsar íþróttir eða lyftinga- sambandið, og vonandi á það eftir ganga eftir einhvern tímann. Þetta er íþrótt,“ sagði Annie Mist. Allir keppendur fóru í lyfjapróf að mótinu loknu að sögn Annie, sem er hvergi hætt enda aðeins 21 árs gömul. „Ætli ég þurfi ekki bara að stefna að því að verða fyrsta manneskjan til að vinna tvö ár í röð. Ég veit ekki hvert ég stefni en á meðan ég hef svona gaman af crossfit þá held ég áfram.“ - gmi Annie Mist hraust- asta kona í heimi „Lífið hefur verið crossfit,“ segir hin 21 árs gamla Annie Mist Þórisdóttir sem stefnir á að koma íþróttinni í Íþróttasamband Íslands. Hún fékk 29 milljónir íslenskra króna fyrir sigur á Heimsleikunum í Kaliforníu um helgina. Ætli ég þurfi ekki bara að stefna að því að verða fyrsta manneskjan til að vinna tvö ár í röð. ANNIE MIST ÞÓRISDÓTTIR LOKAÁTÖKIN Annie Mist Þórisdóttir sést hér taka vel á því í síðustu greininni þar sem hún tryggði sér sigurinn. MYND/DAÐI HRAFN SVEINBJARNARSON HÁTÍÐARHÖLD Milli tíu og tólf þúsund manns nutu veður- blíðunnar á Egilsstöðum um helgina þar sem Unglinga- landsmót UMFÍ fór fram. Lögreglan í Fjarðabyggð segir hátíðina hafa farið vel fram en helst þurfti að hafa eftirlit með umferðinni, sem var mikil. Björn Ármann Ólafsson, formaður unglingalands- mótsnefndar, var glaður með hvernig til tókst um helgina: „Það var helst að gestir kvörtuðu yfir of mikl- um hita en hann fór upp í 23 stig á laugardeginum.“ 1.240 krakkar voru skráðir til leiks á mótinu, sem lauk með flugeldasýningu á sunnudagskvöldið. Um 200 börn tóku þátt í sérstakri skemmtun fyrir tíu ára og yngri, Vilhjálmsleikunum, en það voru synir Vilhjálms Einarssonar sem sáu um keppnina. Öll tjaldsvæði á Egilsstöðum og nágrenni voru full og fór allt fram með besta móti. „Þetta er fjölskyldu- skemmtun og ég hef ekki orðið var við nein læti hér. Hér var fólk almennt að njóta sín saman,“ segir Björn. - áp Fjórtánda unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Egilsstöðum um helgina: Veðurblíðan lék við gesti STOKKIÐ Í GÓÐA VEÐRINU Um tólf þúsund manns voru samankomnir í blíðskaparveðri á Egilsstöðum um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.