Fréttablaðið - 02.08.2011, Side 2

Fréttablaðið - 02.08.2011, Side 2
2. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 BJÖRGUN Skipverjar á varðskipinu Ægi unnu sannkallað þrekverki á laugardag þegar þeir björguðu hópi flóttamanna sem höfðu verið í sjálf- heldu í þröngu gili í tvo daga við ströndina á Rodoposskaga á vestur- hluta Krítar. Ægir hefur verið við landamæra- eftirlit í Miðjarðarhafi fyrir Fron- tex, landamærastofnun Evrópu- sambandsins, síðan í maí og verður við störf fram í október. Skipverjar á Ægi björguðu 58 flóttamönnum, þar af tólf börnum, allt niður í eins árs gömlum, þrjá- tíu karlmönnum og sextán konum, en tvær þeirra voru barnshafandi. Í fréttum af björguninni á grísk- um miðlum segir að fólkið sé frá Sýrlandi og Afganistan. Ægi barst tilkynning um nauð- stadda frá björgunarstjórn í Grikk- landi, og komu skipverjar auga á fólkið eftir um fjórtán tíma leit. Einar Valsson, skipherra á Ægi, segir í samtali við Fréttablaðið að aðstæður hefðu verið erfiðar og fólkið hefði ekki átt kost á því að komast burt landleiðina. „Þau voru þarna í þröngu gili og það hefði verið mjög erfitt fyrir þau að komast upp með börn og það var langt í næstu vegi. Það var erfitt að komast að þeim þar sem fjaran er stórgrýtt og sjólag fór versnandi eftir því sem á leið.“ Skipverjar komust þó að landi á gúmbát og var fólkið selflutt þaðan í harðbotnabát sem fór með fólkið um borð í Ægi. Einar segir að fólkið hafi greinilega verið fegið björgun inni. „Það voru kannski ekki mikil samskipti, en þakklæti og ánægja skein úr augum fólksins þegar það kom um borð.“ Einar bætir því við að fólkið hafi verið ágætlega á sig komið og hafi átt eftir smáræði af matvælum. Hópurinn var fluttur til hafnar- borgarinnar Souda á vesturhluta Krítar og þar tóku Frontex og grísk yfirvöld við fólkinu. Einar segir Ægismenn ekki hafa lent í viðlíka uppákomu síðan þeir hófu störf í Miðjarðarhafi, þeir hafi þó áður bjargað flóttamönnum. „Manni hlýnar verulega um hjartarætur að geta hjálpað fólki svona, og þetta gefur starf- inu mikið gildi,“ sagði Einar að lokum. thorgils@frettabladid.is Það var erfitt að komast að þeim þar sem fjaran er stórgrýtt og sjólag fór versnandi eftir því sem á leið. EINAR VALSSON SKIPHERRA Á ÆGI Stutt vörulýsing: Bón og þvottur að utan. Fólksbíll: 2.450, jepplingur: 2.940 og jeppi: 3.430 kr. Bónstöð Hafnarfjarðar Láttu okkur um bílinn. HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 11 155 31 2.450 kr. 5.000 kr. Verð 51% Afsláttur 2.550 kr. Afsláttur í kr. 50 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið GILDIR 24 TÍMA Bílageyms ðini Flun ir Hafnarfjarðar Bónstöð UTANRÍKISMÁL Samkvæmt rök- studdu áliti ESA þurfa Íslending- ar að greiða 670 milljarða króna fyrir 10. september vegna Ice- save-skuldbindinga, fallist þeir á álitið. Nú er unnið að rökstuðningi gegn því í efnahags- og viðskipta- ráðuneytinu. Greiðsla er ekki hafin úr þrota- búi Landsbankans vegna Icesave. Stafar það af því að Hæstiréttur á eftir að taka fyrir dómsmál sem dæmd voru í héraði í vor og tengj- ast búinu. Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra vonast til þess að málin verði tekin fyrir strax að loknu dómshléi nú í ágúst. „Við eigum náttúrulega tvo kosti í stöð- unni; að fall- ast á álit ESA, en í því stend- ur að við eigum að greiða 670 milljarða fyrir 1. september, sem ég veit nú ekki alveg hvaðan við eigum að taka. Hinn kosturinn er að gera ágrein- ing áfram við ESA.“ Steingrímur vonast til að skuld- in greiðist niður á næstu mánuð- um þegar sala hefst úr þrotabúinu. Þá sjái allir, Bretar, Hollendingar og heildsöluinnlánshafar, að þeir fái peningana sína til baka og það bæti andrúmsloftið. „Það er athyglisvert að þegar úrskurður ESA kom deplaði enginn auga yfir því hvað hann þýddi á mannamáli. Hann þýddi náttúru lega það að ef við ætluð- um ekki að gera ágreining við ESA þyrftum við að standa skil á þessari fjárhæð, 670 milljörðum.“ - kóp Stjórnvöld hafa fram í september til að bregðast við áliti ESA um Icesave: Tæpir 700 milljarðar segjum við já STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON VENESÚELA Fangelsi í Venesúela eru flest öll yfirfull og hafa fangelsisstjórar og fangaverðir lengi varað við ástandinu. Fyrir skömmu létust 25 í uppþotum í einu fangelsanna sem stóðu í rúmar þrjár vikur. Iris Varela, nýr ráðherra fang- elsismála Venesúela, vill leysa þennan mikla vanda með því að fækka föngum um allt að 40 pró- sent. Ráðherrann telur almenn- ing ekki standa ógn af um 20 þús- und og því sé vel hægt að veita þeim frelsi. Fangelsismál í Venesúela: 20 þúsund fang- ar verði frelsaðir Björguðu börnum úr hættu á Miðjarðarhafi Íslenskir varðskipsmenn á Ægi björguðu 58 flóttamönnum á Krít. Fólkið hafði verið í sjálfheldu í tvo daga. Aðstæður voru erfiðar en vel gekk að ferja fólkið um borð. Skipherra segist hlýna um hjartarætur að geta hjálpað fólki í neyð. Í SJÁLFHELDU Flóttafólkið hafði setið fast neðan við bratt gil í tvo daga áður en skip- verjar á Ægi komu þeim til bjargar. í hópnum voru tólf börn og tvær ófrískar konur. MYND/LANDHELGISGÆSLAN Grikkland KýpurKrít Líbía Búlgaría Tyrkland Björgun á Krít DANMÖRK Eiturlyfjaframleiðendur hafa undanfarin ár þróað nýjar tegundir vímugjafa. Nýju efnin koma fram með slíkum hraða að yfirvöld hafa vart við að banna þau, að því er segir í frétt Jót- landspóstsins. 41 nýtt efni kom inn á borð evr- ópskra lögreglumanna á síðasta ári. Búist er við að minnsta kosti jafn mörgum tegundum í ár, en árið 2005 fundust 14 ný efni. Meðal annars er um eftirlíking- ar af kannabisefnum að ræða. - þj Lögregla í Evrópu: Finna nýjar teg- undir fíkniefna FRÁ KÖBEN Margir urðu illa úti í úrhell- inu í Kaupmannahöfn í júlí. Talið er að tjón gæti numið 3 milljörðum danskra króna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Tjónið sem skýfallið í Kaupmannahöfn olli í upphafi júlí gætu numið allt að þremur milljörðum danskra króna, sem samsvarar rúmum 66 milljörðum íslenskra króna. Þetta er mat fjölda tryggingar- fyrirtækja þar í landi að því er fram kom í frétt Börsen. Áður hafði verið talið að tjón gæti numið um 1,8 milljörðum danskra króna, en það mat var byggt á afleiðingum úrhellis í Norður-Sjálandi í fyrra. Trygg- ingarfélögin segja að mun fleiri fyrirtæki hafi orðið fyrir vatns- skemmdum í Kaupmannahöfn og því sé tjónamatið hærra. - þj Skýfall í Kaupmannahöfn: Tjón gæti num- ið 3 milljörðum Berndsen, ert þú þá ekki refur að hafa fengið Bubba með þér? „Jú, er ekki bara eitt svar við því?“ Tónlistamaðurinn Berndsen trónir á toppi vinsældalista með laginu Úlfur, úlfur þar sem hann hefur sjálfan Bubba Morthens sér til fulltingis. SORG Norskir þingmenn, Haraldur konungur og Hákon krónprins minntust þeirra sem létust í ódæðinu á dög- unum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NOREGUR Norskir þingmenn minntust í gær þeirra 77 sem létust í hryðjuverkum Anders Behring Breivik með einnar mín- útu þögn. Stórþingið kom þá saman í fyrsta skipti eftir ódæðið og las forseti þingsins upp nöfn allra hinna látnu. Mikil sorg var meðal þing- manna en einnig samhugur. Í ræðu sinni hvatti Jens Stolten berg forsætisráðherra stjórnmála- leiðtoga til þess að sýna í fram- haldinu stillingu í pólitískri umræðu. Stoltenberg tilkynnti að 22. júlí yrði héðan í frá tileinkað- ur minningu fórnarlambanna. - þj Þingmenn minntust látinna: Mínútu þögn á Stórþinginu SJÁVARÚTVEGSMÁL Togari Sam- herja, Baldvin NC 100, var vænt- anlegur til Akureyrar í gærkvöldi með fyrsta aflann til vinnslu í fiskiðjuveri Útgerðafélags Akur- eyringa (ÚA). Vinnsla á að hefj- ast þar í dag og er starfsemi ÚA þar með formlega hafin á vegum nýrra eigenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja. Í byrjun maí var gengið frá samningi milli Brims og Sam- herja um kaup á eignum Brims á Akureyri. - sv Baldvin væntanlegur í dag: Samherji tekur við rekstri ÚA MENNTAMÁL Framtíð Kvikmyndaskóla Íslands er í uppnámi vegna fjárskorts. Starfsfólk hefur ekki fengið laun sín greidd og samningsleysi við mennta- og menningarmálaráðuneyti gerir það að verkum að skólinn fær ekki bankafyrirgreiðslu og getur ekki greitt laun. Stjórn skólans gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra fyrir að ganga ekki frá samningum við skólann áður en hún fór í barns- eignarleyfi. Slíkt hafi verið gert við Keili í byrjun maí. Stjórnin segir að neyðarkalli frá skólanum í maí hafi ekki verið svarað. Erindinu hafi verið vísað til mennta- og menningarmálaráðuneytis- ins, að ósk Katrínar, sem ekki hafi fylgt málinu eftir. Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að unnið sé að því innan ráðuneytisins að leysa vanda skólans og tryggja hagsmuni nem- enda og framtíð kvikmyndamenntunar á Íslandi. „Ráðuneytið gerði skólanum tilboð um miðjan júní sem fól í sér 44% hækkun á framlagi sem skólinn taldi sig ekki geta gengið að.“ Í erindi sem Hilmar Oddsson skólastjóri og Böðvar Bjarki Pétursson stjórnarformaður sendu menntamálanefnd um miðjan mars kemur fram að beint framlag til skólans frá ríkinu þurfi að vera 140 milljónir króna á ári. Það var á síðasta ári 38 milljónir en hafði áður verið 40 milljónir. Að auki muni skólinn innheimta skólagjöld, sem nema um 1,2 milljónum króna árlega. - kóp Kvikmyndaskólinn gagnrýnir menntamálaráðherra fyrir seinagang í samningum: Þarf 102 milljónir aukalega á ári ELÍAS JÓN GUÐJÓNSSONHILMAR ODDSSON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.