Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 6
22. ágúst 2011 MÁNUDAGUR6 LÍBÍA Uppreisnarmenn komu inn í miðborg Trípólí, höfuðborgar Líbíu, í gærkvöldi. Þeir mættu ekki mikilli mótstöðu en þó voru blóðugir bardagar sagðir fara fram á götum borgarinnar þegar Fréttablaðið fór í prentun. Upp- reisnarmönnum var fagnað mikið þegar þeir nálguðust miðborgina. Óstaðfestar fregnir hermdu í gærkvöldi að synir Gaddafís hefðu verið teknir höndum. Uppreisnar- menn hafa undanfarið nálgast borgina bæði úr vestri og austri, með hjálp frá NATO, sem seg- ist aðeins gegna því hlutverki að vernda óbreytta borgara. Óstað- festar fregnir herma að hópur uppreisnarmanna hafi komist inn í Trípólí af sjó á laugardag og lent í átökum við stuðningsmenn Gadd- afís. Í gærkvöldi sögðu stjórnvöld að 1.300 manns hið minnsta hefðu látist frá því á laugardagskvöld og meira en fimm þúsund hefðu særst. Fréttir bárust af skot bardögum austan, sunnan og vestan við mið- borgina auk sprenginga. Skotbar- dagar áttu sér meðal annars stað við hótel þar sem erlendir frétta- menn dveljast. Starfsfólk hótelsins er sagt hafa lagt á flótta og eru um tuttugu fréttamenn þar einir. Ástandið breyttist á nokkrum klukkustundum í gærkvöldi, en fyrr um daginn höfðu uppreisnar- menn þurft að hörfa til baka undan árásum herliðs Gaddafís. Þeir höfðu náð hverjum bænum á fætur öðrum á sitt vald fram að því. Talsmaður Líbíustjórnar ósk- aði í gær eftir tafarlausu vopna- hléi. Hann sagði fólk tekið af lífi í mörgum borgum af uppreisnar- mönnunum og NATO. Múammar Gaddafí hélt síðan sjónvarpsávarp í ríkissjónvarpi Líbíu nokkru síðar og kvaðst þá ekki ætla að yfirgefa borgina. Hann hvatti fjölskyldur í Trípólí til að grípa til vopna. „Nú er tímabært að berjast fyrir stjórn- málaskoðanir ykkar, fyrir olíuna ykkar og fyrir landið ykkar,“ sagði hann. Stuðningsmenn hans segja að í borginni séu tugir þúsunda til- búnir að verja einræðisherrann. Komið er að lokum einræðis- stjórnarinnar, sagði Oana Lung- escu, talskona NATO, í gær. Hún sagði þrjá háttsetta embættis- menn hafa snúið baki við Gaddafí á síðustu dögum og það svæði sem hann stjórnaði minnkaði sífellt. „Því fyrr sem Gaddafí gerir sér grein fyrir því að hann getur ekki sigrað, þeim mun betra verður þetta fyrir alla.“ thorunn@frettabladid.is EFNAHAGSMÁL „Það er grafalvarlegt mál þegar hagfræðiprófessor sem ætlar sér að gagnrýna útreikninga biður ekki um útreikninga og skýr- ingar frá samtökunum sjálfum,“ segir Andrea Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Þórólfur Matthíasson, deildar- forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, gerði í laugardagsblaði Fréttablaðsins athugasemdir við útreikninga samtakanna á verð- tryggingu lána. Hagsmunasamtökin bíða nú nið- urstöðu umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar samtakanna. Þau vilja meina að reglur Seðlabanka Íslands um að leggja skuli verð- tryggingu ofan á höfuðstól lána standist ekki lög. Andrea segir Þórólf ekki vera í aðstöðu til að gagnrýna tölurn- ar, þar sem hann styðjist ekki við tölur sem samtökin hafi lagt fram. Þórólfur hafi skoðað útreikn- inga sem lög- fræðingurinn, sem skrifaði greinargerðina sem um er rætt, hafi verið að leika sér með í vinnuskjali. „Við teljum því að Þórólfur sé ekki að bera saman raunveruleg lán, sem við höfum verið að bera saman, og mismuninn á heildar- kostnaði lána,“ segir Andrea. Hún bætir við að samtökin telji vilja löggjafans með upphaflegu löggjöfinni teikna upp mynd af útreikningum sem séu eins og þeir sem í dag eru notaðir til að reikna óverðtryggð lán. „Óverðtryggð lán er í raun rang- nefni því með þeim er verðbólgan tekin inn í vextina og staðgreidd. Þetta eru í raun verðtryggð lán þannig að upphaflegt lán er verð- bætt í þeirri mynd sem löggjaf- inn ætlar með verðtryggingu, með breytilegum vöxtum sem eru stað- greiddir. Framkvæmdin eins og hún er í dag á verðtryggðum lánum er óheimil að okkar mati, og um það snýst kæran til Umboðsmanns Alþingis,“ segir Andrea. - kg Því fyrr sem Gaddafí gerir sér grein fyrir því að hann getur ekki sigrað, þeim mun betra verður þetta fyrir alla. OANA LUNGESCU TALSKONA NATO Við teljum því að Þórólfur sé ekki að bera saman raunveruleg lán, sem við höfum verið að bera saman, og mismuninn á heildarkostnaði lána. ANDREA ÓLAFSDÓTTIR FORMAÐUR HAGSMUNASAMTAKA HEIMILANNA E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 3 7 0 NÝ BRAGÐTEGUND– BÉARNAISE NÝ BRAGÐTEGUND– SÍTRÓNA OG KARRÍ Eiga kröfur leikskólakennara rétt á sér? Já 83,7% Nei 16,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Á Landspítalinn að verða undanþeginn niðurskurði á næstu fjárlögum? Segðu skoðun þína á visir.is Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vísar gagnrýni prófessors á bug: Ekki í aðstöðu til að gagnrýna ANDREA ÓLAFSDÓTTIR NOREGUR „Við höfum misst 77 mann- eskjur sem vildu eyða lífi sínu í að bæta samfélagið sem við erum öll hluti af.“ Þetta sagði Haraldur Noregs konungur í gær á minningar- athöfn um fórnarlömb hryðjuverk- anna í Noregi fyrir mánuði. Tæplega sjö þúsund manns voru viðstaddir minningarathöfnina, þar á meðal þjóðhöfðingjar og forsætis- ráðherrar Norðurlandaríkjanna. Dagurinn var opinber sorgardagur í landinu. Konungurinn komst við í ræðu sinni á athöfninni. Hann sagðist meðal annars vilja þakka öllum sem komið hefðu nálægt hjálpar- starfi í kjölfar árásanna, og þakk- aði forsætisráðherranum Jens Stoltenberg sérstaklega fyrir. „Ég held fast í trúna á að frelsi sé sterk- ara en ótti. Ég held fast í trúna á opið norskt lýðræði og samfélag.“ „Saman sigruðum við hatrið,“ sagði forsætisráðherrann í ræðu sinni. Hann hvatti Norðmenn til að líta til hver með öðrum og vera á varðbergi gagnvart fordómum. Að ræðunni lokinni stóðu við- staddir upp fyrir honum. Á staðn- um voru þeir sem lifðu árásirnar af, aðstandendur fórnarlambanna, fólk sem vann að björgunar störfum og embættis- og stjórnmálamenn. - þeb Jens Stoltenberg var meðal ræðumanna á minningarathöfn um fórnarlömb: Sigruðu hatrið í sameiningu ATHÖFNIN Jens Stoltenberg hélt ræðu ásamt nokkrum öðrum. Þá voru nöfn hinna látnu lesin upp og fjölmörg tónlistar atriði hljómuðu. NORDICPHOTOS/AFP DANMÖRK Lars Barfoed, dóms- málaráðherra Danmerkur, segir ekki tilefni til sérstaks átaks gegn ölvun við hjólreiðar, þar sem ekki sé um að ræða „sannkallað umferðaröryggis- vandamál“. Nýleg könnun sýnir að 40 prósent Dana hafa hjólað undir áhrifum áfengis síðasta árið. Barfoed sagði að í þeim til- fellum sem hjólreiðafólk væri gripið ölvað væri því yfirleitt ráð- lagt að teyma hjólið í stað þess að sektum væri beitt. - þj Dómsmálaráðherra Dana: Ekki alvarlegt að hjóla fullur HEIM Nemendur í Irene-Wakonda skólanum mæta ekki lengur í skólann á föstudögum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN Irene-Wakonda grunnskólinn í Suður-Dakota er einn af mörgum skólum í Banda- ríkjunum sem hafa stytt skóla- vikuna um einn dag. Þetta er liður í aðgerðum skólayfirvalda til að mæta niðurskurði. Í haust er talið að um fjórð- ungur allra grunnskóla í Suður- Dakota munu aðeins starfa fjóra daga í viku. Yfirvöld telja þessa leið vænlegasta í niðurskurðinum en foreldrar skólabarna óttast að þetta muni bitna á börnunum. „Auðvitað mun þetta bitna á börnunum. Þau missa heilan skóladag,“ var haft eftir einu for- eldri. - sm Skera niður í Bandaríkjunum: Stytta skólavik- una um dag VÍSINDI Hinar hættulegu E-töfl- ur geta nýst í baráttunni gegn sumum tegundum krabbameins í blóði, ef vísindamönnum tekst að gera þær öflugri. Árið 2006 var sýnt fram á að E- töflur og sum þunglyndislyf gætu drepið krabbameinsfrumur en gallinn var sá að nota þurfti þær í svo stórum skömmtum að með- ferðin yrði jafnframt banvæn. Vísindamenn við háskóla í Eng- landi og Ástralíu sjá nú fram á að geta gert töflurnar öflugri, svo ekki þurfi að nota jafn stóra skammta. - gb Nýtt vopn gegn krabbameini: E-töflur gætu læknað krabba Uppreisnarmönnum fagn- að við komuna til Trípólí Uppreisnarmenn höfðu náð hlutum Trípólí, höfuðborgar Líbíu, á sitt vald í gærkvöldi. Stjórnvöld segja að 1.300 hafi látist í átökum í borginni frá því á laugardagskvöld. Synir Gaddafís sagðir handteknir. UPPREISNARMENN Sprengingar og skothríðir heyrðust víða um Trípólí í gærkvöldi. Þessir uppreisnarmenn voru á leið til Gada- yem, vestan við borgina, í gærdag. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.