Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.08.2011, Blaðsíða 42
22. ágúst 2011 MÁNUDAGUR22 22 menning@frettabladid.is Ljósmyndir af listamönnunum Fridu Kahlo og Diego Rivera eru til sýnis í Gerðubergi um þessar mundir, en þær fanga ástríðufull augnalik sambands þeirra og varpa ljósi á einn stærsta atburð mexíkóskrar sögu, bylt- inguna á fyrri hluta tuttugustu aldar. Diego og Frida hittust fyrst 1922 og urðu síðar leiðtogar nýrrar kynslóðar listamanna sem aðhylltust félagslegar og stjórnmálaleg- ar umbætur. Er því haldið fram að samband þeirra hafi verið í takt við þá stjórnmála- þróun sem umbreytti Mexíkó. Myndirnar lýsa hvernig líf þeirra fléttast inn í sögu- lega atburði, verkalýðsátök og kynni þeirra af Julio Antonio Mella og Leon Trotsky. Eftir byltinguna barðist Diego Rivera í skotgröfum kommúnista og Frida Kahlo gekk í flokkinn sem virkur baráttu maður ungra kommúnista. Diego var hylltur á þessum tíma um víða veröld og talinn einn markverðasti listamaður 20. aldar. Árið 1930 bauðst Diego að vinna veggmynd í San Francisco og fluttu þau Frida til Bandaríkjanna, meðal annars vegna lélegs efnahagsástands í Mexíkó. Diego var einnig feng- inn til að gera veggmynd í Rockefeller Center en henni var eytt nokkrum árum síðar vegna þess að Diego hafði þá Lenín og Trotsky í myndinni. Sýningin, sem er í samstarfi við sendiráð Mexíkó, spænsku- deild HÍ og mexí- kósk þjóðarsöfn, er liður í að minnast þess að nú eru yfir 100 ár liðin frá fæð- ingu Fridu Kahlo og byltingunni í Mexíkó og 50 ár frá dauða Diegos Rivera. Hún stendur til 4. septem- ber. Ástríða, list og pólitík Konan við 1000° er titill væntan- legrar bókar Hallgríms Helga- sonar sem JPV gefur út í haust. Bókin fjallar um gamla konu sem liggur fyrir dauðanum, og býr í bílskúr í Reykjavík ásamt einni fartölvu og handsprengju úr seinna stríði. Hún kemur einnig út í Þýskalandi í haust þar sem hún ber heitið Eine Frau bei 1000°. Þetta er fyrsta skáldsaga Hall- gríms síðan 2008, þegar 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp kom út. Árið 2009 gaf hann þó út sína fyrstu barnabók, sem heitir Konan sem kyssti of mikið: ástarsaga fyrir börn. Bók væntan- leg á þýsku og íslensku Útgáfutónleikar plötunnar Segið það móður minni verða á Café Rosenberg í kvöld. Á plötunni, sem kom nýverið út, eru 14 lög við kvæði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Öll lögin eru eftir Ingólf Steinsson nema eitt sem er eftir Sigvalda Kaldalóns. Ingólfur og dætur hans Arnþrúður og Sunna syngja lögin en þeim til aðstoðar eru hljóðfæraleikararn- ir Ingólfur Steinsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Ásgeir Óskarsson, Lárus H. Grímsson, Gísli Helga- son og Jón Guðmundsson. Lögin sem heyrast á þessari plötu eru frá alllöngu tímabili. Það elsta, Á Dökkumiðum, er samið í Grjóta- þorpi 1991 en það yngsta, Ég sigli í haust, í Svíþjóð 2009. Á tónleikum kvöldsins mun Arnþrúður einnig kynna lög af væntanlegri plötu sinni. Lög við ljóð Davíðs Stef- ánssonar September verður tileinkaður menntavísindum í Háskóla Íslands. Í tilefni af því stendur Menntavísindasvið fyrir ýmsum viðburðum og fyrirlestrum. Dagskráin hefst hinn 1. septem- ber með öndvegisfyrirlestri dr. Lindu Darling-Hammond, pró- fessors í menntavísindum við Stanford-háskóla. Laugardaginn 3. september verður opinn dagur á Laugarvatni en 17. september verður opið hús í húsnæði Mennta- vísindasviðs við Stakkahlíð. Þá býður Menntavísindasvið for- eldrum upp á örfyrirlestra öll mið- vikudagskvöld í september, sem fjalla um uppeldisaðferðir, nær- ingu barna, sjálfbærni í menntun og tónlist og börn. Nánari upplýs- ingar um dagskrána má finna á heimasíðu Háskóla Íslands. Menntavís- indi í öndvegi HLJÓMSVEITIN ADHD treður upp á Djasshátíð Reykjavíkur í kvöld. Hljómsveitin, sem áður var þekkt sem ADHD800, var stofnuð í febrúar 2008, upphaflega til að taka þátt í blúshátíð á Höfn í Hornafirði. Árið 2009 kom út samnefnd plata, sem fékk frábæra dóma. Nú í ágústmánuði er síðan ný plata væntanleg með sveitinni. Tónleikarnir hefjast klukkan níu í Hörpu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.