Fréttablaðið - 22.08.2011, Side 43

Fréttablaðið - 22.08.2011, Side 43
MÁNUDAGUR 22. ágúst 2011 23 Dalshrauni 11 Ásvöllum 2 220 Hafnarfjörður hress@hress www.hress.is Skráning og nánari upplýsingar Símar: 565 2212 og 565 2712 mottaka@hress.is www.hress.is Úthald · Styrkur · Snerpa · Hraði Þú hefur e stöðvum, fjölbreytt Yoga, Zum vaxtarmó RPM, Bod hjólatímu og BodyA Tímar kl. 6.05 8.10 12.05 17.30 18.30 PI PA R\ TB W A • SÍ A Tónlist ★★ Nokkrir tónlistarviðburðir á Menningarnótt Ýmsir flytjendur Menningarnótt er skemmti- legt fyrirbæri, hvort sem það eru litlir tónleikar í bóka búðum, rokk tónleikar Rásar 2 eða annað. Magnið er hins vegar yfir- þyrmandi, stundum á kostnað gæðanna. Ég komst ekki á nándar nærri allt sem var í boði. Hér fyrir neðan er aðeins smár þverskurður. Ég náði ekki upphafsmínút- um fyrsta verksins á enn einum opnunar tónleikum Hörpunnar. Það var eftir Mist Þorkelsdótt- ur og var fyrir níu hörpur. Tón- leikarnir voru haldnir á annarri hæð hússins, fyrir framan inn- ganginn að Eldborginni. Nákvæm- lega af hverju veit ég ekki. Hljóm- burðurinn var ekkert sérstakur þarna og það heyrðist ekki mikið í hörpunum. Tveir hátalarar voru sjáanlegir, svo ég geri ráð fyrir að hljómurinn hafi eitthvað verið magnaður upp. Það var ekki nóg. Hinar tónsmíðarnar fóru líka fyrir ofan garð og neðan vegna hljómsins. Blásarastykki eftir Önnu Þorvaldsdóttur skorti nægi- lega endurómun til að skapa telj- andi áhrif. Og hörpuverk eftir Atla Heimi Sveinsson var of lágt til að innhverf stemningin skilaði sér almennilega. Ekki tók betra við úti á torginu fyrir framan Hörpuna. Við inn- ganginn hafði djasshljómsveit stillt sér upp og byrjað að spila á sama tíma og fulltrúar Kram- hússins dönsuðu tangó við dill- andi tónlist í um fimmtíu metra fjarlægð. Útkoman var kakófónía, einn hrærigrautur af tónum. Fyrst hélt ég að ég væri að upplifa ein- hvers konar djúphugulan gerning. En lítill fugl hvíslaði því að mér að þetta væri skipulagsklúður. Leið mín lá í Hallgrímskirkju, en þar voru frumfluttir fimm sálmar. Sá áhrifamesti var eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, ein- staklega grípandi laglína sem var hljómsett á óvanalega frjálslegan máta. Kannski hefði þó eilítið org- eleftirspil komið vel út, því endir- inn á sálminum var nokkuð snubb- óttur. Sálmur eftir Elínu Gunnlaugs- dóttur var líka áheyrilegur, en samt full venjulegur. Ég var minna hrifinn af sálmunum eftir Magnús Kókosbollur og kakófónía Dansleikhúsverkið Just here! eftir Snædísi Lilju Ingadóttur hefur verið valið til sýninga á danslistahátíðina Stockholm Fringe Fest (STOFF), sem haldið verður dagana 24. til 27. ágúst. Verk Snædísar var valið úr hópi átta hundruð atriða sem sóttu um þátttöku í ár. Just here var sýnd á Edinburgh Fringe Festival í fyrra. Snædís flutti brot úr Just here! á Grímunni í ár ásamt Söndru Gísladóttur en verkið var síðast flutt í fullri lengd hér á landi á leikhúsþingi í Tjarnarbíó í mars. Með í Snædísi í för til Sví- þjóðar verða Sandra Gísla- dóttir leikkona, Ravian van den Hill leikari, Ólafur Jósephsson tónlistar maður og Friðþjófur Þorsteinsson ljósahönnuður. Just here! til Svíþjóðar DANSLISTAHÁTÍÐ Verk Snædísar var valið úr hópi átta hundruð atriða. Þór Sigmundsson, Ragnheiði Grön- dal og Hróðmar I. Sigurbjörnsson. Þeir voru ansi væmnir, a.m.k. í kórútsetningunum (Mótettukór kirkjunnar söng). Nú veit ég vel að væmni er afstæð. Kókosbolla fyrir mér er fínasta músík fyrir öðrum. Svona er það bara. Ég varð var við umræðu á net- inu þar sem kvartað var yfir því að Menningarnótt væri orðin að upptakti fyrir útitónleikana um kvöldið. Persónulega hef ég ekk- ert á móti stórum rokktónleikum. Verra er að litlu viðburðirnir um daginn drukkna í magninu. Það er einfaldlega allt of mikið í boði. Þrátt fyrir þetta virðist dagurinn í heild hafa farið vel fram. Enda var veðrið frábært! Ég missti af því um kvöldið þegar Harpan var tendruð. En það er gott að hún er loksins orðin að veruleika. Hún er auðvitað óheppilega mikið 2007 en það er lítið við því að gera núna. Ég vona bara að rekstur hennar verði ekki of sársaukafullur fyrir þjóðina. Jónas Sen Niðurstaða: Tónleikar í anddyri Hörpunnar ollu vonbrigðum og frum- flutningur á sálmum í Hallgrímskirkju var eins og keppni í því hver gæti verið væmnastur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.