Fréttablaðið - 23.08.2011, Side 4
23. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR4
LÍBÍA Uppreisnarliðið í Líbíu hafði
í gærkvöld náð höfuðborginni Trí-
polí að mestu á vald sitt en barðist
áfram við dygga stuðnings menn
Múammars Gaddafí á ýmsum
stöðum í borginni. Hvergi sást til
Gaddafís sjálfs en augljóst mátti
vera að valdatíð hans væri á enda.
Uppreisnarliðið handtók í gær
tvo af sonum Gaddafís, Saif al-
Islam og Mohammed. Óstaðfestar
fregnir bárust af því að þriðji son-
urinn, Al-Saadi, hefði annað hvort
verið handtekinn líka eða felldur.
Innrásin í Trípolí hefur geng-
ið mjög hratt fyrir sig. Hún hófst
á laugardaginn með sprengju-
árásum og skotbardögum í
úthverfum borgarinnar, hélt
áfram af fullum krafti á sunnu-
dag og sigur var nánast í höfn í
gær, aðeins þremur dögum eftir
að átökin um höfuðborgina hófust.
Í gær náðu uppreisnarmenn-
irnir meðal annars ríkisútvarpi
landsins á sitt vald og voru
útsendingar þegar í stað stöðv-
aðar. Þar með missti stjórn
Gaddafís mikilvægasta vettvang
sinn til að hvetja stuðningsmenn
sína til að verjast uppreisnar-
mönnum.
Íbúar í borginni virtust
almennt fagna tímamótunum en
óttuðust jafnframt að erfið átök
gætu haldið áfram. „Við trúum
því ekki að þetta sé að gerast í
raun og veru,“ sagði þrítugur
maður, Ashraf Haliti, sem vinn-
ur á kaffihúsi nálægt Græna torg-
inu, sem uppreisnarmenn nefna
nú á ný Píslarvottatorgið eins og
það hét fyrir valdatíð Gaddafís.
Uppreisnarmenn stofnuðu
strax í febrúar, þegar átökin
höfðu aðeins staðið yfir í fáeinar
vikur, bráðabirgðastjórn í borg-
inni Bengasí í austurhluta lands-
ins. Æ fleiri ríki hafa nú viður-
kennt þessa bráðabirgðastjórn
sem lögmæta ríkisstjórn lands-
ins. Fátt eitt er vitað um það
hvernig hún hyggst stjórna land-
inu eða hvort hún nýtur stuðnings
landsmanna þegar á reynir.
gudsteinn@frettabladid.is
Valdatími Gaddafís
er á enda runninn
Uppreisnarmenn og íbúar í Trípolí fögnuðu ákaft falli Múammars Gaddafí í
gær en bjuggu sig jafnframt undir hörð lokaátök við liðsmenn hans. Gaddafí
sjálfur var ófundinn í gærkvöld. Mikil óvissa ríkir um framtíð landsins.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
INNRÁSIN GEKK HRATT FYRIR SIG Uppreisnarmenn hófu innrás sína í Trípolí á
laugardag og virtust hafa náð borginni að mestu á sitt vald í gær. NORDICPHOTOS/AFP
17. febrúar Opinber byltingardagur. Mótmæli hófust tveimur dögum fyrr í
Bengasí og víðar. Skotið var á þúsundir mótmælenda og minnst tólf létust.
20. febrúar Uppreisnarmenn náðu Bengasí á sitt vald. Þá höfðu hundruð
mótmælenda verið drepin á nokkrum dögum. Næstu vikurnar gerði herlið
Gaddafís árásir á borgina en náði henni aldrei aftur.
10. mars Stjórnarherinn varpar sprengjum á Brega og nær tveimur öðrum
bæjum á sitt vald. Uppreisnarmenn hörfuðu í vesturhluta landsins. Uppreisn
í Savíja, 50 kílómetra austan við höfuðborgina Trípólí, brotin á bak aftur.
Gaddafí kenndi erlendum ríkjum um mótmælin og hótaði mótmælendum.
19. mars Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setti flugbann yfir Líbíu og leyfði
hernað til að vernda almenning. NATO hóf loftárásir stuttu síðar.
15. maí Herlið Gaddafís hörfaði frá Misrata eftir margra mánaða bardaga.
Hundruð borgara og uppreisnarmanna létust og þúsundir særðust.
28. júlí Uppreisnarmenn höfðu náð stórum svæðum í vesturhluta landsins,
meðal annars mikilvægum vegum sem tengja Trípólí við Túnis.
15. ágúst Uppreisnarmenn náðu bænum Garjan, 80 kílómetra sunnan við
höfuðborgina, og höfðu þá í reynd umkringt höfuðborgina Trípólí.
Atburðir frá upphafi mótmæla
Þjóðarleiðtogar víða um heim
lýstu því yfir í gær að stjórn
Gaddafís væri fallin. Þeir hvöttu
jafnframt einræðisherrann til
þess að gefast upp og komast
þannig hjá frekara blóðbaði.
Þrátt fyrir að ekki sé vitað
hvar Gaddafí dvelst hófst áætl-
anagerð fyrir framtíðina. Bret-
ar segjast ætla að láta af hendi á
næstunni þá fjármuni sem þeir
frystu. Þjóðverjar hyggjast gera
slíkt hið sama. Frakkar greindu
frá áætlunum um alþjóðlegan
fund um málið í næstu vikunni
og Ítalir hafa sent mannskap til
höfuðstöðva uppreisnarmann-
anna í Bengasí til að aðstoða við
uppbyggingu og endurreisn olíu-
og gasvinnslu.
Evrópusambandið hefur heitið
því að halda áfram að styðja við
breytingar í Líbíu.
Leiðtogar hafa jafnframt
varað við hættunni á því að
mannskæð átök haldi áfram og
versni ef Gaddafí fari ekki frá
völdum.
Bretar og Þjóðverjar hyggjast láta fryst fé af hendi:
Styðja nýju stjórnina
FORTE
Multidophilus Forte er breiðvirk
10 MILLJARÐA VIRKRA GERLA.
„Probiocap®”
Multidophilus forte er
MULTI
DOPHILUS
Uppreisnarmenn ráða stærstum hluta
borgarinnar Trípólí, nema aðsetri
Gaddafís, Bab al-Azizia-Jazeera, þar sem
harðir bardagar geisuðu í gær. Borgirnar
Misrata og Bengasí eru á valdi upp-
reisnarmannanna.
Uppreisnarmenn
streyma inn í
höfuðborgina
LÍBÍA
Trípolí
800 km
Sítan Misrata
Bengasí
Ríkissjónvarpið
Þinghúsið
Á valdi upp-
reisnarmanna
Sjúkrahús
Græna torgið
Gamli
bærinn
Aðsetur Gaddafís Hótel Rixos
Al Fateh háskóli
Gargaresh
Souk al-juma
Ben Ashur
Arada
Dýragarður
Zawiyat al-Dahmani
Fashlum
TrípolíTÚNIS
MIÐJARÐARHAFIÐ
TRÍPOLÍ-
HÖFN
AL
SÍ
R
EG
YP
TA
LA
N
D
2 km
© GRAPHIC NEWS MYNDIR/GETTY IMAGES
Lokabardagar um Trípolí
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
31°
32°
26°
19°
32°
32°
21°
19°
26°
19°
32°
26°
32°
22°
23°
24°
21°Á MORGUN
víða 5-10 m/s,
hvassara við SA-til.
FIMMTUDAGUR
víða 3-8 m/s,
hvassa NV- og SA-til.
9
12 11
10
10
11
12
12 13
13
11
8
5
3 3
4
4
6
8
6
5
4
13
13
7
9
8
12 11
7
8
7
HAUSTLEGT
Haustlegt veður er
í kortunum þessa
vikuna. Væta S-
og V-til í dag en
færist A-yfi r fram
á morgun daginn.
Skýjað eða skýjað
með köfl um um
mest allt land
a.m.k. fram á
fi mmtudag. Hiti á
bilinu 7-14 stig.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
FAGNAÐ Í TRÍPÓLÍ Uppreisnarmönnum var ákaft fagnað þegar þeir fóru um götur Trípolí í gær. Þeir höfðu náð stærstum hluta
borgarinnar á sitt vald eftir aðeins þriggja daga bardaga. NORDICPHOTOS/AFP