Fréttablaðið - 23.08.2011, Qupperneq 10
23. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR10
EFNAHAGSMÁL Þórólfur Matth-
íasson, forseti hagfræðideildar
Háskóla Íslands, vísar athuga-
semdum Andreu Ólafsdóttur, for-
manns Hagsmunasamtaka heim-
ilanna, á bug. Andrea gerði um
helgina athugasemdir við gagn-
rýni Þórólfs á útreikninga sam-
takanna.
„Mér fannst undarlegt að sjá
vitnað til tveggja manna tals
okkar á opinbergum vettvangi,“
segir Þórólfur og bætir við: „Sam-
tal mitt við Andreu staðfesti
reyndar vissu mína um í hverju er
fólgin sú hugsanavilla sem liggur
að baki nýjustu
herferð Hags-
munasamtaka
heimilanna.
Villan felst í því
að beitt er sam-
lagningu þar
sem margföld-
un á við.“
Þórólfur seg-
ist ekki munu
fela A ndreu
Ólafsdóttir að vera blaðafulltrúi
sinn og segir Andreu draga rang-
ar ályktanir af spjalli þeirra. „Vera
má að Andrea Ólafsdóttir telji að
rangt sé rétt og rétt rangt. Aðrir
verða að fá að vera frjálsir að því
að telja rétt rétt og rangt rangt,“
segir Þórólfur.
Hagsmunasamtök heimilanna
sendu nýverið kvörtun til umboðs-
manns Alþingis varðandi reikn-
inga fjármálastofnana á verð-
tryggingu lána. Samtökin telja
vafa leika á því hvort lagastoð sé
fyrir viðtekinni reikningsaðferð.
Lögfræðilegri greinargerð frá
samtökunum fylgir dæmi þar sem
borin eru saman tvö lán, annað
með verðtryggðum höfuðstól og
hitt með verðtryggðum greiðslum.
Er komist að þeirri niðurstöðu að
hagstæðara sé fyrir lántakendur
að greiðslur séu verðtryggðar í
stað höfuðstóls. Þórólfur segir það
hins vegar ekki vera rétt, lánaform
eigi ekki að hafa áhrif á heildar-
verðmæti lánaafborgana.
- mþl
Þórólfur Matthíasson hagfræðingur vísar athugasemdum Hagsmunasamtaka heimilanna á bug:
Hugsanavilla Hagsmunasamtakanna
ÞÓRÓLFUR
MATTHÍASSON
PI
PA
R\
TB
W
A
·
SÍ
A
·
11
21
75
b
m
va
ll
a
.is
Íslensk hráefni, íslensk framleiðsla,
íslensk gæði!
Steypan frá BM Vallá er sérhönnuð til að þola íslenskt
verðurfar og hver einasta hræra lýtur ítrustu gæðastöðlum.
Í allri blöndun og ráðgjöf um meðhöndlun er höfuðáhersla
lögð á að tryggja langan líftíma mannvirkis, lágmarka
viðhaldsþörf og auðvelda niðurlögn steypunnar. Steyptu
til framtíðar með BM Vallá!
Árið 2010 fékk BM Vallá gæðavottun ISO 9001. BM Vallá hefur um langt
árabil verið í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja og gegnt forystuhlut-
verki í framleiðslu fyrir íslenskan bygginga vörumarkað.
Sími: 412 5050
Fax: 412 5001
sala@bmvalla.is
BM Vallá ehf.
Bíldshöfða 7
110 Reykjavík
Í fararbroddi
íslenskra steypuframleiðenda
Hefðbundin steypa · Lituð steypa · Stjónsteypa · Sjálfútleggjandi
steypa · Hvít steypa · Hraðútþornandi steypa · Terrazzo-steypa
Trefjasteypa · Frostvarin steypa · Ryðhamlandi steypa · o.fl.
DÓMSMÁL Persónu- og fjárhags-
upplýsingar um hjónin Jón Ásgeir
Jóhannesson og Ingibjörgu Pálma-
dóttur, sem liggja hjá bönkum vest-
anhafs og hússtjórn lúxusíbúða-
blokkar á Manhattan, verða ekki
aðgengilegar slitastjórn Glitnis
nema að örlitlu leyti. Þetta er niður-
staða gjaldþrotadómstóls í New
York, sem kvað upp úrskurð þess
efnis á föstudag.
Slitastjórnin stefndi bönkunum
tveimur, Citigroup og Royal Bank
of Canada, og hússtjórninni að
Gramercy Park North 50, þar sem
hjónin áttu íbúðir, til afhendingar
gagnanna í fyrravor í tengslum við
risavaxið skaðabótamál á hendur sjö
manns tengdum Glitni.
Upplýsingarnar sem um ræðir
eru annars vegar reikningsyfirlit og
viðskiptasaga þeirra úr bönkunum
tveimur, öll samskipti við bankana
og hvaðeina sem til væri um fjár-
hag þeirra, eignir og annað. Frá hús-
stjórninni var farið fram á ítarleg-
ar fjárhags- og persónuupplýsingar
sem hjónin þurftu að skila inn þegar
íbúðirnar voru keyptar, meðal ann-
ars skattframtöl aftur í tímann og
reikningsyfirlit.
Slitastjórnin taldi að allar þessar
upplýsingar væru ákaflega mikil-
vægar fyrir málareksturinn þar
ytra, enda gætu þær sýnt fram á það
hvert fjármunirnir runnu sem hjón-
in og meintir samverkamenn þeirra
áttu að hafa sogið út úr Glitni með
viðamiklu samsæri.
Jón Ásgeir og Ingibjörg mót-
mæltu þessari kröfu hins vegar
harðlega, sögðu upplýsingarnar
ákaflega viðkvæmar og persónu-
legar og kæmu málinu ekki við á
nokkurn hátt.
Síðan hefur mikið vatn runnið
til sjávar og skaðabótamáli slita-
stjórnarinnar meðal annars verið
vísað frá dómi þar sem ekki var tal-
inn grundvöllur fyrir því að höfða
það í New York. Þeirri niðurstöðu
hefur slitastjórnin áfrýjað.
K röfunni um opinberun
gagnanna var hins vegar haldið lif-
andi fyrir gjaldþrotadómstól þar
sem þau væru talin mikilvæg fyrir
slita meðferð þrotabús Glitnis. Í
apríl síðastliðnum féllst dómstóllinn
á kröfuna og úrskurðaði að gögnin
skyldu opinberuð.
Jón Ásgeir og Ingibjörg kröfð-
ust þess í kjölfarið að úrskurðurinn
yrði ógiltur með sömu rökum og þau
höfðu tíundað í mála rekstrinum í
fyrra. Fyrir helgi féllst svo gjald-
þrotadómstóllinn á ógildingar-
kröfuna að langstærstum hluta.
Dómarinn Stuart M. Bernstein
sagði að stefnurnar til gagna-
öflunar innar væru fyrst og fremst
„veiðiferð“ til að komast í fjárhags-
upplýsingar hjónanna, hvort sem
þær tengdust Glitni eða ekki.
Niðurstaða hans var að engar upp-
lýsingar skyldu opinberaðar nema
þær sem tengdust beint verðmæti
einnar íbúðarinnar að Gramercy
Park og veði Glitnis í henni.
stigur@frettabladid.is
Neitað um viðkvæm
gögn um Jón Ásgeir
Gjaldþrotadómstóll í New York hefur neitað slitastjórn Glitnis um aðgang að
ítarlegum persónu- og fjárhagsupplýsingum um Jón Ásgeir Jóhannesson og
Ingibjörgu Pálmadóttur. Hjónin töldu upplýsingarnar vera viðkvæm einkamál.
LÚXUSÍBÚÐABLOKKIN Á MANHATTAN Þegar hjónin sóttu um að fá að kaupa íbúð
í þessu húsi þurftu þau að skila inn ítarlegum upplýsingum um persónulega hagi
sína. Slitastjórnin fær þær ekki nema að örlitlu leyti.
BÚRFELLSSTÖÐ 34 ungmenni gróður-
settu 64.800 plöntur á svæðinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
UMHVERFISMÁL Landsvirkjun réð í
sumar 197 ungmenni á aldrinum
16 til 20 ára sem gróðursettu yfir
160 þúsund trjáplöntur víða um
land.
Ungmennin störfuðu við verk-
efnið „Margar hendur vinna létt
verk“ sem gefur félagasamtökum,
sveitarfélögum og stofnunum
kostur á að óska eftir vinnuafli við
verkefni sem skila sér í auknum
umhverfisgæðum og betri aðstöðu
til útivistar og ferðamennsku.
Hópurinn fær einnig fræðslu og
situr námskeið svo sem skyndi-
hjálpar- og hópeflisnámskeið. - shá
Sumarstarf Landsvirkjunar:
Gróðursettu
160 þúsund tréVARÐSKIPIÐ ÞÓR Nýja skipið mun verða
afhent hér á landi 23. september næst-
komandi. MYND/LANDHELGISGÆSLAN
ÖRYGGISMÁL Sjó- og togprófanir á
Þór, nýju varðskipi Landhelgis-
gæslunnar, standa yfir þessa
dagana. Þegar þeim lýkur taka
við hallaprófanir sem eru síðasti
verkþáttur í smíðaáætlun skips-
ins. Áætlað er að afhenda skipið
23. september næstkomandi.
Þetta kemur fram á vef Land-
helgisgæslunnar.
Áhöfn skipsins hefur að undan-
förnu verið við þjálfun en gert
er ráð fyrir að átján manns
verði um borð. Gert er ráð fyrir
að skipið verði í rekstri innan
efnahagslögsögunnar og talið er
að það verði bylting í eftirlits-
og björgunargetu Landhelgis-
gæslunnar.
Smíðin fer fram hjá ASMAR
skipasmíðastöð sjóhersins í
Talcahuano í Síle og hófst 16.
október árið 2007. - sv
Smíði hófst árið 2007:
Styttist í að Þór
verði tilbúinn
SJÁVARÚTVEGUR Aflaverðmæti
íslenskra fiskiskipa var rúmum
milljarði króna minna en á sama
tíma í fyrra. Jafngildir það 1,8%
samdrætti. Þetta kemur fram í
tölum frá Hagstofu Íslands.
Verðmæti aflans nam 56,5 millj-
örðum króna á fyrstu fimm mán-
uðum ársins, en var 57,6 milljarð-
ar á sama tíma í fyrra. Verðmæti
fyrir botnfisk dróst saman um
10,2% á milli ára; úr 43,5 millj-
örðum á umræddu tímabili árið
2010 í 39,1 milljarð árið 2011, eða
um 10,2%. Verðmæti þorsks dróst
saman um 2,4 prósent, ýsu um
25,8% og karfa um 11,4%. Verð-
mæti uxaaflans jókst hins vegar
um 11,4% á milli ára. - kóp
Minna verðmæti en í fyrra:
Verðmæti afla
er minna í ár
Villan felst í því að
beitt er samlagningu
þar sem margföldun á við.
ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON
HAGFRÆÐINGUR
KÆLA SIG NIÐUR Feðgar í Lyon í
Frakklandi skemmta sér hið besta í
gosbrunni. Hitinn var 35 stig og hvert
tækifæri notað til að kæla sig niður.
NORDICPHOTOS/AFP
Byggingarvísitala lækkar
Vísitala byggingarkostnaðar um
miðjan ágúst er 110,5 stig, sem er
lækkun um 0,2 prósent frá fyrra
mánuði. Þetta kemur fram í tölum
frá Hagstofu Íslands. Vísitalan gildir í
september einnig.
HAGTÖLUR