Fréttablaðið - 23.08.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 23.08.2011, Síða 12
23. ágúst 2011 ÞRIÐJUDAGUR12 LÖGREGLUMÁL Brottrekinn slökkvi- liðsstjóri Austur-Húnavatnssýslu hefur krafið brunavarnir svæðis- ins um rúmlega 1,7 milljónir króna vegna launa sem hann telur sig eiga inni hjá sveitarfélaginu. Stjórn brunavarna telur hann ekki hafa staðið við samkomulag sem gert hafi verið og kærði hann því til lög- reglunnar á Blönduósi vegna gruns um hann hafi notað eldsneytisskort slökkviliðsins í eigin þágu. Þetta segir Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson, formaður stjórnar Brunavarna Austur-Húnavatns- sýslu. Stjórn Brunavarna gerði starfs- lokasamning við slökkviliðs- stjórann vegna hins meinta mis- ferlis í maí síðastliðnum. Þá hafði hann verið rúmt ár í starfi. Mán- uðina fyrir uppsögnina hafði hann ferðast milli lögbýla í Svartárdal og Vatnsdal til að taka út eldvarnir á bæjunum. Eftir að stjórnin hafði rift starfssamningi við hann neitaði hann að láta af hendi vinnugögn um eldvarnareftirlitið sem áttu að vera í hans höndum, að sögn Jóns. „Hann vísaði á lögfræðing sinn varðandi upplýsingar á þessu atriði,“ útskýrir Jón. „Við fengum svör þess efnis að slökkviliðs- stjórinn fyrrverandi væri ekki með nein slík gögn undir höndum. Hins vegar væri hann tilbúinn að vinna skýrslurnar og afhenda okkur þær ef við gerðum upp við hann þær kröfur sem hann hefur sett fram um vangoldin laun upp á nær tvær milljónir. Við munum ekki ganga að þessu, þar sem við teljum að hann eigi engin laun inni.“ Jón bætir við að ástæða þess að stjórnin kærði manninn til lög- reglu sé sú að gert hafi verið við hann samkomulag, sem undir ritað hafi verið af báðum máls aðilum. Þar hafi slökkviliðs stjórinn fyrr- verandi skrifað undir að hann myndi víkja frá og játa brot sín. Hann hafi síðan neitað sök. - jss Fyrrverandi slökkviliðsstjóri kærður til lögreglu fyrir meinta misnotkun á eldsneytiskorti: Krefur Brunavarnir um nær tvær milljónir BLÖNDUÓS Slökkviliðsstjórinn fer fram á 1,7 milljónir í skaðabætur. Húsasmiðjan hf. til sölu FRAMTAKSSJÓÐUR ÍSLANDS Framtakssjóður Íslands slhf. (FSÍ), sem er eigandi alls hlutafjár í Húsasmiðjunni, hyggst selja eignarhlut sinn í fyrirtækinu og hefur falið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans að annast söluna. FSÍ auglýsir hér með eftir fjárfestum sem hafa áhuga á að kaupa hlut í Húsasmiðjunni eða einstökum rekstrareiningum fyrirtækisins. Ætlun FSÍ er að selja allan eignarhlut sinn en þó kemur til álita að FSÍ haldi eftir hlut í félaginu og stofni til samstarfs við nýja hluthafa. Verkefnið er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem standast hæfismat. Fjárfestar sem uppfylla skilyrði fá afhent kynningargögn um félagið á grundvelli trúnaðaryfirlýsingar. Seljandi áskilur sér þó rétt til þess að takmarka aðgang, m.a. í þeim tilvikum þegar fyrir hendi eru lagalegar takmarkanir á því að aðili eignist ráðandi hlut í félaginu, til dæmis vegna samkeppnisreglna. Óskað er eftir óskuldbindandi tilboðum fyrir klukkan 12:00 fimmtu- daginn 29. september og skal þeim skilað til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans. Frekari upplýsingar veitir Fyrirtækjaráðgjöf Lands- bankans í síma 410 7340 og um netfangið husasmidjan@landsbankinn.is. Húsasmiðjan SJÁVARÚTVEGUR Stofn karfa í úthaf- inu mældist rúmlega 900 þúsund tonn í alþjóðlegum karfaleið- angri Íslendinga, Þjóðverja og Rússa sem er nýlokið. Í leiðangrinum voru metn- ar stofnstærðir tveggja stofna karfa, efri og neðri stofn úthafs- karfa. Ljóst er að þeir eru helm- ingi minni en þegar þeir mæld- ust stærstir árið 2001 þegar hann mældist 1,8 milljónir tonna. Efri stofn úthafskarfa, sem er að finna á grynnra en 500 metra dýpi, mældist rúm 120 þúsund tonn með bergmálsaðferð og er þetta svipað og árið 2009. Eru þetta lægstu mælingar frá upp- hafi, en árið 1994 mældist stofn- inn rúmar tvær milljónir tonna. Með trollaðferð voru mæld 309 þúsund tonn en þessi aðferð gaf 278 þúsund tonn árið 2009 og 565 þúsund tonn árið 2001. Neðri stofn úthafskarfa, sem er að finna á meira en 500 metra dýpi, er áætlaður um 875 þúsund tonn sem er svipað og mældist árið 2009. Mælingarnar í ár og árið 2009 eru þær lægstu síðan 1999 þegar mælingar hófust og hafa farið úr rúmri einni milljón tonna árið 2001. Íslendingar hafa tekið þátt í mælingunum frá árinu 1994. Aðstæður til mælinga voru góðar, veður yfirleitt gott og engar hindranir voru vegna íss. - shá Úthafskarfastofninn er um 900 þúsund tonn: Helmingi minni stofn nú en 2001PÓLLAND, AP Pólski herinn hefur ákært tvo yfirmenn í hernum fyrir vanrækslu, sem þeir eru sagðir hafa gerst sekir um þegar þeir skipulögðu flug árið 2010 til Rússlands með forsætis- ráðherra landsins og tugi ann- arra helstu ráðamanna ríkis og hers. Flugvélin fórst skömmu fyrir lendingu í Rússlandi. Niðurstöð- ur rannsóknar, sem birtar voru í síðasta mánuði, voru þær að slysið hefði átt sér margvíslegar orsakir, meðal annars að flug- mennirnir hefðu ekki haft næga þjálfun og áhöfn vélarinnar hefði ekki starfað nógu vel saman. Hinir ákærðu báru meðal annars ábyrgð á ráðningu og undirbúningi áhafnar vélarinn- ar. Þeir eiga yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. - gb Fyrstu ákærur vegna flugslyss: Herinn ákærir tvo í Póllandi EITT MINNISMERKI TIL Minnismerki um Martin Luther King hefur verið sett upp í Washington og bætist þar með í fjölbreytta flóru minnismerkja þar í borg. NORDICPHOTOS/AFP MENNTAMÁL „Ég er rosalega svartsýnn,“ segir Hilmar Odds- son, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, eftir fund um fjárhags- vanda skólans í menntamálaráðu- neytinu síðdegis í gær. Skólinn var ekki settur í gær. Hilmar segir að fulltrúar skól- ans hafi í gærmorgun sett fram óformlega til- lögu um breytt eignarhald á skólanum. „Það er augljóst að það er styrr um rekstrar- og eignarðaðila að skólanum. Við vorum að reyna að finna leið framhjá þeim ef það eru þeir sem eru að trufla málið. Því var hafnað,“ segir Hilmar. Skólastjórinn segir málið ekki búið en sér sýnist að ekkert sé hægt að gera fyrir Kvikmynda- skólann. „Það er það sem okkur er sagt,“ segir Hilmar, sem kveð- ur erfiða stöðu þá koma upp. „Það sem gerist er að 150 nemendur hrökklast frá námi og það þarf að finna þeim einhvern stað. Það er ekki eins auðvelt og einhverjir kannski ætla.“ Hilmar segir ábyrgðina á stöðu nemendanna að hluta liggja hjá aðstandendum skólans. „En við höldum því fram að við berum ábyrgðina ekki ein – það gera báðir aðilarnir,“ segir hann. Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra, sat fundinn í gær ásamt fleiri starfsmönn- um ráðuneytisins. Þar voru einn- ig fulltrúar skólans og kennara hans og nemenda. Svandís segir það hafa verið fyrsta fundinn með öllum aðilum málsins. „Uppleggið á fundinum var að stjórnendur skólans gerðu ráðu- neytinu grein fyrir því hvernig þeir ætluðu að uppfylla skuldbind- ingar sínar gagnvart nemendum sem lofað hefði verið ákveðinni menntun. Þeirri spurningu hefur enn ekki fyllilega verið svarað,“ segir ráðherrann. Spurð um ábyrgð segir Svandís ljóst að skólinn hafi kosið að vaxa án þess að fjármagn væri til fyrir þeim rekstri. Slík framkoma gagn- vart nemendum væri umhugusun- arefni. „Það má líka velta fyrir sér hver sé staða nemenda sem gera samkomulag af þessu tagi við einkaaðila sem getur stækkað eða minnkað eins og honum sýnist en þegar vandinn kemur upp er gert ráð fyrir að hið opinbera komi og hjálpi til,“ segir Svandís, sem kveðst munu gera allt sem hún geti til að greiða úr málum nem- endanna. Nemendur Kvikmyndaskólans fylktu í gærmorgun liði á Vinnu- málastofnuna og sóttu um atvinnu- leysisbætur. Þeir segjast ekki skilja hvers vegna ekki hafi verið samið við skólann; öll gögn bendi til þess að hagkvæmast sé fyrir alla aðila að halda rekstri hans áfram. gar@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Skólastjórinn er svartsýnn Fjárhagsmál Kvikmyndaháskóla Íslands eru óleyst. Menntamálaráðuneytið hafnaði tillögu um breytt eignarhald. Nemendur vilja á atvinnuleysisbætur. HILMAR ODDSSON Eignarhaldið virðist standa í vegi fyrir lausn á vanda Kvikmynda- skóla Íslands, segir skólastjórinn, sem kveður menntamálaráðuneytið hafa hafnað tillögu um breytt eignarhald. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.