Fréttablaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 8
26. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR8
KJARAMÁL Félagar í Félagi skip-
stjórnarmanna (FS) standa nú í
kjaradeilum hjá ríkissáttasemj-
ara. Félagsmenn sem starfa hjá
Landhelgisgæslunni og Hafró
hafa verið samningslausir frá 1.
apríl 2009.
Ægir Steinn Sveinþórsson, for-
svarsmaður samninganefndar FS
hjá Landhelgisgæslunni, segir
félagið fara fram á bindandi kjara-
samninga sem feli vonandi í sér
launahækkun.
„Við höfum rekið okkur á það,
eins og lögreglumenn, að við
höfum ekki verkfallsrétt,“ segir
Ægir. „En í ljósi síðustu umræðna
um yfirvofandi verkfall leikskóla-
kennara, er hægt að spyrja sig
hvort hefði verið samið við þá ef
þeir hefðu ekki haft verkfalls-
vopnið.“ Fundir hafa verið haldnir
reglulega hjá ríkissáttasemjara
síðan í vor en Ægir segir að það
hafi lítið þokast.
„Þetta er langur tími til að
vera samningslaus,“ segir Ægir.
„Það hafa verið nokkrir óform-
legir fundir í sumar, en sökum
sumarfría hafa þeir komið til-
tölulega óundirbúnir til leiks frá
fjármálaráðuneytinu.“
Samningafundur var haldinn hjá
ríkissáttasemjara í gær en honum
lauk án niðurstöðu. Ákveðið hefur
verið að funda á ný í næstu viku.
- sv
SJÁVARÚTVEGUR Fulltrúar sjómanna
hafna þeim breytingum sem stjórn-
völd áforma að gera á kvótakerfinu
og vilja að frumvarpi sjávarútvegs-
ráðherra, sem nú bíður umfjöllunar
sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd-
ar Alþingis, verði vísað frá í heild
sinni.
Þetta má lesa úr umsögnum Sjó-
mannasambands Íslands og Lands-
sambands smábátaeigenda til
nefndarinnar.
„Almennt má segja um frumvarp-
ið að með því sé verið að taka veiði-
heimildir af þeim sem hafa atvinnu
af sjómennsku og flytja til þeirra
sem stunda sjómennsku í frítíma
sínum eða til að auka veiðiheimildir
smábáta,“ segir í umsögn Sjómanna-
sambandsins.
Sambandið bendir á að skip hafi
nú þegar í mörgum tilvikum ekki
nægar aflaheimildir til að hægt sé
að gera þau út allt árið. Þetta þýði að
sjómenn á þeim skipum séu atvinnu-
lausir þegar heimildirnar klárist.
„Það er óásættanlegt að sjómenn
sem byggja lífsafkomu sína á sjó-
mennsku þurfi að búa við það að
kvótaaukningu sé ráðstafað til gælu-
verkefna stjórnvalda á meðan þeir
eru atvinnulausir,“ segir í umsögn
Sjómannasambandsins.
Þar er því einnig mótmælt að
sjávarútvegsráðherra séu með frum-
varpinu falin aukin völd við úthlut-
un fiskveiðiheimilda frá því sem nú
sé. Þannig færi Alþingi vald sitt til
framkvæmdarvaldsins með óeðlileg-
um hætti, sem sé í beinni andstöðu
við þau sjónarmið sem meirihluti
þjóðarinnar hafi látið í ljós í kjölfar
bankahrunsins haustið 2008.
„Eins og ákvæðið lítur út í frum-
varpinu hefur ráðherra nánast
sjálfdæmi um að hygla ákveðn-
um útgerðarflokkum með lækkun
á veiðigjaldinu án þess að þurfa
að rökstyðja mál sitt sérstaklega,“
segir í umsögninni.
Í stuttri umsögn Landssambands
smábátaeigenda er frumvarpinu ein-
faldlega hafnað. Stjórn sambandsins
leggur til að sjávarútvegs- og land-
búnaðarnefnd reyni að ná sátt við
smábátaeigendur um breytingar á
stjórnkerfi fiskveiða.
brjann@frettabladid.is
Þetta er langur tími til
að vera samningslaus.
ÆGIR STEINN SVEINÞÓRSSON
FORSVARSMAÐUR SAMNINGANEFNDAR
1 Hversu hátt á hlutfall endur-
nýjanlegrar orku í samskiptum að
vera árið 2020?
2 Hversu margar lífverur eru
taldar ófundnar á jörðinni?
3 Hvað nefnist fjórða samsýning
listafólksins Hlyns Hallssonar og
Jónu Hlífar Halldórsdóttur?
SVÖR:
1. Tíu prósent 2. Nær 7 milljónir - 3.
Byltingin var gagnslaus!!!
Sjómenn hafna frumvarpi
Sjómannasambandið segir veiðiheimildir teknar af atvinnumönnum og færðar áhugamönnum í kvóta-
frumvarpi stjórnvalda. Ráðherra séu færð of mikil völd. Smábátasjómenn vilja sátt um breytingarnar.
BREYTINGAR Umsagnir hagsmunaaðila um frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á kvótakerfinu hafa flestar verið
neikvæðar, en af mjög mismunandi ástæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Helstu breytingarnar sem fyrirhugað
er að gera á kvótakerfinu í frumvarpi
sjávarútvegsráðherra eru eftirfarandi:
■ Sala á aflaheimildum (kvóta) verður
bönnuð.
■ Leiga á kvóta verður takmörkuð.
■ Bannað verður með skýrari hætti en nú er
að veðsetja kvóta.
■ Kvótaúthlutun verður ekki ótímabundin
heldur tímabundin í fimmtán ár með
möguleika á átta ára framlengingu.
■ Veiðigjaldið tvöfaldað og verður nítján
prósent af framlegð sjávarútvegsfyrirtækja.
■ Kvótinn skiptist í tvennt, 85 prósent fara
til þeirra sem hafa nýtingarleyfi en fimmtán
prósentum er skipt í fimm potta. Það eru
strandveiðipottur, byggðapottur, leigupottur,
línuívilnanapottur og bótapottur.
Kvótafrumvarpið
Frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu er of gallað til
að hægt sé að samþykkja það óbreytt, að mati Alþýðusambands
Íslands (ASÍ).
Í umsögn sambandsins kemur fram að rétt sé að taka upp
tímabundna nýtingarsamninga við útgerðarmenn frekar en að við-
halda ótímabundnum réttindum. ASÍ telur þó samninga til fimmtán
ára með möguleika á átta ára framlengingu óásættanlega. Réttara
væri að semja til lengri tíma, til að mynda til þrjátíu ára, til að leggja
grunn að eðlilegum rekstrarskilyrðum sjávarútvegsins.
Hækkun á veiðigjaldinu, sem verður tvöfaldað samkvæmt frum-
varpinu, er í samræmi við stefnu ASÍ, og er hækkunin hófleg að
mati sambandsins.
Öðrum breytingum í frumvarpinu lýsir ASÍ sig ósammála í
umsögn sinni. Þar segir að takmörkun á framsali aflaheimilda
sé óskynsamleg. Það muni auka óhagkvæmni í greininni og rýra
virði sjávarútvegsfyrirtækja. Þá gangi fyrirhugaðar takmarkanir á
leiguframsali ekki nægilega langt.
ASÍ sátt við hækkun veiðigjalds en
telur nýtingartímann of stuttan
AUSTURRÍKI Austurríska lögreglan
hefur handtekið rúmlega áttræðan
mann sem grunaður er um að hafa
beitt dætur sínar kynferðislegu
ofbeldi í 40 ár. Maðurinn er grun-
aður um að hafa haldið dætrunum,
sem nú eru 45 og 53 ára, föngnum
í litlu eldhúsi þar sem þær höfðu
trébekk fyrir rúm.
Að sögn lögreglu hótaði hann
dætrunum, sem glíma við geð-
raskanir, lífláti. Ekki er vitað
hvort þær voru læstar inni öllum
stundum.
Dætrunum tókst að flýja í maí
þegar faðirinn reyndi að nauðga
þeirri eldri sem veitti mótspyrnu.
Hann mun einnig hafa beitt eigin-
konu sína, sem er látin, ofbeldi. - ibs
Systur sættu ofbeldi í áratugi:
Flúðu eftir 40
ár í prísund
Félag skipstjórnarmanna hjá Landhelgisgæslunni stendur í kjaraviðræðum:
Afar ósáttir við lausa samninga
VIÐSKIPTI Steve Jobs, forstjóri og
annar af stofnendum bandaríska
tæknirisans Apple, tilkynnti á
miðvikudag að hann ætlaði að
láta af störfum. Ákvörðunin
kemur ekki á óvart. Forstjórinn,
sem er 56 ára, greindist með
krabbamein í brisi fyrir nokkrum
árum og hefur um nokkurra mán-
aða skeið verið frá vinnu vegna
veikinda.
Tim Cook, framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs Apple, sem upp-
haflega tók tímabundið við starfi
Jobs þegar hann fór í veikinda-
leyfi í janúar árið 2009, tekur nú
endanlega við því. Jobs hverfur
ekki alveg frá Apple því hann
mun sitja í stjórn fyrirtækisins.
- jab
Skipt um forstjóra hjá Apple:
Tim Cook tekur
við af Steve Jobs
NÝI FORSTJÓRINN Tim Cook, sem tekur
við forstjórastólnum af Steve Jobs, hefur
unnið hjá Apple frá 1998. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FRAKKLAND Frakkar sem þéna yfir
500 þúsund evrur á ári, eða rúmar
80 milljónir íslenskra króna, þurfa
að greiða þrjú prósent aukalega í
skatt. Jafnframt er stefnt að því að
skattgreiðslur vegna fjármagns-
tekna og fasteigna verði auknar.
Auk þess á að skerpa á skatta-
reglum varðandi fyrirtæki og
hækka skatta á tóbaki og áfengi.
Sextán franskir milljarðamær-
ingar höfðu, eins og bandaríski
auðkýfingurinn Warren Buffett,
boðist til að greiða hærri skatta.
- ibs
Auðlegðarskattur í Frakklandi:
Auðmennirnir
bænheyrðir
BANDARÍKIN Bandaríska dómsmála-
ráðuneytið hefur sektað Google
um 500 milljónir dala, eða um 57
milljarða króna, fyrir ólöglegar
lyfjaauglýsingar á vefsíðum
sínum.
Um var að ræða lyfseðils-
skyld lyf frá kanadískum lyfja-
framleiðenda, en ólöglegt er
að auglýsa slík lyf á netinu í
Bandaríkjunum.
Í frétt um málið á CNN Money
segir að um stærstu sekt af þessu
tagi í sögu Bandaríkjanna sé
að ræða. Samhliða sektinni var
gerð sátt við Google, sem þannig
sleppur við dómsmál gegn sér
vegna þessara auglýsinga.
Google fær risasekt:
Þurfa að greiða
57 milljarða
VEISTU SVARIÐ?