Fréttablaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2011 13
Sölustaðir:
10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó,
Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1,
Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,
Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin,
Fiskbúðin Freyja, Melabúðin.
ÍSLENSK FÆÐUBÓT
BITAFISKUR
-næring fyrir líkama og sál
2. grein af 3
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Bensín óhagkvæmara en dísill
Útblástur CO2
Dísilbílar eyða minna en bensínbílar
og útblástur koltvísýrings úr þeim
er minni. Fréttablaðið bar
saman kostnað og útblástur
bensín- og dísilbíls á ferð
frá Reykjavík til Akureyrar.
Fyrir valinu varð Toyota
Avensis með 1998
rúmsentimetra vél.
Dísill
Bensín 56,6 kg
85,7 kg
8.000
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
Kostnaður
4.122
6.313
K
ró
nu
r
Dreifikerfið breytist
Gjörbylta verður dreifikerfi elds-
neytis ef þessi markmið eiga að
nást. Ökumenn verða að geta treyst
því að þeir fái rétt eldsneyti þegar á
þarf að halda. Það hve orkugjafarn-
ir verða fjölbreyttir þýðir að hefð-
bundnar bensínstöðvar munu heyra
sögunni til og fjölorkustöðvar taka
við.
Á einni og sömu stöðinni verður
hægt að fylla á metantankinn, taka
bensín, ná í lífdísil, vetni eða hefð-
bundinn dísil, eða hvern þann orku-
gjafa sem þykir hagkvæmur og
umhverfisvænn.
„Þetta er risastórt verkefni og
sveitarfélögin munu spila stærri
rullu en margur gerir sér grein
fyrir. Þau eru með tækin og tólin
hvað skipulagsvaldið varðar, þegar
kemur að því að skipuleggja að
gengi að orkugjöfunum. Nú tala ég
sem úthverfamóðir, en fjölskyldu-
fólk með ung börn fer ekki að kaupa
sér þessi ökutæki í stórum stíl fyrr
en ljóst er að aðgengi sé fullnægj-
andi. Fólk sem þarf að keyra börn
í skóla og íþróttir tekur ekki krók
á sig til að taka eldsneyti,“ segir
Katrín.
Hún segir þennan þátt málsins
verða á forræði einkaaðila; ekki
verði búið til ríkisdreifikerfi.
Sveitarfélagið Árborg hefur þegar
leitað til iðnaðarráðuneytisins
um samstarf varðandi aðgengi að
orkugjöfunum.
Mistök geta verið dýrkeypt
Að mörgu þarf að hyggja þegar
kemur að breytingum á bílum.
Sverrir veltir því upp hver fram-
leiðandaábyrgð sé á breyttum
bílum. Sé samið um kaup á fjölda
metanbíla, eins og Reykjavíkurborg
gerði nýverið, þurfi þeim að fylgja
ábyrgð. Það sé lítið mál ef bílarn-
ir séu framleiddir sem metanbílar,
vandamálið skapist sé þeim breytt.
„Mun verkstæðið ábyrgjast
breytta bíla? Verður það til í sama
formi eftir nokkur ár ef bíllinn
bilar? Munu menn kaupa sérstakar
tryggingar fyrir þessu? Allt þetta
verður að skoða og móta reglur um.“
Sverrir segir að það versta sem
gæti gerst væri að mistök ættu
sér stað sem gerðu orkuskiptin að
ólukkumáli í hugum fólks. Það hafi
gerst varðandi metan í Þýskalandi
og eyðilagt þann markað. Þess
vegna verði að vanda til verka til að
verkefnið standi til framtíðar.
Á morgun verður sjónum beint
nánar að þeim ávinningi sem
orkuskiptin hafa í för með sér.