Fréttablaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 38
26. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR26 Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður og fósturföður, Kristins S. Daníelssonar vélvirkja, Klettagötu 2, Hafnarfirði, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 3. ágúst. Guð blessi ykkur öll. Áslaug Hafsteinsdóttir Steingrímur Kristinsson Aðalsteinn Jörgensen Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Stefán Sch. Thorsteinsson Árvangi, Mosfellsdal, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardag inn 20. ágúst síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Mosfellskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13.00. Erna Tryggvadóttir Einar Sch. Thorsteinsson Tryggvi Sch. Thorsteinsson Steinunn Egilsdóttir Þórhildur Sch. Thorsteinsson Guðmundur B. Sigurðsson Stefanía Ósk Stefánsdóttir Lárus Bragason og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs og afa, Guðmundar Helgasonar Sæbólsbraut 23, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og Krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir einstaka umönnun og hlýju. Helgi Ragnar Guðmundsson Jóna Heiða Hjálmarsdóttir Sölvi Rúnar Guðmundsson Þorsteinn Rafn Guðmundsson Þorsteinn Helgason Ástfríður Árnadóttir og barnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Fjölskylduhátíðin Bláberja- dagar verður haldin nú um helgina á Súðavík í fyrsta sinn. Hátíðin er hugarfóstur Eggerts Nielsen, amerísks tónlistarmanns af íslensk- um ættum sem hefur spilað á uppskeruhátíðum ásamt eiginkonu sinni undanfarin fimmtán ár í Ameríku. En af hverju bláberjahátíð á Íslandi? „Ég hef komið reglulega til Íslands frá barnæsku og mínar bestu minningar á ég frá ferðum í berjamó með fjölskyldunni á Snæfellsnes- inu þar sem allir voru með berjabláar varir og hlæj- andi,“ rifjar Eggert upp. „Ég komst líka að því að ef leitað er að orðinu „bláber“ á leitarvefnum google er Ísland einn af tíu bestu stöð- unum í heiminum til að tína bláber. Eins sá ég að Íslend- ingar flytja inn um 100 tonn af bláberjum á ári.“ Eggert segir berjaupp- skeruna í ár nokkuð góða þrátt fyrir kalt vor og von- ast til að sem flestir geri sér ferð vestur á firði um helgina. Dagskráin verð- ur fjölbreytt og hafa íbúar sveitarfélagsins allir lagst á eitt. Meðal annars sýnir hand- verksfólk hvernig það býr til muni og slegið verður upp markaði, blásið verður til baksturskeppni um afurð- ir úr bláberjum og keppt verður í bláberjakökuáti. Gestir geta farið í berjamó og fá far milli staða með Bláberjalestinni svoköll- uðu. Þá verður sérstök dag- skrá fyrir börnin og boðið upp á bláberjahlaup, 3 km skemmtiskokk, 10 km og hálfmaraþon. Bláberja- fjalltoppaferðir verða farn- ar með leiðsögn, tónlistar- menn troða upp og boðið verður upp á berjarétta- hlaðborð, sem bæði gestir og heimamenn leggja til. Á laugardeginum verða haldin fróðleg berjaerindi í Melrakkasetrinu og þar fer fram kynningarfundur um stofnun Berjasamlags. Hátíðinni lýkur með varð- eldi og dansleik á laugar- dagskvöldið í Samkomu- húsinu, þar sem hljómsveitin Westfjords Blueberry Band leikur fyrir dansi. Ætlunin er að gera Bláberjadaga að árlegum viðburði. „Þetta snýst ekki um að græða peninga heldur um að gera sér glaðan dag saman. Á sunnudagsmorguninn ætla ég að baka bláberja- pönnukökur í morgunmat handa öllum,“ segir Eggert. Dagskrána er að finna á www.blaberjadagar.is heida@frettabladid.is BLÁBERJADAGAR Á SÚÐAVÍK: HALDNIR Í FYRSTA SINN Allir með berjabláar varir UPPSKERAN GÓÐ Í ÁR Eggert Nielsen, tónlistarmaður á Súðavík, vonast til að sjá sem flesta á fyrstu Blá- berjahátíðinni sem haldin verður helgina á Súðavík. MYND/ÚR EINKASAFNI Íslandsmeistarasveitir Rimaskóla taka á næstunni þátt í tveimur Norðurlandamótum í skák. Eldri sveit- in teflir nú um helgina á Norðurlandamóti grunn- skóla sem haldið er í höfuðstöðvum Skáksambands Íslands að Faxafeni 12. Yngri sveitin heldur hálfum mánuði síðar á Norðurlandamót barnaskólasveita sem haldið verður í bænum Hadsten í Danmörku. Rimaskóli hefur, undir forystu skólastjórans Helga Árnasonar, boðið yngri nemendum upp á skák- kennslu á skólatíma. Núverandi þjálfarar nemend- anna eru Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands, Stefán Bergsson, framkvæmda- stjóri Skákakademíunnar, og þau Hjörvar Steinn Grétarsson, landsliðsmaður í skák, og Sigríður Björg Helgadóttur í landsliðshópi kvenna sem urðu bæði Norðurlandameistarar með Rimaskóla á árunum 2004 til 2008. Tefla við sterkustu skólasveitir Norðurlanda ÍSLANDSMEISTARASVEITIR RIMASKÓLA Jóhann Arnar, Óliver Aron, Svandís Rós, Dagur, Nansý, Hrund, Kristófer, Kristinn og Jón Trausti. STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR rithöfundur er 61 árs. „Það gerist aldrei neitt um leið og það gerist. Allt gerist eftir á.“ Merkisatburðir: 55 f.Kr. Júlíus Caesar hefur innrás í Bretlandseyjar. 1492 Rodrigo de Borja verður Alexander VI páfi. 1619 Öll þing bæheimsku ríkjanna kjósa Friðrik V kjörfursta í Pfalz sem konung Bæheims. 1652 Fyrsta stríð Englands og Hollands: Orrustan við Plymouth. 1839 Bandaríski sjóherinn nær skipinu Amistad undan strönd Long Island. 1883 Eldfjallið Krakatá í Indónesíu springur í öflugu eldgosi. 1896 Jarðskjálfti ríður yfir Suðurland og margir bæir í Rangárvalla- sýslu hrynja. 1929 Vélbáturinn Gotta kemur úr Grænlandsleiðangri með fimm sauðnautskálfa. 1972 Sumarólympíuleikar settir í München í Vestur-Þýskalandi. 1978 Albino Luciani verður Jóhannes Páll I páfi. 1984 Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið haldið með 214 þátttakend- um. 1991 Ísland tekur fyrst allra ríkja upp formlegt stjórnmálasam- band við Eistland, Lettland og Litháen. Þennan dag fyrir 32 árum var átta alda afmæli Snorra Sturlusonar minnst í Reykholti. Snorri Sturluson fæddist 23. september árið 1179. Hann var yngsti sonur Sturlu Þórðarsonar, goða í Hvammi í Dölum, og síðari konu hans, Guðnýjar Böðvarsdóttur. Snorri ólst þó upp á fræðasetrinu Odda, en Jón Loftsson í Odda, sonarsonur Sæmundar fróða, bauð honum fóstur þegar Snorri var þriggja ára. Snorri var stjórnmálamaður, sagnfræðingur, skrásetjari goðsagna, rithöfundur og skáld. Hann var höfundur Snorra-Eddu og Heimskringlu en Heims- kringla fjallar um konunga Noregs frá Hálfdani svarta fram til Sverris konungs, sem var við völd á seinustu áratugum 12. aldar. Heimskringla er helsta heimild um sögu Noregs á þessum tíma. Talið er að Snorri hafi byrjað á verkinu þegar hann kom heim frá Noregi árið 1220. Einnig er talið líklegt að Snorri sé höfundur Egils sögu Skallagrímssonar. Snorri bjó lengst af í Reykholti í Borgarfirði. Heimild: www.is.wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 26. ÁGÚST ÁRIÐ 1979 Snorrahátíð haldin í Reykholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.