Fréttablaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 12
26. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR12 Bandaríska Sendiráðið verður á ferð um landið með vegabréfsþjónustu fyrir Bandaríska ríkisborgara vikuna 29. ágúst til 2. september. Við munum taka á móti umsóknum um bandarísk vegabréf, umsóknum til að sækja um ‘social security’ númer, sem og öðrum umsóknum fyrir bandaríska þegna. The U.S. Embassy will accept passport, social security and other citizenship applications August 29 - September 2 in Vík, Egilsstaðir and Akureyri. ● Ræðismaður Bandaríska Sendiráðsins verður viðstaddur til að svara fyrirspurnum bandaríska þegna á eftirfarandi stöðum : ● A U.S Consular Officer will be available to answer questions for U.S citizens in the following locations : Vík í Mýrdal: 29. ágúst Egilsstaðir: 30. og 31. ágúst Akureyri: 1. september Skráning - og frekari upplýsingar: Sendið tölvupóst á reykjavikconsular@state.gov eða hringið í síma 697-4448 Contact the U.S. Embassy for further details and to schedule an appointment: reykjavikconsular@state.gov or 697-4448 Vegabréfsþjónusta fyrir Bandaríska ríkisborgara í Vík í Mýrdal, á Egilsstöðum og Akureyri - 29. ágúst til 2. september E M B A S S Y O F T H E U N I T E D S TAT E S FRÉTTASKÝRING: Orkuskipti í samgöngum Framtíðarsýn stjórnvalda gerir ráð fyrir fjölorku- stöðvum um allt land sem bjóða upp á fjölbreytta orkugjafa til hliðar við bensín og olíu. Ljóst er að til þess að það verði að veruleika þarf að gjörbylta orkudreifingu um allt land. Stjórnvöld munu ekki ein- blína á einn endurnýjanleg- an orkugjafa, heldur styðja ýmiss konar framleiðslu. Eins og greint var frá í gær á hlut- fall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum að verða meira en tíu prósent árið 2020. Það hlutfall nemur nú einu prósenti. Til að ná þessu markmiði þarf að efla framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa til muna. Verkefnis- stjórn Grænu orkunnar, klasasam- starfs um orkuskipti, vinnur nú að aðgerðaáætlun og skal stefnumót- unin liggja fyrir 1. janúar 2012. Fjölbreyttir möguleikar eru fyrir hendi þegar kemur að endur- nýjanlegum orkugjöfum. Stjórn- völd hafa sett fjármagn í rann- sóknir á vetni, svo dæmi sé tekið. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra leggur hins vegar áherslu á að það sé ekki stjórnvalda að ákveða hvaða orkugjafi verður fyrir valinu. Um það verði mark- aðurinn að sjá. „Ég segi stundum að það voru ekki stjórnvöld sem völdu hvort VHS eða Beta yrði ofan á þegar kom að myndbandsspólum. Hið sama á við hér.“ Sverrir Viðar segir smæð sam- félagsins geta nýst í þessu til- liti. „Við erum tiltölulega lítið samfélag og eigum auðvelt með að laga okkur að nýjum aðstæðum og framkvæma hluti. Það er ákveðinn kostur að nýta eins fjölbreytilega möguleika og hægt er og nota allar leiðir, alla orkugjafa í stað þess að hengja sig á einn.“ Olíufélög í rannsóknum Verði markmið ríkisstjórnarinnar að veruleika þýðir það samdrátt í olíuinnflutningi. Það sparar þjóð- arbúinu gjaldeyri, en um leið missa olíufélögin spón úr aski sínum. Þau hafa öll hafið undirbúning gagnvart þessum breyttu aðstæð- um og tekið þátt í rannsóknar- verkefnum á nýjum orkukgjöfum. Félögin hafa skipt orkugjöfunum með sér sögulega en Sverrir Viðar Hauksson, formaður verkefnis- stjórnar Grænu orkunnar, segir að það muni breytast. „N1 hefur verið hluthafi í metan með Sorpu og fleirum og sinnt þeim markaði. Skeljungur var í vetninu, sem kemur í gegnum Shell og stóra vetnisverkefnið. Það er merkileg saga, ellefu ára rann- sóknir um notkun á vetni í bílum. Shell, Daimler og fleiri voru í því en Íslensk nýorka sá um málið. Þar er búið að safna saman rannsóknar- gögnum og upplýsingum sem hafa haft raunveruleg áhrif á ákvarð- anir stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Fjölbreyttir orkugjafar mögulegir ORKUPÓSTURINN Reykjavíkurborg býður upp á ókeypis áfyllingu á rafmagnsbíla, meðal annars í Bankastræti. Borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Kjartan Magnússon vígðu orkupóstinn með pompi og prakt árið 2008. Einar Einarsson vélaverkfræðingur gagnrýnir stjórnvöld fyrir að stuðla ekki að frekari rannsóknum á lífdísel. Fólksbílaflotinn sé vissulega mikilvægur en hann sé í raun kremið á kökunni. Þægindi sem megi leysa öðruvísi. „Mér finnst menn oft loka augunum fyrir hinu óskaplega mikilvægi dísilolíunnar fyrir íslenskt efnahagslíf og matvælaöryggi. Ef við misstum dísilolíu í hálft til eitt ár myndi íslenska þjóðin einfald- lega deyja úr hungri.“ Einar bendir á að fiskiskipa- flotinn gangi allur fyrir dísilolíu, áliðnaðurinn treysti á inn- og útflutning knúinn af dísil, ferða- menn fljúgi til landsins á flugvélum knúnum steinolíu, sem sé í raun dísilolía, og séu síðan keyrðir um allt land á dísilknúnum farartækj- um. „Þarna eru komnar þrjár helstu stoðirnar undir íslenskt efnahagslíf, sem allar eru knúðar dísli. Svo má nefna dráttarvélar í landbúnaði og ýmiss konar vinnuvélar.“ Einar segir gagnrýnivert að engin ríkisstofnun vinni að rannsóknum á lífdísli. Miklir fjármunir hafi farið í rannsóknir á vetni, sem litlu hafi skilað. Í ljósi mikilvægis dísil- olíunnar fyrir íslenskt samfélag sé einboðið að mun meiri rannsóknir þurfi að gera á staðgengli hennar. Hann nefnir Jón Bernódusson hjá Siglingastofnun sem frumkvöðul í rannsóknum á repjuolíu. Dísilolían lang- mikilvægust Útblástur frá bifreiðum hefur aukist Útblástur koldíoxíðs CO² frá bifreiðum 1996-2005 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 750 700 650 600 550 500C O ² þú su nd ir t on na Heimild: Orkustofnun Olís hefur verið með Carbon Recycling í rannsóknum á met- anóli og verður með einkaleyfi í einhvern tíma þegar íblöndunin hefst,“ segir Sverrir. Hann segir verkefnin dæmi um hvernig hægt sé að nota Ísland sem tilraunavettvang fyrir rannsóknar- vinnu sem skili viðkomandi aðilum ansi miklu. Rannsóknir og menntun Sverrir segir að í þessum geira skipti rannsóknarvinna gríðarlega miklu máli. Mikilvægt sé því að hlúð sé að frumkvöðlastarfi. Iðnaðarráðherra tekur undir það og segir að með Grænu orkunni hafi orðið til vettvangur þar sem hægt sé að ná til stjórnvalda, þvert á öll ráðuneyti. Allir sem vinni inni í geiranum eigi þar heima. „Innan Grænu orkunnar verða síðan til minni klasar sem lúta að einstaka þáttum; metani, rafmagni, lífdísli, svo eitthvað sé nefnt, inn- viðunum og skipulagi og fram- leiðslu orkugjafanna. Græna orkan verður regnhlífin yfir þetta allt.“ Sverrir segir að landslagið sé nú þegar gjörbreytt. Verkefnið snúi því ekki einungis að því að vinna stefnumótun til næstu ára og ára- tuga; ekki síður sé mikilvægt að laga umhverfið að raunverulegri stöðu. Allt regluverk þurfi að hugsa upp á nýtt og nýir orkugjafar hafi áhrif á dagleg störf ýmissa stétta. Tékk- listi bifreiðaskoðunar sé annar á metanbíl en bensínbíl, slökkvilið verði að hafa annað í huga ef slys beri að höndum og bifvélavirkjar þurfi að taka tilli til ólíks vélar- búnaðar. „Þetta er orðið að veruleika, allir þessir bílar eru komnir eða eru að detta inn og við verðum að bregðast við veruleikanum.“ Sverrir nefnir að í Borgarholts- skóla sé komin kennsla í metani, en þeir sem breyti bílum í metan- bíla verði að hafa farið á námskeið. Öryggisstaðlar verði að vera til staðar. Katrín Júlíusdóttir segir þetta vera eitt af stóru málum verkefn- isins og vinna sé komin á fullt varð- andi samræmingu og reglugerðir. Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig mark- mið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið. „Í Noregi er komið eitt stærsta rafbílasamfélag í heiminum, þar eru komnir upp undir fjögur þúsund rafbílar. Þeir eru eiginlega allir á Óslóarsvæðinu og flestir í úthverfunum sem annar bíll heimilisins. Norðmenn hafa fellt niður öll gjöld af raf- bílum, þannig að þeir nálgast bensínbíla í innkaupaverði, og boðið er upp á fría hleðslu.“ Sverrir segir að stóri hvatinn varðandi rafmagnsbílana liggi þó í gatnakerfinu. „Rafbílar mega nýta sér akreinar sem eru sérstaklega fyrir strætisvagna. Ég ræddi við mann í Ósló sem býr í úthverfi. Ef hann keyrir á bensínbíl er hann einn klukkutíma og korter á leiðinni heim úr vinnunni. Sé hann á rafmagnsbílnum tekur sama ferð korter. Þarna er hvatinn.“ Sverrir bendir á að að þessu þurfi að huga í skipulagi gatnakerfa. Fækka þurfi umferðarljósum og leggja fleiri mislæg gatnamót og slaufur. Það spari beinharða peninga, þar sem það kosti nokkur þúsund á mánuði fyrir lítinn fólksbíl að standa stopp á rauðu ljósi í daglegri umferð. „Reyndar er kominn búnaður í bíla sem stöðvar vélina á ljósum, svokallaður „stop and go“ búnaður. Þessu fylgir hins vegar ákveðið flækjustig, en stjórnvöld geta leyst úr því með því að fella niður skatta á ákveðna aukahluti sem gera bíla vistvænni.“ Endurskoða þarf hvata og gatnakerfi SVERRIR VIÐAR HAUKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.