Fréttablaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 50
26. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR38 sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Það var greinilegt að mikið var undir á KR-vellinum. Mikil barátta og ákefð einkenndi leikinn framan af. Leikmenn fengu lítinn tíma með boltann og áttu í basli með að byggja upp góðar sóknir. Færin voru af skornum skammti eftir því. Guðjón Baldvinsson kom heima- mönnum yfir um miðjan hálfleik- inn eftir skelfileg mistök Alberts Sævarssonar, markvarðar Eyja- manna. Alberti mistókst að hand- sama laust skot Baldurs Sigurðs- sonar, Guðjón potaði boltanum yfir línuna og heimamenn yfir í leikhléi. Gæði knattspyrnuleiksins í gær voru ekki mikil en þó gerði Tryggvi Guðmundsson undan- tekningu á því snemma í síðari hálfleik. Þá skoraði hann úr auka- spyrnu af löngu færi, eitt falleg- asta mark sumarsins. „Ég er með svaka fót maður,“ sagði Tryggvi léttur. „Ég smell- hitti hann. Auðvitað var smá vind- ur í bakið og það hjálpaði aðeins.“ Eftir jöfnunarmarkið virkuðu Eyjamenn líklegri til þess að ná í stigin þrjú en þrátt fyrir það voru það KR-ingar sem skoruðu. Aftur var Guðjón á ferðinni sem skoraði af stuttu færi og svo virtist sem KR-ingar hefðu stigið risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum. Lengi er von á einum og vara- maðurinn Aaron Spear var rétt- ur maður á réttum stað og jafnaði metin af stuttu færi eftir darrað- ardans í vítateig KR-inga. Eyja- menn fögnuðu sem óðir væru enda fátt sem benti til þess að þeim tæk- ist að jafna metin. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ósáttur við dómgæsluna í aðdraganda jöfnunarmarks Eyja- manna undir lokin og einnig með fyrra mark þeirra. „Það fyrra var auðvitað bara gjöf því það var aldrei nein auka- spyrna. En hrós til Tryggva fyrir frábæra aukaspyrnu,“ sagði Rúnar sem fannst sitt lið taka völdin á vellinum eftir mark Tryggva. „Við náum að skapa hættur og skorum gott mark. Komum okkur í fína stöðu og vorum í rauninni að landa þessum sigri nokkuð örugg- lega þegar þessi skellur kemur í andlitið á okkur í lokin. Maður er gríðarlega svekktur yfir því.“ Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV, sagðist líta svo á að ÍBV hefði unnið eitt stig frek- ar en að hafa tapað tveimur. „Við lögðum auðvitað upp með að vinna þennan leik sem hefði sett okkur í kjörstöðu í þessari deild. Við fáum stig á erfiðum útivelli og eigum þá eftir heima. Þetta eru ágæt úrslit.“ kolbeinntd@365.is TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–8 (4–3) Varin skot Hannes 1 – Albert 2 Horn 5–7 Aukaspyrnur fengnar 17–16 Rangstöður 2–6 ÍBV 4–3–3 Albert Sævarsson 3 Arnór Eyvar Ólafsson 5 Andri Ólafsson 6 (81., Brynjar Gauti -) Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 6 Finnur Ólafsson 7 Þórarinn Ingi Valdim. 6 Tony Mawejje 4 Ian Jeffs 5 (81., Aaron Spear -) Guðm. Þórarinsson 5 (90., Kjartan Guðjón. -) Tryggvi Guðmundss. 7 *Maður leiksins KR 4–3–3 Hannes Þór Halldórs. 5 Ásgeir Örn Ólafsson 5 (69., Dofri Snorras. 5) *Aron Bjarki Jós. 8 Grétar Sigurðsson 6 Guðmundur Reynir 6 Bjarni Guðjónsson 5 Viktor Bjarki Arnarss. 3 (74., Egill Jónsson -) Baldur Sigurðsson 6 Kjartan Henry Finnb. 5 Björn Jónsson 4 (89., Gunnar Þór G. -) Guðjón Baldvinsson 8 1-0 Guðjón Baldvinsson (22.), 1-1 Tryggvi Guðmundsson (53.), 2-1Guðjón Baldvinsson(78.), 2-2 Aaron Spear (90.+2) KR-völlur, áhorfendur: 2896 KR ÍBV 2-2 Þóroddur Hjaltalín (3) GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON var maðurinn á bak við 2-1 heimasigur Norrköping á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi en Eyjamaðurinn skoraði bæði mörk sinna manna í leiknum og komu þau á fyrstu ellefu mínútum leiksins. Norrköping var manni færri í 48 mínútur en Gunnar spilaði fyrstu 70 mínúturnar í leiknum. Gunnar Heiðar hefur nú skorað 7 mörk í 20 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Eftir tvö ár velti ég því lengi fyrir mér hvort ég ætti að taka slaginn eða ekki. Ég gerði það og sé alls ekki eftir því í dag. ÓLAFUR JÓHANNESSON ÞJÁLFARI A-LANDSLIÐS KARLA FÓTBOLTI Ólafur Jóhannesson mun láta af störfum sem landsliðsþjálf- ari Íslands þegar núverandi samn- ingur hans við KSÍ rennur út. Það gerist eftir að undankeppni EM 2012 lýkur í haust. Geir Þorsteins- son, formaður KSÍ, staðfesti í gær að þá yrði nýr þjálfari ráðinn. „Leitin er hafin – það er það eina sem ég vil segja um þjálfaramálin nú,“ sagði Geir á blaðamannafundi í gær, en þá var leikmannahópur Íslands fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í upphafi september til- kynntir. En þessi ákvörðun var tekin „fyrir löngu síðan,“ eins og bæði Geir og Ólafur orðuðu það. „Okkur hefur bara ekki gengið nógu vel,“ sagði formaðurinn um ástæðu þessarar ákvörðunar. „En við erum ekki hér í dag til að gera upp tíma Ólafs með landsliðinu. Það kemur síðar.“ Ólafur tók í svipaðan streng og var oft fámáll í svörum þegar hann var spurður um stöðu sína sem landsliðsþjálfari. „Ég tel ekki tímabært að ræða það á þessum tímapunkti. Við erum að einbeita okkur að þess- um tveimur leikjum og ég vil bara ræða þá,“ sagði Ólafur. Þegar hann var spurður hvort hann hefði íhug- að að hætta um leið og honum var tilkynnt ákvörðun KSÍ var svarið einfalt: „Nei.“ Hann segist alltaf hafa vitað að það yrði ekki auðvelt að gegna starfi landsliðsþjálfara. „Ég gerði mér grein fyrir að það væri mikil pressa sem fylgdi því. Ég held að ég hafi sagt strax í upp- hafi að ég yrði afhausaður á ein- hverjum tímapunkti – eins og þeir sex þjálfarar sem voru á undan mér. Þeir lentu allir í þessu. Eftir tvö ár velti ég því lengi fyrir mér hvort ég ætti að taka slaginn eða ekki. Ég gerði það og sé alls ekki eftir því í dag. Þetta hefur verið frábær tími.“ Ólafur ræddi einnig um leikina sem eru fram undan og má lesa ítarlegt viðtal á íþróttavef Vísis um þau verkefni sem og val hans á landsliðinu. Þar má einnig finna viðbrögð Geirs Þorsteinssonar við því að Ísland hefur aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA. Nýr listi var gefinn út í gær þar sem Ísland er í 124. sæti og var í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla í undankeppni HM 2014. - esá Landsliðsþjálfaraskipti hjá Íslandi eftir að undankeppni EM 2012 lýkur í haust: Vissi frá upphafi að ég yrði afhausaður ÞJÁLFARINN AÐ HÆTTA Ólafur Jóhannes son situr hér fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Landsliðshópur Íslands Markverðir: Leikir/mörk Gunnleifur Gunnleifsson, FH 21 Stefán Logi Magnússon, KR 7 Varnarmenn: Hermann Hreiðarsson, Portsmouth 89/5 Indriði Sigurðsson, Viking 60/2 Kristján Örn Sigurðsson, Hönefoss 51/4 Birkir Már Sævarsson, Brann 24 Sölvi Geir Ottesen, FCK 14 Arnór S. Aðalsteinsson, Hönefoss 10 Jón Guðni Fjóluson, Germinal 5 Hjörtur Logi Valgarðsson, IFK G. 2 Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson, Cardiff 24 Helgi Valur Daníelsson, AIK 16 Rúrik Gíslason, OB 11/1 Jóhann Berg Guðmundsson, AZ 11 Eggert G. Jónsson, Hearts 10 Birkir Bjarnason, Viking 6 Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim 5 Sóknarmenn: Eiður Smári Guðjohnsen, AEK 65/24 Heiðar Helguson, QPR 55/12 Veigar Páll Gunnarsson, Vålerenga 33/6 Kolbeinn Sigþórsson, Ajax 6/3 Alfreð Finnbogason, Lokeren 5/1 FÓTBOLTI Englandsmeistarar Manchester United höfðu heppn- ina með sér þegar dregið var í riðla fyrir Meistaradeildina í gær en það er öllu erfiðara verkefnið hjá nágrönnum þeirra í Manches- ter City, sem eru í mjög erfiðum riðli með með Bayern München frá Þýskalandi, Villarreal frá Spáni og Napoli frá Ítalíu. United í riðli með portúgalska liðinu Ben- fica, Basel frá Sviss og nýliðum Otelul Galati frá Rúmeníu. Chelsea er einnig í þægilegum riðli en Arsenal hafði ekki heppn- ina með sér þegar liðið lenti með Þýskalandsmeisturum Borussia Dortmund. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru í riðli með Real Madrid frá Spáni, sem mætir Lyon enn einu sinni í Meistaradeildinni. Evrópumeistarar Barcelona lentu í riðli með AC Milan en hér fyrir neðan má sjá alla riðlana í Meist- aradeildinni, sem hefst strax í næsta mánuði. - óój Meistaradeildin – riðlarnir A-riðill Bayern München, Þýskalandi Villarreal, Spáni Man. City, Englandi Napoli, Ítalíu B-riðill Internazionale, Ítalíu CSKA Moskva, Rússlandi Lille, Frakklandi Trabzonspor, Tyrklandi C-riðill Man. United, Englandi Benfica, Portúgal Basel, Sviss Otelul Galati, Rúmeníu D-riðill Real Madrid, Spáni Lyon, Frakklandi Ajax, Hollandi Dinamo Zagreb, Króatíu E-riðill Chelsea, Englandi Valencia, Spáni Bayer Leverkusen, Þýskalandi Genk, Belgíu F-riðill Arsenal, Englandi Marseille, Frakklandi Olympiakos, Grikklandi Dortmund, Þýskalandi G-riðill Porto, Portúgal Shakhtar Donetsk, Úkraínu Zenit St. Petersburg, Rússlandi APOEL, Kýpur H-riðill Barcelona, Spáni AC Milan, Ítalíu BATE Borisov, Hvíta-Rússlandi Plzen, Tékklandi Dregið í Meistaradeildinni: Létt hjá United SIR ALEX FERGUSON Stjóri Manchester United var ánægður. NORDICPHOTOS/GETTY Pepsi-deild karla STAÐAN KR 15 10 5 0 33-13 35 ÍBV 16 10 3 3 26-15 33 FH 16 9 4 3 33-19 31 Valur 16 8 4 4 24-15 28 Stjarnan 16 6 6 4 31-25 24 Breiðablik 16 5 4 7 24-29 19 Fylkir 16 5 4 7 23-29 19 Keflavík 15 5 2 8 19-22 17 Þór 16 5 2 9 22-32 -17 Grindavík 16 4 5 7 19-29 17 Fram 16 2 5 9 12-23 11 Víkingur R. 16 1 6 9 13-28 9 Pepsi-deild kvenna Breiðablik-Valur 1-3 0-1 Hólmfríður Magnúsdóttir (30.), 0-2 Kristín Ýr Bjarnadóttir (76.), 0-3 Björk Gunnarsdóttir (85.), 1-3 Fanndís Friðriksdóttir (90.+1) STAÐAN Stjarnan 14 13 0 1 40-12 39 Valur 15 11 2 2 42-12 35 ÍBV 14 8 3 3 30-9 27 Þór/KA 14 7 2 5 25-27 23 Breiðablik 15 6 2 7 26-29 20 Fylkir 14 6 2 6 20-24 20 Afturelding 14 3 3 8 14-31 12 KR 14 2 4 8 14-24 10 Grindavík 14 3 1 10 16-38 10 Þróttur R. 14 1 3 10 15-36 6 LEIKIR Í KVÖLD Afturelding-Þór/KA kl: 17.00 ÍBV-Stjarnan kl: 18.00 KR-Grindavík kl: 18.30 1. deild karla ÍR-HK 0-3 0-1 Eyþór Helgi Birgisson, víti (25.), 0-2 Eyþór Helgi, víti (63.), 0-3 Eyþór Helgi (80.) Haukar-Leiknir R. 3-0 1-0 Úlfar Hrafn Pálsson (37.), 2-0 Úlfar Hrafn (43.), 3-0 Alieu Jagne (51.) STAÐAN ÍA 18 14 2 2 44 -11 44 Selfoss 18 11 2 5 33-16 35 Haukar 19 9 5 5 26-17 32 Fjölnir 18 8 6 4 29-25 30 Víkingur Ó. 18 8 4 6 28-20 28 BÍ/Bolungarvík 18 8 4 6 22-28 28 Þróttur R. 18 8 2 8 22-35 26 KA 18 6 2 10 22-32 20 Grótta 18 4 7 7 14-22 19 ÍR 19 5 4 10 22-35 19 Leiknir R. 19 3 4 12 23-30 13 HK 19 2 6 11 20-34 12 Evrópudeildin Dinamo Tbilisi-AEK Aþena 1-1 (samanl. 1-2) Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn sem var framlengdur og fiskaði Eiður vítið (og rautt spjald) sem tryggði AEK sæti í riðlakeppninni AZ Alkmaar-Aalesund 6-0 (x-x) Jóhann Berg Guðmundsson kom ekkert við sögu. Tottenham-Hearts 0-0 (5-0) Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn. Stoke-FC Thun 4-1 (5-1) 1-0 Matthew Upson (25.), 2-0 Kenwyne Jones (31.), 3-0 Glenn Whelan (38.), 4-0 Jones (72.), 4-1 Andreas Wittwer (78.) Birmingham-CD Nacional 3-0 (3-0) 1-0 Nathan Redmond (15.), 2-0 David Murphy (24.), 3-0 Chris Wood (86.) Dnipro-Fulham 1-0 (1-3) Schalke-HJK Helsinki 6-1 (6-3) Roma-Slovan Bratislava 1-1 (1-2) Sevilla-Hannover 1-1 (2-3) Sion-Celtic 3-1 (3-1) Rangers-Maribor 1-1 (2-3) PSV - Ried 5-0 (5-0) Vitória Guimaraes - Atlético Madrid 0-4 (0-6) PSG - FC Differdange 03 2-0 (6-0) Kristinn Jakobsson dæmdi leikinn ÚRSLIT Í GÆR Mark sem breytir miklu Varamaðurinn Aaron Spear tryggði ÍBV 2-2 jafntefli í uppbótartíma í topp- slagnum á KR-vellinum í gærkvöld og hélt með því spennunni í titilbaráttunni. DRAMATÍK Í UPPBÓTARTÍMA Varamennirnir Aaron Spear og Kjartan Guðjónsson fagna hér jöfnunarmarki Eyjamanna í gær en Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, leynir ekki vonbrigðum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.