Fréttablaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 26.08.2011, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2011 35 Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur hefur í nógu að snúast þessa dag- ana. Um síðustu helgi gekk hann að eiga Líneyju Úlfarsdóttur en þau eiga von á erfingja í nóvem- ber. Hann er einnig að skipu- leggja tónlistarhátíðina Melodica Acoustic sem hefst á morgun. Fleira er fram undan hjá trúba- dornum knáa. Tveggja vikna tónleikaferð um Evrópu verður farin í september og verða flestir tónleikarnir í Þýskalandi. Sjálfur vill Svavar lítið tjá sig um einkalíf sitt en lofar á hinn bóginn skemmtilegri tónlistar- hátíð um helgina. Hátt í sjötíu flytjendur spila í miðbæ Reykja- víkur og stendur hátíðin yfir í þrjá daga. Ókeypis er inn á alla viðburði og eingöngu sjálfboðalið- ar eru á bak við tjöldin. „Erlendu gestirnir koma allir sjálfir án alls stuðnings og styrkja. Þeir gera þetta bara upp á gamanið og til að kynnast öðrum listamönnum,“ segir Svavar Knútur. Á meðal þeirra verða Owls of the Swamp frá Ástralíu, Athebustop frá Ítalíu og Tobern Stock frá Þýskalandi. Þeir spila á tónleikum í verslun- inni 12 Tónum kl. 17.30 í dag sem eru tileinkaðir hátíðinni. Meðal nýjunga á Melodica í ár eru órafmagnaðir tónleikar hljómsveita sem hingað til hafa verið þekktari fyrir rafmagnaðri uppákomur. Þar má nefna Morð- ingjana, Sykur, Bloodgroup og Ultra Mega Technobandið Stefán. - fb Nýkvæntur og lofar góðri hátíð SKIPULEGGUR TÓNLISTARHÁTÍÐ Hinn nýkvænti Svavar Knútur er einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Melodica Acoustic Festival. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Leikkonan Emma Watson er byrjuð að búa með kærasta sínum Johnny Simmons. Kærustuparið, sem byrjaði saman í sumar, flutti inn í hús föður Watson í London. Watson og Simmons hafa ekki farið leynt með ást sína undanfarið og náðst hafa nokkrar inni- legar myndir af þeim á götum Lundúnaborgar. Vinir þeirra segjast aldrei hafa séð þau jafn ástfangin og að sam- bandið sé komið á alvarlegt stig. Emma í sambúð ÁSTFANGIN Emma Watson er flutt inn með kærasta sínum, leikaranum Johnny Simmons. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Gamanleikarinn Jim Carrey setti nýverið á netið myndband þar sem hann játar leikkonunni Emmu Stone ást sína. Töluverð- ur aldursmunur er á þeim og þykir mörgum myndbandið því óviðeigandi. Meðal þess sem Carrey segir í myndbandinu er að væri hann talsvert yngri myndi hann ganga að eiga Stone og eignast með henni freknótt börn. Svo minnist hann á kynlífið sem hann segir verða dásamlegt. „Mig langaði til að láta þig vita hvaða tilfinn- ingar ég ber til þín. Þú ert einstök og ég óska þér vel- gengni, ástar og hamingju,“ sagði Carrey sem lýkur mynd- brotinu með því að fara að snökta. Játar ást sína ÁSTARJÁTNING Jim Carrey bjó til mynd- band þar sem hann játar leikkonunni Emmu Stone ást sína. NORDICPHOTOS/GETTY Kimberly Stewart eignaðist dótt- ur í vikunni og hlaut hún nafnið Delilah. Þótt Stewart og barns- faðirinn, leikarinn Benicio del Toro, séu ekki í sambandi mun hún vera afskaplega hrifin af honum. „Þau tala reglulega saman vegna barnsins en það er engin rómantík á milli þeirra, Kim til mikillar mæðu. Samband þeirra var stutt og varð aldrei alvarlegt áður en hún varð ólétt,“ var haft eftir innanbúðar- manni. Samkvæmt heimildum var fæðingin erfið en móður og barni heilsast vel. „Þetta var erfið fæðing en Kim er hörð af sér,“ sagði heim- ildarmaður. Vildi meira ÓSÁTT Kim Stewart hefur áhuga á því að endurvekja sam- band sitt og barns- föður síns, Benicio del Toro. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.