Fréttablaðið - 26.08.2011, Side 47

Fréttablaðið - 26.08.2011, Side 47
FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2011 35 Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur hefur í nógu að snúast þessa dag- ana. Um síðustu helgi gekk hann að eiga Líneyju Úlfarsdóttur en þau eiga von á erfingja í nóvem- ber. Hann er einnig að skipu- leggja tónlistarhátíðina Melodica Acoustic sem hefst á morgun. Fleira er fram undan hjá trúba- dornum knáa. Tveggja vikna tónleikaferð um Evrópu verður farin í september og verða flestir tónleikarnir í Þýskalandi. Sjálfur vill Svavar lítið tjá sig um einkalíf sitt en lofar á hinn bóginn skemmtilegri tónlistar- hátíð um helgina. Hátt í sjötíu flytjendur spila í miðbæ Reykja- víkur og stendur hátíðin yfir í þrjá daga. Ókeypis er inn á alla viðburði og eingöngu sjálfboðalið- ar eru á bak við tjöldin. „Erlendu gestirnir koma allir sjálfir án alls stuðnings og styrkja. Þeir gera þetta bara upp á gamanið og til að kynnast öðrum listamönnum,“ segir Svavar Knútur. Á meðal þeirra verða Owls of the Swamp frá Ástralíu, Athebustop frá Ítalíu og Tobern Stock frá Þýskalandi. Þeir spila á tónleikum í verslun- inni 12 Tónum kl. 17.30 í dag sem eru tileinkaðir hátíðinni. Meðal nýjunga á Melodica í ár eru órafmagnaðir tónleikar hljómsveita sem hingað til hafa verið þekktari fyrir rafmagnaðri uppákomur. Þar má nefna Morð- ingjana, Sykur, Bloodgroup og Ultra Mega Technobandið Stefán. - fb Nýkvæntur og lofar góðri hátíð SKIPULEGGUR TÓNLISTARHÁTÍÐ Hinn nýkvænti Svavar Knútur er einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Melodica Acoustic Festival. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Leikkonan Emma Watson er byrjuð að búa með kærasta sínum Johnny Simmons. Kærustuparið, sem byrjaði saman í sumar, flutti inn í hús föður Watson í London. Watson og Simmons hafa ekki farið leynt með ást sína undanfarið og náðst hafa nokkrar inni- legar myndir af þeim á götum Lundúnaborgar. Vinir þeirra segjast aldrei hafa séð þau jafn ástfangin og að sam- bandið sé komið á alvarlegt stig. Emma í sambúð ÁSTFANGIN Emma Watson er flutt inn með kærasta sínum, leikaranum Johnny Simmons. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Gamanleikarinn Jim Carrey setti nýverið á netið myndband þar sem hann játar leikkonunni Emmu Stone ást sína. Töluverð- ur aldursmunur er á þeim og þykir mörgum myndbandið því óviðeigandi. Meðal þess sem Carrey segir í myndbandinu er að væri hann talsvert yngri myndi hann ganga að eiga Stone og eignast með henni freknótt börn. Svo minnist hann á kynlífið sem hann segir verða dásamlegt. „Mig langaði til að láta þig vita hvaða tilfinn- ingar ég ber til þín. Þú ert einstök og ég óska þér vel- gengni, ástar og hamingju,“ sagði Carrey sem lýkur mynd- brotinu með því að fara að snökta. Játar ást sína ÁSTARJÁTNING Jim Carrey bjó til mynd- band þar sem hann játar leikkonunni Emmu Stone ást sína. NORDICPHOTOS/GETTY Kimberly Stewart eignaðist dótt- ur í vikunni og hlaut hún nafnið Delilah. Þótt Stewart og barns- faðirinn, leikarinn Benicio del Toro, séu ekki í sambandi mun hún vera afskaplega hrifin af honum. „Þau tala reglulega saman vegna barnsins en það er engin rómantík á milli þeirra, Kim til mikillar mæðu. Samband þeirra var stutt og varð aldrei alvarlegt áður en hún varð ólétt,“ var haft eftir innanbúðar- manni. Samkvæmt heimildum var fæðingin erfið en móður og barni heilsast vel. „Þetta var erfið fæðing en Kim er hörð af sér,“ sagði heim- ildarmaður. Vildi meira ÓSÁTT Kim Stewart hefur áhuga á því að endurvekja sam- band sitt og barns- föður síns, Benicio del Toro. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.