Fréttablaðið - 26.08.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 26.08.2011, Síða 6
26. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR6 ..af notuðum fötum - allt nýtt.. Fatabúð Hjálpræðishersins Garðastræti 6, Reykjavík. Opin alla virka daga kl. 13.00 – 18.00. EFNAHAGSMÁL Umfjöllun fjöl-miðla um fjárhagsstöðu fyrir- tækja og stofnana hefur verið kveikja að athugunum Kauphall- ar Íslands sem enda með fjársekt í um 40 prósentum tilvika, síðan í nóvember 2008. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, kveður almennt aðhald fjölmiðla og ýmissa ann- arra óformlegra eftirlitsaðila vera afar áhrifamikið á mark- aðnum. „Fjölmiðlar eru klárlega me ð a l m i k- ilvægustu óformlegu eft- irl itsaði la á markaði. Það er gríðarlega mikilvægt að þeir séu mjög gagnrýnir,“ segir Páll og bætir við að starfs- menn fyrirtækja og skortsalar séu einnig afar áhrifamiklir eftirlitsaðilar. Hann vitnar þar í nýlega bandaríska rannsókn sem gerð var á fjárhagslegu misferli stórra fyrirtækja og leiddi í ljós að formlegir eftirlitsaðilar voru sjaldnast ástæða þess að fjár- hagslegt misferli komst upp. „Það hefur verið mín afstaða, og okkar, að sérstaklega fyrir hrun hafi þetta verið veikleiki á markaðnum,“ segir Páll. Í tíu skiptum af 26 er umfjöll- un fjölmiðla gefin upp sem upp- hafleg ástæða Kauphallarinn- ar á að beita fyrirtæki févíti. Sektarupphæðir nema í flestum tilvikum 1,5 milljónum króna, en hæsta sektin var fjórar milljónir árið 2008, til Exista hf. Eins og áður sagði hefur Kaup- höllin sektað 26 sinnum síðan í nóvember 2008. Alls hafa 14 fyrirtæki verið beitt févíti, en sex þeirra hafa tvisvar verið sektuð og eitt, Bakkavör Group hf., í þrígang. Umfjöllun fjöl- miðla var í öll þrjú skiptin kveikj- an að athugunum Kauphallarinn- ar á fjárfestingarfélaginu. „Þetta er í sjálfu sér mjög eði- legt og áhugavert. Oft á tíðum snúast þessi mál um jafnræði fjárfesta að upplýsingum. Þá er þetta dæmi um augljós brot á þeirri grundvallarreglu sem skráð félög eiga að hafa í heiðri,“ segir Páll. sunna@frettabladid.is Sektir Kauphallarinnar síðan í nóvember 2008 Fyrirtæki Sekt í m.kr. Ástæða 2008 Nýsir hf. 1,5 Birtu ekki upplýsingar um fjárhagsvanda Exista hf. 4 Ófullnægjandi upplýsingar birtar Alls frá nóv. 2008 5,5 2009 Milestone ehf. 1,5 Tilkynning um drátt á greiðslum var birt of seint Bakkavör Group hf. 2,5 Verðmótandi upplýsingar í sjónvarpsviðtali Atorka Group hf. 1,5 Tilkynning um kyrrsetningu Landic Property hf. 1,5 Tilkynning um drátt á greiðslum var birt of seint Straumur-Burðarás 1,5 Rangar upplýsingar birtar Bakkavör Group hf. 1,5 Skilmálar í lánasamningum höfðu áhrif á markaðsverð Egla hf. 1 Upplýsingar birtar of seint Landic Property hf. 1,5 Birtu ekki ársreikning opinberlega Exista hf. 1,5 Birtu ekki ársreikning opinberlega Stoðir hf. 1,5 Birtu ekki ársreikning opinberlega Nýsir hf. 1,5 Birtu ekki ársreikning opinberlega Atorka Group hf. 1,5 Birtu ekki ársreikning opinberlega Milestone hf. 1,5 Birtu ekki ársreikning opinberlega Íslensk afþreying hf. 1,5 Birtu ekki ársreikning opinberlega Kögun hf. 1,5 Ófullnægjandi upplýsingar birtar Teymi hf. 1 Birtu ekki ársreikning opinberlega Sektir alls 2009 24 2010 Bakkavör Group hf. 3 Komu á framfæri verðmótandi upplýsingum Reykjaneshöfn 1,5 Vanskil og ónægar upplýsingar um greiðsluörðugleika Sektir alls 2010 4,5 2011 Orkuveita Reykjavíkur 1,5 Ófullnægjandi upplýsingar um fjárhagsvanda Norðurþing 1,5 Birtu ársreikning of seint Langanesbyggð 1,5 Birtu ársreikning of seint Vestmannaeyjabær 1,5 Birtu ársreikning of seint Reykjavíkurborg 1,5 Birtu ársreikning of seint Sandgerðisbær 1,5 Birtu ársreikning of seint Sektir alls árið 2011 9 Sektir alls 43 : Sektir vegna umfjöllunar fjölmiðla Heimild: Kauphöll Íslands Umfjöllun fjölmiðla leiðir til rannsókna Umfjöllun fjölmiðla um fjárhagsstöðu fyrirtækja hefur verið kveikja að rann- sóknum Kauphallarinnar sem enduðu í sektum í um 40 prósentum tilvika. Fjölmiðlar eru gríðarlega mikilvægir eftirlitsaðilar, segir forstjóri Kauphallar. Fjölmiðlar eru klárlega einir af mikilvægustu óformlegu eftirlitsaðilum á markaði. PÁLL HARÐARSON FORSTJÓRI KAUPHALLARINNAR PÁLL HARÐARSON FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Borðar þú hrefnukjöt? Já 65,7% Nei 34,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Þarf að endurskoða styrkjakerfi í landbúnaði? Segðu þína skoðun á visir.is INDLAND, AP Ríkisstjórn Indlands reynir nú að binda enda á hung- urverkfall aðgerðasinnans Anna Hazare, sem hefur enst í níu daga. Ríkisstjórnin hefur kallað eftir því að allir flokkar á þingi ræði kröfur Hazares um löggjöf gegn spillingu. Hann hefur sagst munu hætta í hungurverkfallinu ef ríkis- stjórnin leggur til skriflega að eftirlitsaðilar verði ráðnir yfir for- sætisráðherra og dómskerfinu. Hazare ávarpaði stuðningsmenn í gær og virtist heilsugóður þrátt fyrir marga daga án matar. - þeb Indversk stjórnvöld: Reyna að stöðva hungurverkfall NÁTTÚRA Rjúpnastofninn er mun minni í upphafi vetrar en hann hefur verið síðustu ár, samkvæmt talningu sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ). „Talningarnar í vor sýndu okkur að það var mikil fækkun um allt land,“ segir Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur á NÍ. Hann segir slæmt tíðarfar og kulda í vor að auki hafa haft mikil áhrif á viðkomu rjúpunnar, með þeim afleiðingum að stofninn sé nú minni en hann hafi verið árum saman. Hann vill ekki segja til um hvaða áhrif þetta muni hafa á veiði úr stofninum. Umsögn NÍ til umhverfis- ráðherra þar að lútandi verði afhent í september. Almennt eru um átta ungar á hvert par af rjúpum að hausti, og ungar því um áttatíu prósent stofnsins. Undantekningin er helst þegar gerir hörð hret í maí eða júní. Vorhretin í ár voru verst á Norðurlandi og er hlut- fall unga í stofninum á Norðausturlandi aðeins um 71 prósent. Hlutfallið hefur aðeins einu sinni verið lægra frá því talningar hófust árið 1981. Hlutfallið var betra í öðrum landshlutum, um eða rétt undir áttatíu prósentum. - bj Slæmt tíðarfar í vor hafði mikil áhrif á rjúpnastofninn samkvæmt talningu: Stofninn mun minni en síðustu ár SLÆM TÍÐ Kuldi og snjór í maí og júní hafði slæm áhrif á afkomu rjúpnastofnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FANGELSISMÁL Bæjarstjórar sveitar- félaganna fimm á Suðurnesjum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma ákvörðun innan- ríkisráðherra um staðsetningu nýs fangelsis á Hólmsheiði. „Í tæpt ár hafa sveitarfélög á Suðurnesjum og fleiri sveitar- félög unnið út frá yfirlýsingum innanríkisráðuneytisins um að framkvæmdin yrði boðin út óháð staðsetningu,“ segir í yfirlýsing- unni og jafnframt að sá kostn- aður sem yfirvöld telji sparast með staðsetningu á Hólmsheiði sé í besta falli óverulegur. Ekki sé tillit tekið til þátta eins og frá- dráttar kostnaðar Lögreglunnar á Suðurnesjum vegna staðsetningar- innar á Hólmsheiði, vaxandi fjölda mála sem upp komi í Leifsstöð, né heldur til þess að lóðin sem standi til boða á Suðurnesjum sé tilbúin til framkvæmda með lögnum og vegakerfi meðan lóð á Hólmsheiði krefjist aukinna framkvæmda. Þess utan séu aðstæður á Suður- nesjum með þeim hætti að fram- kvæmd sem nemi tveimur millj- örðum króna geti skipt sköpum fyrir fjölda fjölskyldna á svæðinu. „Sveitarfélögum sem hafa í góðri trú lagt fjármuni og tíma í undir- búning að útboðsverkefni sem ljóst virðist að aldrei átti að bjóða út er sýnd lítilsvirðing með þessari ákvörðun.“ - jss Fimm bæjarstjórar á Suðurnesjum segja innanríkisráðherra sýna lítilsvirðingu: Harma staðsetningu fangelsis HÓLMSHEIÐI Grunnmynd danskra arkitekta vegna þarfagreiningar. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.