Fréttablaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 8
5. september 2011 MÁNUDAGUR8 Skoðanakannanir sýna enn yfirburði vinstri flokkanna í Danmörku, nú þegar rétt rúm vika er eftir til kosn- inga, eftir þriggja kjörtíma- bila samfellda stjórnartíð hægri manna. Efnahags- vandi ríkisins yfirgnæfir önnur kosningamál. Svo virðist sem hörð útlendinga- stefna virki ekki lengur vel til atkvæðaveiða í Danmörku. Sam- kvæmt skoðanakönnunum virð- ast Danir almennt komnir á þá skoðun að hún sé nógu ströng nú þegar. Minnihlutastjórn Venstre og Íhaldsflokksins hefur verið við völd í áratug, með stuðningi Danska þjóðarflokksins. Þessi stjórn hefur því haft nægan tíma til að koma í framkvæmd helstu málum sínum, sem ekki síst sner- ust um að setja innflytjendum í Danmörku strangari skorður. Meðal annars var stofnað sér- stakt aðlögunarmálaráðuneyti, sem hefur það hlutverk að halda utan um mál innflytjenda og útlendinga. Umdeildar voru einn- ig reglur, sem settar voru um að útlendingur geti ekki gifst Dana nema báðir einstaklingarnir hafi náð 24 ára aldri. Vinstri flokkarnir vilja draga í land í þessum efnum, meðal ann- ars bæði leggja niður aðlögunar- málaráðuneytið og fella niður 24 ára regluna. Núna er það fyrst og fremst efnahagsvandi þjóðarinnar sem brennur á kjósendum frekar en innflytjendamálin. Stóru kosn- ingamálin snúast um leiðir til að draga úr ríkisútgjöldum og auka tekjur ríkisins. Lars Løkke Rasmussen forsætis- ráðherra, formaður Venstre, ákvað seint í ágúst að kosningar skyldu haldnar 15. september, nokkrum vikum áður en kjörtímabil stjórn- arinnar rennur út, sem er í nóvem- ber næstkomandi. Skoðanakannanir hafa síðan verið birtar nánast daglega og sýndu strax yfirburði vinstriflokk- anna. Þeim hefur verið spáð 92 til 95 þingsætum af 175, en nú allra síðustu daga hefur forskot vinstri flokkanna reyndar minnkað eitt- hvað. Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un treysta flestir Lars Løkke Rasmussen til að vera forsætisráð- herra áfram, eða tæp 20 prósent, en næst mesta traustsins nýtur Margrethe Vestager, leiðtogi Rót- tæka flokksins. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins, þykir engu að síður líklegust til að verða næsti forsætisráðherra í krafti þess að vera formaður stærsta flokks vinstriblokkarinnar. Enn sem komið er er vart sjá- anlegt að hið óvænta bandalag smærri stjórnarflokksins, nefni- lega Íhaldsflokksins, við Róttæka flokkinn, sem er vinstra megin í kosningalitrófinu, um náið sam- starf eftir kosningarnar, muni hafa veruleg áhrif á kjósendur. Báðir flokkarnir líta á sig sem miðjuflokka og bandalag þeirra raskar þeirri tvískiptingu danskra stjórnmálaflokka í hægriblokk og vinstriblokk, sem lengi hefur verið ráðandi í danskri stjórnmála- umræðu. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Kosningar í Danmörku Innflytjendamálin ekki lengur málið HELLE THORNING-SCHMIDT Leiðtogi Sósíaldemókrata gerir sér vonir um að verða forsætisráðherra fyrstu stjórnar vinstri flokkanna í áratug. NORDICPHOTOS/AFP Flokkarnir í Danmörku 30 25 20 15 10 5 0 Vinstri blokkin Hægri blokkin Venstre Lars Løkke Rasmussen Danski þjóðar- flokkurinn Pia Kjærsgaard Íhalds- flokkurinn Lars Barfoed Bandalag frjálslyndra Anders Samuelsen 41 46 49 Sí ðu st u ko sn in ga r Sk oð an ak an na ni r % 23 11 18 5 5 25 16 9 10 4 45 20 23 Sósíal- demókratar Helle Thorning- Schmidt Sósíalista- flokkurinn Villy Søvndal Róttæki flokkurinn Margrethe Vestager Einingar- listinn Johanne Schmidt- Nielsen Hörkugóðir leikfimistímar þar sem áhersla er lögð á að auka þrek, liðka og styrkja bak, kvið, fætur og handleggi. Góðar og nauðsynlegar teygjur og jafn- vægisæfingar eru gerðar í hverjum tíma. Bætt líkamsstaða, aukinn styrkur og liðleiki er meðal þess sem þú munt uppskera. • Nýtt 15 vikna námskeið hefst 13 september • Tímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 07.15 Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 822-7772 eða á netfangið soley@studiosoleyjar.is Karlaleikfimi í Kramhúsinu við Skólavörðustíg. Kennari Sóley Jóhannsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.