Fréttablaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 40
5. september 2011 MÁNUDAGUR20 sport@frettabladid.is MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR og Erla Steina Arnardóttir voru hetjur sænska knattspyrnuliðsins Kristianstad í gær er þær skoruðu mörk liðsins í 2-1 sigri á Jitex. Kristianstad er í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. FÓTBOLTI Hvorki gengur né rekur hjá íslenska knattspyrnulandslið- inu. Enn eitt tapið leit dagsins ljós á föstudaginn, í þetta sinn í Nor- egi þar sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka. Ísland hefur ekki unnið keppnis- leik í tæp þrjú ár og aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson leitaði fyrir nokkru aðstoðar Hauks Inga Guðnason- ar, sem sjálfur er knattspyrnu- maður og fyrrum atvinnumaður. Hann hefur einnig menntað sig í íþróttasálfræði. Haukur Ingi fékk það hlutverk að sinna líðan lands- liðsmannanna og hefur gert það í síauknum mæli. Hann var með í förinni til Noregs og hitti Frétta- blaðið á hann í Osló. Þurfum meðbyrinn „Úrslitin hafa sannarlega ekki verið okkur í hag. Liðið hefur svo sem verið að spila ágætlega inn á milli en það er langt síðan að niðurstaðan eftir leiki hefur verið jákvæð,“ sagði hann. Ísland mætir Kýpverjum á morgun og segir Haukur Ingi að strákana skorti tilfinnanlega að finna fyrir smá meðbyr. „Ég held að það verði mjög mikilvægt fyrir þá. Menn hafa verið að sigla á móti straumn- um svo lengi að sigur myndi gefa mönnum mikið.“ Óttast ekki mistökin Haukur Ingi tekur leikmenn í spjall, stundum 2-3 í einu, þegar tækifæri gefst. „Margir strák- anna eru ungir og get ég bent þeim á ýmsa punkta sem ég hefði sjálf- ur viljað vita þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í atvinnumennsk- unni.“ Meðal þess sem Haukur Ingi reynir að miðla til leikmanna er hvernig skuli taka á mótlæti í leikjunum sjálfum. Því hafa lands- liðsmennirnir fengið að kynnast. „Jafnvel færustu íþróttamenn heims óttast það einhvern tím- ann að gera mistök og að endur- taka þau. Dæmi um þetta er sókn- armaður sem klúðrar dauðafæri í upphafi leiks. Auðveldasta leiðin til að endurtaka ekki þau mistök er að koma sér ekki aftur í færi. En það er þó betra að klúðra tíu dauðafærum í einum leik því þá er hann að minnsta kosti að taka þátt í leiknum.“ Hann segir einbeitingu og hugarfar skipta afar miklu máli þegar í leikinn er komið. „Og að láta mótlætið ekki slá sig út af lag- inu – halda einbeitingunni og halda áfram að spila sinn leik.“ Þolinmæði er dyggð Annað lykilorð í skilaboðum Hauks Inga er þolinmæði. „Mín vinna snýst ekki um skyndilausn- ir heldur að bæta frammistöðuna þegar til lengri tíma er litið. Ég er ekki endilega að hugsa um þenn- an leik eða næsta heldur vona ég að þessar aðferðir nái að síast inn hægt og rólega og að það leiði til betri árangurs í framtíðinni.“ Hann segir þó biðina vera erf- iða og að millibilsástandið sé afar hættulegur tími. Því sé mikil- vægt fyrir alla hlutaðeigandi að sýna þolinmæði. „Í sumum íþrótt- um þarf að taka þrjú skref aftur á bak til að geta tekið fimm skref fram á við. Gott dæmi er kylfing- ur sem er fastur í sinni forgjöf og vill bæta sig. Hann þarf ef til vill að tileinka sér nýja og betri sveiflu en það tekur tíma. Á meðan versn- ar leikur hans og er þá mikilvægt að falla ekki aftur í fyrra horf – annars mun hann aldrei lækka for- gjöfina aftur.“ Haukur Ingi bendir á að þetta vilji oft haldast í hendur við það þegar kynslóðaskipti eiga sér stað eins og er tilfellið í íslenska lands- liðinu nú. „Ef þeim tekst að til- einka sér þessi fræði og nýta sér þau mun það pottþétt nýtast bæði þeim sjálfum og íslenska landslið- inu til framtíðar.“ eirikur@frettabladid.is Engar skyndilausnir í boði Haukur Ingi Guðnason knattspyrnumaður hefur verið landsliði karla í knatt- spyrnu innan handar að undanförnu en hann er sálfræðimenntaður. Haukur Ingi segir mikilvægt að láta mótlætið ekki hafa of mikil áhrif á sig. TIL AÐSTOÐAR Haukur Ingi er landsliðsþjálfurunum innan handar þessa dagana og veitir ekki af þar sem hvorki gengur né rekur hjá landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Pepsi-deild kvenna: Breiðablik-Afturelding 4-0 Fanndís Friðriksdóttir 2, Anna Birna Þorvarðar- dóttir, Dagmar Ýr Arnardóttir. ÍBV-Fylkir 2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Vesna Smijlkovic. Grindavík-Stjarnan 1-7 Shaneka Gordon - Harpa Þorsteinsdóttir 3, Hugrún Elvarsdóttir, Soffía Arnþrúður Gunn- arsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (víti), Ashley Bares. KR-Valur 0-5 Hólmfríður Magnúsdóttir 3, Kristín Ýr Bjarna- dóttir, Laufey Ólafsdóttir. Þróttur-Þór/KA 1-7 Alexis Hernandez - Mateja Zver 3, Manya Makoski, Marie Perez Fernandez, Arna Sif Ásgrímsson. STAÐAN: Stjarnan 17 16 0 1 52-14 48 Valur 17 13 2 2 52-12 41 ÍBV 17 10 3 4 37-11 33 Þór/KA 17 9 2 6 35-30 29 Fylkir 17 8 2 7 26-28 26 Breiðablik 17 7 2 8 31-32 23 Afturelding 17 4 3 10 15-38 15 KR 17 3 4 10 17-34 13 Grindavík 17 3 1 13 18-51 10 Þróttur 17 1 3 13 17-50 6 1. deild karla: Selfoss-BÍ/Bolungarvík 4-3 Joe Tillen 2, Michael Abnett (sjm), Arilíus Marteinsson - Atli Guðjónsson, Sölvi Gylfason, Andri Rúnar Bjarnason. ÍA-Grótta 2-1 Stefán Þór Þórðarson, Einar Logi Einarsson - Andri Björn Sigurðsson. KA-Víkingur Ó. 4-3 Haukur Heiðar Hauksson 2, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Dan Howell - Nicholas Efstathiou, Helgi Óttarr Hafsteinsson, Eldar Masic. STAÐAN: ÍA 20 15 3 2 47-13 48 Selfoss 20 13 2 5 38-19 41 Haukar 20 10 5 5 28-19 35 Fjölnir 20 8 7 5 30-29 31 BÍ/Bolungarvík 20 9 4 7 27-33 31 Víkingur Ó. 20 8 4 8 31-25 28 KA 20 8 2 10 29-35 26 Þróttur 20 8 2 10 24-40 26 ÍR 20 6 4 10 25-35 22 Grótta 20 4 7 9 15-27 19 Leiknir 20 4 4 12 26-30 16 HK 20 2 6 12 20-36 12 ÚRSLIT FÓTBOLTI Þegar aðeins ein umferð er eftir af Pepsi-deild kvenna er nokkuð ljóst að það verða Þróttur og Grindavík sem falla úr deild- inni. Þróttur er þegar fallinn en Grindavík þarf að vinna risa- sigur á Fylki í lokaumferðinni og treysta á að KR tapi fyrir Þór/KA til að bjarga sér. KR er með þrem stigum meira en Grindavík og markatalan er 16 mörkum betri hjá KR þannig að verkefni Grindavíkur er nánast ómögulegt. - hbg Pepsi-deild kvenna: KR fellur lík- lega ekki FÓTBOLTI Selfoss vann ævintýra- legan 4-3 sigur á BÍ/Bolungar- vík um helgina og er fyrir vikið komið með annan fótinn upp í efstu deild á nýjan leik. Selfoss á sex stig á Hauka þegar tvær umferðir eru eftir. Það þarf því ansi margt að gerast svo Selfoss komist ekki aftur upp í deild þeirra bestu. ÍA lagði Gróttu og tryggði sér þar með sigur í deildinni. Grótta er aftur á móti í harðri baráttu við Leikni en Breiðhylt- ingar eru í fallsæti og þrem stig- um á eftir Gróttu. Liðin mætast í næstu umferð en það verður nán- ast úrslitaleikur um hvort liðið heldur sæti sínu í deildinni. - hbg ÍA meistari í 1. deild: Selfoss nálgast efstu deild MEISTARAR Skagamenn tryggðu sér sigur í 1. deildinni um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐMUNDUR HANDBOLTI Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel líta afar vel út í upphafi leiktíðar. Í gær rúll- aði Kiel yfir sterkt lið Flensburg, 35-21, eftir að hafa leitt með níu mörkum í hálfleik, 16-9. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í leiknum fyrir Kiel en Alfreð hefur fengið lykilmenn til baka úr meiðslum og liðið er afar lík- legt til afreka á þessari leik- tíð. Björgvin Páll Gústavsson lék sinn fyrsta leik fyrir Magdeburg um helgina er liðið lagði Göppingen. Björg- vin fékk að reyna sig í einu vítakasti sem hann varði vel. Góður sigur hjá Magdeburg sem leit ágæt- lega út í þessum leik. Alexander Peters- son skoraði þrjú mörk fyrir Fuchse Berlin sem vann Íslendinga- slaginn gegn Hann- over-Burgdorf, 31-28. Ásgeir Örn Hall- grímsson og Hann- es Jón Jónsson skor- uðu báðir fjögur mörk fyrir Hann- over. Vignir Svavars- son skoraði tvö mörk fyrir Hannover. K á r i K r istjá n Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Wetzl- ar sem lagði Hildes- heim, 30-28. - hbg Björgvin Páll byrjaði ferilinn hjá Magdeburg vel: Kiel valtaði yfir Flensburg BJÖRGVIN PÁLL Stimplaði sig inn með því að verja víti. FRJÁLSAR Usain Bolt og félagar frá Jamaíku gerðu sér lítið fyrir í gær og settu heimsmet í 4x100 metra spretthlaupi er þeir komu í mark á 34,04 sekúndum. Þeir Bolt, Nesta Carter, Micha- el Frater og Yohan Blake höfðu mikla yfirburði í hlaupinu eins og gefur að skilja. Bandaríkjamenn féllu úr leik er síðasta skiptingin hjá þeim fór úrskeiðis. - hbg Bolt og félagar í banastuði: Heimsmet hjá Jamaíku HEIMSMET Bolt fagnar hér heimsmetinu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.