Fréttablaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 16
5. september 2011 MÁNUDAGUR2 International parents will meet weekly with their children and we welcome parents of all nationalities who have children at the age of 0-6 years, and who want to meet other parents with small children. Participation is free and everyone is welcome, whether immigrants or Icelanders, and no knowledge of Icelandic is required. Time: Thursdays at 10.00-12.00 Place: Rauðakrosshúsið at Hamraborg 11, 2nd floor, 200 Kópavogur. Įvairių tautybių tėvai Padres Internacionales International parents Międzynarodowi rodzice Për prindërit me origjinë të huaj Phụ huynh quốc tế Интернациональный клуб родителей Alþjóðlegir foreldrar kopavogur@redcross.is tel: 554 6626 Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið sérstaklega og fléttar þær inn í kynningar fyrir gesti hússins. „Ég nota safnið sem undirstöðu frásagna um liðna tíð. Móðir mín var ötull leikmaður í sagnfræði, ritaði sögur og aflaði gagna um formæðurnar,“ segir Ásta en marga muni fékk hún einmitt frá móður sinni, sem lét sögu fylgja með hverjum hlut. Sjálf er Ásta mikill sögumaður og fer að segja frá þar sem hún stendur við falleg- an fataskáp. „Amma Vigdís bjó á Vesturgötu í litlum kumbalda. Henni var gef- inn einstakur skápur úr mahóný- við úr biskupsstofunni við Laugar- nes. Hún kom honum hvergi fyrir og setti hann því út í fiskþurrk- hús. Til að nýta hann geymdi hún í honum sjóklæði. Svo fór skápurinn inn í skipstjóravillu barna hennar við Vesturgötuna og hýsti þá ball- kjóla. Seinna notuðum við hann um tíma undir hljómflutningsgræj- urnar. Það eru svo ótrúlega marg- ar sögur á bak við hvern hlut sem ég segi gestum. Ein stúlka sem hélt hér upp á afmælið sitt sagði við mig að hér væri eins og tím- inn stæði kyrr. Það þótti mér mjög vænt um.“ heida@frettabladid.is Mahónýskápurinn góði hefur geymt bæði sjóklæði og sparikjóla. Hinn þekkti ítalski arkitekt og hönnuður, Aless- andro Mendini, er áttræður í ár. Mendini hefur leikið stórt hlutverk í þróun ítalskrar hönnunar, þekktur fyrir að vera óhræddur við að prófa nýja tækni í hönn- un sinni, sérstök form, skæra liti og mynstraða fleti. Hann er jafnan talinn til upphafsmanna svokallaðrar tilraunahönnunar. Margir Íslendingar þekkja til hönnunar Mendinis en munir sem Mendini hefur hannað fyrir Alessi, svo sem tappatogarar og hnotubrjótur, hafa verið til sölu hérlendis. Sem arki- tekt hefur Mendini teiknað byggingar um allan heim. Þar á meðal hótel, söfn, neðanjarðarstöðvar og ásamt bróður sínum, Francesco Mendini, teiknaði hann hús- næði Alessi-verksmiðjunnar í Omegna á Ítalíu. Þá hefur Mendini verið aðstoðar- ritstjóri á þremur þekktum ítölskum tímaritum: Casa- bella, Modo og Domus. Þekktustu framleiðend- ur heims, Magis, Philips, Cartier, Hermès, Venini, Swatch og fleiri hafa fengið hann til að hanna fyrir sig húsgögn, úr, efni, heimilistæki og fleira til. Mendini er hvergi nærri hættur og hönnun úr hans fórum er enn að líta dagsins ljós. juliam@frettabladid.is Framleiðendur á borð við Magis, Philips, og Hermès hafa fengið Mendini til að hanna fyrir sig heimilistæki og fleira. Stóllinn Proust sem Mendini hann- aði árið 1978 þykir táknrænn fyrir móderníska hönnun 20. aldarinn- ar. Mendini hefur hannað stólinn með margs konar áklæði og þessi útfærsla er aðeins nokk- urra ára gömul. Cappellini framleiðir stólinn í dag. Ítalski glerframleiðand- inn Seves framleiðir litað gler sem hefur verið notað í ótal byggingar. Þeirra þekktust er Maison Hermès-bygg- ingin í Tókýó. Mendini hann- aði sextán nýja liti fyrir Seves og voru þeir kynntir fyrir um tveimur árum. Áttræður tilraunamaður Ítalski arkitektinn og hönnuðurinn Alessandro Mendini heldur upp á áttatíu ára afmælið sitt í ár. Mendini er talinn meðal þeirra sem hafa haft mest áhrif á ítalska hönnun 20. aldarinnar. Munir sem Mendini hefur hannað fyrir Alessi, svo sem þessi hnetubrjót- ur, eru mörgum kunnir. Framhald af forsíðu ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI m.visir.isFáðu Vísi í símann! Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Japanska hönnunarteymið SANAA hefur vakið athygli fyrir stóla sem það hannar fyrir japanska húsgagnaframleiðandann Maruni Wood Industry. Sérstakar mini- og minimi útgáfur hafa verið fáan- legar tímabundið en fara nú í fulla framleiðslu í átta litum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.