Fréttablaðið - 28.09.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 28.09.2011, Síða 2
28. september 2011 MIÐVIKUDAGUR2 DÓMSMÁL Davíð Smári Helenar- son var í gær dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás á skemmtistaðnum Nasa við Austur völl í apríl í fyrra. Hvorki fórnarlambið né nokk- ur vitni voru til frásagnar um aðild Davíðs að málinu. Daginn eftir gortaði Davíð hins vegar af árásinni í síma við viðskipta- félaga sinn, sem vildi til að lög- regla var að hlera vegna rann- sóknar á fíkniefnamáli. Þar lýsir hann árásinni, segir „… lömdum hann alveg í spað á klósettinu á Nasa,“ og segist hafa brotið flösku á höfði fórnarlambsins og sparkað í það. Tveir voru ákærðir fyrir árás- ina, Davíð og annar maður, jafn- vel þótt ljóst þyki að fleiri hafi tekið þátt í henni. Þolandinn kærði einungis hinn sakborning- inn þar sem hann þekkti engan annan. Sá var hins vegar sýknaður þar sem ekki þóttu nægar sann- anir fyrir því að hann hefði átt upptökin að átökunum eins og fórnarlambið hélt fram og hefði ekki bara verið að verja hendur sínar. Davíð gekkst við því að hafa átt í átökum við manninn en sagðist ekki hafa átt upptökin að þeim. Hann var engu að síður sak felldur fyrir sérstaklega hættulega líkams árás og er það í fimmta skipti frá árinu 2003 sem hann hlýtur dóm fyrir líkamsárás. Ofbeldismaður sagði „við lömdum hann alveg í spað á klósettinu á Nasa“ við viðskiptafélaga sinn: Davíð Smári talaði af sér í hleruðu símtali Davíð Smári komst í fréttir sumarið 2007 þegar hann hafði ráðist á dómara í utandeildarleik í fótbolta og ráðist á skemmtikraftinn Sveppa í mið bænum. Þá bað hann dómarann afsökunar í sjónvarpsviðtali og sagðist þurfa að gera eitthvað í sínum málum. Samkvæmt dómnum sem gekk í gær hefur Davíð Smári undanfarið dvalið á svokölluðum fyrirmyndargangi á Litla-Hrauni, verið hjá sálfræðingi og hitt AA-fulltrúa. Hann hefur sagst vilja hætta í afbrotum og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingarinnar. Á fyrirmyndarganginum á Litla-Hrauni Óttarr, fer ekki allt í hund og kött ef þið leyfið þetta? „Ég elti ekki ólar við slíkar raddir. Þetta verður ekkert öðruvísi en í öðrum hverfum borgarinnar.“ Hverfisráð Miðborgar hefur lagt til að bann við hundum í ól á Laugaveginum verði afnumið. Óttarr Proppé er formaður ráðsins. SAMGÖNGUR Formenn íbúasam- taka Kjalarness og Grafar- vogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. „Þetta var eitt af loforðunum sem okkur voru gefin á sínum tíma. Það er margbúið að sanna að þetta yrði ein arðbærasta framkvæmd landsins,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. „Íbúar hafa gert ráð fyrir Sundabraut frá byrjun og það hefur óhemju- mikil vinna farið í að skipuleggja hana. Við erum mjög óánægð með þessa ákvörðun.“ Ásgeir Harðarson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, segist skilja ákvörðunina á ákveðinn hátt, þó Sundabraut hafi verið baráttumál Kjalarnesinga í lang- an tíma. „Þegar sorpið kom í Álfsnes var það gulrót fyrir Kjalnes- inga að Sundabraut kæmi. Síðan hefur umferðin aukist gríðarlega og vegurinn ber hana engan veg- inn,“ segir Ásgeir. „Hins vegar vonast ég til þess að myndarlegt framlag komi til Kjalarness af þessum milljörðum sem munu fara í almenningssamgöngur. Það er ófremdarástand í þessu og kostar okkur gríðarlega fjármuni að keyra á einkabílum á milli.“ Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að öllum stórframkvæmd- um á höfuðborgar svæðinu, þar á meðal við Sundabraut, verði frest- að í að minnsta kosti fimm ár. Þess í stað muni einn milljarður á ári næstu tíu árin fara í eflingu almenningssamgangna á höfuð- borgarsvæðinu. Árni Múli Jónasson, bæjar- stjóri Akraness, segir íbúa bæjar ins fulla efasemda um fyrir ætlanir stjórnvalda. „Við erum mjög óánægð með þetta,“ segir hann. „Við teljum Sundabraut nauðsynlega vegna umferðarþungans sem mynd- ast á veginum. Það er mikilvægt öryggismál að þessi braut verði lögð.“ Árni segir gríðarlega hags- muni liggja í Sundabraut, bæði fyrir íbúa Akraness og höfuð- borgarsvæðisins. Hann efast stór- lega um að þingmenn Norðvestur- kjördæmis muni samþykkja áform ríkisstjórnarinnar. „Við höfum ekki verið höfð með í ráðum um eitt né neitt,“ segir hann. „Ef atvinnulíf fer að taka við sér má gera ráð fyrir því að umferð aukist og þá er ótækt að þessi flöskuháls dragi úr því að það gangi hratt og örugglega fram.“ sunna@frettabladid.is Íbúasamtök ósátt við frestun framkvæmda Íbúasamtök Kjalarness og Grafarvogs eru ósátt við ákvörðun stjórnvalda um að fresta byggingu Sundabrautar. Líst afar illa á hugmyndina, segir bæjarstjóri Akraness. Almenningssamgöngur verða efldar en Sundabraut frestað í staðinn. SÁDI-ARABÍA, AP Dómari í Sádi- Arabíu hefur dæmt konu, Shaimu Ghassaniya, til að þola tíu svipuhögg fyrir að hafa ekið bifreið. Konum er bannað að keyra bíl í Sádi-Arabíu nema með sér- stakri undanþágu. Ghassaniya hefur áfrýjað dómnum. - ibs Ók bifreið í Sádi-Arabíu: Dæmd til að þola svipuhögg LÖGREGLUMÁL Kveikt var í nýbyggingu við Berg- staðastræti 13 í sjötta sinn á stuttum tíma aðfara- nótt þriðjudagsins. Ítrekað hafa óprúttnir aðilar komið að byggingunni í skjóli nætur eða snemma að morgni og borið eld að einangrunarplasti í byggingunni, sem hefur staðið ókláruð í rúmt ár. Íbúar eru orðnir langþreyttir á íkveikjunum og segir Einar Sveinsson, íbúi við Bergstaðastræti 13, að menn séu orðnir uggandi. „Okkur líst ekkert á þetta og vitum ekkert hvað er í gangi,“ segir hann. „Þetta er orðið alveg fáránlegt og enginn veit hvað þessu fólki gengur til.“ Einar segir bygginguna, sem stendur við suður- hlið Bernhöftsbakarís, hafa verið mjög umdeilda á sínum tíma. Engar framkvæmdir hafi verið við húsið síðan í júní en verktakinn, Mótamenn ehf., hafi sagt að framkvæmdum yrði haldið áfram von bráðar. „Fólk er orðið afar skelkað um að það sé bara verið að reyna að brenna það inni,“ segir Einar. „Það kemur eitur úr þessu plasti þegar það brenn- ur og íbúðirnar fyllast af sóti og drullu.“ Lögreglan fer með rannsókn málsins. - sv Enn og aftur kveikt í nýbyggingu við Bergstaðastræti í miðborg Reykjavíkur: Íbúarnir orðnir afar skelkaðir NÝBYGGING VIÐ BERGSTAÐASTRÆTI Kveikt var í einangrunar- plasti utan á sökkli á mánudag. Slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÍTALÍA, AP Ítalski kaupsýslumaður- inn Giampaolo Tarantini hefur verið látinn laus úr fangelsi, þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki reynt að kúga fé út úr Silvio Berlusconi for- sætisráðherra. Hins vegar komst dómar- inn jafnframt að þeirri niður- stöðu að Ber- lusconi hefði reynt að fá Tarantini til að ljúga að saksóknurum, og greitt honum fé fyrir. Tarantini hefur viðurkennt að hafa útvegað vændiskonur til að mæta í veislur Berlusconis. Hann var handtekinn vegna gruns um að hann hefði reynt að kúga fé út úr Berlusconi fyrir að þegja um þetta, en nú þykir sem sagt ljóst að Berlusconi hafi að eigin frum- kvæði reynt að fá Tarantini til að þegja. - gb Tarantini látinn laus: Berlusconi bað hann að ljúga GIAMPAOLO TARANTINI UMFERÐARÞUNGI Í REYKJAVÍK Sundabraut átti meðal annars að létta á umferðar- þunga um Vesturlandsveg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Við höfum ekki verið höfð með í ráðum um eitt né neitt. ÁRNI MÚLI JÓNASSON BÆJARSTJÓRI AKRANESS LÖGREGLUMÁL Rafmagnsknúinni smálest var stolið úr geymslu í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum í fyrrinótt og henni ekið út um sundurklippta girðingu. Lögregla fann lestina við leik- skóla í grenndinni eftir skamma leit. Hún varð ekki fyrir teljandi skemmdum. Næturvörður hafði séð hóp ungmenna sniglast í garðinum fyrr um nóttina. Þjófarnir eru hins vegar ófundnir. Tómas Óskar Guðjónsson for- stöðumaður segir að lestin sé milljóna virði og til allrar ham- ingju hafi skemmdirnar ekki verið miklar. Ekki hafi verið öryggismyndavélar á þessum stað í garðinum, þar sem þeirra hafi verið talin meiri þörf annars staðar. - sh Innbrot í Fjölskyldugarðinn: Óku burt á milljóna króna rafmagnslest FYRIR YNGSTU KYNSLÓÐINA Lestin er jafnan notuð til að ferja mjög ung börn. Þeir sem henni stálu hafa líklega verið heldur eldri. FRÉTTABLAÐIÐ/PÁLL BERGMANN DÓMSMÁL Karlmaður um þrítugt hefur verið dæmdur í átján mán- aða fangelsi fyrir nauðgun og til að greiða stúlku 700 þúsund í skaðabætur. Maðurinn réðst að stúlkunni þar sem hún var að kasta af sér vatni á Austurvelli og stakk fingrum í endaþarm hennar. Vinur og vinkona stúlkunnar veittu manninum eftirför en hann ók burt á leigubíl. Hann var hand- tekinn í kjölfarið. Maðurinn sagð- ist við yfirheyrslur hafa verið að fá útrás fyrir reiði með háttsemi sinni. - jss/ þeb Réðist á stúlku á Austurvelli: Átján mánuðir fyrir nauðgun MÝKIR OG VERNDAR Bragðgóður sítrónudrykkur við kvefi og flensu. ERTU VIÐBÚINN FLENSUNNI? Blandað í heitt vatn Inniheldur m.a. C vítamín, Ginseng, Guarana og Sólhatt Fæst í apótekum SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.