Fréttablaðið - 28.09.2011, Side 4
28. september 2011 MIÐVIKUDAGUR4
JAFNRÉTTISMÁL Sérstakur starfs-
hópur, sem ríkisstjórnin skipar í
samráði við heildarsamtök ríkis-
starfsmanna í kjölfar setningar
jafnlaunastaðals, á að fylgja eftir
áherslum um að uppræta kynbund-
inn launamun meðal ríkisstarfs-
manna. Starfshópurinn, sem á að
skila áfangaskýrslu í upphafi árs
2012 og 2013, á jafnframt að horfa
til þeirra aðferða sem stjórnvöld
í Noregi og Svíþjóð hafa gripið
til í baráttunni gegn launamun
kynjanna.
Þetta kemur fram í bréfi sem
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra og Steingrímur J. Sig-
fússon fjármálaráðherra rituðu
Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni
BSRB, í lok maí síðastliðins.
„Við höfðum í aðdraganda kjara-
samninganna, farið á fund þessara
ráðherra og kynnt fyrir þeim hug-
mynd SFR sem við tókum í fang-
ið um svokallaða jafnlaunapotta
sem eru að norskri fyrirmynd. Úr
þeim er greitt til stétta þar sem
konur eru að minnsta kosti 60 pró-
sent starfsmanna og launamunur
kynjanna mælanlegur. Við reynd-
um að fá ríkisstjórnina með okkur
í vinnu um útfærslu á þessu núna á
meðan verið væri að leiðrétta mun-
inn. Við fengum það ekki í gegn.
Við fengum hins vegar viljayfirlýs-
ingu um að til viðbótar jafnlauna-
staðlinum yrði tekið mið af þeim
línum sem verkalýðshreyfingar í
Noregi og Svíþjóð hafa lagt.“
Í bréfi ráðherranna til Elínar
segir að stjórnvöldum sé ljóst
að vinna starfshópsins kunni að
leiða til þess að sýnt verði fram á
óútskýrðan launamun sem bregð-
ast þurfi við á viðeigandi hátt. „Það
þýðir ekkert annað en að það verði
að greiða þann mun,“ segir Elín.
Þriggja ára vinnu Staðlaráðs að
jafnlaunastaðli er að ljúka og hafa
fulltrúar úr starfsmanna deildum
stórra fyrirtækja tekið þátt í
vinnunni. Með staðlinum er von-
ast til að markmiðum jafnlauna-
ákvæðis jafnréttislaganna verði
náð. Nokkur fyrirtæki hafa þegar
lýst yfir áhuga á að taka upp jafn-
launastaðal en samkvæmt honum
er verðmæti starfa meðal annars
metið, að sögn Hildar Jónsdóttur,
sérfræðings stjórnarráðsins í jafn-
rétti kynja.
Þónokkur fyrirtæki hafa lýst
yfir áhuga á að fá svokallaða jafn-
launaúttekt hjá PwC, að sögn
Elínar Hlífar Helgadóttur ráð-
gjafa. „Hjá okkur er ekki um
starfamat að ræða. Við greinum
kynbundinn launamun þegar tekið
hefur verið tillit til annarra þátta
sem geta haft áhrif. Eftirspurn
eftir jafnlaunaúttekt varð talsvert
meiri í fyrra en áður. Það virðist
sem fyrirtæki séu að taka þessi
mál í gegn hjá sér.“
ibs@frettabladid.is
GENGIÐ 27.09.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
215,3666
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
118,03 118,59
183,43 184,33
159,37 160,27
21,415 21,541
20,421 20,541
17,318 17,420
1,5423 1,5513
184,27 185,37
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Ranghermt var í blaðinu í gær að
Írena Líf Jónsdóttir ætti bestan tíma
í Viðeyjarsundi. Heimir Örn Sveins-
son synti Viðeyjarsund á tímanum
01:01.18.
LEIÐRÉTT
DANMÖRK Félagar í vélhjólaklúbb-
unum Vítisenglum og Bandidos,
svokallaðir „rokkarar“, þáðu
um 30 milljónir danskra króna,
að jafngildi um 650 milljóna
íslenskra, í opinbera framfærslu-
aðstoð á fyrri helmingi ársins.
Þetta kom fram í frétt BT í
gær, en þar segir einnig að 531
af 1.170 skráðum rokkurum hafi
þegið einhvers konar bætur
umfram 100.000 íslenskar krónur
á tímabilinu. Dönsk skatta-
yfirvöld gerðu úttekt á þessum
málum og hyggjast í framhaldinu
meta möguleika sína til að bregð-
ast við. - þj
Skattyfirvöld í Danmörku:
Vilja úttekt á
bótum rokkara
Á BÓTUM Úttekt skattayfirvalda leiðir í
ljós að tæpur helmingur danskra rokk-
ara þiggur bætur. NORDICPHOTOS/GETTY
UTANRÍKISMÁL Jonas Gahr Støre,
utanríkisráðherra Noregs, kemur
til Íslands á morgun.
Hann mun
funda með Öss-
uri Skarphéð-
inssyni utan-
ríkisráðherra
og Jóhönnu Sig-
urðardóttur for-
sætisráðherra
meðan á heim-
sókninni stend-
ur. Hann mun
einnig hitta
utanríkismálanefnd Alþingis.
Utanríkisráðherrarnir tveir
munu funda á Akureyri og heim-
sækja Siglufjörð. Meðal annars
munu þeir ræða málefni norður-
slóða og Evrópumál auk þess sem
þeir taka þátt í ráðstefnu Háskól-
ans á Akureyri. Þá munu þeir
opna sýningu um heimskauta-
farann Fridtjof Nansen. - þeb
Utanríkisráðherra til Íslands:
Störe fundar
með Össuri
JONAS GAHR
STØRE
Ákærður fyrir ofsaakstur
Tæplega tvítugur piltur hefur verið
ákærður fyrir að aka á 166 kílómetra
hraða eftir Siglufjarðarvegi og fyrir að
virða ekki stöðvunarskyldu lögreglu í
Héðinsfjarðargöngum.
DÓMSMÁL
JAFNRÉTTISMÁL Stjórnir lífeyris-
sjóða skulu skipaðar fulltrúum
af báðum kynjum, og skal hlutur
hvors kyns vera að lágmarki 40
prósent í stjórnum með fleiri en
þrjá stjórnarmenn, samkvæmt
nýlegum lögum sem samþykkt
voru á Alþingi.
Lögin taka gildi eftir tæplega
tvö ár, 1. september 2013. Sam-
kvæmt upplýsingum frá ASÍ er
nú um fimmtungur stjórnar-
manna lífeyrissjóða launafólks á
almennum markaði konur.
Í hefðbundnum lífeyrissjóðum
skipa verkalýðsfélög helming
stjórnarmanna en atvinnurekend-
ur hinn helminginn. - bj
Lögum um lífeyrissjóði breytt:
Kynjahlutföll í
stjórnum 2013
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
27°
26°
21°
20°
24°
22°
17°
17°
26°
24°
28°
21°
32°
16°
26°
27°
15°Á MORGUN
3-8 m/s.
Hægast austan til.
FÖSTUDAGUR
15-20 m/s
allra syðst.
11
10
7
8 7
8
7
10
12
12
5
6
10
6
7
4
7
6
12
4
12
6
10
6
7
12
11 12
8 9
7
12
VÆTUTÍÐ Hver
haustlægðin rekur
aðra þessa dagana
og því er heldur
vætusamt þótt stytti
stutt upp á milli. Á
morgun léttir til A-
lands en aðfara-
nótt föstudags
kemur kröpp lægð
upp á SV-strönd
landsins. Horfur eru
á nokkuð stífum
vindi S- og SV-til
á föstudaginn og
rigningu víða.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
ÍSRAEL, AP Ísraelsk stjórnvöld
gáfu í gær út heimild til þess
að reisa 1.100 nýjar íbúðir í
austurhluta Jerúsalem, borgar-
hluta sem Ísraelar hertóku árið
1967. Palestínumenn gera tilkall
til austur hluta borgarinnar og
hyggjast hafa þar höfuðborg sína.
Saeeb Erekat, helsti samn-
ingamaður Palestínumanna, for-
dæmdi þessa ákvörðun þegar í
stað og sagði hana fela í sér þvert
nei við því að friðarviðræður
verði teknar upp á ný.
Ísraelar hafa brugðist við
umsókn Palestínumanna um að
sjálfstætt Palestínuríki fái aðild
að Sameinuðu þjóðunum með því
að bjóðast til að taka þátt í friðar-
viðræðum. Bandaríkjastjórn
hefur sömuleiðis hvatt Ísraela og
Palestínumenn til að hefja samn-
ingaviðræður á ný.
Palestínumenn hafa hins vegar
ítrekað neitað að halda áfram
viðræðum meðan Ísraelar halda
áfram byggingaframkvæmdum á
herteknu svæðunum.
Catherine Ashton, utanríkis-
málafulltrúi Evrópusambands-
ins, segir að byggingarleyfin
eigi að afturkalla, enda komi þau
í veg fyrir frekari friðarviðræð-
ur Ísraela og Palestínumanna.
- gb
Ákvörðun Ísraela um fleiri íbúðir landtökumanna vekur hörð viðbrögð:
Fleiri steinar í götu viðræðna
BYGGINGAFRAMKVÆMDIR Landtöku-
menn hafa staðið í stórframkvæmdum
í Austur-Jerúsalem og fá nú að byggja
enn meira. NORDICPHOTOS/AFP
Skoða greiðslur til
að jafna launamun
Starfshópur stjórnvalda á að horfa til aðferða sem stjórnvöld í Noregi og Sví-
þjóð hafa gripið til í baráttunni gegn launamun kynjanna. BRSB vildi strax
samvinnu um greiðslu úr jafnlaunapottum. Eftirspurn eftir jafnlaunaúttekt.
Það virðist sem
fyrirtæki séu að taka
þessi mál í gegn hjá sér.
ELÍN HLÍF HELGADÓTTIR
RÁÐGJAFI HJÁ PWC
FORMAÐUR BSRB Elín Björg Jónsdóttir kynnti í vor svokallaða jafnlaunapotta fyrir
stjórnvöldum og vildi samvinnu um útfærslu á greiðslum úr þeim strax.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL Tveir menn hafa
verið ákærðir fyrir Héraðs-
dómi Reykjaness fyrir að landa
fram hjá vigt nær 1,5 tonnum af
þorski.
Öðrum er gefið að sök að hafa
ekið með aflann í fjórum fiski-
kerum án þess að hafa viðkomu
hjá hafnarvoginni og að fiskverk-
un í Reykjanesbæ.
Skipstjóri skipsins sem landað
var úr er ákærður fyrir að hafa
ekki tryggt að umræddur afli
færi á hafnarvogina í Keflavíkur-
höfn. - jss
Landað framhjá vigt:
Ákærðir vegna
1,5 þorsktonna