Fréttablaðið - 28.09.2011, Side 13

Fréttablaðið - 28.09.2011, Side 13
www.ms.is E N N E M M / S IA / N M 48 22 0 Holl mjólk 12. alþjóðlegi 28. september 2011 Í dag er alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur í tólfta sinn. Í tilefni dagsins býður Mjólkursamsalan öllum 70.000 grunn- og leikskólabörnum landsins upp á mjólk í skólunum og má reikna með að þar verði drukknir 16.000 lítrar af mjólk. Með deginum vill íslenskur mjólkuriðnaður vekja athygli barna, foreldra og starfsfólks skólanna á mikilvægi mjólkur í fæði barnanna. Mjólk er mjög próteinrík og auk þess mikilvæg uppspretta 11 lífsnauðsynlegra vítamína og steinefna í fæðunni. Sérstaða mjólkur felst þó fyrst og fremst í því hve góður kalkgjafi hún er en kalk er mjög mikilvægt fyrir byggingu beina. Vart er hægt að hugsa sér betri og næringarríkari drykk en mjólk til að gefa börnum og unglingum og full ástæða til að hvetja þau til að auka mjólkurneyslu sína. hraustir krakkar Mjólk er góð!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.