Fréttablaðið - 28.09.2011, Síða 14
14 28. september 2011 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Í dag er
magnaður
miðvikudagur!
Fylgstu með
tilboðunum
Á
bending Ríkisendurskoðunar um innkaup löggæzlu-
stofnana, sem birt var í gær, er grafalvarlegt mál fyrir
embætti ríkislögreglustjóra og einstök lögregluembætti.
Þar kemur fram að löggæzlustofnanir hafi án útboðs
keypt búnað fyrir háar fjárhæðir af fyrirtækjum í eigu
starfandi lögreglumanna eða náinna ættingja þeirra. Í ýmsum til-
vikum telur Ríkisendurskoðun að legið hafi í augum uppi að við-
skiptin væru útboðsskyld. Í einu tilviki, þar sem um var að ræða
kaup á piparúða og óeirðagasi, fellst stofnunin á þá skýringu Ríkis-
lögreglustjórans að aðeins einn aðili á Íslandi hafi haft slíka vöru
í boði á þeim tíma. Framkvæmdastjóri keppinautar fyrirtækisins
sem í hlut átti ber hins vegar
brigður á skýringarnar í Frétta-
blaðinu í dag og segist líkast til
hafa getað útvegað vöruna ef til
hans hefði verið leitað.
Í öðrum tilvikum telur Ríkis-
endurskoðun að klárlega hefði
átt að bjóða viðskiptin út.
Margt stingur í augu í skýrslu
stofnunar innar, til dæmis að Lögregluskólinn hafi án útboðs keypt
sams konar búnað og Ríkislögreglustjóri hafði keypt skömmu áður,
en borgað 30% hærra verð fyrir.
Ríkislögreglustjóraembættið bendir á að sum innkaupin sem um
ræðir hafi verið vegna þess neyðarástands sem skapaðist vegna
efnahagshrunsins. Þá sé markaðurinn fyrir lögreglubúnað á Íslandi
agnarsmár og flest fyrirtækin sem á honum starfa tengd fyrr-
verandi eða núverandi lögreglumönnum.
Það er ekkert við það að athuga að menn sem hættir eru störfum í
lögreglunni nýti reynslu sína í þeim bransa. En það orkar tvímælis,
svo ekki sé meira sagt, að starfandi lögreglumenn eigi eða starfi hjá
fyrirtækjum sem selja lögreglunni búnað, og það án útboðs. Ríkis-
endurskoðun segir innanríkisráðuneytið verða að taka afstöðu til
þess hvort slíkt samræmist störfum lögreglumanna. Liggur ekki
í augum uppi að það gerir það hreint ekki? Það getur heldur ekki
gengið að embætti ríkislögreglustjórans mælist sérstaklega til þess
við önnur lögregluembætti að þau beini viðskiptum sínum til fyrir-
tækja sem þannig háttar til um, eins og fram kemur í ábendingunni.
Varðandi hin rökin, að um viðbrögð við neyðarástandi hafi verið
að ræða, er auðvitað rétt að í störfum lögreglunnar getur slíkt
ástand komið upp. Þeim mun meiri ástæða er þá til að búa þannig
um hnúta að komi slíkar aðstæður upp eigi lögreglan fleiri kosti en
að verzla við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða ættingja þeirra.
Það ástand sem lýst er í ábendingu Ríkisendurskoðunar býður
heim ásökunum um frændhygli, sem er ein tegund af spillingu.
Löggæzlustofnanir – sem samkvæmt orðanna hljóðan hafa það
hlutverk að gæta þess að lögum sé fylgt – verða að vera hafnar yfir
allan grun um slíkt og fylgja lögum um opinber útboð í einu og öllu.
Ríkis lögreglustjórinn og innanríkisráðherra eiga að beita sér fyrir
því að öllum vafa sé eytt í þessu efni.
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
HALLDÓR
Það vakti undrun mína á Alþingi hinn
16. september að Sjálfstæðisflokkurinn
greiddi atkvæði gegn því að skipuð
yrði nefnd þingmanna til að vinna að
þjóðaröryggis stefnu fyrir Ísland.
Ekki var alveg auðvelt að skilja rök-
semdirnar fyrir því. Helst var að skilja að
annars vegar væri heimurinn flóknari en
hann hefði verið og hins vegar væru aðild-
in að Atlantshafsbandalaginu og varnar-
samningurinn við Bandaríkin hornsteinar
að öryggis- og varnarmálastefnu Íslands.
Sú sem þetta skrifar er hjartanlega sam-
mála þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að
þessu leyti – leiðirnar skilja þegar kemur
að aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Einmitt vegna þess að heimurinn hefur
breyst er rétt að freista þess að ná sam-
stöðu um hvernig þjóðaröryggi verði best
tryggt í framtíðinni.
Öryggi landsins er ekki lengur aðeins
ógnað af hugsanlegum hernaðarátökum
heldur einnig mengun, netárásum og tölvu-
glæpum, alþjóðlegri glæpastarfsemi og
hryðjuverkum. Sú staðreynd að þessi mál-
efni heyra ekki öll undir utanríkisráðu-
neytið breytir því ekki að horfast þarf í
augu við þau og takast á við þau.
Það er sannast segja léleg afsökun þess
stjórnmálaflokks sem hafði forystu í
utanríkis málum fram á síðustu ár að vilja
ekki takast á við verkefnið vegna verka-
skiptingar í stjórnarráðinu. Þingmenn eiga
að horfa framhjá tækniatriðum af þessu
tagi þegar þeir takast á við viðamikil verk-
efni eins og mótun þjóðaröryggisstefnu.
Framsögumanni Sjálfstæðisflokksins
um málið á Alþingi finnst of lítið gert úr
hernaðar vá á norðurslóðum. Auðvitað er
nauðsynlegt að halda vöku sinni að því
leyti. Sú vakt má hins vegar ekki verða til
þess að við skoðum ekki hlutina í hinu stóra
samhengi og lítum til allra þeirra þátta
sem nú á tímum geta ógnað öryggi okkar.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
kvarta gjarnan undan skorti á samráði.
Það skýtur því skökku við, þykir mér, að
greiða atkvæði gegn því að samráð verði á
milli stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á
Alþingi um þjóðaröryggisstefnu landsins.
En kannski vilja sjálfstæðismenn endur-
lífga þann skotgrafahernað sem ríkti í
utanríkismálum á dögum kalda stríðsins.
Við hin höfðum vonað að hægt væri að
varða veginn fram á við í þessum efnum þó
að ekki verði allir sammála um alla hluti.
Sannarlega vona ég að sjálfstæðismenn
taki þátt í samráðinu þó að þeir telji það
óþarft.
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að
skotgrafahernaður sé enn á óskalista ein-
hverra.
Viljum við enn vera í skotgröfum?
Stjórnmál
Valgerður
Bjarnadóttir
alþingismaður
Þekkingarskorturinn
Til eru þeir menn sem meta
þekkinguna ofar öllu og taka ekki
ákvörðun um neitt án þess að kynna
sér málin til hlítar. Slíkur maður er
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, greinilega. Hann
vill ekki blanda sér í erjur
Ísraela og Palestínumanna
því hans skoðun er sú að
Íslendingar hafi afskaplega
takmarkaða þekkingu
og getu til þess. Þetta er
lofsvert viðhorf, menn eiga
ekki að vera að blanda sér í
málefni sem þeir þekkja
ekki. Það dytti Bjarna
ekki í hug.
Sérfræðingurinn Bjarni
Bjarni virðist þó sérfræðingur í mál-
efnum Líbíu, Afganistans og Íraks,
svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur
í það minnsta ekki átt í neinum
vandræðum með að styðja hern-
aðaraðgerðir í þessum ríkjum. Þó
er möguleiki að afstaða Bjarna
komi þekkingu, eða skorti á
henni, ekkert við. Kannski
býr hann þá skoðun sem
hann telur henta for-
manni Sjálfstæðisflokksins í
þennan miður heppilega
búning.
Ef úrræðin hefðu verið til
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, for-
seti Alþingis, var spurð að því á blaða-
mannafundi í gær hvers vegna ekki
hefði fyrr verið skipuð rannsóknar-
nefnd um fall spari sjóðanna; þrjú
ár væru síðan sumir þeirra féllu.
Ásta Ragnheiður sagði að fyrr
hefðu ekki verið til lög um
rannsóknar nefndir. Ansans.
Bara ef Alþingi hefði haft ein-
hver úrræði til að setja slík
lög fyrr. Það hefði reyndar
kallað á að frumvarpið
hefði þurft að koma
fyrr fram, en samt.
kolbeinn@frettabladid.is
Lögreglan verður að vera hafin yfir grun um
frændhygli í innkaupum.
Löggæzlan gæti
vel að lögunum