Fréttablaðið - 28.09.2011, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 28. september 2011 15
Við bjóðum
vaxtalaus lán frá
Visa og Mastercard
í allt að 12 mánuði
Sérfræðingar í bílum
Reykjanesb
æ
Rey
kjavík
Settu Toyo harðskeljadekkin undir strax!
Ekki lenda í biðröð í haust!
Nesdekk - Reykjavík
Fiskislóð 30 / S: 561 4110
Nesdekk - Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9 / S: 420 3333
Bílabúð Benna Dekkjaþjónusta
Tangarhöfða 8 / S: 590 2007
Umboðsmenn um land allt
Að undanförnu hafa marg-ir tekið eftir því að núorðið
er jafnan vísað til Ríkisútvarps-
ins með skammstöfuninni RÚV í
kynningu á efni í miðlum félags-
ins, á vefsíðu þess og víðar. Þetta
ræða menn og telja sumir að verið
sé að útrýma hugtakinu Ríkisút-
varp. Það er mikill misskilningur
enda sjá og heyra glöggir notendur
miðla RÚV að ekki er
öllu dagskrárgerðar-
fólki þetta nýmæli
tamt og það notar
þá að sjálfsögðu það
hugtak sem því fell-
ur betur. Vangaveltur
um nafngiftina komu
meðal annars fram í
pistli Eiðs Guðna-
sonar nýlega, en
hann telur útvarps-
stjóra hafa stað-
ið einan að þessari
breytingu.
Nú er rétt að
útskýra fyrir þeim
sem velta þessu fyrir
sér að þessi hógværa
breyting er gerð að
vandlega yfir veguðu
ráði. Um langt skeið
hafði ríkt talsverð
ósamkvæmni og
ruglingur í því hvern-
ig fjallað var um Ríkisútvarpið
og miðla þess, hljóðvarpið (sem
hefur tvær rásir), sjónvarpið og
vefinn bæði í RÚV og öðrum miðl-
um. Mikill ruglingur var á notk-
un hugtakanna „útvarp“, „hljóð-
varp“ og „sjónvarp“ og fólk vísaði
t.d. gjarna til „gufunnar“ eða
jafnvel „gömlu gufunnar“ hvort
sem rætt var um efni í hljóðvarpi
eða sjónvarpi. Vissulega á kært
barn mörg nöfn – en þetta þótti
óheppilegt. Að auki var þó nokkur
vandræðagangur á notkun þeirra
myndrænu kennimerkja sem
tákna þessa ólíku miðla en slíkt
þykir ekki gott í nútíma fyrir tæki
– þótt gamalt sé og gróið. Til þess
að komast að því hvernig þjóðin,
eigendur RÚV, notuðu þessi hug-
tök voru gerðar þrjár Capacent/
Gallup kannanir í septem ber og
október 2010. Þar kom í ljós að
yfirgnæfandi meirihluti svar-
enda notaði samheitið „RÚV“
fyrir bæði sjónvarp og útvarp.
Þegar spurt var t.d. „Á hvaða sjón-
varpsstöð er Kastljósið?” svaraði
tæplega 90% „RÚV“ – og þegar
spurt var um kennimerki sjón-
varpsins tengdu langflestir það
við RÚV í heild en fáir við sjón-
varpið sérstaklega. Þessar niður-
stöður voru ræddar í þaula á fund-
um bæði stjórnar og starfsmanna
og niðurstaðan var sú að nota
í næstu framtíð hug takið RÚV
fyrir alla miðla Ríkis útvarpsins
og laga framsetninguna þannig að
almennri málnotkun þjóðarinnar.
Stjórn RÚV fól útvarpsstjóra að
fylgja þessari ákvörðun eftir.
Það er því ekki við útvarps-
stjóra einan að sakast heldur
þjóðina sjálfa samkvæmt niður-
stöðu Gallupkönnunarinnar, mik-
inn meirihluta starfsmannanna
og einróma niðurstöðu stjórnar-
innar. Auk þessa má benda á að
allir ríkis fjölmiðlar í Evrópu nota
skammstafanir af þessu tagi og
aðgreina síðan ólíka miðla sína,
t.d. með tölum líka, eins og þeir
þekkja sem fylgjast með erlendum
sjónvarps- og hljóðvarpsrásum.
Í pistli Eiðs Guðnasonar var
m.a. bent á að ekkert finnst þegar
leitað er eftir orðinu Ríkisútvarp á
ja.is. Þessi ábending er vel þegin,
og sú handvömm verður leiðrétt
nú þegar. Pistill hans er einn-
ig gott tilefni til að minna á það
frábæra starf sem sinnt er í RÚV
þrátt fyrir ýmsar hremmingar á
síðustu árum. Þar er sannarlega
leitast við að sinna þeirri skyldu
ríkisútvarps að mennta, fræða og
skemmta og þarf varla annað en
að vísa til íslenska kvikmynda-
sumarsins þar sem landsmenn
hafa átt þess kost að sjá heima í
stofu 34 íslenskar kvikmyndir, eða
glæsilegt afrek útvarpsleikhúss-
ins undir stjórn Viðars Eggerts-
sonar sem hlotið hefur fjölda til-
nefninga og viðurkenninga á
alþjóðlegum vettvangi. Um þess-
ar mundir eru líka að hefja göngu
sína margir nýir þættir bæði í
útvarpi og sjónvarpi sem vonandi
falla sem flestum í geð auk þess
sem sígilt íslenskt efni á borð við
Útsvar og Landann í sjónvarpi,
Víðsjá, morgunútvarp, sunnudags-
leikrit og útvarpssögur í hljóð-
varpi verða áfram á dagskrá.
Það er að sjálf-
sögðu sárt að
einhverjir, þar
á meðal Eiður,
séu leiðir yfir
því að hug takið
Ríkisútvarp
hafi vikið fyrir
skammstöfun inni
„RÚV“ í almennri
framsetningu af
hálfu félagsins.
Vonandi eiga þessi
fyrrverandi starfs-
maður og aðrir
eftir að sætta sig
við þá breytingu
þegar fram líða
stundir og njóta
vel þeirrar vönd-
uðu dagskrár sem
allir miðlar RÚV
bjóða upp á. Það
er líka einlæg von
mín að hann og
aðrir átti sig á því að það er stjórn
RÚV sem ræður úrslitum þegar á
hólminn er komið en ekki útvarps-
stjórinn einn þótt hann sé allra
góðra gjalda verður.
Það er að sjálf-
sögðu sárt að ein-
hverjir, þar á meðal
Eiður, séu leiðir yfir
því að hugtakið
Ríkisútvarp hafi
vikið fyrir skamm-
stöfuninni „RÚV“
í almennri fram-
setningu af hálfu
félagsins.
Algengasta meginorsök alvar-legra umferðarslysa er því
miður röng mannleg breytni. Allir
vegfarendur þurfa að vanda sig,
hvort sem þeir eru gangandi, hjól-
andi eða kjósa annan fararmáta.
Vegfarendur þurfa að hafa hugann
við umferðina, nota öryggisbúnað
s.s. spenna beltin, gæta að hraða,
vera allsgáðir og óþreyttir, vanda
til ástands ökutækja og vera með-
vitaðir um ástand vega/gatna og
umhverfi þeirra svo nokkur dæmi
séu tekin. Ef varlega er farið eru
minni líkur á slysum.
Í Fréttablaðinu föstudaginn 23.
september sl. segir Pawel Bartos-
zek stærðfræðingur Rannsóknar-
nefnd umferðarslysa (RNU) hafa
tilhneigingu til að kenna saklausu
fólki um eigin ófarir í rannsókn-
um sínum á alvarlegum umferðar-
slysum. Samkvæmt lögum miðar
starfsemi RNU að því að leiða í
ljós sennilegar orsakir umferðar-
slysa til að afstýra slysum af sömu
eða líkum orsökum og stuðla með
því að auknu öryggi í umferðinni.
Gerir hún tillögur til úrbóta um
umferðaröryggi til viðeigandi
stjórnvalda, eftir því sem rann-
sóknir á orsökum umferðarslysa
gefa tilefni til. Greining nefndar-
innar er þverfagleg og miðar að
því að fækka slysum eða draga
úr meiðslum, burtséð frá sekt eða
sakleysi fólks. Þetta er lykilatriði
í rýni nefndarinnar. Orsök slyss
má oft rekja til rangrar hegð-
unar tiltekins einstaklings en að
auki hefði hugsanlega mátt koma
í veg fyrir slysið eða draga úr
meiðslum með öðrum hætti og ber
nefndinni að benda á allar hliðar
máls. Skýrslur um einstök mál eru
gefnar út og birtar án persónu-
auðkenna á vef nefndarinnar.
Pawel er ekki athugull á allar
hliðar máls í staðhæfingum sínum
í grein sinni. Hann nefnir dæmi
og tiltekur aðeins útvalin atriði
af mörgum í orsakagreiningu
nefndar innar og ábendingum,
sem hún telur hafa þýðingu vegna
viðkomandi slysa. Störf RNU
eru ekki hafin yfir gagnrýni, en
skrif þessi gefa ekki sanna mynd
af niðurstöðum nefndarinnar í
þessum málum. Að því er varðar
slys þar sem gangandi vegfarandi
lést sleppir Pawel t.d. umfjöllun
nefndar innar um að engin gang-
braut var á slysstað þó svo að op
væri í grindverki á miðeyju sem
gaf til kynna gönguleið eða um
nauðsyn heildstæðrar endurskoð-
unar á hvernig hægt er að bæta
öryggi gangandi vegfarenda á við-
komandi götu. Í öðru dæmi sínu
getur Pawel t.d. ekki um ábend-
ingu um að skoða þurfi almennt
aðgengi og öryggi við bílastæða-
hús. Þrengsli við inn- og útkeyrslu
bílastæðahúsa skapi hættu fyrir
alla vegfarendur. Þá tekur hann
dæmi af skelfilegu banaslysi þar
sem barn varð fyrir bifreið öku-
níðings, sem flúði af vettvangi
og fannst aldrei. Sleppir Pawel
umfjöllun nefndarinnar sem for-
dæmir hegðun ökumanns, sem var
meginorsök slyssins, og lagði m.a.
til að hámarkshraði yrði lækkað-
ur þar sem slysið varð til að auka
öryggi gangandi vegfarenda.
Skýrslur nýttar sem fræðsluefni
Hvetur nefndin ökumenn, hjól-
reiðamenn, skokkara, bifhjóla-
menn, fagfélög og fyrirtæki t.d.
í flutningastarfsemi til þess að
kynna sér skýrslur nefndarinn-
ar er varða umferðarslys á þeirra
vettvangi. Telur nefndin jafn-
framt að æskilegt sé að skýrslur
RNU og aðrar skýrslur sem gefn-
ar eru út um umferðaröryggis-
mál hér á landi og erlendis, séu
nýttar sem stoðgögn í rannsókn-
ar– og verkefnavinnu nemenda í
skólum um orsakir og afleiðingar
umferðarslysa. Efni eins og RNU
birtir gefur tækifæri til að sjá
fræðilega niðurstöðu á rannsókn-
um á orsökum umferðarslysa og
tillögur til úrbóta. Þetta efni á að
nota. Gæti heimildavinna nem-
enda með upplýsingar um atvik,
tölfræði o.fl. við rannsóknir og
fyrirlestra haft forvarnargildi
gegn áhættuhegðun í umferðinni
og verið liður í umferðaröryggis-
stefnu meðal ungs fólks. Sem
sjálfstætt afmarkað kennsluefni
um akstur bifreiða, hjólreiðar,
bifhjólaakstur og gangandi veg-
farendur og/eða t.d. sem liður í
kennslugreinum eins og eðlis-
fræði, stærðfræði, heilbrigðis-
fræðum o.fl.
Skylt er að geta þess að stjórn-
völd umferðaröryggismála hafa
nánast undantekningarlaust tekið
ábendingum nefndarinnar á mál-
efnalegan hátt og nýtt þær til að
efla umferðaröryggið. Að mati
nefndarinnar hafa aðrir, sem
hún hefur beint ábendingum og
athugasemdum að, gert það með
sama hætti.
Vinnum saman gegn umferðar-
slysum með því að efla ábyrgðar-
kennd, víðsýni og þekkingu,
sjálfstraust og gagnrýna hugs-
un í samfélaginu. Aukin fræðsla
að þessu leyti mundi styðja þau
markmið stjórnvalda að draga úr
fjölda látinna og alvarlegra slas-
aðra í umferðinni.
Allar hliðar málsRÚV og Ríkisútvarp
Ríkisútvarpið
Svanhildur
Kaaber
formaður stjórnar RÚV
Umferðaröryggi
Ásdís J. Rafnar
formaður
Rannsóknanefndar
umferðarslysa