Fréttablaðið - 28.09.2011, Side 18

Fréttablaðið - 28.09.2011, Side 18
28. september 2011 MIÐVIKUDAGUR18 Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Fjóla Guðmundsdóttir frá Böðmóðsstöðum í Laugardal, áður húsfreyja að Auðbrekku í Hörgárdal, verður jarðsungin frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal mánudaginn 3. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynninguna á Akureyri og dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Anna Karólína Stefánsdóttir Höskuldur Höskuldsson Guðmundur Valur Stefánsson Adelia Santos Mondlane Valþór Stefánsson Anna Sigurbjörg Gilsdóttir Lilja Stefánsdóttir Hörður Hafsteinsson Hildur Stefánsdóttir Guðjón Magni Jónsson Gunnhildur Fjóla Valgeirsdóttir ömmubörn og langömmubörn. Þórunn Árnadóttir ljósmóðir, Strandvegi 3, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 29. september, athöfnin hefst kl. 15.00. Tómas Agnar Tómasson Ingibjörg Erna Sveinsson Helgi Ólafur Ólafsson Agnes Vala Tómasdóttir Bryndal Árni Haukur Tómasson Marion Tómasson Helga Brynja Tómasdóttir Vilhjálmur Karl Gissurarson Herdís Rún Tómasdóttir Ingólfur Freyr Elmers Óskar Bergmann Tómasson Tómas Heimir Tómasson Helena Tómasson barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Björn Thomas Valgeirsson arkitekt, Laufásvegi 67, Reykjavík, lést á Líknardeild Landakots, mánudaginn 19. september. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. september kl 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, sími 588 7555. Stefanía Stefánsdóttir Hildur Björnsdóttir Ásgeir Bragason Dagný Björnsdóttir Skúli Gunnarsson Valgerður Helga Björnsdóttir Jón H. Björnsson barnabörn og barnabarnabarn Björg Valgeirsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hanna Guðný Bachmann Logafold 56, áður til heimilis að Háteigsvegi 26, Reykjavík, sem lést 16. september, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 30. september kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Halla Jónsdóttir Gunnar E. Finnbogason Inga Jónsdóttir Ottó Guðmundsson Jón Gunnar Gunnarsson Kristín Sigurðardóttir Hildur Björg Gunnarsdóttir Elías Bjarnason Hanna Guðný Ottósdóttir Kjartan Ottósson og langömmubörn. timamot@frettabladid.is „Þetta er auðvitað ótrúlegur heiður. Ég er alveg í skýjunum,“ segir Bryn- dís Björgvinsdóttir, sem veitti Íslensku barnabókaverðlaununum 2011 viðtöku við hátíðlega athöfn í Rimaskóla í gær. Flugan sem stöðvaði stríðið er heitið á sögu Bryndísar. Hún fjallar um hús- flugur sem leita uppi munka í Nepal sem þær hafa heyrt að geri aldrei flugu mein. Þá fer af stað óvænt atburðarás sem leiðir til þess að flugurnar binda enda á stríð í fjarlægu ríki. Að mati dómnefndar er þetta „merkileg saga sem tvinnar saman mikilvægan boð- skap og dillandi skemmtilega frásögn. Söguhetjurnar eru óvenjulegar og veita lesendum nýja sýn á hversdags- lega hluti.“ „Mig langaði að skrifa um stríð fyrir börn en fannst óviðeigandi að gera það með berum orðum og valdi þetta sjónar- horn vegna þeirrar fjarlægðar sem það veitir. Ég hugsaði með mér að börn ættu auðveldara með að setja sig í spor aðal- hetjanna, húsflugna sem hafa í sögunni, rétt eins og þau sjálf, annan skilning á mannfólkinu en fullorðnir; velta ekki fyrir sér kyni, trúarbrögðum eða pólit- ískum skoðunum og eiga erfitt með að skilja hvað rekur fullorðna, heilu þjóð- irnar, út í stríð,“ upplýsir Bryndís. Flugan sem stöðvaði stríðið er önnur bók Bryndísar. Hún var aðeins fimm- tán ára þegar hún sendi frá sér þá fyrri með vinkonu sinni, Orðabelg Ormars ofurmennis, árið 1997. Spurð hvers vegna jafn langur tími hafi liðið á milli bóka segist hún einfaldlega ekki hafa velt ritstörfum frekar fyrir sér fyrr en nú. „Síðan ég skrifaði fyrri söguna hef ég bara verið á kafi í öðru, námi og vinnu. Ég er þjóðfræðingur að mennt og kenni við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Ég hef í sjálfu sér aldrei gengið með neina rithöfundadrauma í maganum, þótt ég reyndar uppfylli núna skilyrðin fyrir því, en hef hins vegar alltaf haft gaman af sögum. Finnst þær sniðugar til að útskýra flókna hluti, koma bönd- um yfir heiminn, skilja okkur sjálf og þær aðstæður sem við búum í. Ég vona að þessi saga sé skref í þá átt og enda þótt hún sé flokkuð sem barna- bók hugsaði ég hana ekki síður fyrir fullorðna en börn þar sem hún kenn- ir okkur að búa í sátt og samlyndi við náungann og umhverfið.“ roald@frettabladid.is BRYNDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR: HLAUT ÍSLENSKU BARNABÓKAVERÐLAUNIN 2011 Stríð í óvenjulegu ljósi STOLT Bryndís Björgvinsdóttir er handhafi Íslensku barnabókaverðlaunanna 2011 fyrir bók sína Flugan sem stöðvaði stríðið. Þórarinn Már Baldursson myndskreytti bókina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórhildur Stefánsdóttir frá Vestmannaeyjum, sem lést þriðjudaginn 20. september, var jarðsungin frá Grafarvogskirkju 26. september í kyrrþey. Fyrir hönd ástvina, Ólafur og Stefán Tryggvasynir. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Forlagið standa fyrir fundaröð um mál- efni flóttamanna og stöð- una í Mið-Austurlöndum um þessar mundir. Tilefnið er útkoma bókarinnar Ríkis- fang: Ekkert en þriðji fyrir- lesturinn í þessari röð fer fram í dag. Á fundinum mun Ingi- björg Broddadóttir, varafor- maður flóttamannanefndar, segja frá ferðum sínum með íslensku sendinefndinni sem fer á vettvang og tekur viðtal við flóttamenn. Þá mun Krist- ján Sturluson, framkvæmda- stjóri Rauða kross Íslands, fjalla um stöðu flóttafólks. Fundarstjóri er Ragna Árna- dóttir, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. Meðal annars verður velt upp þeirri spurningu hvernig ríki velji þá flóttamenn sem þau vilja. Hvernig velja ríki flóttafólk? FYRIRLESTUR Í ODDA Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, er meðal ræðumanna í dag. ÞORSTEINN ERLINGSSON (1858-1914) ljóðskáld lést þennan dag. „Mig langar að sá enga lygi þar finni, sem lokar að síðustu bókinni minni.” Breska hljómsveitin The Beatles kom laginu Hey Jude í fyrsta sæti breska vinsældalistans á þessum degi árið 1968. Lagið var það lengsta sem hefur náð fyrsta sæti listans, sjö mínútur að lengd, og það met stendur enn. Smáskífan seldist í átta milljónum eintaka næstu árin á eftir. Paul McCartney samdi lagið um það leyti sem John Lennon var að skilja við konu sína Cynthiu. Upphaflega byrjaði lagið á orðunum Hey Jules en ekki Hey Jude og átti McCartney þar við son þeirra Johns og Cynthiu, Julian. Með laginu vildi hann hugga drenginn, sem tók skilnaðinum afar illa. ÞETTA GERÐIST: 28. SEPTEMBER 1968 Bítlarnir koma Hey Jude á toppinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.