Fréttablaðið - 28.09.2011, Page 25

Fréttablaðið - 28.09.2011, Page 25
Áfangastaðir: DUBAI – OMAN - JÓRDANÍA – SAFAKA – SHARM EL SHEIKH – ALEXANDRIA - RÓM á mann m.v. 2 fullorðna í innri klefa* Innifalið: Flug til London og Dubai og frá Róm til Íslands um Kaupmannahöfn. Gisting í tvær nætur á Movenpick Hotel Deira í Dubai með morgunverði. Hálfs dags skoðunarferð um Dubai. Skemmtisigling með fullu fæði og afþreyingu í 15 nætur. Þjórfé um borð í skipinu. Allar ferðir milli flugvalla, hótela og skips. Ferðaskrifstofa 18 DAGAR AF ÆVINTÝRUM, FRAMANDI ÁFANGASTÖÐUM OG ALGJÖRUM LÚXUS! FERÐIR MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011 Það er ánægjulegt að segja frá því að við upplifum aukna eftirspurn á þessu ári,“ segir Þorsteinn Guðjónsson, for- stjóri Úrvals-Útsýnar. „Það eru þessar hefðbundnu sólarferð- ir, til Tenerife og Kanarí, skíða- ferðirnar eru á svipuðu róli enda ákveðinn kjarni sem sækir þær, en mesta aukningin er í borg- arferðunum. Þar er um að ræða helgarferðir sem duttu nánast út eftir hrunið en eru að detta inn aftur bæði hjá einstaklingum og hópum. Dublin nýtur mikilla vin- sælda og önnur skemmtileg borg steinsnar frá London er Brighton, sem er virkilega vinsæl hjá okkur núna í haust, enda mjög lifandi og skemmtileg borg.“ Aðventu- ferðir njóta einnig sí aukinna vin- sælda að sögn Þorsteins. „Við bjóðum upp á ferðir til Dres- den og Kaupmannahafnar í jóla- undirbúningnum og svo er það orðin hefð hjá mörgum þegar nær dregur jólum að fara í innkaupa- ferð til New York.“ Annað sem Þorsteinn segir hafa komið skemmtilega á óvart er aukin eftirspurn eftir sigl- ingum. „Það er ekki bara bund- ið við Ísland, það hefur verið ágætis vöxtur í skemmtisigling- um undan farið og þá helst um Miðjarðar hafið og Karíba hafið. Miðja rða rha fsferði r na r er u þá oft menningartengdar, fólk leggur mikið upp úr skoðunar- ferðum á viðkomu stöðum, en ferðirnar í Karíbahafið eru meiri afslöppunar ferðir og snúast um að njóta lífsins. Miðjarðar hafið er vinsælla á sumrin, en ferðirnar í Karíbahafið eru allan veturinn og fram á vorið.“ Ferðir fyrir úrvalsfólk, 60 ára og eldra, eru feykivinsælar að sögn Þorsteins og aðsókn í þær alltaf að aukast. „Við erum með skipu- lagðar ferðir fyrir þennan hóp vor, haust og um vetur. Þessi hópur fer stækkandi, enda fólk alltaf að verða sprækara lengur fram eftir aldri. Þessi hópur hefur tímann og getur þannig lengt sumarið eða brotið niður mesta skamm- degið hér heima. Oft getum við boðið upp á hagstæðari ferðir fyrir þennan aldurshóp utan hins hefð- bundna ferðamannatíma og fólk virðist kunna vel að meta það.“ Ekki má gleyma golfferðunum en Þorsteinn segir eftirspurnina hafa aukist jafnt og þétt ár frá ári. „Við bjóðum upp á golf ferðir til Spánar og kappkostum eins og hægt er að vellirnir séu ekki langt frá flugvellinum, þannig að fólk eyði sem minnstum tíma í ferðir. Það er auðvitað þægilegt og gott fyrir golfarana að geta varið sem allra mestum tíma á vellinum. Fólk notar þessar ferðir til að lengja golftímabilið hér heima, þannig að eftirspurnin er mest á vorin og haustin, en við bjóð- um líka golfferðir til Tenerife og Taílands á veturna. Það er fastur kjarni sem fer alltaf til Taílands í febrúar og spilar golf. Annað sem tengist sporti er ferðirnar á leiki í enska boltanum, sem sífellt fleiri sækja í og hafa selst eins og heitar lummur nú í haust.“ Allar upplýsingar um ferðir Úrvals-Útsýnar er að finna á heimasíðunni www.uu.is. Borgir, siglingar, sól, golf og enski boltinn Úrval-Útsýn býður upp á fjölbreytt úrval ólíkra ferða í haust og vetur og eftirspurnin hefur tekið stóran kipp, að sögn Þorsteins Guðjónssonar forstjóra. Borgarferðir, golfferðir og skemmtisiglingar eru meðal þess sem í boði er. Eftirspurn eftir utanlandsferðum hefur tekið kipp undanfarið ár, að sögn Þorsteins Guðjónssonar, forstjóra Úrvals-Útsýnar. MYND/ANTON ÆVINTÝRIN GERAST Í ÖLPUNUM! Á hverju ári fara þúsundir Ís- lendinga í skíðaferðir í Alpana. Hvort sem um er að ræða gamlar skíðakempur eða fólk sem er að fara í fyrsta sinn á skíði finna allir brekkur við sitt hæfi. Skíðasvæðin þarna úti eru svo stór og fjöl- breytt að á einni viku nær maður að skíða meira en maður gerir á heilum vetri hér heima. Gott veður, nægan snjó, frábærar brekkur, ítalska matargerð og skemmtilegan félagsskap í heil- næmu fjallalofti Alpanna ættu allir að upplifa. Skíðaáfangastaðir Úrvals-Útsýnar í vetur eru Selva val Gardena og Madonna di Campiglio á Ítalíu, en þar eru ein glæsilegustu skíðasvæði heims og vinsælustu skíðaáfangastaðir Ís- lendinga undanfarin ár. Við höfum reynsluna og vitum hvernig þú vilt hafa skíðaferðina þína. BRIGHTON  „LITLA LONDON“ Úrval-Útsýn býður upp á spennandi helgarferðir til Brighton í Englandi í október. Brighton er oft kölluð „Litla London“, þar sem hún þykir bjóða upp á allt það sama og London nema að þar er allt smærra og huggulegra í sniðum. Í borginni eru sjarmerandi listamanna- hverfi þar sem marglituð hús, götumarkaðir, verslanir og götu- tónlistarmenn mynda einstaka stemningu. Einnig er að finna flottar verslunargötur þar sem hægt er að gera góð kaup. Ferða- langar hafa frjálsar hendur með það hvernig þeir verja tíma sínum í borginni, en ef þörf er á er Anna María Torfadóttir, sem þrautþekkir borgina, þeim til halds og trausts. Kynningarblað sólarferðir skíðaferðir rútuferðir ferðir innanlands köfun golfferðir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.