Fréttablaðið - 28.09.2011, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 28. september 2011 3
Icetrack ehf. - Umboðsaðili
ATZ
mtdekk.is
28”-38”
Söluaðilar:
Hljóðlát og endingargóð
Afgreiðslutímar í Sólningu, Smiðjuvegi
og Barðanum, Skútuvogi
Virka daga 8.00–18.00
Hankook vetrardekk
tryggja gott grip
allan veturinn við
síbreytilegar íslenskar
aðstæður.
Skútuvogi 2 | 104 Reykjav ík | S ími 568 3080Kópavogur, Smiðjuvegi 68–70 | Sími 544 5000
Njarðvík, Fitjabraut 12 | Sími 421 1399
Selfoss, Eyrarvegur 33 | Sími 482 2722
SÓLNING
www.solning.is www.bardinn.is
Steve Mattin, fyrrverandi yfirhönnuður hjá Volvo, hefur verið ráðinn
til Lada-verksmiðjanna í Rússlandi en Lada, sem hefur verið í mikilli
lægð, ætlar að setja 20 nýjar gerðir á markað næstu fimm árin.
„Þetta er klárlega það
fullkomnasta sinnar teg-
undar á öllu landinu og
á eftir að gjörbylta bæði
ökukennslu og aksturs-
íþróttum,“ hefur Björg-
vin Ólafsson hjá Bíla-
klúbbi Akureyrar að
segja um nýtt ökugerði
sem verið er að leggja
lokahönd á á landsvæði
félagsins ofan Akureyrar. Stefnt
er að því að taka ökugerðið í notk-
un í næsta mánuði.
Að sögn Björgvins verður í
ökugerðinu að finna þær ólíku
aðstæður sem ökumenn geta
ratað í allan ársins hring og
reynslan af notkun þess því ómet-
anleg. „Þarna geta þeir spreytt
sig á tíu metra breiðum og hundr-
að metra löngum, beinum hálku-
brautum og hálkubrautum í
beygjum sem er verið að leggja
um þessar mundir. Svo er 700-750
metra malbikaður hringur til að
keyra eftir, malarbrautir, velti-
bíll og fólk getur fengið að prófa
beltasleða sem gefur raunsanna
mynd af árekstri við 20 kílómetra
hraða. Hann sýnir að þótt hraðinn
sé lítill er höggið ótrúlegt. Þessir
möguleikar eru hvergi allir fyrir
hendi annars staðar á landinu.“
Björgvin segir ökugerðið upp-
fylla alla staðla sem Umferðar-
stofa setur. Til byrja með geti
ungir ökumenn hlotið eldskírn
sína á svæðinu áður en fullt öku-
skírteini er gefið út. „Það
er í takt við nýja reglu-
gerð sem var gefin út á
síðasta ári og skyldar öku-
nema til að sækja ökutíma
í ökugerði. Akureyrarbær
hefur fram að þessu verið
með undanþágu frá henni
sökum aðstöðuleysis. Með
þessu breytist það,“ upp-
lýsir hann.
Hann segir svo til standa að
stækka og bæta aðstöðuna er
fram líða stundir. „Ökugerðið
sem fyrirtækið Ökugerði Akur-
eyrar leigir í samstarfi við öku-
kennara og síðan spyrnubrautin
og torfærusvæðið sem fyrir eru,
eru raunverulega fyrsta skrefið í
alvöru akstursíþróttasvæði Bíla-
klúbbsins. Við erum að vinna að
fjármögnun 3,2 kílómetra kapp-
akstursbrautar sem til stendur að
leggja og verður vonandi til innan
tveggja til þriggja ára.“
Í sumar stóð Bílaklúbbur Akur-
eyrar fyrir svokölluðum „drift“-
og „burnout“-keppnum á svæð-
inu. Með tilkomu nýju brautanna
segir Björgvin hægt að taka inn
stærri bíla á svæðið auk þess sem
boðið verði upp á umfangsmeiri
viðburði. „Á næsta ári verður hér
stór og svakaleg torfærukeppni,
Fia Nes, sem er samstarfs-
verkefni Norðurlanda og Eystra-
saltsríkja,“ segir Björgvin og
lofar góðra skemmtun.
roald@frettabladid.is
Nýtt ökugerði
fyrir norðan
Verið er að leggja lokahönd á nýtt ökugerði ofan Akureyrar. Það full-
komnasta á landinu, segir Björgvin Ólafsson hjá Bílaklúbbi Akureyrar.
Verið er að leggja lokahönd á ökugerði á landsvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Björgvin Ólafsson
Nýja XV gerðin af Subaru er væntanleg til landsins eftir áramót. Subaru XV
verður fjórhjóladrifinn með þverliggjandi Boxer-vél og sítengt aldrif eins og
tíðkast hefur í Subaru í fjölda ára. Hæð undir lægsta punkt er 22 cm.
XV er með nýja og endurbætta 2,0 lítra bensín vél sem er 148 hestöfl og
talin ein sú sparneytnasta í sínum stærðarflokki eða nálægt 5,5 lítrum á
hverja 100 km. Subaru XV verður einnig hægt að fá með Boxer-dísilvél og
beinskiptingu og þá er hann sagður eyða 4,7 lítrum á hverja 100 km.
Subaru XV er með nýrri stiglausri CVT-sjálfskiptingu sem hefur verið
endur hönnuð sérstaklega fyrir XV-bílinn með það að leiðarljósi að nýta elds-
neytið sem best. Sjálfskiptur XV er með 60:40 (framan/aftan) afldreifingu á
milli fram- og afturhjóla sem gerir aksturinn stöðugan. VDC (Vehicle Dyna-
mic Control) stöðugleikastýring er einnig staðalbúnaður í nýja bílnum.
Til að spara eldsneyti er XV með start/stop-tæknibúnað sem drepur á vél-
inni um leið og bíllinn stoppar og ræsir hana síðan strax aftur þegar stigið er
á eldsneytisgjöfina.
Nýr Subaru væntanlegur
NÝR SUBARU CV MEÐ SPARNEYTNARI VÉL VAR KYNNTUR Á BÍLASÝN-
INGU Í FRANKFURT. HANN ER VÆNTANLEGUR TIL LANDSINS EFTIR
ÁRAMÓT.
Hér má sjá hvernig svæðið kemur til með að líta endanlega út. MYND/TEIKN Á LOFTI
Subaru XV