Fréttablaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 28. september 2011 25 Hljómsveitin Nóra hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir Bringsmala skotta og er for- smekkurinn af því sem koma skal. Sveitin hefur nú hafið upp- tökur á annarri plötu sinni sem áætlað er að komi út snemma á næsta ári. Nóra gaf út sína fyrstu plötu, Er einhver að hlusta?, í júní á síðasta ári. Nýr trommu- leikari hefur gengið til liðs við hljómsveitina, eða Óskar Kjartans son sem hefur trommað með balkanrokksveitinni Orphic Oxtra. Hægt er að hlusta á nýja lagið á slóðinni Listen.noramusic. is og á Gogoyoko.com. Nóra gefur út nýtt lag NÝTT LAG Hljómsveitin Nóra hefur gefið út lagið Bringsmalaskotta. Tveir bestu skákmenn heims mættust árið 1972 í Reykjavík og háðu það sem hefur verið kallað „skákeinvígi aldarinnar“. Þetta voru Rússinn Boris Spasskí, sem þá var ríkjandi heims meistari, og Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer. Í tæpa tvo mánuði var Ísland í brennidepli í erlendum fjölmiðlum. Áhuginn fyrir ein- víginu var gríðarlegur, enda þótti rimman táknræn fyrir valdatafl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins. Hinn sérvitri Fischer eyddi síðustu árum ævi sinnar hér á landi og heimildarmyndin Bobby Fischer Against the World varpar ljósi á þennan þjáða skáksnilling. Einvíginu í Reykjavík eru gerð góð skil og gaman er fyrir Íslendinga að skyggnast aftur til ársins 1972, en þá leit Reykjavík töluvert öðru- vísi út. Myndin er vel gerð og ekki er nauðsynlegt að kunna að tefla til að hrífast með. Fischer var stór- merkilegur karakter og mann þyrstir í að vita meira. Var Fischer viljandi að reyna að taka Spasskí á taugum eða var hann einfald- lega spinnegal? Titill myndar- innar gefur til kynna að Fischer hafi verið í sífelldu stríði við um- heiminn en raunin var sú að hans erfiðasti andstæðingur var ávallt hann sjálfur. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Vönduð og skemmtileg heimildarmynd, hvort sem þú kannt mannganginn eða ekki. Fischer gegn Fischer Bíó ★★★★ Bobby Fischer Against the World Leikstjóri: Liz Garbus Sýnd á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík Tónlist ★★★ Russian Bride Varsjárbandalagið Húmor og gleði Eins og nafnið bendir til leikur hljómsveitin Varsjárbandalagið þjóðlagatónlist frá Austur-Evrópu. Á Russian Bride eru nokkur þjóðlög, þrjú frumsamin lög og tvö sígild íslensk popplög klædd í nýjan búning. Það er færeyska útgáfan Tutl sem gefur út. Þetta er skemmtileg tónlist og örugglega ennþá skemmti- legra að spila hana heldur en að hlusta. Það er létt stemning og húmor yfir Russian Bride. Í titillaginu, sem gestasöngkonan Hera Björk syngur, er fjallað á skondinn hátt um rússnesku eiginkonuefnin sem eru auglýst úti um allt á netinu. Útsetningin á Stolt siglir fleyið mitt (sem byrjar á Ísland farsæla frón) ber líka kímnigáfu sveitarinnar gott vitni. Á heildina litið er Russian Bride ágætis plata en næst ættu meðlimir að leggja meiri áherslu á frumsamið efni. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Austur-evrópsk þjóðlagatónlist krydduð með íslenskum húmor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.