Fréttablaðið - 28.09.2011, Side 50

Fréttablaðið - 28.09.2011, Side 50
28. september 2011 MIÐVIKUDAGUR30 sport@frettabladid.is Þjálfaranámskeiðs 1. stigs Frjálsíþróttasambandið býður upp á alþjóðlegt þjálfaranámskeið á 1. stigi í haust. Þetta námskeið er einkum ætlað þjálfurum sem sinna börnum og unglingum, en einnig þeim sem sinna almennri þjálfun í sínum félögum. Námskeiðið verður kennt í þremur áföngum, sem hér segir: 1. 30. sept. til 2. okt. 2. 14. – 16. okt. 3. Ákv. í samráði við þátttakendur. Fyrstu helgina verður m.a. farið yfir grunnatriði námskeiðsins, Krakkafrjálsar (Kids Athletics), almenn atriði þjálfunar og uppbyggingu íþróttamannsins, vöxt og þroska. Aðra helgi verður farið í grunnatriði í einstökum greinum og þriðju helgina verður m.a. varið til verklegrar þjálfunar. Námskeiðinu lýkur með prófi og einstaklingsviðtölum. Námskeiðið eru hluti af fræðsluáætlun Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF) og heitir Coaches Education and Certification System, (CECS) og veitir þátttaka í námskeiðinu alþjóöleg þjálfararéttindi. Kennsla fer fram í Laugardal í Reykjavík og hefst kl. 18 nk. föstudag í sal C í Íþróttamiðstöð ÍSÍ, Engjavegi 4. Námskeiðs- gjald er kr. 25.000 og eru kennslugögn innifalin. Áhugasamir skrái sig á fri@fri.is sem fyrst. Nánari upplýsingar eru einnig veittar í þetta netfang. ÞÓR/KA mætir í dag þýska stórliðinu Turbine Potsdam í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna á Þórsvelli á Akureyri klukkan 16.15. Potsdam vann keppnina árið 2010 og komst svo aftur í úrslitaleikinn í fyrra. Liðin mætast svo í síðari leik liðanna ytra í næstu viku. Leikir kvöldsins E-riðill 18.45 Valencia - Chelsea Sport & HD 18.45 Bayer Leverkusen - Genk F-riðill 18.45 Arsenal - Olympiakos Sport 3 18.45 Marseille - Dortmund G-riðill 16.00 Zenit St. Pétursborg - Porto 18.45 Shakhtar Donetsk - APOEL H-riðill 18.45 BATE - Barcelona Sport 4 (ólæst) 18.45 AC Milan - Viktoria Plzen FÓTBOLTI Átta leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verða mörg stórlið evrópskrar knattspyrnu í eldlínunni. Arsenal er nú komið á smá skrið eftir 3-0 sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og getur í kvöld gert enn betur með sigri á Olympiakos í Meistaradeild Evrópu. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, mætir þó með vængbrot- ið lið til leiks því að þeir Gervinho, Laurent Koscielny og Theo Wal- cott, sem var frábær gegn Bolton, missa allir af leiknum í kvöld vegna meiðsla. Einnig var staðfest í gær að Jack Wilshere yrði frá í minnst fjóra mánuði eftir að hafa gengið undir aðgerð á ökkla. Alls eru fjórir leik- menn Arsenal til viðbótar enn frá vegna meiðsla og því ljóst að það getur enn brugðið til beggja vona fyrir þá rauðklæddu í kvöld. Hitt Lundúnaliðið í Meistara- deildinni, Chelsea, fær erfitt verkefni í kvöld því liðið mætir Valencia á útivelli. Juan Mata, sem var keyptur til Chelsea í síð- asta mánuði, snýr því aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld. Valencia gerði óvænt jafntefli við Genk í síðustu umferð og reiknar André Villas-Boas, stjóri Chelsea, því með erfiðum leik í kvöld. „Ég átt von á því að Valencia myndi vinna þann leik. Þeir ætla sér því sigur í kvöld en það er líka ljóst að sigur myndi setja okkur í mjög þægilega stöðu í riðlinum.“ Barcelona og AC Milan mæta bæði veikari andstæðingum í kvöld en það eru góðar fréttir fyrir síðarnefnda liðið að Zlatan Ibrahimovic er aftur orðinn leik- fær eftir meiðsli. Milan hefur verið í framherjaveseni þar sem þeir Pato og Robinho eru báðir meiddir. Gamla brýnið Pippo Inzaghi er heill en hann er ekki á leikmannalista liðsins í Meistara- deildinni. - esá Annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld: Enn lengist meiðslalisti Arsenal FÆR JAPANINN SÉNS? Arsene Wenger ræðir hér við hinn átján ára Ryo Miyaichi á æfingu Arsenal í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL Bayern München - Manchester City 2-0 1-0 Mario Gomez (38.), 2-0 Mario Gomez (45.), Napoli - Villarreal 2-0 1-0 Marek Hamšík (14.), 2-0 Edinson Cavani, víti (17.) STAÐAN Bayern M. 2 2 0 0 4-0 6 Napoli 2 1 1 0 3-1 4 Man. City 2 0 1 1 1-3 1 Villarreal 2 0 0 2 0-4 0 B-RIÐILL CSKA Moskva - Inter 2-3 0-1 Lúcio (6.), 0-2 Giampaolo Pazzini (23.), 1-2 Alan Dzagoev (48.), 2-2 Vágner Love (77.), 2-3 Mauro Zárate (78.). Trabzonspor - Lille 1-1 0-1 Moussa Sow (31.), 1-1 Gustavo Colman (75.). STAÐAN Trabzonspor 2 1 1 0 2-1 4 Inter 2 1 0 1 3-3 3 Lille 2 0 2 0 3-3 2 CSKA Moskva 2 0 1 1 4-5 1 C-RIÐILL Manchester United - Basel 3-3 1-0 Danny Welbeck (16.), 2-0 Danny Welbeck (17.), 2-1 Fabian Frei (58.), 2-2 Alexander Frei (60.), 2-3 A. Frei (76.), 3-3 Ashley Young (90.). Otelul Galati - Benfica 0-1 0-1 Bruno César (40). STAÐAN Basel 2 1 1 0 5-4 4 Benfica 2 1 1 0 2-1 4 Man. United 2 0 2 0 4-4 2 Otelul Galati 2 0 0 2 1-3 0 D-RIÐILL Lyon - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Bafetimbi Gomis (23.), 2-0 Bakari Koné (42.) Real Madrid - Ajax 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (25.), 2-0 Kaká (41.), 3-0 Karim Benzema (49.) STAÐAN Real Madrid 2 2 0 0 4-0 6 Lyon 2 1 1 0 2-0 4 Ajax 2 0 1 1 0-3 1 Dinamo Zagreb 2 0 0 2 0-3 0 ÚRSLIT HANDBOLTI Krzysztof Lijewski tryggði í gærkvöld Rhein-Neckar Löwen nauman sigur á Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta með því að skora sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru til leiksloka. Lokatölur voru 26-25 og er Löwen með átta stig eftir sex leiki í þriðja sæti deildarinnar. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Löwen, sem hefur lent í ýmsum vandræðum í upphafi leiktíðar, en liðið náði þó að inn- byrða góðan sigur á útivelli í gær þó svo að það hafi staðið tæpt. Löwen hafði undirtökin í leikn- um lengst af en fimm mínútum fyrir leikslok náði Lemgo að jafna í stöðunni 22-22. Var jafnt á öllum tölum eftir það en Lijewski skoraði sem fyrr segir markið mikilvæga sem tryggði Löwen stigin tvö. Róbert Gunnarsson komst ekki á blað að þessu sinni hjá Löwen. Zarko Sesum var markahæstur hjá liðinu með sjö mörk. - esá Þýski handboltinn í gær: Naumur sigur Löwen á Lemgo FAGNAÐ Leikmenn Rhein-Neckar Löwen stigu sigurdans í gær. NORDICPHOTOS/BONGARTS FÓTBOLTI Fyrir aðeins tveimur árum lenti svissneska liðið Basel í tómu basli með KR í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Í gær fór Basel á Old Trafford og var hárs- breidd frá því að vinna 3-2 sigur. Aðeins skallamark Ashley Young á 90. mínútu kom í veg fyrir það. Hitt Manchester-liðið, City, mætti ofjörlum sínum þegar Bayern München vann öruggan 2-0 sigur í leik liðanna í Þýskalandi. Einn Íslendingur var í eld- línunni í Meistaradeildinni í gær; Kolbeinn Sigþórsson lék allan leik- inn er lið hans, Ajax Amsterdam, tapaði fyrir Real Madrid á útivelli, 3-0. Ajax byrjaði þó ágætlega í leikn- um og var Christian Eriksen ekki langt frá því að koma liðinu yfir strax á fyrstu mínútu með föstu skoti sem Iker Casillas varði. Kol- beinn átti stuttu síðar fast skot yfir mark heimamanna. Madrídingar sýndu þó fljótlega hversu öflugir þeir eru í sóknar- leik og gerðu í raun út um leikinn með tveimur flottum mörkum í fyrri hálfleik. Cristiano Ronaldo var lykilmaður í báðum mörk- unum; hann skoraði það fyrra og lagði það síðara upp fyrir Kaka. Karim Benzema tryggði síðan Real endanlega sigur er hann skor- aði þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks. Kolbeinn fékk úr mjög litlu að moða í síðari hálfleik en spilaði þó allan leikinn. Það er ljóst að ekki verður við hann sakast enda sýndu Madrídingar í gær allar sínu bestu hliðar. Skelfilegur varnarleikur Í Manchester virtist Danny Welbeck hafa gert út um leikinn með tveimur mörkum á tveim- ur mínútum þegar um stundar- fjórðungur var liðinn af leiknum gegn Basel. Þeir svissnesku óðu hins vegar í færum allan leikinn og því var það aðeins tímaspursmál hvenær þeir kæmust á blað. Það gerðist snemma í seinni hálfleik er Fabien Frei skoraði með skoti í stöngina og inn. Alexander Frei jafnaði síðan metin stuttu síðar áður en hann kom Basel yfir með marki úr vítaspyrnu þegar stundar- fjórðungur var eftir af leiknum. Ashley Young bjargaði sem fyrr segir andliti United seint í leikn- um en það er ljóst að Alex Fergu- son, stjóri United, hefur verk að vinna því varnarleikur liðsins var hreinlega afleitur í leiknum. Rio Ferdinand átti skelfilegan dag og hinn ungi Phil Jones lærði dýr- mæta lexíu um að spila í Meistara- deildinni. „Við vorum kærulausir,“ sagði Ferguson. „Einbeitingarleysi reyndist okkur dýrkeypt og verður bæði vörn og miðja að standa sig betur hvað það varðar. Það er fer- legt að fá á sig þrjú mörk á heima- velli en okkur tókst þó að bjarga þessu í lokin.“ Tevez neitaði að spila Bayern München var afar sann- færandi gegn Manchester City í gær. Eftir ágæta byrjun þeirra ensku tók Bayern öll völd í leiknum og tryggði sér sigur með tveimur mörkum frá Mario Gomez. En það var það sem gerðist í síðari hálfleik sem stal senunni. Carlos Tevez neitaði að koma inn á sem varamaður og var knatt- spyrnustjóri City, Roberto Manc- ini, fokillur eftir leikinn. „Ég get ekki sætt mig við það að einn leikmaðurinn neiti að koma inn á,“ sagði Mancini við fjölmiðla. „Ég vildi setja hann inn á en hann neitaði. Þetta er afar slæm staða fyrir mig. Hvað mig varðar er hann búinn að vera. Hann er búinn að vera. Getur þú ímyndað þér ef leikmaður Bayern, Milan eða Manchester United hefði hagað sér svona?“ Tevez hefur lengi verið óham- ingjusamur í Manchester og er afar ólíklegt að hann spili aftur í treyju City eftir þetta. „Ég hef verið fagmannlegur síðasta árið. Ég var markahæsti leikmaður liðs- ins undanfarið ár. En ég hef greint frá þeirri skoðun minni að ég vil fara frá félaginu af fjölskyldu- ástæðum. Ég reyni samt að gera mitt besta.“ eirikur@frettabladid.is Varnarleikur United hrundi Basel frá Sviss gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk gegn Manchester United á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í gær. Kolbeinn Sigþórsson lék með Ajax í 3-0 tapleik gegn Real Madrid á útivelli og Carlos Tevez stal senunni í München. STUTT FRÁ SIGRI Leikmenn Basel fagna einu marka sinna gegn Manchester United á Old Trafford í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY Á SPJALLI Carlos Tevez ræðir við Patrick Vieira eftir leik City í Þýskalandi í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.