Fréttablaðið - 30.09.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 30.09.2011, Síða 12
30. september 2011 FÖSTUDAGUR12 Notaðu Nicky þegar þú ert búinn! UMHVERFISMÁL Íslenskt atvinnulíf hefur fjölmörg sóknarfæri á sviði grænnar atvinnusköpunar. Þetta er niðurstaða nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í gær. „Það er kannski meginniður- staða nefndarinnar að það er ekki svo að við getum litið á umhverfis- v e r n d o g atvinnusköpun sem andstæð- ur,“ sagði Skúli Helgason, þing- maður Sam- fylkingarinnar, á blaðamanna- fundi í gær, en hann veitti nefndinni for- mennsku. „Við teljum að það séu allar forsendur til staðar til að Ísland geti skipað sér í fremstu röð þjóða sem grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálf- bærni,“ sagði Skúli. Í skýrslunni eru kynntar 48 til- lögur um eflingu græna hagkerfis- ins. Í framhaldinu er stefnt að því að leggja fram þingsályktunar- tillögu um aðgerðaáætlun sem byggir á tillögunum. Nefndin leggur áherslu á að stjórnvöld stuðli að þróun græns hagkerfis með hagrænum hvötum og örvun fjárfestingar í vistvænni atvinnustarfsemi, en ekki með boðum og bönnum. Þá er stefnt að því að hið opinbera verði fyrir- mynd þegar kemur að vistvænum starfsháttum. Af tillögunum má nefna að svo- kallaður framfarastuðull (GPI), sem tekur meðal annars tillit til þess þegar gengið er á takmark- aðar auðlindir, verði framveg- is reiknaður fyrir íslenska hag- kerfið og birtur samhliða vergri landsframleiðslu. Þá verði hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkis- ins aukið verulega á næstu árum og í auknum mæli stuðst við meng- unargjöld til tekjuöflunar ríkisins. Þó án þess að heildarskattheimta aukist. Auk Skúla sátu í nefndinni þing- mennirnir Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmund- ur Steingrímsson, sem tók sæti í nefndinni fyrir hönd Framsóknar- flokksins en er nú óháður þing- maður. Aðrir nefndarmenn voru Arna Lára Jónsdóttir og Dofri Hermannsson fyrir Samfylk- inguna, Bergur Sigurðsson og Sal- vör Jónsdóttir fyrir Vinstri græna, Guðmundur Ragnar Guðmunds- son fyrir Hreyfinguna, og Guðný Káradóttir fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Í bókunum sem fylgja skýrsl- unni gerði Illugi fyrirvara við nokkrar af tillögum nefndarinn- ar. Á blaðamannafundinum sagði hann fyrirvarana þó ekki snerta þá grunnhugsun sem lægi að baki skýrslunni. Auk þess bókaði Guð- mundur Ragnar að hann hefði vilj- að sjá meira afgerandi tillögur frá nefndinni. magnusl@frettabladid.is Græna hagkerfið verður eflt Þverpólitísk nefnd kannaði sóknarfæri íslensks atvinnulífs á sviði grænnar atvinnusköpunar. Nefndin leggur til að efling slíkrar starfsemi verði forgangsverkefni í atvinnustefnu stjórnvalda. 48 tillögur kynntar. SKÚLI HELGASON GRÆNT HAGKERFI Meðal tillagna nefndarinnar er að Ísland verði kynnt sem grænt hagkerfi fyrir kaupendum vöru og þjónustu, fjárfestum og ferðamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við teljum að það séu allar forsendur til staðar til að Ísland geti skipað sér í fremstu röð þjóða sem grænt hagkerfi ... SKÚLI HELGASON ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR DANMÖRK „Þetta verður búið þegar það er búið,“ hafa dansk- ir fjölmiðlar eftir Helle Thorn- ing-Schmidt, leiðtoga danska Sósíaldemókrataflokksins, sem talin er langt komin með stjórnarmyndunar viðræður við hina flokka vinstri blokkarinnar. Leiðtogar Sósíalíska þjóðar- flokksins og Róttæka flokksins, sem nú er talið að myndi stjórn með sósíaldemókrötum, vildu heldur ekkert láta eftir sér hafa um gang viðræðnanna. Samkvæmt frásögn Jótlands- póstsins virðast sósíaldemókratar og sósíalistar ætla, að kröfu Rót- tæka flokksins, að falla frá áform- um sínum um nýjan hátekjuskatt. Í staðinn sættir Róttæki flokk- urinn sig við að strangar kröfur til innflytjenda verði áfram við lýði, meðal annars 24 ára reglan umdeilda, sem kveður á um að útlendingur, sem gengur í hjóna- band með Dana, þurfi að vera 24 ára hið minnsta til að fá dvalar- leyfi í Danmörku á grundvelli hjónabandsins. Einingarlistinn, sem er lengst til vinstri allra dönsku stjórnmála- flokkanna, er engan veginn sátt- ur við þessa niðurstöðu um brott- hvarf hátekjuskattsins. Í gær var talað um að lending- in yrði tveggja eða þriggja flokka minnihlutastjórn, nefnilega stjórn sósíaldemókrata og sósíalista með stuðningi Einingarflokksins og annaðhvort stuðningi eða beinni aðild Róttæka flokksins. Danska þingið kom saman í gær í fyrsta sinn frá kosningum, en þingfundurinn stóð aðeins í hálfa aðra mínútu. Aðeins tvö mál voru á dagskrá: Mogens Lykketoft, fyrr- verandi leiðtogi danska Sósíal- demókrataflokksins, var kjörinn þingforseti og kosið var í nefnd til að fara yfir úrslit kosninganna. - gb Minnihlutastjórnar í burðarliðnum í Danmörku: Hátekjuskatturinn varla lengur í myndinni HELLE THORNING-SCHMIDT Segir fátt við fjölmiðla um stjórnarmyndunarviðræð- urnar, sem þó virðast nálgast lokastig. NORDICPHOTOS/AFP EFST Á SÚLUNNI Þessa dagana eru menn að kanna skemmdir sem urðu á Washington-minnismerkinu, súlunni stóru í Washington-borg, þegar jarð- skjálfti varð þar í ágúst. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Lausasölulyf voru oftast ódýrust í Garðsapóteki við Sogaveg þegar verðlagseftirlit ASÍ gerði könnun í apótekum á mánudaginn. Oftast voru lyf dýrust í Árbæjar- apóteki í Hraunbæ. ASÍ kannaði verð á 36 algengum lausasölulyfjum, lyfjum sem seld eru án lyfseðils. Í tuttugu tilvikum af þessum 36 var verðið lægst hjá Garðsapóteki og í tuttugu tilvikum var það dýrast hjá Árbæjarapóteki. Mestur verðmunur reyndist vera á verkjalyfinu Panodil, sem kost- aði mest 654 krónur í Austurbæjar- apóteki í Ögurhvarfi og minnst 339 krónur í Apótekinu á Akureyri. Verðmunurinn var 93 prósent. 90 prósenta verðmunur var á forða- töflunum Duroferon, sem kost- uðu mest 931 krónu hjá Lyfjum og heilsu í Reykjanesbæ en voru ódýr- astar hjá Garðsapóteki á 490 krón- ur. Verðlagseftirlit ASÍ fór í apótek víðsvegar á landinu og heimsóttu eina verslun í hverri keðju. Ólafs- víkurapótek neitaði þátttöku í könnuninni. - þeb 93 prósenta verðmunur er á Panodil eftir apótekum samkvæmt könnun ASÍ: Oftast ódýrast í Garðsapóteki LYF Verð á 36 tegundum af lausa- sölulyfjum var kannað síðastliðinn mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SVÍÞJÓÐ Vistvæni landbúnaðurinn í Svíþjóð verður æ háðari nær- ingarefnum sem upprunalega koma frá hefðbundnum búskap. Í einum algengasta áburðinum er meðal annars beinamjöl frá dönskum svínabúum, að því er sænska ríkisútvarpið grein- ir frá. Áður en nota má beina- mjölið verður þó að dauðhreinsa það til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Lars Hällbom hjá samtökum fyrirtækja sem stunda vistvæna ræktun segir menn vona að í framtíðinni verði hægt að nota næringu úr skólpi. Samkvæmt núgildandi lögum Evrópusam- bandsins sé hins vegar bannað að nota skólp sem áburð við vist- væna ræktun. - ibs Vistvæn ræktun í Svíþjóð: Nota beinamjöl frá svínabúum SVÍN Mjöl sem unnið er úr beinum úr svínum er notað í vistvænan landbúnað. FÉLAGSMÁL Nú eru 50 ár liðin frá því fyrstu skiptinemarnir og sjálf- boðaliðarnir fóru á vegum Alþjóð- legra ungmennaskipta (AUS) til útlanda. Í tilefni að hálfrar aldar afmæli samtakanna efna AUS til hátíðar laugardaginn 1. október næstkomandi. Í tilkynningu frá AUS segir að á þessum 50 árum hafi hundruð Íslendinga farið utan með sam- tökunum og annar eins fjöldi erlendra ungmenna komið til Íslands. Athöfnin hefst í Ráðhús- inu klukkan 13. - sv AUS heldur hátíð á laugardag: Fagnar 50 ára afmæli sínu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.