Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 12
30. september 2011 FÖSTUDAGUR12 Notaðu Nicky þegar þú ert búinn! UMHVERFISMÁL Íslenskt atvinnulíf hefur fjölmörg sóknarfæri á sviði grænnar atvinnusköpunar. Þetta er niðurstaða nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í gær. „Það er kannski meginniður- staða nefndarinnar að það er ekki svo að við getum litið á umhverfis- v e r n d o g atvinnusköpun sem andstæð- ur,“ sagði Skúli Helgason, þing- maður Sam- fylkingarinnar, á blaðamanna- fundi í gær, en hann veitti nefndinni for- mennsku. „Við teljum að það séu allar forsendur til staðar til að Ísland geti skipað sér í fremstu röð þjóða sem grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálf- bærni,“ sagði Skúli. Í skýrslunni eru kynntar 48 til- lögur um eflingu græna hagkerfis- ins. Í framhaldinu er stefnt að því að leggja fram þingsályktunar- tillögu um aðgerðaáætlun sem byggir á tillögunum. Nefndin leggur áherslu á að stjórnvöld stuðli að þróun græns hagkerfis með hagrænum hvötum og örvun fjárfestingar í vistvænni atvinnustarfsemi, en ekki með boðum og bönnum. Þá er stefnt að því að hið opinbera verði fyrir- mynd þegar kemur að vistvænum starfsháttum. Af tillögunum má nefna að svo- kallaður framfarastuðull (GPI), sem tekur meðal annars tillit til þess þegar gengið er á takmark- aðar auðlindir, verði framveg- is reiknaður fyrir íslenska hag- kerfið og birtur samhliða vergri landsframleiðslu. Þá verði hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkis- ins aukið verulega á næstu árum og í auknum mæli stuðst við meng- unargjöld til tekjuöflunar ríkisins. Þó án þess að heildarskattheimta aukist. Auk Skúla sátu í nefndinni þing- mennirnir Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmund- ur Steingrímsson, sem tók sæti í nefndinni fyrir hönd Framsóknar- flokksins en er nú óháður þing- maður. Aðrir nefndarmenn voru Arna Lára Jónsdóttir og Dofri Hermannsson fyrir Samfylk- inguna, Bergur Sigurðsson og Sal- vör Jónsdóttir fyrir Vinstri græna, Guðmundur Ragnar Guðmunds- son fyrir Hreyfinguna, og Guðný Káradóttir fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Í bókunum sem fylgja skýrsl- unni gerði Illugi fyrirvara við nokkrar af tillögum nefndarinn- ar. Á blaðamannafundinum sagði hann fyrirvarana þó ekki snerta þá grunnhugsun sem lægi að baki skýrslunni. Auk þess bókaði Guð- mundur Ragnar að hann hefði vilj- að sjá meira afgerandi tillögur frá nefndinni. magnusl@frettabladid.is Græna hagkerfið verður eflt Þverpólitísk nefnd kannaði sóknarfæri íslensks atvinnulífs á sviði grænnar atvinnusköpunar. Nefndin leggur til að efling slíkrar starfsemi verði forgangsverkefni í atvinnustefnu stjórnvalda. 48 tillögur kynntar. SKÚLI HELGASON GRÆNT HAGKERFI Meðal tillagna nefndarinnar er að Ísland verði kynnt sem grænt hagkerfi fyrir kaupendum vöru og þjónustu, fjárfestum og ferðamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við teljum að það séu allar forsendur til staðar til að Ísland geti skipað sér í fremstu röð þjóða sem grænt hagkerfi ... SKÚLI HELGASON ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR DANMÖRK „Þetta verður búið þegar það er búið,“ hafa dansk- ir fjölmiðlar eftir Helle Thorn- ing-Schmidt, leiðtoga danska Sósíaldemókrataflokksins, sem talin er langt komin með stjórnarmyndunar viðræður við hina flokka vinstri blokkarinnar. Leiðtogar Sósíalíska þjóðar- flokksins og Róttæka flokksins, sem nú er talið að myndi stjórn með sósíaldemókrötum, vildu heldur ekkert láta eftir sér hafa um gang viðræðnanna. Samkvæmt frásögn Jótlands- póstsins virðast sósíaldemókratar og sósíalistar ætla, að kröfu Rót- tæka flokksins, að falla frá áform- um sínum um nýjan hátekjuskatt. Í staðinn sættir Róttæki flokk- urinn sig við að strangar kröfur til innflytjenda verði áfram við lýði, meðal annars 24 ára reglan umdeilda, sem kveður á um að útlendingur, sem gengur í hjóna- band með Dana, þurfi að vera 24 ára hið minnsta til að fá dvalar- leyfi í Danmörku á grundvelli hjónabandsins. Einingarlistinn, sem er lengst til vinstri allra dönsku stjórnmála- flokkanna, er engan veginn sátt- ur við þessa niðurstöðu um brott- hvarf hátekjuskattsins. Í gær var talað um að lending- in yrði tveggja eða þriggja flokka minnihlutastjórn, nefnilega stjórn sósíaldemókrata og sósíalista með stuðningi Einingarflokksins og annaðhvort stuðningi eða beinni aðild Róttæka flokksins. Danska þingið kom saman í gær í fyrsta sinn frá kosningum, en þingfundurinn stóð aðeins í hálfa aðra mínútu. Aðeins tvö mál voru á dagskrá: Mogens Lykketoft, fyrr- verandi leiðtogi danska Sósíal- demókrataflokksins, var kjörinn þingforseti og kosið var í nefnd til að fara yfir úrslit kosninganna. - gb Minnihlutastjórnar í burðarliðnum í Danmörku: Hátekjuskatturinn varla lengur í myndinni HELLE THORNING-SCHMIDT Segir fátt við fjölmiðla um stjórnarmyndunarviðræð- urnar, sem þó virðast nálgast lokastig. NORDICPHOTOS/AFP EFST Á SÚLUNNI Þessa dagana eru menn að kanna skemmdir sem urðu á Washington-minnismerkinu, súlunni stóru í Washington-borg, þegar jarð- skjálfti varð þar í ágúst. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Lausasölulyf voru oftast ódýrust í Garðsapóteki við Sogaveg þegar verðlagseftirlit ASÍ gerði könnun í apótekum á mánudaginn. Oftast voru lyf dýrust í Árbæjar- apóteki í Hraunbæ. ASÍ kannaði verð á 36 algengum lausasölulyfjum, lyfjum sem seld eru án lyfseðils. Í tuttugu tilvikum af þessum 36 var verðið lægst hjá Garðsapóteki og í tuttugu tilvikum var það dýrast hjá Árbæjarapóteki. Mestur verðmunur reyndist vera á verkjalyfinu Panodil, sem kost- aði mest 654 krónur í Austurbæjar- apóteki í Ögurhvarfi og minnst 339 krónur í Apótekinu á Akureyri. Verðmunurinn var 93 prósent. 90 prósenta verðmunur var á forða- töflunum Duroferon, sem kost- uðu mest 931 krónu hjá Lyfjum og heilsu í Reykjanesbæ en voru ódýr- astar hjá Garðsapóteki á 490 krón- ur. Verðlagseftirlit ASÍ fór í apótek víðsvegar á landinu og heimsóttu eina verslun í hverri keðju. Ólafs- víkurapótek neitaði þátttöku í könnuninni. - þeb 93 prósenta verðmunur er á Panodil eftir apótekum samkvæmt könnun ASÍ: Oftast ódýrast í Garðsapóteki LYF Verð á 36 tegundum af lausa- sölulyfjum var kannað síðastliðinn mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SVÍÞJÓÐ Vistvæni landbúnaðurinn í Svíþjóð verður æ háðari nær- ingarefnum sem upprunalega koma frá hefðbundnum búskap. Í einum algengasta áburðinum er meðal annars beinamjöl frá dönskum svínabúum, að því er sænska ríkisútvarpið grein- ir frá. Áður en nota má beina- mjölið verður þó að dauðhreinsa það til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Lars Hällbom hjá samtökum fyrirtækja sem stunda vistvæna ræktun segir menn vona að í framtíðinni verði hægt að nota næringu úr skólpi. Samkvæmt núgildandi lögum Evrópusam- bandsins sé hins vegar bannað að nota skólp sem áburð við vist- væna ræktun. - ibs Vistvæn ræktun í Svíþjóð: Nota beinamjöl frá svínabúum SVÍN Mjöl sem unnið er úr beinum úr svínum er notað í vistvænan landbúnað. FÉLAGSMÁL Nú eru 50 ár liðin frá því fyrstu skiptinemarnir og sjálf- boðaliðarnir fóru á vegum Alþjóð- legra ungmennaskipta (AUS) til útlanda. Í tilefni að hálfrar aldar afmæli samtakanna efna AUS til hátíðar laugardaginn 1. október næstkomandi. Í tilkynningu frá AUS segir að á þessum 50 árum hafi hundruð Íslendinga farið utan með sam- tökunum og annar eins fjöldi erlendra ungmenna komið til Íslands. Athöfnin hefst í Ráðhús- inu klukkan 13. - sv AUS heldur hátíð á laugardag: Fagnar 50 ára afmæli sínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.