Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 30.09.2011, Blaðsíða 63
FÖSTUDAGUR 30. september 2011 35 25% AF JOHN FRIEDA HÁRVÖRUM Í OKTÓBER Kjúklingabollur í drekasósu www.ora.is ... einfalt, fljótlegt og go ! Smakkaðu nýjung frá ORA Kjúklingabollur í súrsætri sósu Hundrað og sextíu listamenn flytja rúmlega sextíu tónverk eftir rúmlega fimmtíu norræn tónskáld á Norrænum músíkdögum, sem verða settir í Hörpu 6. október næstkomandi. Á dagskránni eru fjórtán tónleikar, allt frá sinfóníutónleikum til kammer-, kór-, raf- og barnatónleika og meðal flytjenda eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput-hópurinn, Kammersveit Reykjavíkur og Aldubáran Sinfon- ietta frá Færeyjum og fjöldi þekktra einleikara, til dæmis Víkingur Heiðar Ólafsson, Einar Jóhannes- son, Anna Petrini og Eva Alkula. Fjöldi verka verður frumfluttur á hátíðinni, þar á meðal tónverk og hljóðgjörningar eftir þrjár íslenskar konur. Ragnhildur Gísladóttir, tónskáld og söngkona, Hafdís Bjarnadóttir, tónskáld og djassgítarleikari, og Sólrún Sumarliðadóttir, tón- skáld og sellóleikari úr hljómsveitinni Aaminu, koma fram saman í fyrsta sinn. Norrænir músíkdagar voru fyrst haldnir árið 1888. Í gegnum tíðina hafa sum af þekktustu tón- skáldum sögunnar fengið verk sín flutt í fyrsta sinn, til dæmis Sibelius og Grieg. Tónskáldafélag Íslands er aðalskipuleggjandi hátíðarinnar í nánu samstarfi við Norræna tónskáldaráðið. Hátíðin, sem stendur til 9. október, hefst með stórtónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og finnskra einleikara á harmónikku og fiðlu í Eld- borg. Við það tækifæri verður frumflutt verk eftir ungt íslenskt tónskáld, Einar Torfa Einarsson, sem pantað var sérstaklega vegna viðburðarins. Miðasala er hafin og má nálgast miða á tón- leikana í Hörpu og á midi.is. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á nordicmusicdays.is. Norrænir músíkdagar í næstu viku VÍKINGUR OG SINFÓNÍAN Bæði Víkingur Heiðar Ólafsson og Sinfóníuhljómsveit Íslands verða meðal flytjenda á Norrænum músíkdögum, sem verða settir í næstu viku. Tvær nýjar sýningar eftir gesta- listamenn Skaftfells á Seyðis- firði verða opnaðar nú um mán- aðamótin, önnur eftir Barböru Amalie Skovmand Thomsen, sem er gestalistamaður í Skaftfelli í ágúst og september, og sam- starfskonu hennar Ullu Eriksen. Hin sýningin er eftir Karin Reichmut, sem er gestalista- maður í Skaftfelli í september og október. Thomsen og Eriksen hafa aðstoðað hvor aðra í mörg ár en verkin sem þær sýna í Bóka- búðinni, er þeirra fyrsta verk sem þær vinna sameiginlega. Svissneski listamaðurinn Karin Reichmut sýnir ný verk á Vesturveggnum. Sýningar í Skaftfelli eru opnar föstudaga til sunnudaga frá 14 til 20 eða eftir samkomulagi. Tvær sýningar í Skaftfelli ÚR VERKI KARIN REICHMUT Reicmut er frá Sviss og verður gestalistamaður í Skaftafelli í október og nóvember. Notkun og misnotkun sögunnar verður til umfjöllunar á afmælis- málþingi Sagnfræðingafélags Íslands á laugardag. Fjórir sagn- fræðingar halda erindi tengd efn- inu; Íris Ellenberger, Guðni Th. Jóhannesson, Lára Magnúsdóttir og Guðmundur Hálfdanarson. Málþingið er haldið í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Ísland. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur 16.30. Rætt um (mis)notkun sögunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.