Fréttablaðið - 30.09.2011, Síða 63

Fréttablaðið - 30.09.2011, Síða 63
FÖSTUDAGUR 30. september 2011 35 25% AF JOHN FRIEDA HÁRVÖRUM Í OKTÓBER Kjúklingabollur í drekasósu www.ora.is ... einfalt, fljótlegt og go ! Smakkaðu nýjung frá ORA Kjúklingabollur í súrsætri sósu Hundrað og sextíu listamenn flytja rúmlega sextíu tónverk eftir rúmlega fimmtíu norræn tónskáld á Norrænum músíkdögum, sem verða settir í Hörpu 6. október næstkomandi. Á dagskránni eru fjórtán tónleikar, allt frá sinfóníutónleikum til kammer-, kór-, raf- og barnatónleika og meðal flytjenda eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput-hópurinn, Kammersveit Reykjavíkur og Aldubáran Sinfon- ietta frá Færeyjum og fjöldi þekktra einleikara, til dæmis Víkingur Heiðar Ólafsson, Einar Jóhannes- son, Anna Petrini og Eva Alkula. Fjöldi verka verður frumfluttur á hátíðinni, þar á meðal tónverk og hljóðgjörningar eftir þrjár íslenskar konur. Ragnhildur Gísladóttir, tónskáld og söngkona, Hafdís Bjarnadóttir, tónskáld og djassgítarleikari, og Sólrún Sumarliðadóttir, tón- skáld og sellóleikari úr hljómsveitinni Aaminu, koma fram saman í fyrsta sinn. Norrænir músíkdagar voru fyrst haldnir árið 1888. Í gegnum tíðina hafa sum af þekktustu tón- skáldum sögunnar fengið verk sín flutt í fyrsta sinn, til dæmis Sibelius og Grieg. Tónskáldafélag Íslands er aðalskipuleggjandi hátíðarinnar í nánu samstarfi við Norræna tónskáldaráðið. Hátíðin, sem stendur til 9. október, hefst með stórtónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og finnskra einleikara á harmónikku og fiðlu í Eld- borg. Við það tækifæri verður frumflutt verk eftir ungt íslenskt tónskáld, Einar Torfa Einarsson, sem pantað var sérstaklega vegna viðburðarins. Miðasala er hafin og má nálgast miða á tón- leikana í Hörpu og á midi.is. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á nordicmusicdays.is. Norrænir músíkdagar í næstu viku VÍKINGUR OG SINFÓNÍAN Bæði Víkingur Heiðar Ólafsson og Sinfóníuhljómsveit Íslands verða meðal flytjenda á Norrænum músíkdögum, sem verða settir í næstu viku. Tvær nýjar sýningar eftir gesta- listamenn Skaftfells á Seyðis- firði verða opnaðar nú um mán- aðamótin, önnur eftir Barböru Amalie Skovmand Thomsen, sem er gestalistamaður í Skaftfelli í ágúst og september, og sam- starfskonu hennar Ullu Eriksen. Hin sýningin er eftir Karin Reichmut, sem er gestalista- maður í Skaftfelli í september og október. Thomsen og Eriksen hafa aðstoðað hvor aðra í mörg ár en verkin sem þær sýna í Bóka- búðinni, er þeirra fyrsta verk sem þær vinna sameiginlega. Svissneski listamaðurinn Karin Reichmut sýnir ný verk á Vesturveggnum. Sýningar í Skaftfelli eru opnar föstudaga til sunnudaga frá 14 til 20 eða eftir samkomulagi. Tvær sýningar í Skaftfelli ÚR VERKI KARIN REICHMUT Reicmut er frá Sviss og verður gestalistamaður í Skaftafelli í október og nóvember. Notkun og misnotkun sögunnar verður til umfjöllunar á afmælis- málþingi Sagnfræðingafélags Íslands á laugardag. Fjórir sagn- fræðingar halda erindi tengd efn- inu; Íris Ellenberger, Guðni Th. Jóhannesson, Lára Magnúsdóttir og Guðmundur Hálfdanarson. Málþingið er haldið í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Ísland. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur 16.30. Rætt um (mis)notkun sögunnar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.