Fréttablaðið - 30.09.2011, Side 64

Fréttablaðið - 30.09.2011, Side 64
30. september 2011 FÖSTUDAGUR36 Málþingið fjallar um hvers vegna svo erfitt reynist að fá viðbrögð almennings og stjórnvalda í umhverfismálum og hvað geti verið til ráða. Að loknum fyrirlestri leiðir Dr. Brynhildur Davíðsdóttir umræður. Fundarstjóri verður Dr. Guðrún Pétursdóttir. Til málþingsins bjóða Alþjóðleg kvikmyndahátíð (RIFF), Alþjóðamála- stofnun Háskóla Íslands og Stofnun Sæmundar fróða, sem fagnar með því 5 ára afmæli sínu. Fyrir málþingið, kl. 14.00 verður heimildarmynd um Dr. Suzuki, „Force of nature: The David Suzuki Movie“, sýnd í sama sal á vegum RIFF. ATH! Aðgangur að málþinginu er ókeypis, en miðaverð á kvikmyndasýninguna er 1.100 kr. Dr. David Suzuki HVAÐ GETUM VIÐ GERT? Einstakur viðburður: Dr. David Suzuki á Íslandi Laugardaginn 1. október kl. 16.00 í sal 105 á Háskólatorgi P IP A R \T B W A -S ÍA Hinn víðfrægi heimildar- mynda gerðar maður, þátta - stjórn andi og umhverfis - fræðingur Dr. David Suzuki, fyrrum prófessor við University of British Columbia, heldur hátíðar fyrir lestur á málþingi í Háskóla Íslands, HVAÐ GETUM VIÐ GERT? Góða skemmtun! Aðgöngumiðaverð: 1.500.- Nýtt band stígur á svið! Ásgeir Óskarsson, Gunnar Þórðarson, Jón Ólafsson og Óttar Felix Hauksson Föstudagur 30. september 2011 Laugardagur 1. október 2011 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 30. september ➜ Tónleikar 18.00 Hljómsveitin Of Monsters and Men flytur lög og áritar plötur í 12 Tónum, Skólavörðustíg 15. Allir velkomnir. 20.00 Tónleikarnir Í minningu Sissu eru haldnir í Hofi á Akureyri. Tónlistar- menn á borð við Óskar Pétursson, Frið- rik Dór, Kristmund Axel og Pál Óskar koma fram. Tónleikarnir eru til styrktar Minningarsjóðs Sigrúnar Mjallar Jóhann- esdóttur. Miðaverð er kr. 2.900. 20.00 Tónleikarnir Nýdönsk í nánd verða haldnir í Samkomuhúsinu á Akur- eyri. Þar leikur hljómsveitin Nýdönsk lög sín ásamt því að segja sögur á bak við lögin og textana, skandalana og stór- sigrana. Leikstjóri er Gunnar Helgason. Miðaverð er kr. 3.900. 20.00 Bubbi Morthens heldur tónleika í Bergi á Dalvík. Miðaverð er kr. 2.500. 20.00 Fengjastrútur leikur ný ágeng verk eftir íslenska og erlenda höfunda í Hafnarhúsinu á hátíðinni Sláturtíð á vegum S.L.Á.T.U.R. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Um helgina verður haldin trúbadorahátíð á Ob-La-Dí-Ob-La-Da á Frakkastíg 8. Eggert Jóhannson, Gímald- in, Skúli Mennski, Andrea Gylfa og Egill Ólafsson koma fram í kvöld. Miðaverð er kr. 1.000. 22.00 Rokkabillyband Reykjavíkur heldur tónleika á Café Rosenberg. 22.00 Hljómsveitin Trums heldur tónleika á Hressó. Eftir tónleikana þeytir DJ Elli skífum. 23.00 Hljómsveitin Gullkistan stígur á svið á Kringlukránni og spilar gamla gullmola rokksögunnar. Þessa nýju hljómsveit skipa Ásgeir Óskarsson, Gunnar Þórðarson, Jón Ólafsson og Óttar Felix Hauksson. Miðaverð er kr. 1.500. ➜ Leiklist 19.00 Sýningin Hárið í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar er sýnd í Hörpu. Miðaverð er kr. 3.950. 20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir Á botninum eftir Maxim Gorkí í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Miðaverð er kr. 1.500. 22.00 Pörupiltar og tvíeykið Viggó og Víóletta sýna leiksýninguna Uppnám í Leikhúskjallaranum í Þjóðleikhúsinu. Miðaverð er kr. 2.900. ➜ Fundir 12.00 Dr. Diana Panke, stjórnmálafræ- ðiprófessor við University College Dublin á Írlandi, heldur erindi um hversu mikil áhrif smáríki hafa í ákvarð- anatöku innan Evrópusambandsins. Fundurinn er á vegum Alþjóðamála- stofnunar Háskóla Íslands og Rann- sóknaseturs um smáríki og fer fram í Odda 201 í Háskóla Íslands. ➜ Nýsköpun 17.30 Atvinnu- og nýsköpunarhelgi Innovit og Landsbankans hefst á Suður- nesjum. Þátttakendur mæta á staðinn og fá innblástur og leiðsögn við að byggja upp viðskiptahugmynd. Við- burðurinn fer fram í húsnæði Keilis á Ásbrú og þátttaka er ókeypis. ➜ Dansleikir 23.30 Hljómsveitin SOS frá Húsavík slær upp dansleik á Spot í Kópavogi. Ína Valgerður Pétursdóttir syngur. Miða- verð er kr. 1.500. ➜ Kvikmyndahátíð 16.00 Kvik- myndahátíðin RIFF stendur fyrir smiðjum um óháða kvikmyndagerð á Kexi Hosteli. Tvær fara fram í dag. Fyrri um heimildamyndir með Peter Wintonick og Frank Matter kl. 16. Seinni smiðjan er um kvikmynda- töku með Josef Mayerhofer og Ara Kristinssyni kl. 18. Þátttöku- gjald fyrir eina smiðju er kr. 700. Gjald fyrir sex smiðjur er kr. 3.000 en kr. 2.000 fyrir handahafa hátíðarpassa. ➜ Uppistand 22.00 Uppistand með Hugleiki Dagssyni og Önnu Svövu Knúts- dóttur á Græna hattinum. Miðaverð er kr. 2.000. ➜ Tónlist 20.00 Húsbandið leikur tónlist á Prikinu. DJ Gísli Galdur þeytir skífum eftir kl. 23. 21.00 DJ Glimmer spilar tónlist á Trúnó. 22.00 DJ Benni þeytir skífum á Vega- mótum. 22.00 DJ KGB stjórnar tónlistinni á Boston. 22.00 DJ Dramatik þeytir skífum á Barböru. 22.00 Housekell stjórnar tónlistinni á Kaffibarnum. 23.00 Captain Fufanu þeyta skífum á Faktorý. 23.00 DJ Halli Valli spilar tónlist á Bakkusi. 23.30 DJ Hlynur Mastermix þeytir skífum á Esju. 23.30 DJ Biggi þeytir skífum á Den Danske Kro. ➜ Fyrirlestrar 12.15 Bernhard Gál og Belma Beslic- Gál úr Vortex Project halda fyrirlestur um margmiðlun í listsköpun sinni í Hafnarhúsinu á hátíðinni Sláturtíð á vegum S.L.Á.T.U.R. Aðgangur er ókeypis. 13.20 Arnþór Helgason, formaður Kínversk-íslenska menningarfélagsins, heldur fyrirlesturinn Stiklur um sam- skipti Íslendinga og Kínverja frá 1760 til 2000 í Lögbergi 102 í Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af 40 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína. Aðgangur er ókeypis. ➜ Eldri borgarar Korpúlfarnir, samtök eldri borgara í Grafarvogi, standa fyrir sundleik- fimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 og listasmiðju sem hefst kl. 13.30 á Korpúlfsstöðum. Upplýsingar um viðburði send- ist á hvar@frettabladid.is. Tónleikaröðin Drullumall hóf göngu sína á miðvikudagskvöld í skúr við Austurbæjarskóla. Verkefnið er ætlað fyrir ung- linga í 8. til 10. bekk og eru það félags miðstöðvar Kamps í mið- borg Reykjavíkur og Hlíðum sem hrintu því af stað í von um að efla grasrótina í íslensku tónlistarlífi. Hljómsveitirnar Gang Related og Ofvitarnir spiluðu á fyrsta kvöldinu en engin grunnskóla- sveit er hluti af verkefninu. „Kveikjan að verkefninu var að það vantar alveg þær hljóm- sveitir. Ég var búin að senda póst um alla Reykjavík og fékk engin svör frá unglingaböndum sem vildu spila og mér finnst það áhyggjuefni,“ segir Andrea Marel, verkefnastjóri félags- miðstöðvarinnar 105 í Háteigs- skóla. „Við viljum breyta því og kveikja hjá þeim áhuga til að stofna hljómsveitir og spila.“ Allar hljómsveitir sem taka þátt í tónleikaröðinni gefa vinnu sína. Auk Gang Related og Ofvit- anna hafa hljómsveitirnar Benn Hemm Hemm, Prinspóló og Reykjavík boðað komu sína. Tón- leikarnir verða haldnir síðasta miðvikudag hvers mánaðar í félagsmiðstöðvum Kamps. - fb Spila fyrir unglinga Á DRULLUMALLI Fjöldi unglinga mætti á tónleikaröðina Drullumall sem hóf göngu sína í skúr við Austurbæjarskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Faktorý er búinn að koma sterkur inn og ég myndi segja að Vínbarinn sé van- metinn. Það er búið að vera mikið af skemmtilegum danstónlistarkvöldum á Faktorý. Þar er pláss til að skekja skankana. Ég reyni að elta það dálítið. Það er líka mjög fínt að fara á Vínbarinn eftir vinnu á föstudegi og kíkja svo á Faktorý um miðnættið.“ Besti barinn: Atli Bollason lífskúnstner Faktorý og Vínbarinn í uppáhaldi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.