Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 11.04.1956, Blaðsíða 3

Íslendingur - 11.04.1956, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. apríl 1956 ÍSLENDINGUR 3 Friirih Danofeonungur og Ingrid drottning feomu til Rvihur i gitr í gœr komu Friðrik IX. konungur Danmerkur og Ingiríður drottning í opinbera heimsókn til Reykjavikur, á leið þeirra til Grænlands. Er þetta fyrsta opinber heimsókn erlends þjóðhöfðingja til íslands, síðan það varð lýðveldi. Var mikill viðbúnaður í höf- uðstaðnum til að taka virðulega á móti konungshjónunum. HLÝTUR SENDIHERRANAFNBÓT Friðrik konungur, sem fullu nafni heitir Kristján Friðrik Franz Mikael Karl Valdemar Ge- org, fæddist 11. marz 1899 í Sor- genfri-höll og er sonur Kristjáns konungs X. og Alexandrínu drcttningar. Þegar konungur fæddist, var langafi hans, Kristján konungur IX. enn konungur í Danmörku. Að honum látnum, 1906, tók við ríkjum sonur hans Friðrik VIII., er ríkti til 1912, er hann andaðist. Tók þá Kristján X. við konung- dómi, en um leið varð Friðrik, eldri sonur hans, krónprins. Tók hann sæti í ríkisráði 18 ára gam- all árið 1917. Sama ár lauk hann stúdentsprófi og hóf herþjónustu. En þjálfun sína hlaut hann ann- ars i flotanum, varð nýliði þar og lauk skólagöngu í flotaskólanmn jafnt öðrum nýliðum. Stundaði hann jafnan síðan störf í danska flotanum eftir því, sem tækifæri, vannst til. Friðrik krónprins kvæntist 24. maí 1935 Ingiríði Svíaprinsessu, sem fædd er 28. marz 1910, dótt- ir þáverandi krónprins Svía, nú Gústafs VI. Adólfs Svíakonungs, og krónprinsessunnar Margrétar, sonardóttur Viktoríu Englands- drottningar. Eiga þau Friðrik konungur og Ingiríður drottning þrjár dætur. Margrét ríkiserfingi er þeirra elzt, fædd 16. apríl 1940. Bene- dikta prinsessa er fædd 29. apríl 1944. Anna-María prinsessa er fædd 30. ágúst 1946. Friðrik IX. varð konungur við lát föður síns 20. apríl 1947. Hafði hann þá í sívaxandi mæli haft á hendi ríkisstjórn í forföll- um konungs og að jafnaði setið fundi ríkisráðs. Auk skyldustarfa sinna hefir konungur jafnan sýnt mikinn á- huga á félagsmálum og tekið virk- an þátt í ýmsum framfaramálum, svo sem málefnum félagssamtaka og mannúðarstörfum. Frá unga aldri hefir hann tekið mikinn þátt í ýmiss konar íþróttum. Meðal hinna mörgu áhugamála konungs skipar hljómlistin önd- vegi, og hefir hann sýnt það við ýmis tækifæri, m. a. á hljómleik- um konunglegu leikhúshljóm- sveitarinnar og sinfóníusveitar danska úlvarpsins, að hann er á- gætur hljómsveitarstjóri. Friðrik konungur er víðförull, enda hefir hann mikinn áhuga á alþjóðlegum samskiptum. Hefir hann ferðazt mikið bæði í Evrópu og utan hennar. Meðal opinberra ferðalaga konungshjónanna má nefna heimsóknimar til Noregs 1947, Svíþjóðar 1947, Frakk- lands 1950, Bretlands 1951, Sví- þjóðar 1954 og Niðurlanda 1954. _______________*____ Lögreglu og dómara »rétt og skyltcc að rannsaka áfengis- flutninginn Hæstaréttardómur í Ðrífu-málinu Fyrir skömmu er genginn j ýtarlega. Við rannsóknina var Iæstaréttardómur í svonefndu eigi beitt neinum harðræðum né ,Drífu-máli“, sem mikið umtal1 ^akti hér í bæ fyrir tveimur árum Nýlega hefir utanríkisráðuneyt- ið veitt Hans G. Andersen fasta- fulltrúa íslands hjá N. A.-banda- laginu í París sendiherranafnbót, en hann hefir um tveggja ára skeið verið fulltrúi íslands hjá samtökunum með aðsetri í París. Hans G. Andersen er þjóðrétt- arfræðingur að menntun, en hefir síðan. Mál þetta er risið út af því, að lögreglan á Akureyri tók í sínar vörzlur nokkra áfengiskassa, er 5 eigendur v.b. Drífu, sem allir voru atvinnubílstjórar hér í bæ, komu með frá Siglufirði í bátnum að kvöldi 1. júní 1954 og hafði í geymslu, meðan á rannsókn 6tóð. Rannsókn málsins leiddi ekki af sér frekari aðgjörðir af hálfu lög- reglunnar, og skilaði hún áfeng- um langt skeið starfað hjá utan- inu um horð í bátinn 4 dögum ríkisráðuneytinu. Er hann þekkt- eftir töku þess, astur fyrir ágæt störf við unalr- Fimmmenningarnir vildu ekki búning íslands í landhelgismálun- una þessum úrslitum og höfðuðu um. mól gegn dómsmálaráðherra og íJí__ fj ármálaráðherra f. h. ríkissjóðs og kröfðust miskabóta „að mati dómara“. Voru stefndir sýknaðir í undirrétti, en stefnendur vísuðu þá málinu til Hæstaréttar. Dómur þar gekk í málinu 19. marz s. 1., og var dómur undirréttar stað- I festur, auk þess sem áfrýjandi, Burðargjöld 09 símgjöd tisli 8 ný frímerki gefin út. Frá 1. apríl síðastliðnum urðu 'Ásbjörn Magnússon, var dæmdur Ferðaskrifstoía ríbfsins skipnleggur Rússlandsferðir í sumar Einnig um Bandaríkin og Kanada, til Norður- landa og suður um alla Evrópu Ferðaskrifstoja ríkisins skipu- leggur í sumar fjölda ferða til út- landa eins og að undanförnu, en stœrstu tíðindin frá henni munu J)ó J)au, að nú býður liún ferðir til Sovétríkjanna, Þá er að venju margt ferða til Norðurlanda og suður um Ev- rópu. í hópferðunum verður ferð- azt í íslenzkum bílum. Upplýsing- ar um ferðirnar fá menn hjá skrifstofunni sjálfri. Fargjöld eru öll miðuð við Reykjavík og heim aftur. Þá er ætlunin að fara hópferð til íslendingabyggða í Kanada og Bandaríkj unum. Eins og á undanförnum árum mun Ferðaskrifstofa ríkisins skipuleggja ferðir til útlanda og gefa almenningi kost á hagkvæm- um skemmti- og kynnisferðum. Á síðastliðnu ári var efnt til ferða um Norðurlönd, Þýzkaland, Sviss, Ítalíu, Frakkland og Bretland. í sumar er áætlað að fara til eftir- talinna landa: 1. Norðurlandaferðir. Tvær ferðir, önnur 22 daga og hin 26 daga. Færeyjar, Noregur, Sví- þjóð, Danmörk. 2. Meginland Evrópu. Tvær ferðir, önnur 31 dagur og hin 36 dagar. Skotland, Danmörk, Þýzkaland, Sviss, Ítalía, Frakk- land. Sams konar ferðir hafa verið farnar undanfarin ár á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins. Allt kapp hefir verið lagt á að hafa ferð- irnar ódýrar og hagkvæmar fyrir ferðafólkið, svo og að koma mál- um þannig fyrir, að ferðirnar hefðu sem minnst gj aldevrisút- gjöld í för með sér. í þessum ferðum hefir Ferðaskrifstofan náð góðum árangri, með því að láta tvo ferðamannahópa ferðast samtímis á sömu leiðum, með ís- lenzkum farartækjum undir stjórn íslenzkra manna, en með þessu fyrirkomulagi vinnst þetta: 1) Farartækin nýtast til íulls, 2) Úr tímanum, sem ferðafólkið hefir nokkrar hækkanir á burðargjöld um innanlands og ennfremur tal- símagjöldum. Burðargjald ein- faldra bréfa innanlands hækkar úr 75 aurum í krónu innanbæjar en úr kr. 1.25 í kr. 1.50 utanbæj- ar og til Norðurlanda. Skrásetn- ingargjald ábyrgðarbréfa hækkar úr kr. 1.50 í kr. 2.00, og kostar þá sending einfalds ábyrgðarbréfs milli landshluta kr. 3.50 nú í ctað kr. 2.75 áður. Burðargjald undir blöð hækkar einnig um 20 af hundraði. Símagjöld hækka til jafnaðar um 13%. Umframsímtöl, þar sem sjálfvirkar stöðvar eru, hækka um 5 aura (verða 35 aurar). Símtala- gjöld hækka um 1 krónu viðtals- bilið og símskeytagjöld úr 50 aurum í 60 aura orðið (úr 40 í 50 aura innanbæjar). Hækkmi umframsímtala tekur þó ekki gildi fyrri en 1. október næstkomandi. í 600 króna sekt. í dómi Hæstaréttar segir m. a.: „í rnáli því, er hér liggur fyrir, mátti áfrýjandi þegar í stefnu gera kröfu um tiltekna fjárhæð. Þar sem hann hefir eigi gert það, eru kröfur hans ódómhæfar, og verður því að ómerkja hinn á- frýjaða dóm og meðferð málsins \ í héraði, að öðru en varðar máls- kostnað, og vísa málinu frá hér- aðsdómi.“ Enn segir þar: „Áfengisflutningur sá, sem í máli þessu greinir, var þess eðlis, að lögreglumönnum og dómara var rétt og skylt að rannsaka hann Ný frímerki. hún framkvæmd á særandi eða móðgandi hátt, og áfenginu var ekki haldið lengur í vörzlum lög- reglunnar en nauðsyn bar til vegna rannsóknar málsins. Krafa áfrýjanda um bætur úr ríkissjóði var því algjörlega að ófyrirsynju, og þykir rétt, samkvæmt 2. tl. 1. mgr. 188. gr. laga nr. 85, 1936 að sekta hann fyrir bersýnilega til- efnislausa málshöfðun. Þykir sektin hæfilega ákveðin kr. 600.00, er renni í ríkissjóð, og komi varðhald í 4 daga í stað sektar, verði hún eigi greidd inn- an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. D ó m s o r ð : Ákvæði liins áfrýjaða dóms um málskostnað eiga að vera órösk uð. Að öðru leyti á hinn áfrýjað dómur og svo málsmeðferð í hér aði að vera ómerk, og vísast mál inu frá héraðsdómi. — Áfrýj andi, Ásbjörn Magnússon, greiði stefnda, dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs málskostnað fyrir Hæstarétti kr. 3000.00. Málssóknarlaun skipaðs talsmanns áfrýjanda fyrir Hæsta- rétti, Jóns Þorsteinssonar héraðs- dómslögmanns, kr. 1000.00, greiðist úr ríkissjóði. Áfrýjandi greiði kr. 600.00 sekt í ríkissjóð, og komi varð- hald 4 daga í stað sektar, ef hún verður eigi greidd innan 4 vikna frá birlingu dóms þessa.“ Undirréttardóminn, sem á- kvað stefnendum 1600 kr. máls- kostnaðargreiðslu til hinna stefndu, kvað upp Ari Kristinsson fulltrúi á Húsavík, en hann var skipaður setudómari í málinu. Aðalíundur Skógræklaríélags Eyfirðinga var haldinn á Akureyri sunnu- j Einnig var selt töluvert af garð- daginn 25. þ. m. Fundinn sátu plöntum úr stöðinni. Sáð var Þann 4. þ. m. komu 8 ný frí- fulltrúar frá öllum deildum félags trjáfræi í stöðinni í 450 ferm. og merki í umferð. Eru 4 þeirra með 'ns nema einni. Einnig mætti sem j dreifsettar rúml. 50 þús. plöntur, myndum af íslenzkum orkuverum ^ gestur á fundinum formaður en önnur 4 af fossum. Gildi þeirra j Skógræktarfélags Suður-Þingey- er sem hér segir: Elliðaárvirkjun mSa> Tryggvi Sigtryggsson á 50 aurar, Sogsvirkjun 1.50, Anda- kílsvirkjun 2.45, Laxárvirkjun 3.00 kr., Skógafoss 15 aurar, Goðafoss 60 aurar, Dettifoss 2 kr. og Gullfoss 5 kr. — Stefán Jóns- son hefir teiknað frímerkin, en prentuð eru þau í London. Laugabóli. Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir, formaður félagsins setti fundinn og stjórnaði honum. Samkvæmt skýrslu stj órnarinnar höfðu verið gróðursettar á árinu 46,682 skógarplöntur á vegum félagsins, en auk þess lét Rótary- til umráða, vinnst vel, 3) Gjald- klúbbur Akureyrar gróðursetja eyrisútgjöld sparast til mikilla 5 þús. af bergfuru frá Noregi. muna, 4) Ferðalögin hafa borið Var það gróðursett að Botni í íslenzkan svip og gefið tilefni til Hrafnagilshreppi. Ennfremur lét vinsamlegra frásagna um ísland í Skógrækt ríkisins gróðursetja erlendum blöðum og útvarpi. 1250 pl. í Grundarreitinn. Mest- Frekari upplýsingar um ferð-j ur hluti af þeim trjáplöntum, sem irnar má fá á Ferðaskrifstofunni gróðursettar voru, komu úr gróðr hér á Akureyri. ^ arstöð félagsins eða um 42 þús. Spírun var með lakasta móti í fræbeðum og vanhöld á því, sem síðast var gróðursett vegna ó- venju mikilla þurrka í vor og sumar. Framför á eldri trjáplönt- um bæði í uppeldisreitum og skógarreitum var aftur á móti mun betri en venjulega, einkum á birki. Enda var sumarið sólríkt og hlýtt á Norðurlandi. Samþykkt var fjárhagsáætlun fyrir árið 1956 og voru niður- stöðutölur hennar kr. 175,000,00. Gert er ráð fyrir að gróðursetja 50—60 þús. trjáplöntur á félags- svæðinu næsta vor. í lok fundarins bauð Skógrækt- arfélag Akureyrar fundarmönn- um til kaffidrykkju í Barnaskóla Frh. á 10. síðu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.