Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 11.04.1956, Blaðsíða 2

Íslendingur - 11.04.1956, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Hver er mitliliðaoróðini) ? „Vinstri“ mennirnir, sem kalla sig svo í þjóðfélagi okkar, tala mikið um milliliðagróðann, hvað hann sé gífurlega hár og að milli- liðirnir séu óþarfir eða a. m. k. of margir. Eitt af aðal úrræðum þeirra í efnahagsmálunum er líka að lækka milliliðakostnaðinn, eða jafnvel að afnema hann með öllu. Gott væri ef það væri hægt, en ekki rætast allir draumar og ég held að engum óvitlausum manni detti í hug að hægt sé að lifa í nútíma þjóðfélagi án milliliða, a. m. k. í verzlun. Um það verður ekki deilt. Um hitt er hægt að deila óendanlega lengi hvaða verzlunarfyrirkomulag er hentug- ast og bezt en um það ætla ég ekki að ræða, af þeirri ofur ein- földu ástæðu, að mér virðist reynslan hafa kennt mér það, að þeir sem hafa kaupgetu og eru frjálsir að meðferð á fé sínu og ekki eru haldnir af neinum sér- stökum trúarbrögðum um það hvar þeir eigi að verzla, kaupi vöru sína þar, sem þeir fá hana bezta og ódjrasta og þar sem þeir mæta mestri lipurð í afgreiðslu og öllu viðmóti. Og svona held ég að það verði svo lengi, sem menn hafa frjálsræði, og hver vill ekki hafa það? Og þá er komið að hinu raun- verulega tilefni greinarstúfs þessa Hver er milliliðagróðinn? Ég vil taka 4 vörutegundir, sen> dæmi. Að sjálfsögðu eru þetta ekki algild dæmi og meiri álagn - ing er á sumar aðrar vörutegund ir, en þær, sem ég tek hér, en imsar ástæður eru fyrir misjafn lega hárri álagningu, sem of langl ar að rekja, í þessu sambandi. Dæmin, sem ég tek, eru þessi: Sement. Innkaupsverð 1 smál. cif...................... Ér. 405.00 Vörumagnstollur, verðtollur og söluskattur = gjöld í ríkissjóð ..................................... — 134.88 Ómakslaun til aðalinnflytjenda ... Uppskipun, akstur og móttaka í húsi Hafnargjald ......................................... — Leyfisgjald ......................................... — 2.10 Bankakostnaður....................................... — 4.20 Vextir ........................................... 5.13 Rýrnun .............................................. — 10-0l) Kostnaðarverð í hendur verzlunar................. kr. 619.90 Álagning ....................................... — 67.45 Samtals kr. 687.41 eða álagning af útsöluverði tæplega 10%. Timbur. Innkaupsverð 1 standard cif...................... kr- 4.223.00 Vörumagnstollur, verðtollur og söluskattur = gjöld í ríkissjóð ....................................... — 1.715.00 Ómakslaun til aðalinnflytjenda................... — 126.70 Uppskipun, akstur og aðgreining.................... — 500.00 Hafnargjald........................................ — 41.25 Leyfisgjald .................................... 33.00 Bankakostnaður .................................... — 66.00 Vextir ............................................ — 67.00 Rýrnun ............................................ — 76.00 Kostnaðarverð í hendur verzlunar .............. kr. 6.847.95 Álagning ..................................... — 826.95 Samtals kr. 7.674.90 eða álagning rúmlega 11% af útsöluverði. Sfeypusfyrktarjárn. 1 smálest cif. verð............................. kr. 2.220.40 Vörumagnstollur, verðtollur, soluskattur af flutnings- gj. (innif. cif.v.), söluskattur í tolli, söluskattur í smásölu = gjöld í ríkissjóð..................... — 947.80 Uppskipun og heimakstur............................ — 96.00 Hafnargjald........................................ — 10.00 Leyfisgjald ....................................... — 19.25 Bankakostnaður .................................... — 36.50 Vextir ............................................ — 27.89 Kostnaðarverð í hendur verzlunar .............. kr. 3.357.84 Álagning ...................................... — 463.16 Samtals kr. 3.821.00 M iðstöðva rof na r. 1 fermetri ........................................ kr. 84.95 Vörumagnstollur, verðtollur, söluskattur í tolli, sölu- skattur í smásölu = gjöld í ríkissjóð.............. — 21.98 Uppskipun ........................................... — 1.40 Akstur............................................... — 1.28 Hafnargjald ......................................... — 0.37 Leyfisgjald ......................................... — 0.75 Bankakostnaður ...................................... — 1.50 Umboðslaun .......................................... — 0.75 Vextir .............................................. _ 1.03 Kostnaðarverð í hendur verzlunar................... kr. 114.0L Álagning ............................................ _ '19.79 Samtals kr. 133.80 eða tæp 15% af útsöluverði. Þessar vörutegundir hefi ég alið sökum þess að þær eru að- alefnið í húsbyggingu, en hús- næðismálin eru eitt af mestu andamálum þjóðarinnar. Áður en ályktanir eru dregnar if þessum dæmum, þarf nokkurra frekari skýringa. Ómakslaun aðalinnflytjenda ru í því fólgin, að verzlunarsamn ngarnir við Rússa eru á þá lund, ð Rússar afgreiða ekki til ein takra verzlana, heldur til sér- takra fyrirtækja, sem löggilt hafa erið af ríkisstjórninni, í sam- áði við rússneska sendiráðið í Aeykjavík. Sem stendur eru þessir aðilar: H. Benediktsson & Co., J. Þor láksson & Norðmann, Samband ísl. samvinnufélaga, Innflutnings- samband timburinnflytjenda í Reykjavík og Verzlanasamband- ið (sem er samband verzlana utan Reykjavíkur). Og verður innflutn ingurinn að fara fram að tilhlut- un einhvers þessara fyrirtækja. Segja má að þennan millilið hefði mátt spara, ef Rússar hefðu fengist til að afgreiða beint til verzlananna. En þá er hætt við að þeir hefðu sett verðið þeim mun hærra, vegna aukinnar fyrirhafn ar, en verðið hafa þeir að mestu í hendi sér, vegna þess að við verðum að kaupa af þeim vörui fyrir allar þær vörur, er við eelj - um þeim, og er ekki annað hag- kvæmara en t.d. timbur og sem- ent. Hefðum við þá orðið að groiða Rússum þessi ómakslaun, í stað þessum innlendu fyrirtækj- um, sem greiða þau svo aftur, að meira eða minna leyti í vinnu laun og til ríkis og bæjar. Leyfisgjald er lögákveðin greiðsla til Innflutningsskrifstof- unnar og ekki mun vera reksturs- afgangur þar. Bankakostnaður er sömuleiðis beinn kostnaður. Vext ir þeir, sem reiknaðir eru, gera ekki betur en nægja til að greiða vaxtakostnað af því fé, sem í vör- unum liggur, áður en þær koma í hendur verzlunarinnar, því að fyrirframgreiðslur fara fram, að meira eða minna leyti, löngu áð- ur en vörurnar fara í skip. Rýrnun sú, er ég hefi reiknað á timbri og sementi, er áreiðan- Iega ekki of há. Rýrnun er engin reiknuð á miðstöðvarofnum, en þar er raunverulega um allmikla r.'rnun að ræða, því oft brotnar mikið í flutningi. Auk þess er um allmikinn aukakostnað að ræða í sambandi við afgreiðslu á mið- stöðiar fnum vegna breytinga á stærðum, sem ekki reiknast sér- staklega. Þá er að athuga álagninguna. Hún er á sementinu tæplega 10%, á timbrinu rúmlega 11%, á steypustyrktarjárninu rúmlega 12% og á miðstöðvarofnunum tæplega 15%. Til þess að reka verzlun, þarf einhvern til að stjórna henni, eins og bónda (bústjóra) þarf til að stjórna búi og menn þarf til að afhenda vöruna og kaup þarf að greiða þessum mönnum. En það er fleira, sem þarf að greiða. Húsaleigu, lóðarleigu, vátrygg- ingu og opinber gjöld, að ó- gleymdum vöxtum af því fé, sem í vörunum er fast, en ársvextir eru nú 7%%. Ekki mun yfirleitt gerlegt að reka verzlun, nema með allmikl- um vörubirgðum og um sumar vörutegundir er þannig farið, t.d. timbur og sement, að ógerningur er að flytja þær inn svo verð verði hagkvæmt nema í allmiklu magni í einu. Verða því mjög miklar vörubirgðir á ýmsum tím- um. Það mun því ekki of áætlað að 3% eða allt að % álagningar- innar fari til vaxtagreiðslu, ekki sízt þegar tillit er tekið til þess, að verzlunin á að greiða öll gjöld til ríkissjóðs af vörunum, áður cn farið er að selja þær, en meiri- dutinn af þeim gjöldum er sölu- skattur, sem ekki má leggja á. Vefna má, í þessu sambandi, rekstursútsvörin, sem verzlunin erður að greiða í bæjarsjóð og ;em mun vera t. d. hér á Akureyri '/2% af byggingavöruiiL Ég sé ekki ástæðu til að lengja nál mitt mikið, en geri ráð fyrir .ð leitun verði á manni, sem get- ir fært rök fyrir því að hægt sé rð lækka þennan milliliðakostnað, eða að komast af án hans, a.m.k. varðandi þær 4 vörutegundir sem hér er rætt um. Hitt hljóta allir að reka augun í, að gjöldin í ríkissjóðinn eru h. u. b. tvöfalt á við álagningu verzlunarinnar og er því ríkis sjóðurinn langstærsti milliliður- inn í íslenzkri innflutningsverzl- un. Og það er á þessari milliliða- starfsemi, sem fjármálaráðherra þjóðarinnar byggir afkomu ríkis- sjóðsins að verulegu leyti. Ef hægt væri að finna leið til að lækka þennan milliliðakostnað væri vel farið, en hver trúir því Miðvikudagur 11. apríl 1956 | Þórunn Jóhannsdóttir heidur hljómleka hér nl íöstndofl í gær komu góðir gestir í bæ- inn, þau feðginin Jóhann Tryggvason og Þórunn dóttir hans, en hún ætlar að halda pía- nótónleika í Nýja Bió á föstu- dagskvöldið kl. 9. Þórunn er nú orðin 16 ára gömul og því ekkert barn lengur. I vetur hefir hún haldið hljóm- leika í mörgum enskum borgum og leikið í brezka útvarpið (BBC), jafnframt námi sínu, en yfirleitt er hljómlistarnemendum þar ekki leyft að halda opinbera hljómleika. Þau feðginin munu aðeins verða hér á landi um þriggja vikna skeið en hverfa þá aftur til London. Mun Þórunn, auk hljóm- Ieikanna hér halda hljómleika i Reykjavík og ef til vill víðar. Væntanlega fýsir marga að heyra til hinnar ungu listakonu á föstudagskvöldið og fylgjast með þroska hennar og framförum í listinni. Sólgleraugu Gott úrval, nýkomið. MYNDAVÉLAR FILMUR, allar stærðir. SJÓNAUKAR 2 stærðir. TIL FERMINGAR- GJAFA: I Bafcpokar I Svefnpokar | Tjöld o. m. fl. Bryuj. Sveinsson li.f. Sími 1580. Svartir karlmannsskór nýkomnir. ÓDÝRT. STRIGASKÓR f. börn, stærðir 26—35. Verð frá kr. 19.75. Skóverzlun M. H. Lyngdal & Co. Hafnarstræti 104. Sími 2399. að svokallaðir „vinstri“ menn, sem hafa á stefnuskrá sinni sí- aukin afskipti ríkisvaldsins og gera síauknar kröfur á hendur ríkisvaldinu, verði til þess? eða rúmlega 12% álagning af útsöluverði. Tómas Björnsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.