Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 11.04.1956, Blaðsíða 6

Íslendingur - 11.04.1956, Blaðsíða 6
6 íSLENDINGUH Miðvikudagur 11. apríl 1956 Kemur út bvern miðvikudag. Útgcfandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjórí og ábyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1. Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðila í Gránufélagsgötu 4. Simi 1354. Skrifstofutími: Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. PrentsmiSja BjSrm Jónssonar h.j. Skollaleikurinn mikli Framsóknarflokkurinn hefir nú sett á svið eitt skringilegasta sjónarspil, er um getur í íslenzkri stjórnmálasögu. Nýtur hann til þess aðstoðar nokkurra menntamanna og embættismanna úr hópi svonefndra Krata, en í stað þess á að tryggja þeim þingsetu og ein- hver viðbótarembætti. Hinir fyrri kjósendur Framsóknarflokksins víðs vegarum land standa nú ráðvilltir og ruglaðir og spyrja hverj- ir annan: Hvernig stendur á því, að Framsókn, sern látið hefir mikið yfir stjórnarstefnu núverandi ríkisstjórnar og talið sig hafa mótað hana, söðlar skyndilega um, telur hana leiða til hruns og eyðileggingar og leggur ofurkapp á að mynda stjórn með þeim flokki, er einna hatrammast hefir barizt gegn hinni „mótuðu“ Framsóknarstefnu? Hvernig stendur á því ofurkappi, sem Framsókn lagði á að komast í ríkisstjórn með Krötum nú þegar, og vildi til þess vinna að mynda minnihlutastjórn, er ekkert gerði, annað en sjá um kosningarnar? Og loks: Hvernig stendur á hinni skyndilegu endurfæðingu Fram- sóknar í varnarmálunum? Spurningarnar eru að vísu miklu fleiri. Og kunnugir menn eiga svör við mörgum þeirra. Þeir vita, að allur þessi gauragangur er til kominn af því einu, að formaður Framsóknarflokksins telur for- sætisráðherrastólinn ekki setinn „réttum manni“. Þeir vita líka, að skyndisamþykktin í varnarmálunum í þinglok stafar af því, að Framsóknarflokknum fylgir uppvakningur, sem sýgur blóð úr Framsóknarmaddömunni líkt og tilberinn saug ærnar í þjóðtrúnni. Þessi uppvakningur nefnist Þjóðvarnarflokkur og á aðeins eitt stefnumál: Að vera á móti vörnum landsins. Svo mikið þótti við liggja að slæva þenna uppvakning, að ekki var horft í að rjúfa ein- ingu lýðræðisflokkanna í utanríkismálum, snúa utanríkisráðherran- um í hálfhring og draga varnarmálin inn í kosningabaráttuna. Sýn- ir allt þetta, hversu purkunarlaus léttúð og ábyrgðarleysi einkennir allar athafnir hins nýja kosningabandalags Hermanns Jónassonar, Haraldar og Gylfa. Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki taka þátt í skollaleiknum í varn- armálunum. Hann vildi ekki láta fyrirhugaðar kosningar hafa áhrif á samstöðu lýðræðisflokkanna í utanríkismálum, sem lengstaf und- anfarið hefir verið haldið þannig á, að við höfum haldið virðingu okkar meðal vestrænna þjóða. Sjálfstæðismenn á Alþingi vissu, að fram að þeim degi, er tillaga nýja bandalagsins kom fram á Al- þingi, hafði aldrei verið ágreiningur milli stjórnarflokkanna um meginstefnu varnarmálanna, þ. e., að hér ætti ekki að dvelja erlent varnarlið lengur en nauðsyn krefði vegna öryggis landsins. Á Al- þingi í fyrra fluttu alþingismennirnir Magnús Jónsson og Sigurður Bjarnason þingsályktunartillögu þess efnis, að þegar í stað skyldi gera ráðstafanir til þess, að íslendingar yrðu þjálfaðir til að taka við radarstöðvum og öðrum mannvirkjum, sem hér hefir verið komið upp í öryggisskyni, en þá léð Framsókn ekki máls á slíku. Það hefir verið upplýst, að slík þjálfun taki nokkur ár, og virðist því ekki hafa verið nein goðgá að fallast á þá tillögu fyrir þá, sem er svo brátt að losna yið varnarliðið sem Framsókn! í rökstuddri dagskrá, er Sjálfstæðismenn báru fram við umræð- ur um varnarmálatillögu Framsóknar- og Alþýðuflokksmanna í ut- anríkisnefnd, var gert ráð fyrir að Alþingi ályktaði, að þegar skyldi hafinn löglegur undirbúningur að því, að her dveldi.ekki lengur í landinu en nauðsynlegt væri, en í tillögu Framsóknar og Krata er alveg gengið fram hjá ákvæðum 7. gr. varnarsamningsins og engin tímatakmörk sett um, hvenœr varnarliðið eigi að hverfa úr landi. ÖIl mun málsmeðferð þessi eiga eftir að skýrast betur. Á meðan getur Tíminn hafa það sér til dundurs, að skýra lesendum sínum frá því, að skollaleikurinn í varnarmálunum á Alþingi um daginn sýni, að Sjálfstæðisflokkurinn vilji alls ekki missa herinn úr landi! Og hann mun áreiðanlega halda áfram fram að kosningum að „harma það, að samheldnin skyldi rofna um þá stefnu, að ekki skuli hér Ieyfð herseta á friðartímum“, eins og segir í leiðara hans 4. apríl. Það er honum aukaatriði, að varnarlið það, er með fullu samþykki allra lýðræðisflokkanna kom hingað á friðartíma, hefir síðan setið hér á friðartíma og utanríkisráðherra Framsóknar ekki hreyft hönd eða fót til að fjarlægja það alla sína stjórnartíð. Framsóknarílokkurinn, eða öllu heldur forustumenn hans, bera Gerí grein fyrir nokkrum mdlnm, sem varða bsjarfélagið í eftirfarandi grein skýrir þingmaður bæjarins, Jónas G. Rafrtar, fró ýmsum framkvæmdum í bæn- um, er ríkissjóður ber kostnað af að sínum hluta, og hversu þær eru ó vegi staddar, svo og fró framlög- um ríkissjóðs til ýmissa menningarmóla bæjarins. Flugvöllurinn. Framkvæmdirnar við flugvöll- inn hafa verið öilum Akureyring- um og Eyfirðingum hið mesta fagnaðarefni. Það er ekki lítill munur frá þvi, sem var, að hafa flugvöllinn núna rétt við bæinn. Þá er það gerbreyting, að unnt er að nota Skymasterflugvélar á leiðinni Akureyri-Reykjavík þeg- ar flutningaþörfin er mest. Ör- yggisútbúnaður er nú einnig all- ur meiri og betri en var og fært að lenda á nýja flugvellinum í myrkri. Framkvæmdum miðar vel ófram. Þegar litið er á allar aðstæður og þau fjárráð, sem flugmála- stjórnin hefir haft á undanfarandi árum, verður ekki annað sagt, cn að framkvæmdum hér við flug- völlinn liafi miðað vel áfram. Ur öllum áttum hafa borizt kröfur og beiðnir um flugvelli og lagfæring- ar á flugbrautum. Forráðamenn flugmálanna hafa því haft í mörg honi að líta. Á fjárlögum 1954 voru veittar til flugvallagerða 1.3 millj. kr., 1955 1.8 millj. kr. og 1956 3.6 millj. kr. í ár að auki % millj. kr. til sjúkraflugvalla. Þá mun flugmálastjórnin hafa feng- ið nokkurt fé til umráða af um- framtekjum flugvallanna. Eftir þeim upplýsingum, sem ég liefi fengið, var kostnaður við byggingu Akureyrarflugvallar: 31. des. 1955 1. jan. 1956 skuld ca. Sanddæla kr. 4.962.525.00 — 850.000.00 — 456.000.00 Samtals kr. 6.268.525.00 Hefir þannig verulegur hluti af fjárfestingarfé flugmálanna geng- ið til Akureyrarflugvallar síðustu Næsíu framkvæmdir. Á flugvellinum verður mest að- kallandi að koma upp flugstöðv- arbyggingu og stjórnturni (áætl- aður kostnaður kr. 750.000.00) og verður það verk vonandi haf- ið núna í vor. Þá þarf strax og fé er fyrir liendi að lengja flug- brautina, svo hún verði 2000 m., og búa hana undir asfalt. Koma þarf upp flugskýli fyrir Skymast erflugvélar og fá fullkomin snjó moksturstæki. Ómögulegt er að segja, hvað allar þessar fram- kvæmdir koma til með að kosta, en eftir áætlunum, sem nýlega hafa verið gerðar, mun kostnaður verða töluvert á 6. millj. kr. Miklar framkvæmdir í heilbrigðismólunum. Síðustu árin hefir sjúkrahúsa- kosturinn í landinu mjög verið bættur. Má fyrst og fremst benda á sjúkrahús okkar Akureyringa, sem er hið fullkomnasta að öllum búnaði, ný sjúkrahús á Akranesi, Keflavík, Blönduósi, endurbætur á Landsspítalanum og bvgging hjúkrunarkvennaskóla. Um nauð- syn þessara framkvæmda hafa allir verið sammála. Fjórðungssjúkrahúsið. Þegar hafizt var handa um byggingu fjórðungssjúkrahússins hér í bænum var stórhugurinn ^ látinn ráða, og þarf nú ekki að ^ sjá eftir því, þegar litið er á allar aðstæður. Eiga þeir menn miklar þakkir skyldar, sem stóðu að byggingu sjúkrahússins og á- kváðu allt fyrirkomulag. Reynsl- an hefir sýnt, að hér er full þörf fyrir sjúkrahús, sem tekið geti á móti yfir 100 sjúklingum. Kostnaðurinn við byggingu sjúkrahússins hefir að sjálfsögðu orðið mjög mikill, og meiri cn til var ætlast vegna hækkana á öllum sviðum. Byggingin hefir því kraf- ist mikilla fjárframlaga frá bæj- arfélaginu. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið, mun fjár til bygg- ingarinnar hafa verið aflað þann- jg: kr. 2.860.000.00 1.400.000.00 Jónas G. Rajnar.alþm. fjárlögum, sem er kr. 75 hækkun frá því í fyrra. þús. Bærinn lagt fram Söfnun Lántökur á vegum bæjarins Ríkissj óðsf ramlag 3.000.000.00 4.560.000.00 Samtals kr. 11.820.000.00 Til viðbótar ríkisframlaginu koma núna í ár kr. 575.000.00 á fu!la ábyrgð á því, að varnarmálin eru dregin inn í kosningabar- áttuna í sérstökum tilgangi. Um það þýðir ekki að saka Sjálfstæð- isflokkinn. Hann vill ekki vera samábyrgur um, að pólitískar heim- iliserjur annarra flokka baki þjóðinni álitshnekki og vanvirðu með- al vinveittra nágrannaþjóða. Hluti útbúnaðar núna styrkhæfur. Samkvæmt sjúkrahúsalögum greiðir ríkissjóður bæjarfélögum allt að %, en öðrum sveitarfélög- um allt að % kostnaðar af að reisa almenn sjúkrahús og sjúkra- sk'li. Ef í hlut eiga fjórðungs- sjúkrahús greiðir rikissjóður allt að % byggingarkostnaðar. (Ak- ureyri fær þannig 60% bygging- arkostnaðar úr ríkissjóði eftir því sem fé er veitt á fjárlögum). Þessi ákvæði um stuðning ríkisins við byggingu sjúkrahúsa í landinu hafa verið framkvæmd þannig, að styrkurinn hefir eingöngu verið miðaður við húsbyggingarkostn- að en ekki látinn ná til kaupa á búnaði. Eins og eðlilegt er hefir þcssi framkvæmd valdið óánægju sveitarfélaganna, þar sem útveg- un nauðsynlegra tækja er mjög verulegur liður í kostnaði við að koma upp sjúkrahúsi, liður, sem hlutfallslega hefir farið hækkandi eftir því sem tækninni hefir mið- að áfram. Ég flutti því frumvarp, ásamt Pétri Ottesen, fyrir 3 eða 4 árum um að allt innbú sjúkrahús- anna nyti styrks úr ríkissjóði, en jVegna andstöðu ónefndra aðila, náði það ekki fram að ganga. Núna í vetur var málið tekið upp aftur í þinginu i þeim búningi, að ! ákveðin tæki (aðalröntgentæki, þvottavélar, matreiðsluvélar) og lagfæring á lóð yrði styrkhæf með sama hætti og byggingin sjálf. Það varð svo að samkomu- I lagi í heilbrigðismálanefnd, að miða þennan styrk við 40% I kostnaðar, og varð frumvarpið I þannig breytt að lögum. Enda þótt að með þessu hafi verið I skemmra gengið en ég óskaði, fela lögin þó í sér verulega lag- færingu, en þau ná til sjúkrahúsa, sem tekið hafa til starfa síðan 1. janúar 1952. Forganga Akureyringa um að fó reksfrarstyrk íil sjúkrahúsa. Áður en fjórðungssjúkrahúsið var tekið í notkun, voru forráða-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.